Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
Standur fyrir L/XL
Tilboð: 28.000.- Listaverð: 37.000.-
Tilboð: 125.000.-
Listaverð: 160.000.-
www.genevalab.com
thdan@simnet.is ÁRMÚLA 38 - SÍMI 588 5010
Söluaðili
Tilboð: 185.000.-
Listaverð: 230.000.-
GENEVA XL
Magnari, útvarp,
iPod stöð og CD spilari.
GENEVAM/CD
Magnari, útvarp, iPod stöð
og CD spilari.
GENEVA L
Magnari, útvarp,
iPod stöð og CD spilari.
Tilboð: 295.000.-
Listaverð: 378.000.-
AÐEINS
17STK
AÐEINS
9STK
AÐEINS
5STK
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Það er einstakt að fyrrverandi
hæstaréttardómari riti um reynslu
sína af störfum við dómstólinn og
gagnrýni hann, hvað þá jafn harka-
lega og Jón Steinar Gunnlaugsson
gerir í nýrri ritgerð sinni. Í lög-
mannastétt hefur raunar lítið farið
fyrir gagnrýni á starfshætti Hæsta-
réttar, a.m.k. opinberlega.
„Eins og þeir vita sem hafa fylgst
með dómsmálum undanfarna ára-
tugi þá hafði ég lengi haft mikinn
áhuga á Hæstarétti og taldi að þar
mætti ýmislegt betur fara. Ég hugs-
aði með mér einn góðan veðurdag:
Hættu nú þessu nöldri, maður, og
reyndu bara að leggja eitthvað já-
kvætt af mörkum sjálfur. Þetta var
ástæðan fyrir því að ég sótti um – og
fékk – dómaraembætti við Hæsta-
rétt árið 2004,“ segir Jón Steinar
þegar hann er spurður um ástæðu
þess að hann ákvað að skrifa bókina.
Fyrir 2004 hafi dómarar við rétt-
inn oft hvatt hann til að sækja um
starf dómara við Hæstarétt. „En
það vildi svo til að árið 2004 var
komið nýtt viðhorf í hópinn gagn-
vart mér. Þegar ég tók til starfa
varð mér ekki mikið ágengt með
hugmyndir sem ég hafði um það sem
betur mátti fara við dóminn og fékk
það óneitanlega á tilfinninguna að
mér væri haldið frá við töku ákvarð-
ana. Ég ákvað að til að geta haldið
áfram að vinna að endurbótum á
réttinum yrði ég að hætta til að ég
fengi málfrelsi mitt aftur. Þar að
auki hafði ég öðlast átta ára reynslu
inni í dómstólnum sem er þýðing-
armikil fyrir ritun þessarar bókar,“
segir hann.
Vantar bara pólítískan vilja
Jón Steinar og Garðar Gíslason
létu af störfum við réttinn á sama
tíma og í kveðjusamsæti sem var
haldið af því tilefni greindi Jón
Steinar frá því að hann væri að
hætta til að geta haldið áfram að
vinna að endurbótum á Hæstarétti.
Jón Steinar vonast til að útgáfa
bókarinnar verði til þess að lögfræð-
ingasamfélagið og stjórnmálamenn
sjái að ráðast þurfi í úrbætur. Til-
lögur hans að breytingum séu vel
framkvæmanlegar og í samræmi við
það sem rætt hafi verið um að þurfi
að gera. „Ég vona að menn sjái að
sér og geri þær breytingar. Það þarf
bara pólítískan vilja.“
Leggja ekki í slag við nefndina
Jón Steinar gagnrýnir harðlega
starfshætti fimm manna umsagnar-
nefndar um dómaraefni við Hæsta-
rétt og reglur sem um hana gilda og
nefnir tvö dæmi um niðurstöður
hennar sem hann telur óeðlilegar.
Hann bendir á að innanríkisráð-
herra beri að fara eftir flokkun
hennar á hæfi umsækjenda en geri
hann ágreining verði hann að fá
samþykki Alþingis. Þar með ráði
nefndin í raun hverjir taki sæti í
dómnum því fáir ráðherrar treysti
sér í átök við hana. Það hafi ekki
gerst hingað til. „Stjórnmálamenn
segja stundum: Á ég að taka slag út
af þessu?“ segir hann. Í slíka slagi
leggi þeir sjaldnast.
