Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 103. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Lögregla lýsir eftir Önnu Kristínu 2. Andlát: Stefán Hermannsson 3. Útkall í Reykjavík 4. Litið alvarlegum augum  Kvikmyndin Djúpið í leikstjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd í Noregi í gær og hefur hún fengið já- kvæða gagnrýni þar í landi í hinum ýmsu fjölmiðlum, m.a. í Dagbladet þar sem segir að frásögnin í mynd- inni sé einföld en kraftmikil. Djúpi Baltasars vel tekið í Noregi  Hollywood- leikarinn Tom Cruise hefur farið fögrum orðum um Ísland undanfarna daga, í tilefni af frumsýningu kvik- myndarinnar Oblivion sem hann fer með aðalhlutverkið í og tekin var að hluta á Íslandi í fyrrasumar. Stutt viðtal við Cruise var birt á vef USA Today í fyrradag og segir hann m.a. í því að hann hafi verið svefnlaus af til- hlökkun yfir því að fara til Íslands og að fegurð landsins hafi sótt á hann. Cruise reynist hin besta landkynning  Víkingamálmsveitin Skálmöld mun leika á Þjóðhátíð í Eyjum 2.–5. ágúst og verður það í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur fram á hátíðinni. Auk hennar skemmta gestum hinir sívinsælu Stuðmenn, Sálin, Retro Stefson og Ásgeir Trausti ásamt fleirum sem kynntir verða til sög- unnar á næstu vikum. Skálmöld og Stuð- menn á Þjóðhátíð FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt. Frost víða 0-5 stig en yfir frostmarki syðra. Vaxandi austan- og norðaustanátt í kvöld og él við suðurströndina og á annesjum fyrir norðan. Á sunnudag Norðaustan 13-20 m/s og él norðan- og austanlands, annars úrkomulítið en slydda eða rigning suðaustantil seinni partinn. Hiti 0-5 stig, en vægt frost nyrðra. Á mánudag Norðaustan 10-18 m/s. Slydda eða snjókoma, einkum á norðaustanverðu landinu, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið. Fram og Valur þurftu að hafa talsvert fyrir því að leggja ÍBV og Stjörnuna að velli í fyrstu undanúrslitaleikjum kvenna í handknattleik í gærkvöld. Fram vann ÍBV með aðeins eins marks mun og er ennfremur í óvissu eftir að landsliðskonan Stella Sigurð- ardóttir meiddist í leiknum. Leikir númer tvö fara fram í Vestmanna- eyjum og Garðabæ á morgun. »1-3 Fram og Valur í basli og óvissa með Stellu Kári Steinn Karlsson ætlar að snúa aftur á söguslóðir í sept- ember og taka þátt í Berlínar- maraþoninu. Það verður hans þriðja maraþon á ferlinum en það fyrsta var einmitt í Berlín í september 2011 þegar hann setti Íslandsmet og tryggði sér keppnisrétt á Ólympíuleikun- um. „Ég tel mig eiga það mikið inni að ef allt gengur vel í sum- ar stefni ég á hörkubætingu,“ segir Kári. »1 Kári snýr aftur á söguslóðirnar Undanúrslitin á Íslandsmóti karla í handknattleik hefjast í dag þegar fyrstu tveir leikirnir fara fram, báðir í Hafnarfirði. FH-ingar taka á móti Fram og Haukar fá bikarmeistara ÍR í heimsókn. Liðin fjögur luku Íslands- mótinu á mismunandi hátt en bæði FH og Fram voru á mikilli siglingu seinni hluta vetrar. »4 Undanúrslitin hefjast í Hafnarfirði í dag Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Við komum núna til þess að upplifa Ísland umvafið norðurljósum í snjó og kulda og höfum fengið ósk okkar uppfyllta,“ segir Klaus Schier og Sonja Nertinger, eiginkona hans, tekur í sama streng. Fyrir um 20 árum ákváðu þýsku hjónin að snúa baki við atvinnu- örygginu og leita á vit ævintýranna. Klaus sagði upp starfi sínu sem rannsóknarlögreglumaður og Sonja hætti í vinnu hjá borgaryfirvöldum í München. „Við höfðum ferðast víða í fríum en vildum gera ferðalögin að lífsstíl,“ segir Sonja. „Síðan 1994 hafa ferðalögin verið okkar lífsvið- urværi,“ segir Klaus. Mestan hluta ársins búa þau í sér- útbúnum Unimog-bíl, ferðast, taka upp efni og vinna úr því til birtingar og sölu. Á veturna uppskera þau laun erfiðisins, sýna myndirnar gegn gjaldi og selja efni. Sérbíll fyrir Ísland Hjónin segjast aldrei hafa lent í vandræðum á ferðum sínum, „en í Saudi-Arabíu varð ég að sjá um aksturinn allan tímann því þar mega konur ekki keyra bíla,“ segir Klaus. Þau heimsóttu Ísland í fyrsta sinn í fyrrasumar og féllu fyrir landinu. Vildu sjá það aftur að vetri til og koma svo í þriðja sinn í sumar. „Eina vandamálið við ferð til Íslands að sumarlagi er að panta þarf pláss í Norrænu fyrir Unimoginn með að minnsta kosti níu mánaða fyrir- vara,“ segir Klaus. „Þess vegna keyptum við Land Roverinn og út- bjuggum hann með þarfir okkar í huga.“ Hann bætir við að í fyrra hafi fólk spurt hvað þau ætluðu eiginlega að gera í þrjá mánuði á Íslandi. „Við svöruðum að við yrðum í samtals sjö mánuði og þá urðu viðmælendur orðlausir,“ segir Klaus. „En það er samt ekki nóg,“ bætir Sonja við. Þjóðverjarnir láta sér ekki nægja að fylgja leiðbeiningum í ferðabækl- ingum og -bókum heldur vilja skyggnast undir yfirborðið og kynn- ast landi og þjóð sem best. „Ekki síst fólkinu,“ segir Sonja. Klaus fór til dæmis í 12 tíma veiðiferð á litlum netabáti frá Siglufirði til þess að kynnast fiskveiðum. „Ég vildi upp- lifa veiðarnar að vetri til, hitti sjó- mann, þegar hann kom úr veiðiferð, og fékk að fara með í næsta túr. Ég þurfti að vera tilbúinn klukkan fjög- ur að morgni og að ferðinni lokinni angaði ég af fiski. Þetta var mikil upplifun, ég varð ekki sjóveikur en ég vildi ekki starfa sem sjómaður. Ég ber mikla virðingu fyrir fiski- mönnum en vinna þeirra er erfið.“ Lítið skref í langri heimsferð  Gera heimildarmynd um Ísland eftir samtals sjö mánaða dvöl í landinu Morgunblaðið/Ómar Í Hádegismóum Þýsku hjónin Klaus Schier og Sonja Nertinger aka og búa í sérútbúnum Land Rover í Íslandsferðunum. Klaus Schier og Sonja Nert- inger búa í Merching í Þýska- landi en hafa ferðast um heim- inn síðan 1994, heimsótt tæplega 60 lönd og ekið sam- tals um 500.000 km. Klaus hefur gert sex tveggja tíma heimildarmyndir um ferðirnar og næst er það mynd um Ís- land. Þær hafa verið sýndar í sjónvarpi og í kvikmyndasölum víða í Þýskalandi. Sonja heldur auk þess úti vefsíðu um ferð- irnar (www.outdoor-produc- tion.com), skrifar bækur um þær og ferðagreinar í blöð og tímarit. Um 60 lönd og 500.000 km HEIMSHORNAFLAKKARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.