Morgunblaðið - 13.04.2013, Síða 42

Morgunblaðið - 13.04.2013, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Elsku Tótan okkar, nú kveðj- um við þig í lengsta ferðalag sem okkur er heitið frá Hótel jörð. Þú hringdir í mömmu 7. janúar síðastliðinn og tilkynntir okkur að nú væri þín stærsta barátta að hefjast við lífið. En alltaf hélstu þó áfram að brosa og berjast, kljást við þetta erf- iða verkefni. Jafnvel í baráttu þinni við veikindin hélstu áfram að kenna okkur svo margt, hluti sem við geymum og ræktum um ókomna tíð. Eins og að fjöl- skyldan og vinir eru ómetanleg- ur fjársjóður. Við gleymum því aldrei hversu glöð þú varst að fá okkur til Þýskalands, þú gast ekki beðið eftir að hitta okkur eftir allan þennan tíma og kynna okkur fyrir öllum þeim sem þú þekktir. Þessar tvær ferðir sem við komum öll til ykkar verða okkur ógleyman- legar. Þegar ljóst var að þú myndir flytja aftur til Íslands, gátum við varla beðið og buðum ykkur húsaskjól þangað til ann- að byðist, þessir tímar eru okk- ur dýrmætir. Þú umvafðir alla kærleik og ást og sýndir hverj- um sem varð á vegi þínum þessa einstöku manngæsku sem þú bjóst yfir. Í þínum huga voru allir jafnir og börnin þín taka nú við þessum hæfileika sem þau hafa sýnt og sannað í bar- áttu ykkar síðastliðna mánuði. Fagrar rætur liggja langt, lífsins jörð umliggur. Í gegnum tíðina, hin sterka stoð, stendur gegn veðrum og vindum. Heimstréð Askur, móðir manna, mennsk og máttugri en Mjölnir. Með arma ástar, verndar vor, við öllu sem á okkur dynur. Þórhildur Jónsdóttir ✝ ÞórhildurJónsdóttir, Tóta, fæddist á Hvammstanga 19. nóvember 1965. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi föstudaginn 29. mars 2013. Útför Tótu fór fram frá Fossvogs- kirkju 5. apríl 2013. Þú varst okkar Askur, Tóta, hugs- aðir um allt og alla. Þinn bróðir, Daði, Olga, Eva, Katrín, Kristín og tengdasynir. Elsku yndislega Tóta mín. Gleðin er eins og ljósið, ef þú kveikir á því skín það á sjálfan þig. Þú kveiktir alls staðar á gleði hvar sem þú komst. Þú varst einstök manneskja, um- vafðir allt og alla og alltaf áttir þú nóg af kærleik, visku og hrósi. Ég kynntist þér fyrir rúmum 15 árum þegar þú komst í Hulduheima og sóttir um vinnu og Erla og Urður komu með þér. Ég man svo vel eftir þessari stund, hvað þú heillaðir mig og umvafðir þær. Mig langar að þakka þér fyrir alla elsku þína til mín og til okkar allra í Hulduheimum. Minning þín verður alltaf í heiðri höfð hjá okkur og skín hún í gegn, um allt hús. Það var svo gott að vera í kringum þig og stutt í húm- orinn. Endalaust hugmyndarík og listræn. Að fylgjast með þér leikskólakennaranum inni á deild með barnahópinn í kring- um þig var einstakt. Verkefnið um hana Gunnjónu, „Blómin á þakinu“, sem allir tóku þátt í með þér, börnin, foreldrar, ömmur og afar. Lestur blaðsins þann daginn og verkefnið ykkar á Sól- skinsbæ, „Barn vikunnar“, sem fékk hvatningarverðlaunin 2010, gerði okkur svo stolt. Þú rifjaðir upp við mig fram á síðasta dag hvað við í Hulduheimum værum búin að vinna mörg flott verk- efni og gera góða hluti. Þetta sagðir þú með glampa í aug- unum og andlitið þitt ljómaði. Það er svo dýrmætt að hafa fengið að kynnast þér elsku vin- kona og að fá að vera í kringum þig síðustu vikurnar í lífi þínu. Þú tókst veikindum þínum af þvílíku æðruleysi að eftir því var tekið og þegar tárin streymdu hjá mér, þá sagðir þú „usss uss … bara seinna“. Þú fannst alltaf það jákvæða í öll- um aðstæðum og meira að segja þegar þú hringdir í mig í byrjun janúar og sagðist vera komin með krabbamein. Þá sagðir þú: „Ég er svo heppin.