Morgunblaðið - 13.04.2013, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
ÚR BÆJARLÍFINU
Óli Már Aronsson
Hella
Í Miðjunni á Hellu er verið að gera
klárt húsnæði fyrir Umhverfis-
stofnun. Þar mun verða með aðsetur
nýr starfsmaður sem verður ráðinn á
næstu dögum til starfa. Í lok febrúar
var auglýst laust til umsóknar starf
svæðalandvarðar á Suðurlandi sem
mun hafa umsjón með friðlýstum
svæðum á vegum Umhverfisstofn-
unar, með áherslu á friðland að
Fjallabaki. Helstu verkefni verða:
dagleg umsjón með friðlandi að
Fjallabaki, umsjón með öðrum nátt-
úruverndarsvæðum á Suðurlandi og
stjórnsýsla almannaréttar og útivist-
ar.
Að sögn Ólafs A. Jónssonar,
sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun,
verður þessi sérfræðingur með að-
setur á Hellu allt árið, en að ein-
hverju leyti í Landmannahelli á
Dómadalsleið á sumrin. Umsækj-
endur um starfið voru 21 talsins.
Reiknað er með að í kjölfarið fylgi
fjármagn til uppbyggingar og end-
urbóta á svæðunum.
Á síðustu mánuðum hafa kom-
ið fram hugmyndir um umfangsmikla
uppbyggingu hótela og gistirýma um
allt land. Meðal annars hafa tveir að-
ilar lýst yfir áhuga á þannig fram-
kvæmdum á Hellu. Bæjarlífið
grennslaðist fyrir um hvernig þær
hugmyndir eru að þróast og hvort út-
lit er fyrir að þær verði að veruleika.
Fyrsta skóflustungan að nýju
hóteli hjá Árhúsum á Hellu var tekin
í desember sl. Í framhaldi af því var
grafið fyrir grunni undir húsið og
settur svokallaður púði undir það.
Árni Guðmundsson, eigandi og fram-
kvæmdastjóri Árhúsa, segir að frek-
ari framkvæmdir hafi tafist, meðan
verið væri að ljúka við fjármögnun og
annan undirbúning. Upphaflegar
áætlanir um að ljúka framkvæmdum
fyrir sumarið standast ekki, en stefnt
að því fyrir veturinn. Nýja hótelið
verður með 25 herbergjum í stærri
kantinum, 25-30 fermetra, tveggja
manna herbergi, gæðin verða 4
stjörnu hótel. Fyrir reka Árhús smá-
hýsi með gistingu og veitingastað.
Árni segist vonast eftir að þetta nýja
hótel muni styrkja innviði starfsem-
innar sem fyrir er. Byrjað er að taka
við bókunum í október og nóvember,
Árni segir að vel bókist í nýja hótelið
fyrir veturinn.
Stracta Construction ehf. er
fyrirtæki sem Hreiðar Hermannsson
er í forsvari fyrir og er hann einn af
eigendum þess. Fyrirtækið hefur
greint frá þeim áformum sínum að
byggja hótel á 10 stöðum um landið á
næstu tveimur árum. Að sögn Hreið-
ars eru áform um að byggja fyrsta
hótelið á Hellu á næstu mánuðum,
þar er undirbúningur lengst kominn.
Stracta er búið að fá úthlutað lóð og
eftir helgina verða lagðar inn bygg-
ingarnefndarteikningar. Lóðin sem
um ræðir er á hægri hönd þegar ekið
er að skeiðvelli og reiðhöll á Gadd-
staðaflötum, rétt sunnan við hring-
veginn. Þar verða byggingarnar
reistar í eins konar skeifu, þannig að
á milli myndist skjólgott svæði eða
garður. 112 herbergi eða vistarverur
verða í hótelinu allt frá eins manns
níu fermetra herbergjum, upp í 46
fermetra íbúðir í litlum parhúsum.
Öll gisting verður á jarðhæð. Veit-
inga- og fundaraðstaða verður í fimm
sölum á tveimur hæðum, a.m.k. að
hluta til. Hreiðar sagði stefnt að því
að fá jarðvegs- og byggingar-
verktaka á Hellu eða nágrenni til
verksins. Áætlaður stofnkostnaður
við uppbygginguna á Hellu er hátt í
milljarður króna. Hótelin sem hér
eru til umfjöllunar, geta bæði talist
sveitahótel, vegna þess að þau standa
í raun fyrir utan þéttbýlið á Hellu.
Samt er göngufæri í alla þjónustu
sem þar er, t.d. verslanir, veit-
ingastaði, apótek, heilsugæslu,
banka, sundlaug, pósthús o.fl.
Vindmyllur í Þykkvabæ gætu
orðið að veruleika innan tíðar, það er
að segja ef áform Steingríms Erl-
ingssonar verða samþykkt. Fyrir
hönd Biokraft ehf. hefur hann sótt
um að setja upp tvær vindmyllur, 52
metra háar, til orkuöflunar á iðnaðar-
svæði sem er á skipulagi norðan við
Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar,
sem myndi kaupa orkuna. Skipulags-
nefnd Rangárþings ytra hefur falið
skipulagsfulltrúa að kynna þessi
áform fyrir íbúum í Þykkvabæ með
íbúafundi. Ef af verður þarf að
breyta aðalskipulagi og stækka iðn-
aðarsvæðið.
Umsvif að aukast í ferðaþjónustu á Hellu
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Hótelgrunnur Búið er að grafa fyrir grunni að hóteli við Árhús og beðið er eftir að fjármögnun ljúki.
Við bjóðum
góða þjónustu
islandsbanki.is | Sími 440 4000
Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari
Það er svalt að
setja sérmarkmið