Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Hádegisseðill • Mánudag til föstudags kl. 11.30-14.00 Njóttu þess að borða góðan mat í hádeginu Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur - Súpa dagsins með heimabökuðu brauði .......................... kr. 790 - Kjúklingasúpa með grænmeti, chilly og núðlum ........... kr. 1.290 - Sjávarréttasúpa Caruso................................................ kr. 1.350 - Kjúklingasalat m. hunangsgljáðum kjúklingastrimlum .. kr. 1.390 - Tómatsalat m. mozzarella og ruccolasalati í jurtaolíu .... kr. 1.250 - Salat Templada m. hvítlauksristuðum nautastrimlum .... kr. 1.650 - Caruso chef´s salat ...................................................... kr. 1.290 - Caruso kjötlasagna...................................................... kr. 1.390 - Spaghetti carbonara .................................................... kr. 1.390 - Hvítlauksristaðar risarækjur Risotto ............................. kr. 1.450 - Ferskasta sjávarfang dagsins ....................................... kr. 1.670 - Pítsa með tveimur áleggstegundum að eigin vali .......... kr. 1.390 - Pítsasamloka með kjúkling, pepperoni og salati ........... kr. 1.390 - Ristað lambafille með villisveppum og parmesan.......... kr. 2.890 - Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum.......................... kr. 950 - Panna Cotta með ávöxtum og jarðarberjasósu................. kr. 950 Hjá okkur er alltaf notalegt bæði í hádeginu og á kvöldin F L Í S A V E R Z L U N Bæjarlind 4, 201 Kóðavogur | S: 554 6800 - Fax: 554 6801 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 - Fax 466 3601 | www.vidd.is Vel valið Meðan formaður VG talaði enn sem and- stæðingur ESB-aðildar notaði hann orðtækið að ekki mætti „bera fé á dóminn“ í hinu lýð- ræðislega ferli rík- isstjórnarinnar sem átti að geta af sér ESB- samning. Það mætti semsagt ekki leyfa ESB að koma hér inn með sérstaka styrki og áróðurspeninga enda myndi slíkt brengla algerlega hina lýðræð- islegu nálgun þjóðinnar að málinu. Við sem hlustuðum á formanninn héldum að nú myndi hann hjálpa okk- ur að stöðva tilburði ESB til að koma upp áróðursskrifstofum og auðvitað var það nú dregið sem strik að aðlög- unarstyrkir yrðu ekki samþykktir meðan VG væri á vaktinni. Lýðræðisferlið eyðilagt Þetta var 2010 og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Steingrímur J. er enn valdamesti maður VG en þau völd eru óneitanlega þverrandi. Og sami Steingrímur er steinhættur að leika ESB-andstæðing, nema þá kannski á þorrablótum. ESB fór sínu fram á Íslandi og opn- aði áróðursskrifstofur þvert á al- þjóðlega samninga um að sendimenn ríkja mættu aldrei hafa áhrif á um- ræðu um umdeild innanlandsmál í full- valda ríki. 2011 samþykkti rík- isstjórnin að heimila milljarða aðlögunarstyrki svo nú var virkilega slegið í og fé skyldi „borið á dóminn“ eins og enginn væri morgundagurinn. Evrópusambandið gefur nú á báðar hendur hér á Íslandi en býr eigin þegnum þau kjör að víða er meira en 50% atvinnuleysi meðal ungs fólks og neyð steðjar að milljónum manna. Verum þess minnug að þetta fólk er skattlagt til þess að hér megi dreifa gullinu. Af hverju ekki að klára? Af hverju ekki að klára samninginn, segja ESB-sinnar og taka andköf yfir því að enn séu til raunverulegir full- veldissinnar á Íslandi. Svarið er þrí- þætt. Í fyrsta lagi er verið að beita þjóð- ina grímulausum blekk- ingum. Á síðu stækk- unardeildar ESB heitir það sem hér er stefnt að aðlögunarsamningur og þar segir m.a.: „Hug- takið „samninga- viðræður“ getur verið misvísandi. Aðlög- unarsamningar einblína á skilyrði og tímasetn- ingar á því hvenær og hvernig umsóknarríki lagar sig að reglum ESB … sem eru ekki umsemj- anlegar.“ Í öðru lagi, ESB-sinnar hafa eyði- lagt möguleika á hlutlausri og íhlut- unarlausri innlendri lýðræðislegri nálgun með því að leyfa ESB að „bera fé á dóminn“. Í þriðja lagi var lagt upp í þetta ferli með ólýðræðislegu ofbeldi og kosn- ingasvikum gagnvart þingi og þjóð. Alþingismenn viðurkenndu í sam- þykkt sinni að þeir hefðu verið beittir þvingunum og að þeir hefðu greitt at- kvæði gegn eigin sannfæringu. Slíkt atferli þingmanna er andstætt stjórn- arskrá og allur grundvöllur málsins er ein óhæfa. Við þetta bætist svo að Ísland hefur aldrei lagt fram skýra samnings- afstöðu í okkar helstu málum, t.d. um sjávarútveg, heldur hefur umræðu um þau mál verið haldið frá þjóðinni með pukri og blekkingum. