Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 18
SVIPMYND
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegna fyrirhugaðrar bókar um ís-
lensk bæjarfjöll hafa sveitarfélög
verið að útnefna bæjarfjöll. Sums-
staðar er málið einfalt, bæjarfjallið er
óumdeilt, en annars staðar koma
fleiri fjöll til greina og jafnvel deildar
meiningar um hvert sé hið eina og
sanna bæjarfjall.
Reykvíkingar virðast ekki hafa út-
nefnt borgarfjall formlega. Fæstum
dylst þó hugur um að Esjan hafi þann
sess. Þorsteinn Jakobsson göngu-
garpur sem er að safna efni í bók um
íslensk bæjarfjöll með því að ganga
sjálfur á fjöllin með hópa segir að Víf-
ilsfell sé bæjarfjall Kópavogs, Helga-
fell bæjarfjall Hafnarfjarðar og Hús-
fell í Garðabæ.
Bæjarfjallið farið
Málið vandast þegar komið er á
Suðurnesin. Þar blasir Keilir við og
Þorsteinn og sérfræðingar hans líta á
hann sem bæjarfjall Voga. Þá ætti
Þorbjörn að vera sjálfsagt bæjarfjall
Grindvíkinga en Þorsteinn vill bæta
Fagradalsfjalli við, segir að stundum
sé gott að hafa fleiri en eitt. Ekki er
hægt að nota Stapafellið sem bæj-
arfjall Reykjanesbæjar vegna þess
að búið er að grafa það að mestu í
burtu og vill Þorsteinn nota Súlur
sem standa þar rétt hjá. Sandgerði
og Garður eru á flötu landi og verða
að klífa og horfa á bæjarfjöll annarra.
Borgfirðingar hafa úr fjölda fjalla
að velja. Akrafjall er örugglega bæj-
arfjall Skagamanna. Borgnesingar
hafa Hafnarfjallið fyrir augum sér
alla daga og það verður að teljast
bæjarfjall þeirra þótt þeir eigi ekki
mikil ítök í því. Skessuhorn og Baula
blasa við íbúum héraðsbúa og eru á
margan hátt tákn héraðsins. Sveit-
arstjórn hefur ekki skorið úr um
þetta, samkvæmt upplýsingum bæj-
arritara.
Jólasveinarnir koma gjarnan úr
fjöllum sem hugstæð eru íbúum bæj-
anna. Börnin í Borgarnesi hafa alist
upp við að sveinarnir eigi heima í
Hafnarfjalli. Þessi nálgun styrkir
Esjuna í sessi sem bæjarfjall Reyk-
víkinga. Sama má segja um Selfyss-
inga. Þeirra jólasveinar koma úr Ing-
ólfsfjalli.
Hreppsnefnd Hrunamannahrepps
tilnefndi Miðfell sem bæjarfjall og
enginn ágreiningur var í sveit-
arstjórn og nefndum Rangárþings
ytra um að Hekla væri bæjarfjallið
eina. Stóra-Dímon var fyrir nokkrum
árum útnefnt bæjarfjall Rangárþings
eystra þótt ekki sé vitað um neina
jólasveina þar.
Þorsteinn telur að Eyjamenn vilji
að Heimaklettur fái heiðurstitilinn en
hefur áhuga á að bæta við Helgafelli
og Eldfelli.
Bjólfurinn hlutskarpastur
Svo dæmi séu tekin af Austurlandi
þá hélt Þorsteinn lengi vel að Nípu-
kollur væri bæjarfjall Norðfirðinga
en segir að heimamenn vilji frekar
hafa Goðaborg. Reiknar hann með að
bæði fjöllin verði í bókinni. Seyð-
isfjarðarkaupstaður efndi til skoð-
anakönnunar meðal íbúa og sigraði
Bjólfurinn með yfirburðum. Stranda-
tindur varð í öðru sæti.
Súlur eru viðurkenndar sem bæj-
arfjall Akureyrar. Að minnsta kosti
notar Ferðafélag Akureyrar þann tit-
il þegar gönguferðir eru auglýstar.
Loks er það spurning hver ætlar
að helga sér drottningu íslenskra
fjalla, Herðubreið, sem bæjarfjall.