“ „Heppin?“ sagði ég. „Já, hugsaðu þér, ég hefði getað dáið úti á horni hér fyrir utan en nú fæ ég tíma til að ganga frá og kveðja ykkur öll sem mér þykir svo vænt um.“ „Hulduheimar rokka.“ Þetta sagðir þú í síðasta skiptið sem ég sá þig og við knúsuðumst fast og innilega, kvöddumst með virðingu og svo kysstir þú mig eins og þú gerðir alltaf. Mikið á ég eftir að sakna þín. Ég kveð þig um stund og ég veit að við eigum eftir að hittast seinna. Vísa sem við héldum báðar upp á: Það er svo gott að liggja í mjúkum mosa mæna upp í himininn og brosa. Hugsa bara þetta: – Rosa rosa rosalega er gott að liggja í mosa. (Höf. Þórarinn Eldjárn) Elsku Steinn, Erla Rún, Jó- hann, Urður Mist, Björn Máni, Jóhanna og fjölskyldan öll. Ég sendi ykkur einlægar samúðarkveðjur og Guðs bless- unar. Blessuð sé minning elskaðrar Tótu. Við erum öll betri mann- eskjur sem höfum fengið að kynnast henni. Í hjartans einlægni, Bryndís vinkona, leik- skólastjóri Hulduheimum. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran). Elsku fallega vinkona mín. Það er svo margt sem mig lang- ar að segja en orð verða svo fá- tækleg á stundu sem þessari. Minningar frá því við kynnt- umst fyrir 37 árum streyma um huga minn þessa dagana og allt- af sé ég þig brosandi. Þú varst ávallt jákvæð, glöð, umburðar- lynd, auðmjúk og elskuð af öll- um sem kynntust þér. Alltaf tilbúin að hlusta og gefa af þér. Þú varst einstök og skilur eftir þig djúp spor. Ég mun alltaf sakna þín elsku Tóta mín og minning yndislegrar vinkonu mun áfram lifa í hjarta mér. Hvíl í friði elsku vinkona. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. (Kahlil Gibran) Elsku Naný, Steinn, Erla Rún, Jói, Urður Mist og Björn Máni, systkini og fjölskyldur, megið þið finna styrk á þessum erfiða tíma. Borga. Föstudaginn 5. apríl kvödd- um við Tótu okkar í hinsta sinn, við fyrstu húmanísku athöfn sem haldin hefur verið á Ís- landi, um leið braut hún blað í sögu Íslands. Yndislegri mann- eskju er varla hægt að finna þótt víða væri leitað. Um leið og ég kveð hana með sorg í hjarta finnst mér gott að hún sé laus við þjáningar veikindanna. Ég man að kvöldið áður en Tóta og co. fluttu til Þýskalands voru þau öll hjá okkur í mat, í raun- inni er það eina sem ég man að ég var úti að leika með Urði. Síðan á þeim árum sem þau bjuggu úti sat maður stífur fyr- ir framan mömmu á meðan hún spjallaði í símann við Tótu, um leið og var skellt á vildum við vita allt sem fór fram. Rétt áður en þau komu til Ís- lands vorum við Urður að senda bréf á milli, á þau öll ennþá. Svo þegar þau komu aftur til Ís- lands bjuggu þau hjá okkur í nokkra mánuði og þeir tímar eru mér mjög dýrmætir, að fá Tótuknús á hverjum degi. Þeg- ar þau síðan fluttu í eigin íbúð var ég mjög oft hjá þeim, greip hvert einasta tækifæri held ég, og alltaf tók Tóta á móti mér með bros á vör. Tóta kenndi mér margt og jafnvel á hennar erfiðustu tímum síðastliðna mánuði var hún alltaf að kenna manni eitthvað nýtt. Mér er mjög minnisstætt það sem hún skrifaði hér inn: „Vinir og fjöl- skylda er dýrmætasti fjársjóð- urinn.