Morgunblaðið - 13.04.2013, Síða 7

Morgunblaðið - 13.04.2013, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 s Jóns Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Fyrirtaka fór fram í gærmorgun í máli Dróma hf. gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Ingólfi Helgasyni, fyrr- verandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, Steingrími Páli Kárasyni, fyrrver- andi framkvæmdastjóra áhættustýringar Kaupþings og Magnúsi Guðmundssyni, fyrr- verandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg auk einkahlutafélaganna Hvítsstaða og Langár- foss. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins bera stefndu fyrir sig að lán, sem tekið var hjá SPRON til jarðarkaupa, sé ólögmætt gengistryggt lán og beri að reikna upp á nýtt. Málið sem tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær snýst um kúlulán sem eign- arhaldsfélag stefndu, Hvítsstaðir ehf., tók til kaupa á jörðinni Langárfoss árið 2005, en end- urgreiða átti lánið árið 2010. Dómkvaddur matsmaður hefur verið feng- inn til að verðmeta jörðina en ekki er vitað hversu háar fjárhæðir Drómi krefur stefndu um. Í nóvember árið 2009 stóðu skuldir Hvíts- staða, eignarhaldsfélags stefndu, í rúmum milljarði króna, en eignir þess, fjórar jarðir, voru á þeim tíma metnar á 400 milljónir króna. Í ljósi lækkandi jarðaverðs má gera ráð fyrir að verðmat jarðanna verði lægra en það var þegar jarðirnar voru keyptar. Kaupþingsmenn hafna gengistryggingu  Nokkrir af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings bera við að lán sem þeir tóku hafi verið ólögmæt Morgunblaðið/Einar Falur Langárfoss Eignarhaldsfélag fyrrverandi stjórnenda Kaupþings keypti jörðina Langárfoss á gengistryggðum lánum. Þeir bera nú fyrir sig að gengistrygging lánsins hafi verið ólögmæt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.