Hún var valin þjóðarfjall Íslendinga í
atkvæðagreiðslu fyrir tíu árum.
Spákonufell er viðurkennt sem
bæjarfjall Skagstrendinga. Skagfirð-
inar hafa úr mörgum fallegum fjöll-
um að moða. Sama má segja um
Vestfirðinga. Bæjarstjórinn á Ísafirði
nefndi mörg fjöll við Skutulsfjörð en
sagði ekki sitt að gera upp á milli
þeirra.
Hvaðan koma jólasveinarnir?
Sveitarstjórnir og sérfræðingar velja bæjarfjöll byggðanna Sums staðar er erfitt að gera upp á
milli fjalla en annars staðar eru engin fjöll til að útnefna Safna efni í bók um íslensk bæjarfjöll
Morgunblaðið/RAX
Drottningin Herðubreið skartar sínu fegursta. Hún var valin þjóðarfjall Íslendinga í atkvæðagreiðslu 2002.
Bæjarfjall Reykvíkinga Esjan er eitt vinsælasta fjall landsins. Stöðugur
straumur fólks er um hlíðar hennar, allan ársins hring.
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
Fyrri hluta fiskveiðiársins var alls
1.454 tonnum landað sem VS-afla
samanborið við 1.062 tonn til loka
febrúar í fyrra. Hluti af andvirði þess
afla greiðist í Verkefnasjóð sjávarút-
vegsins.
Eins og oftast áður er mikið af VS-
aflanum þorskur en ekki kemur á
óvart að mikil aukning er í löndun á
ýsu sem VS-afla, segir á vef Fiski-
stofu. Skýrir hún stærstan hluta
heildaraukningarinnar á VS-afla. Ýsa
sem VS-afli fór í 565 tonn á þessu
tímabili samanborið við 158 tonn á
sama tíma í fyrra.
Heildarafli íslenska flotans á fyrri
helmingi fiskveiðiársins 2012/2013,
frá 1. september sl. til loka febrúar,
nam 720 þúsund tonnum. Til saman-
burðar var aflinn á sama tíma í fyrra
839 þúsund tonn. Samdrátturinn í
heildarafla nemur samkvæmt því um
14,2% eða um 119 þúsund tonnum.
Þetta skýrist alfarið af minni afla í
loðnu á milli vertíða sem nemur um
138 þúsund tonnum. Afli í botnfiski
jókst milli ára um 14 þúsund tonn eða
um 6,3%. Afli í skel- og krabbadýrum
er nánast sá sami á milli fiskveiðiára.
Yfir 70 aflamarks
þorsks og ýsu
Nú þegar rúmlega sjö mánuðir eru
búnir af fiskveiðiárinu hafa veiðst
tæplega 120 þúsund tonn af þorski, en
það eru um 73% af 163 þúsund tonna
aflamarki í þorski. Aflamark í ýsu er
31 þúsund tonn og í gær var búið að
veiða 73,9% eða tæplega 23 þúsund
tonn af aflamarkinu, skv. upplýsing-
um á vef Fiskistofu.
aij@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Ýsa á markaði Margir eiga litla kvóta og hefur hlutfall ýsu í VS-afla aukist.
Aukning á löndun
ýsu sem VS-afla
73-74% veidd af kvóta þorsks og ýsu
Gönguverkefnið „Saman klífum
brattann“ hófst um síðustu
helgi með því að gengið var á
Helgafell við Hafnarfjörð undir
forystu Þorsteins Jakobssonar.
Í dag verður gengið á Keili.
Þorsteinn hefur gengið á
óteljandi bæjarfjöll undanfarin
ár. Hann hefur ákveðið að ljúka
verkefni sínu í ár í samvinnu við
Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna. Safnað er fé fyrir
félagið með áheitum.
Jafnframt er Þorsteinn að
safna efni í bók um íslensk bæj-
arfjöll og fjallgöngur og eru
göngurnar mikilvægur liður í
því. Bókaútgáfan Tindur gefur
bókina út á næsta ári og renna
höfundarlaun í söfnunina.
Saman klíf-
um brattann
GENGIÐ Á BÆJARFJÖLL