“ Og nú á kveðjustund heldur maður áfram að geyma og rækta gullmolana hennar Tótu. Ég minnist frænku minn- ar sem kærleiksríkrar og óeig- ingjarnrar manneskju og at- höfnin í gær var alveg einstök. Gullmolarnir hennar þrír taka nú við þessum einstaka hæfileika sem Tóta bjó yfir, sem þau hafa sýnt og sannað. Katrín Helga Daðadóttir. Nú hefur hann Valli kvatt okk- ur. Þegar ég hugsa til Valla þá er það sem fyrst kemur upp í hugann rúntar hans með Bangsa. Þau voru ófá skiptin sem þeir félagar komu keyrandi þegar ég var á út- reiðum í Gröf og var þá stoppað og spjallað og rætt um hrossin mín. Valli vildi að þau væru töltgeng og ekki spillti ef liturinn væri skraut- legur. Valli fylgdist alltaf grannt með því hvernig sauðburður gengi á vorin, hvernig frjósemin væri og hvort það væri nokkuð mikið um afföll á lömbum. Á haustin varð ég að gera skil á því hvernig skil af fjalli voru og einnig hvernig vigt- aðist. Núna á seinni árum þá sagði hann alltaf við mig, þegar ég hitti hann, að hann væri nú orðinn svo gleyminn, en einhverra hluta vegna vissi hann samt alltaf meira en ég hvað var að gerast í sam- félaginu hérna. Fyrir stuttu sagði hann við mig: „Það er orðið langt síðan þú bjóst í Bandaríkjunum, er það ekki?“ Ég sagði honum að það væru komin 13 ár síðan og þá bætti hann við að hann ætti alltaf bréf frá mér sem ég sendi honum þegar ég var þar. Valli var snillingur í að bræða mann og heilsaði hann mér alltaf með orðunum: „Sæl elskan mín.“ Í fyrra hitti ég hann, og hafði þá ekki hitt hann í langan tíma, og gaf honum knús og koss. Þá brosti hann og sagði: „Þessi koss er milljóna virði!“ Árið 2009 veiktist ég illa og var á spítala í nokkrar vikur. Þegar ég kom heim var Valli ekki í rónni fyrr en ég kom til hans og varð hann að gefa mér pening til að styðja mig og tók hann ekki annað í mál en að ég tæki við honum. Nokkrum dögum síðar komu þeir saman, hann og Bangsi, í Grafar- kot og var Valli þá aftur með sömu upphæð af peningum. Ég sagði við hann að hann væri orðinn brjál- aður, hann væri búinn að gera nóg. Þá sagði hann, jafn rólega og yfirvegað og alltaf: „En ég var ekkert búinn að styðja dóttur þína!“ Síðasta mánuð kom ég nokkuð oft til Valla og er ég þakklát fyrir það í dag. Við sátum heillengi saman og voru hrossin aðalum- ræðuefnið. Ræddum við hesta- mennsku nú á dögum og hvernig hún var áður fyrr. Það var svo gaman að sjá hvernig Valli lyftist allur og sveif á vit minninga þegar hann sagði mér sögur af hinum og þessum hestum og knöpum. Verst finnst mér að ég náði ekki að sýna honum myndirnar af Sölku minni. Ég er viss um að honum hefði lík- að óskaplega vel við rauðskjótta litinn á henni og segði: „Hún er töltgeng!“ Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa kynnst Valla og að hafa fengið að eyða svona miklum tíma með honum. Vil ég kveðja þig, elsku Valli minn, með þessum fal- lega texta. Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund. Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit, sem blasir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt, mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim. Þorvaldur Björnsson ✝ ÞorvaldurBjörnsson fæddist á Litla-Ósi í Miðfirði 24. sept- ember 1919. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands, Akranesi, 19. mars 2013. Útför Þorvaldar fór fram frá Hvammstanga- kirkju 5. apríl 2013. Að ferðalokum finn ég þig, sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim. Eydís Ósk Indriðadóttir. Því get ég kvatt mín gömlu föðurtún án geigs og trega, þegar yfir lýkur, að hugur leitar hærra fjallsins brún, og heitur blærinn vanga mína strýkur. Í lofti blika ljóssins helgu vé og lýsa mér og vinum mínum öllum. Um himindjúpin horfi ég og sé, að hillir uppi land með hvítum fjöllum. (Davíð Stefánsson.) Þessar ljóðlínur úr kvæðinu Föðurtún eiga vel við þegar við kveðjum öðlinginn og fyrrverandi bóndann Þorvald á Litla-Ósi í Miðfirði. Það er mikil guðsgjöf að lifa í rúmlega níutíu ár við nokkuð góða heilsu, geta lesið blöð og bækur, fylgst með fréttum og spjallað við vini og kunningja um daginn og veginn. Síðustu vikurnar voru honum þó erfiðar þegar ljóst var að hinn eiginlegi lífskraftur kæmi ekki aftur. Hann átti þá ósk heit- asta að lifa ekki lengi sem „algjör aumingi“. Þegar ég hitti Þorvald síðast heima í Nestúni um jólin naut ég þess að hlusta á hann tala við sér yngri menn um liðna tíma og vera stálminnugur hvað varðaði tíma- setningar, skyldleika og jafnvel einstakar setningar sem sagðar voru. Þá hugsaði ég að svona gæti þetta varla orðið um næstu jól þegar enn eitt árið væri komið í lífstréð hjá hinum aldna bónda og sú varð raunin. Það var svo gott að finna hvað við vorum alltaf innilega velkomin í gistingu til Þorvaldar og hann sagðist njóta þess að fá fé- lagsskap. Það væri svo gott að vera ekki einn í íbúðinni og láta einhvern „stjana við sig“ eins og hann orðaði það. Sumarið 2010 fór ég ásamt Þorvaldi og vinkonu minni að sunnan í hringferð um Miðfjörðinn en þangað hafði ég aldrei komið þó svo að ég væri uppalin í næstu sveit, Víðidalnum. Hann sagði okkur frá öllu sem fyr- ir augu bar, hvað býlin hétu og ábúendurnir. Ekki ónýtt að hafa þannig leiðsögumann með í för. Í þessari sömu norðurferð var ég að gantast með það við þessa vinkonu mína að Þorvaldur ætti nú son á góðum aldri sem hún gæti nú kannski stofnað til kynna við. En hún taldi að að honum ólöstuðum og óséðum þá litist henni bara bet- ur á föðurinn sem var fjörutíu ár- um eldri enda hann þá búinn að nefna við hana að sig vantaði ráðs- konu! „Þannig týnist tíminn“ og það hugsar maður sannarlega þegar einhver deyr sem manni þykir ein- staklega vænt um. Þá væri ósk- andi að samverustundirnar hefðu verið fleiri en fjarlægðin norður og aðrar aðstæður höfðu áhrif þar á. En á móti kemur að þessar stundir með Þorvaldi voru gæða- stundir þar sem allt var rætt bæði gott og vont, ekkert dregið undan þótt það reyndi á tilfinningar og illskiljanlega hegðun og hátterni í mannlífinu. Hann hafði kynnst mörgu fólki um dagana og unnið hin margvíslegustu störf. „Að hillir uppi land með hvítum fjöllum“ stendur í ljóðinu hér á undan. Ég