Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 10
Nú þegar vorið er á næsta leiti halda
margir kórar vortónleika. Á morgun
sunnudag kl. 16 heldur Karlakór
Reykjavíkur, eldri félagar, sína árlegu
vortónleika í Langholtskirkju undir
styrkri stjórn Friðriks S. Krist-
inssonar.
Á föstudag fyrir viku hélt kórinn
fjölmenna tónleika í Stykkishólms-
kirkju ásamt Karlakórnum Kára. Á
laugardag var síðan komið við í Búð-
ardal og lagið tekið fyrir ábúendur í
dvalarheimilinu Silfurtúni við mikinn
fögnuð þeirra. Að því búnu var haldið
í Dalabúð og lagið tekið við góðar
undirtektir viðstaddra. Gestakór með
karlakórnum í þetta sinn verður
sönghópurinn Veirurnar, kammerkór
sem hefur verið starfandi í meira en
20 ár og haldið tónleika víða um land.
Þetta er léttur syngjandi kór sem á
örugglega eftir að gleðja marga.
Endilega...
...farið á tónleika karla og Veira
Morgunblaðið/Kristinn
Á æfingu Sönghópurinn Veirurnar er kammerkór sem hefur starfað lengi.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
VolkswagenAmarok sameinar kosti
lúxusjeppa og pallbíls og býðurupp ámikla
notkunarmöguleika fyrir fjölbreyttan lífsstíl.
Eyðsla 7,4 lítrar/100km.*
*Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum
Volkswagen Amarok Double Cab 2.0 TDI
www.volkswagen.is
Volkswagen Amarok
Fágaðurog
fullur aforku
Komdu í reynsluakstur
Amarok Double Cab 2.0 TDI
kostar frá
7.590.000 kr.
(6.047.809 kr. án vsk)
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Atvinnubílar
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g eins og aðrir for-
eldrar er ekki til í að
senda börnin mín ein
út í hinn stóra heim
nema við öruggar að-
stæður. Þess vegna fékk ég þá snilld-
arhugmynd að stofna sumarbúðir
fyrir íslenska unglinga í þorpinu þar
sem ég var sjálf skiptinemi fyrir
tæpum þrjátíu árum,“ segir Margrét
Jónsdóttir Njarðvík, vararæð-
ismaður Spánar, en hún stofnaði
sumarbúðirnar í þorpinu Zafra á
Spáni. Þar gefst íslenskum ungling-
um á aldrinum 14-18 ára kostur á að
læra spænsku í þrjár vikur og fara á
leiðtoganámskeið. „Þetta byrjaði á
að ég tók á móti hópi unglinga úr
þorpinu árið 2010, en til þess sótti ég
um styrk hjá Evrópu unga fólksins.
Árið eftir fór ég þangað með hóp af
íslenskum unglingum og prufukeyrði
prógrammið. Ég fór með soninn, vini
hans og vini vina hans. Það gekk
mjög vel og við gerðum þetta síðan af
fullri alvöru í fyrsta skipti í fyrra-
sumar. Og nú er komið að því að end-
urtaka leikinn.“
Búa heima hjá spænskum fjöl-
skyldum
Margrét segist sjá fyrir sér í
framtíðinni að setja upp samskonar
sumarbúðir fyrir fullorðna. „Það er
svo mikill munur að skipuleggja
þetta allt innan frá, heimafólkið sem
er með mér í þessu er allt vinir mínir
sem ég veit að ég get treyst.“
Zafra hefur allt
sem unglingar vilja
Það styrkir unglinga að
skreppa að heiman og
takast á við ný verkefni.
Margrét Jónsdóttir býður
krökkum á aldrinum 14-
18 ára upp á sumarbúðir
á Spáni þar sem blandað
er saman menntun og
skemmtun.
Spánarkona Margrét er vararæðismaður Spánar og spænskukennari.
Handverk Krökkunum finnst gaman að fá frí frá bókunum og skapa.
Hiti Það er gott að kæla sig í sundlaugum yfir heitasta tímann.
Heilsumamman Oddrún heldur úti
blogginu heilsumamman.com þar
sem hún setur inn næringarríkar og
bragðgóðar uppskriftir. Önnur dóttir
Oddrúnar er með fæðuóþol og þolir
einnig illa glútein, sykur og aukaefni.
Oddrún hefur því prófað sig áfram
með glúteinlausan bakstur og hrá-
kökugerð og deilir reynslu sinni af
breyttri matargerð á heimilinu á vef-
síðu sinni. Leiddi áhuginn til þess að
Oddrún stundar nú nám í næringar-
fræðum. Á vefsíðunni gefur Oddrún
lesendum sínar góðar hugmyndir og
ráð auk þess að setja reglulega inn
uppskriftir í uppskriftabankann. Þar
má m.a. finna uppskrift að Snickers-
ís með kókosmjólk, kókosolíu, hnetu-
smjöri og fleiri hráefnum. Svo og
uppskriftir að frískandi drykkjum og
ýmiss konar mat. Hér er að finna
margar uppskriftir að bragðgóðum
hollusturéttum og bakstri.
Vefsíðan www.heilsumamman.com
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hrákökur Fallega hjartalagaðar kökur á veisluborðið eða með helgarkaffinu.
Glútenlaus bakstur og hrákökur
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.