Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er mikil gæfa að eiga trúnaðarvin sem tekur á viðkvæmustu málum þannig að enginn býður hnekki af. Alvöruvinum er sama hvar þú færð ráð, svo lengi sem þau duga þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver sem þú veist ekki af kemur þér á framfæri bak við tjöldin. Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vinahótin berast þér úr öllum átt- um og þér er ekki of gott að njóta þeirra. Stattu upp og vertu ákveðinn, þannig áttu möguleika til að breyta stöðunni þér í hag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allt hefur sinn tíma. Mundu að börn hugsa öðru vísi en fullorðnir og hlustaðu vandlega á það sem aðrir hafa að segja. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt erfitt með að einbeita þér og því ættirðu að reyna að fresta öllum verkefnum sem krefjast rökhugsunar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér er lagið af svipta hulunni af leynd- ardómum í dag, ef þannig ber undir, eða ná árangri í rannsóknum. Einhver mun hugs- anlega reyna að blekkja þig eða þá að þú reynir að blekkja aðra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er vert að gefa gaum hugmyndum um hvernig þú getur aukið tekjur þínar. Láttu aðra um þau verk sem þú þarft ekki að sinna. Hið rétta í málinu er afstætt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt þér finnist margt á móti þér skaltu varast að bregðast of harkalega við. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert með snjallt svar á reiðum höndum og ert eldsnögg/ur að koma með hnyttnar athugasemdir. Einhver gæti gefið þér góð ráð varðandi útlitið í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú hefur tekið gleðisnauðan veruleika fram yfir þrár hjartans til þessa, færðu núna tækifæri til þess að breyta því. Kannski tekur gamall vinur upp á einhverju stórskrýtnu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reynsla sem þú verður fyrir gæti blásið eldi í kulnaðar glæður. Passaðu þig á einhverjum sem reynir að slá ryki í augun á þér með vanmætti sínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver reynir að setja þér stólinn fyr- ir dyrnar og þú þarft að komast að því hvað fyrir honum vakir. Samskipti við stofnanir og stjórnvöld munu ganga vel og bæta hag þinn. Auglýst var eftir kveðskap JónsIngvars Jónssonar í Vísna- horni á dögunum. Enda yfirlýs- ingar um brotthvarf hans úr stétt hagyrðinga fullkomlega ótímabær- ar. Ekki hefur Jón Ingvar fengist til að draga alveg í land með yfirlýs- ingar sínar, en þó spurðist til þýsk- hendu sem hann orti á Baggalút: Raunaleg streymir hún Rín, rök eins og skjólfötin mín. Wissen Sie was ich meine? Hún silast með sull sitt hjá Bonn, á sekúndu mörg þúsund tonn. Ég hef þetta eftir Heine. Svo sá hann að svona væri þetta jafnvel enn skáldlegra: Raunaleg streymir hún Rín rök eins og skjólfötin mín. Ég hef þetta eftir Heine. Hún silast með sull sitt hjá Bonn, á sekúndu mörg þúsund tonn. Wissen Sie was ich meine? Þannig yrkir skáldið sem hætt er að yrkja. Hvað um það. Í gær sagði af fundi karlsins á Laugaveginum og kerlingarinnar á Skólavörðu- holtinum. Þeirri frásögn kerlingar er fram haldið hér: Léttum bursta strauk um strí, strengdi villta lokka, dreif mig síðan dökka í djarfa nælonsokka. Örlítið í brún mér brá, bros á vör þó faldi, upphlut kjánakarlinn sá korselett mitt taldi. Áköf saman út á bar einbeitt hratt við gengum, kát þar vorum, kyndugt par, kennd þar saman héngum. Eftir nokkur ölsins staup okkar þynntist glóra, fyrir hvern þann sopa eg saup sötraði hann fjóra. Hálfgert félli á manninn mók mig tók á að blína, upp á því svo taktfast tók að telja drykki mína. Karlinn áfram jag sitt jók, juð hans skemmdi hófið. Lengi þoldi en loks mér tók leiðast árans þófið. Þegar að mér þrengja fer þá er fátt sem heftir, skjótt á brott ég skellti mér, skildi karlinn eftir. Hvert af barnum fór ég frí frá ég engum skýri því ég ljúfu lenti í leyniævintýri. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af þýskhendum og leyni- ævintýri karls og kerlingar Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ERU MEÐMÆLENDURNIR MÍNIR. HVORUGUR ÞEIRRA KANN AÐ SKRIFA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... borðleggjandi. SJÁLFSVARNAR- DANSKENNSLABARDAGA- DANSKENNSLA RÁÐNINGAR MIG LANGAR DÁLÍTIÐ AÐ BIÐJA FYRIR RIGNINGU OG ROKI! HVERNIG LYKTA ÉG, GRETTIR? ÉG NOTAÐI HEILA FLÖSKU AF RAKSPÍRA MEÐ FURUILMI. ÞETTA MUNENDA ILLA. Ofurtrú á eigin getu og einstökbjartsýni hellist oft yfir Vík- verja; einkum þegar fengist er við verkefni sem reyna á líkamlegt at- gervi. Þegar svo ber undir vill kapp oft færast í kinn og skynsamlegar hugsanir eru látnar á lönd og leið. Þannig er mál með vexti að Víkverji hefur beðið í ofvæni eftir að geta hjólað í vinnuna. Ýmist hefur verið sprungið eða loftlaust í dekkjunum en því var kippt í lag eina kvöld- stund, sérdeilis greiðvikinn ná- granni á heiðurinn af því. Vinna á kvöldvöktum var að hefjast og hvað hentar betur en að þeysast um á milli staða um miðjan dag til mið- nættis? Einmitt, fátt. x x x Tilhlökkunin að taka á því og komaendurnærður til vinnu var í aug- sýn. Í kulda og trekki var haldið af stað; mótvindurinn reyndist töluvert meiri en gert var ráð fyrir í upphafi og vindkælingin eftir því. Því fyrir einhverra hluta sakir tók Vetur kon- ungur upp á því að blása köldu með tilheyrandi kalsaveðri; en sólin og dirrindíið sem hafði hreiðrað um sig í hjarta Víkverja skyldi ekki kælt niður í klakabrynju – ónei. x x x Áfram var þeyst með frostbitnarkinnar, fyrsta brekkan var í sjónmáli. Víkverji hamaðist, gíraði niður og notaði öll trixin í bókinni en fæturnir gátu varla meir. Lærðir menn í íþróttafræðum hefðu eflaust, stungið vísifingri í munn og sveiflað honum upp í loft og sagt að nú væri mjólkursýra í lærum og kálfum. Með blóðbragð í munni þutu ótal hugs- anir í gegnum hugann: „Þú ferð ekki að gefast upp núna; varla kominn spönn frá rassi,“ „auðvitað geturðu þetta – verður kannski dauðuppgef- inn en hvaða máli skiptir það?“ „Hvernig ætlarðu að geta unnið gjörsigraður á líkama og sál?“ „Þú sagðist ætla að hjóla í vinnuna, þú getur ekki hætt við.“ Aldrei slíku vant lét Víkverji keppnisskapið ekki hlaupa með sig í gönur. Hann beið skipbrot og hjólaði lúpulegur heim á leið. Það var óneitanlega vont í smá- tíma en Víkverji huggar sig við það að hafa verið betri starfskraftur fyr- ir vikið, að minnsta kosti var kraft- urinn enn til staðar. víkverji@mbl.is Víkverji Enginn er sem þú, Drottinn. Voldugur ert þú og mikill er máttur nafns þíns. (Jeremía 10:6)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.