vona svo sannarlega að það sé sjóndeildarhringur þinn núna þótt við vitum ekki hvað tek- ur við þegar jarðnesku lífi lýkur. Nú get ég því miður ekki lengur flett upp í símanum mínum og leit- að þar sem stendur „pabbi“ því þú svarar ekki lengur í því númeri. Það var gott að þekkja þig og eiga þig að í rúman áratug. Hjart- ans þakkir fyrir allt. Birna Torfadóttir. Andri Már dvald- ist á heimili okkar frá ársbyrjun 1999 til sumarsins 2003. Hann hóf nám við Sólgarðaskóla í Fljótum og má ætla að það hafi verið mikil viðbrigði fyrir strák úr Breiðholti að koma í snjóþunga og einangr- aða sveit yst á Tröllaskaga. Fljótt kom í ljós, að Andri var iðinn og Andri Már Þórðarson ✝ Andri MárÞórðarson fæddist í Reykjavík 16. apríl 1987. Hann lést af slys- förum í Flórída 23. mars 2013. Útför Andra Más fór fram frá Fella- og Hólakirkju 11. apríl 2013. var sérstaklega gaman að sýsla með honum við hirðingu kinda og girðinga- vinna var hans uppáhald. Andri var þéttur á velli og fíl- hraustur, og eitt sinn tók hann þátt í kúluvarpi á frjáls- íþróttamóti á Hofs- ósi. Hann stóð ásamt nokkrum strákum í röð sem voru að hita sig upp, þegar ein kúlan sveif eins og tennisbolti langt út á völl. Þjálf- arinn spurði gáttaður hver hefði hent kúlunni, en þar var Andri að verki. Hann var hæglátur að eðl- isfari og var ekki vanur að gorta af afrekum sínum. Andri reyndist börnum okkar einstaklega vel og sérstaklega elstu dóttur okkar Rebekku, sem var aðeins eins árs þegar Andri kom til okkar. Hringdi hann oft heim til okkar á afmælisdögum barna okkar löngu eftir að hann fór frá okkur. Ég man aldrei eftir að Andri hafi skipt skapi meðan á dvöl hans stóð hjá okkur, en það var alltaf stutt í brosið og jákvæðnina þó að honum hafi stundum leiðst allur þessi heimalærdómur. Þegar Andri lauk námi við Sólgarða- skóla hóf hann nám við Grunn- skólann á Hofsósi og tóku þá við daglegar ferðir þangað, oft við slæm veðurskilyrði. Til að koma honum til móts við skólabílinn þurfti oft að nota dráttarvél, eða jafnvel vélsleða og hafði Andri alls ekkert út á slíkar svaðilfarir að setja. Á sumrin vann hann í unglingavinnunni á Hofsósi, auk þess sem hann fór til fjölskyldu sinnar í Reykjavík. Andri var hörkugangnamaður og fór ófáar ferðir með okkur bændum í Fljót- um um hin bröttu fjöll sveitarinn- ar. Ferming Andra er mér sér- staklega minnisstæð, en hann var fermdur af séra Gísla Kolbeins, sem var afleysingaprestur um tíma á Hofsósi. Andri var eina fermingarbarnið og tók athöfnin ekki nema fimmtán mínútur und- ir styrkri stjórn séra Gísla, sem þá var kominn á eftirlaunaaldur. Þegar fermingin var búin greip séra Gísli um axlirnar á Andra og sagði hátt: Takið nú myndir af okkur Breiðfirðingunum, en báð- ir áttu þeir ættir að rekja þangað. Þessi mynd er okkar uppáhalds- mynd af Andra, en á myndinni er Andri við það að springa úr hlátri. Þannig langar okkur að minnast Andra, alltaf stutt í kímnina og fallega brosið. Við erum þakklát fyrir þann stutta tíma sem við áttum með Andra og vottum fjöl- skyldu og vinum hans samúð okk- ar. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Molastöðum, Haukur Gunnar. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.