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn á flótta Fyrir fáeinum mánuðum komu hægriflokkarnir Framsókn og Sjálf- stæðisflokkur fram sem einarðir ESB- andstöðuflokkar. Síðan hafa báðir ver- ið á flótta frá þeirri afstöðu sinni. Bjarni Ben. og Hanna Birna hafa boð- að verulegar tilslakanir frá landsfund- arsamþykktum til þess að þóknast ESB-sinnuðum umræðustjórum rík- isins og litlum en afar háværum hópi ESB-sinna innan eigin flokks. Framsókn, sem stefnir að meiri- hlutafylgi, gætir þess að enga megi nú styggja og því skuli enga opinbera skoðun hafa á málinu nema þá að þjóð- in eigi að fá að kjósa um það hvort við- ræðum sé haldið áfram! Í þeirri kosn- ingabaráttu munu ESB-andstæðingar berjast með örfáum krónum á móti hundraða milljóna pappírsskrið- drekum frá ESB. Hér hefur svo sann- arlega verið „borið fé á dóminn“. Með þessari framsetningu mála hjá Fram- sókn er í reynd verið að viðurkenna að fram fari eðlilegt samningaferli þar sem Ísland og ESB sitji að samninga- viðræðum á jafningjagrunni. Það er ekki svo. Regnboginn hefur einn allra fram- boða markað sér þá sérstöðu í kosn- ingabaráttunni að vilja tafarlaus og skilyrðislaus viðræðuslit. Þjóðin á rétt á að kjósa Þjóðaratkvæðagreiðslur um stór hagsmunamál eru vitaskuld lykill að farsælli nálgun mála. Við sem barist höfum gegn ESB-aðild og hverskyns fullveldisskerðingu höfum margoft farið fram á þjóðaratkvæði um þau mál. Við vildum þjóðaratkvæði um EES, við vildum þjóðaratkvæði um það hvort hefja skyldi viðræður um ESB-aðild og það hefur réttilega ver- ið nefnt að Schengen-samstarfið verð- skuldar að vera sett í þjóðaratkvæði. Þegar áróður ESB hér innanlands hefur verið stöðvaður með lokun Evr- ópustofu, afturköllun umsóknar og stöðvun aðlögunarstyrkja þá er sjálf- sagt og eðlilegt að efna til kosninga þar sem allt samstarf okkar við við- skiptaþjóðir okkar í Evrópu og ESB verður lagt undir. Aðildarsinnar hafa um áratugi bar- ist gegn öllum okkar tillögum um þjóðaratkvæði. Látum þá ekki blekkja okkur nú með því að það séu þeir sem standi fyrir lýðræðinu á móti þjóðarmeirihlutanum sem vill svo sannarlega, eins og kannanir hafa margoft sýnt, taka ESB-brautartein- ana úr sambandi. Kjósum með Íslandi og fullveldi þess. Kjósum fólk sem þorir að berj- ast gegn ESB-aðlögun. Setjum X við J á kjördag. Við viljum tafarlaus viðræðuslit Eftir Bjarna Harðarson »Regnboginn hefur einn allra framboða markað sér þá sérstöðu í kosningabaráttunni að vilja tafarlaus og skil- yrðislaus viðræðuslit. Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali og skipar efsta sæti á J-lista Regnbogans. Stefna Dögunar snýst um réttlæti. Við leggjum áherslu á að leysa úr skuldamálum heimila og fyrirtækja á forsendum lántak- andans frekar en lán- veitandans. Ástæðan er sú að mikið órétt- læti hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem fjölskyldur hafa verið reknar út af heimilum sínum vegna peningalegra skulda. Þessa aðför að fjölskyldum ætlum við að stöðva. Aðgerðir í þágu heimilanna munu skapa forsendur fyrir mannsæmandi lífi þeirra sem eru í vandræðum. Það mun minnka félagsleg vandamál og auka kaupgetu viðkomandi fjöl- skyldna. Þess vegna mun allt þjóðfé- lagið hagnast á slíkum aðgerðum þegar horft er til lengri tíma. En okkur í Dögun finnst þó mikilvægast að stöðva óréttlætið, nú er mál að linni. Við viljum réttlæti við stjórn fisk- veiða og þess vegna viljum við gagn- gera endurskoðun á stjórn fiskveiða. Við viljum að jafnræði ríki og að allir hafi jafnan rétt á að nýta auðlindina en ekki bara fáir útvaldir. Við viljum að framsal og veðsetning veiðiheim- ilda verði óheimil. Við í Dögun vilj- um frjálsar handfæraveiðar. Frelsi til atvinnu eru mikilvæg mannrétt- indi. Annað réttlætismál sem Dögun leggur ríka áherslu á er grunnframfærsla. Við ætlum okkur að lög- festa neysluviðmið vel- ferðarráðuneytisins sem fyrst. Við teljum það ekki boðlegt að bjóða samborgurum okkar upp á að lifa í fá- tækt. Aldraðir, ör- yrkjar og aðrir lágtekjuhópar hafa þurft að taka óvið- unandi skerðingu á sig. Svona aðgerðir snúast um réttlæti en ekki jöfnuð, eða hvers vegna eiga þessir hópar að búa við fátækt svo að bankarnir sem við endurreistum sýni bullandi gróða? Frá hruni hafa margir hópar orðið fyrir óréttlæti. Framundan eru erf- iðir tíma fyrir íslenska þjóð. Þær ákvarðanir sem teknar verða munu snúast um réttlæti. Við í Dögun munum ætíð leita lausna sem hafa í för með sér réttlæti fyrir almenning. Réttlæti Eftir Helgu Þórðardóttur Helga Þórðardóttir » Stefna Dögunar snýst um réttlæti. Réttlæti fyrir heimilin og réttláta grunn- framfærslu. Réttlæti á líka að stjórna fisk- veiðikerfinu. Höfundur skipar 3. sæti á lista Dög- unar í Reykjavík suður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.