Í ritgerðinni er enginn þeirra sem
gagnrýnin beinist að nafngreind-ur
þótt oft sé auðvelt að sjá um
hvern er rætt. „Maður þarf að
skrifa bókina þannig að maður
komi fram nauðsynlegu erindi
án þess að draga persónur
þeirra sem í hlut eiga inn í
myndina. Ég vil miklu frek-
ar fjalla um málefnið en
auðvitað verður maður að
segja frá því hvernig kaup-
in gerast á eyrinni,“ segir
Jón Steinar.
Hætti til að geta
unnið að úrbótum
Vill ekki draga athygli að persónum heldur málefninu
Morgunblaðið/Golli
Áritun Útgáfu ritgerðar Jóns Steinars Gunnlaugssonar var fagnað í bóka-
verslun Eymundsson í gær. Ritið er gefið út af Almenna bókafélaginu.
Í ritgerðinni leggur Jón Steinar til breytingar á
dómskerfinu og starfsháttum þess sem miði að veru-
legum úrbótum.
Þeim ætti að hrinda sem fyrst í framkvæmd og
þær muni gera Hæstarétt Íslands sterkari og betur
fallinn til þess að gegna hlutverki sínu.
Helstu breytingarnar sem gera þarf eru þessar, að
mati Jóns Steinars:
Stofna þarf millidómstig þegar í stað, einn dóm-
stól sem taki til landsins alls. Hann starfi sem áfrýj-
unardómstóll bæði í einkamálum og sakamálum.
Við þetta mætti fækka málum verulega í
Hæstarétti þannig að hann dæmdi aðeins í þýðing-
armestu málum. Málum yrði skotið til hans beint af
neðsta dómstigi samkvæmt áfrýjunarleyfum sem
Hæstiréttur veitti sjálfur.
Af þessu myndi leiða að dómurum við Hæsta-
rétt yrði fækkað í fimm sem dæmdu allir í öllum
málum. Hver og einn dómari ætti að geta ráðið sér
aðstoðarmann sem hann velur sjálfur.
Breyta þarf reglum um skipun dómara í
Hæstarétt, meðal annars á þann hátt að afnema
með öllu áhrif sitjandi dómara við ákvarðanir þar
um.
Ákvörðun ráðherra um skipun í embætti ætti að
þarfnast samþykkis Alþingis.
Einungis ætti að nota heimild til þess að skipa
varadómara í einstök mál í undantekningartilvikum
þar sem knýjandi nauðsyn ber til svo sem forföll
eins dómaranna fimm frá máli eða vanhæfi.
Breyta þarf reglum um ritun atkvæða við
Hæstarétt og auka gagnsæi í störfum réttarins með
því að mæla fyrir um að dómarar skuli leggja nöfn
sín við texta sína og greiða skriflega atkvæði. Við
birtingu dómanna ættu allar upplýsingar um þetta
að koma fram.
Starfandi dómarar ættu að taka upp nýja hætti
í samskiptum við fjölmiðla og þátttöku í almennum
umræðum um dómstólinn.
Fimm hæstaréttardóm-
arar dæmi í öllum málum
Úrbætur sem fyrst Alþingi samþykki skipan dómara
Jón Steinar segir í ritgerðinni
að brýna nauðsyn beri til þess
að þegar í stað verði ráðist í þá
breytingu á dómstólaskipan
landsins að stofnað verði milli-
dómstig, sem taki bæði til
einkamála og sakamála.
Þrátt fyrir að hinu þriðja
dómstigi yrði komið á með milli-
dómstiginu væri réttast að við-
halda þeirri meginreglu að hvert
mál skuli aðeins fara á tvö dóm-
stig. Líklega væri besta leiðin
sú að öll mál byrjuðu á neðsta
dómstigi. Dómum þess yrði síð-
an skotið til millidómstigs að
uppfylltum almenn-
um lögfestum skil-
yrðum, eins og nú
eru í gildi um rétt til
málskots til Hæsta-
réttar. Til viðbótar
ætti að vera möguleiki
á að skjóta dómi af
fyrsta dómstigi beint til
Hæstaréttar samkvæmt
leyfi frá réttinum.
Mikilvægt
millidómstig
FARI Á TVÖ DÓMSTIG