Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 ATH SÍÐASTA HELGIN FRÁ 28 MARS TIL 14. APRÍL OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18 GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA Leikhópurinn Vesturport hlýtur þrjár tilnefningar til hinna banda- rísku Elliot Norton-leikhús- verðlauna í ár, fyrir uppsetningu sína og breska leikhússins Lyric Hammersmith á Hamskiptunum eft- ir Kafka. Tilnefningarnar eru fyrir bestu gestasýningu, bestu hönnun leikmyndar og besta leikara í aðal- hlutverki. Leikmyndina hannaði Börkur Jónsson og Gísli Örn Garð- arsson fer með aðalhlutverkið í sýn- ingunni. Uppsetning Vesturports á Ham- skiptunum var sýnd í Paramount Center í Boston 27. febrúar til 3. mars á þessu ári. Frá þessu er greint á vef Vesturports, vestur- port.com. Verðlaunin verða afhent 13. maí næstkomandi í Boston og eru kennd við einn virtasta leiklist- argagnrýnanda borgarinnar sem lét af störfum árið 1982. Tvær gesta- sýningar eru tilnefndar auk Ham- skiptanna, War Horse og The Serv- ant of Two Masters. Börkur er einnig tilnefndur til dönsku Reumert-leiklistarverð- launanna fyrir leikmyndina í sam- norrænu sýningunni Bastard. Sú uppfærsla var sýnd í Svíþjóð, Dan- mörku og Íslandi í fyrra. Ljósmynd/Eggert Jónsson Marglofuð Úr uppfærslu Vesturports á Hamskiptunum eftir Franz Kafka. Gísli Örn Garðarsson fer með aðalhlutverkið, hlutverk Gregors Samsa. Vesturport tilnefnt til Ell- iot Norton-verðlaunanna Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís sýnir á morgun kl. 20 kvikmynd Russ Meyers, Beyond the Valley of the Dolls, frá árinu 1970. Myndin er sú fyrri af tveimur sem Meyer gerði fyrir 20th Century Fox, að því er fram kemur á vef kvikmyndahúss- ins. Þar segir einnig að handrit myndarinnar hafi Meyer skrifað með kvikmyndagagnrýnandanum Roger Ebert sem lést fyrir skömmu. „Myndin er sérkennilegt melódrama sem upphaflega var ætlað að verða framhald hinnar vinsælu myndar Valley of the Dolls frá 1967. Þegar Russ Meyer fékk verkefnið í hendurnar var fljótlega ljóst að myndin yrði ansi langt frá frummyndinni og menn klóruðu sér lengi í kollinum yfir því hvort um væri að ræða grín eða alvöru,“ seg- ir m.a. um myndina. Leikarar myndarinnar hafi aldrei fengið á hreint hvort þeir væru að leika í gamanmynd eða hádramatískri stórslysamynd. Bíó Paradís mun einnig á sunnu- daginn sýna Cremaster 3 úr Cre- master-syrpu myndlistarmannsins Matthew Barney. Sýningin hefst kl. 17 og er hluti af dagskrá sjón- listahátíðarinnar Sequenses. Sérkennileg Beyond the Valley of the Dolls er sérkennilegt melódrama. Meyer og Barney í Bíó Paradís Rokkhljómsveitirnar Momentum og Kontinuum halda tónleika í kvöld á Gamla Gauknum og verður hljóm- sveitin We Made God sérstakur gestur þeirra. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og eru þeir fyrstu sem Momentum heldur á árinu en hún vinnur nú að fjórðu breiðskfíu sinni, The Freak Is Alive. Moment- um heldur brátt til Danmerkur og heldur þar tvenna tónleika. Kont- inuum sendi í fyrra frá sér plötuna Earth Blood Magic, á vegum breska þungarokksútgáfufyrirtækisins Candlelight Records og hlaut hún mikið lof, m.a. í Morgunblaðinu. Kontinuum heldur í tónleikaferð um Evrópu í sumar. Kontinuum Spilar á Gamla Gauknum og heldur til Evrópu í sumar. Rokktónleikar á Gamla Gauknum Mannfræðifélag Íslands heldur málþing í dag um þema fyrirlestra- raðar vetrarins, ástina, kl. 12-14 í ReykjavíkurAkademíunni, Hring- braut 121, 4. hæð. Framsöguerindi flytja, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, dr. Sigrún Júlíusdóttir, dr. Unnur Dís Skaptadóttir og Margrét Sig- urðardóttir æskulýðsfulltrúi. „Ást í meinum, ást á rauðu ljósi, forboðin ást; hinni rómantísku hlið ástarinnar er alls staðar ýtt fram en hver eru réttindi og skyldur í opin- berum ástarsamböndum?“ segir m.a. um umfjöllunarefnið í tilkynn- ingu. Ást mannanna sé fjölbreytileg og hafi leikið aðalhlutverk í helstu glæpum mannkyns í gegnum ald- irnar. „En hver er staða hennar í nútímasamfélagi á tímum netsins?“ er spurt og verður eflaust leitað svara við því á þinginu. Ástin á málþingi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.