Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Skattskrár vegna álagningar 2012 og virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2011 verða lagðar fram 15. apríl 2013. Skrárnar, sem sýna álagða skatta á gjaldendur í hverju sveitarfélagi, eru lagðar fram á viðkomandi starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum dagana 15. apríl til og með 26. apríl 2013. Framlagning skattskráa er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46. gr. laga nr. 50/1988. 15. apríl 2013 RÍKISSKATTSTJÓRI Skúli Hansen Egill Ólafsson „Þetta hefur verið góð helgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Hann bendir á að hann hafi fengið mjög jákvæð við- brögð um helgina sem hann er afar þakklátur fyrir, þannig hafi hundr- uðir manna komið á tal við hann und- anfarna daga. Aðspurður hvort viðbrögðin hafi komið honum á óvart segir Bjarni að þau hafi verið miklu sterkari en hann grunaði. „Viðbrögðin undanfarna daga hafa verið miklu sterkari heldur en mig grunaði og það hefur komið mér þægilega á óvart en ekkert af þessu breytir því að það eru ennþá tvær vikur til kosninga og við munum þurfa að vinna vinnuna frá morgni til kvölds í kosningabaráttunni,“ segir Bjarni og bætir við að staðan sé ennþá þung og að sjálfstæðismenn þurfi að hafa fyrir því að koma sínum áherslumálum á framfæri, flokkurinn sé þó með mjög sterka málefnastöðu og það hjálpi til. Þá bendir hann á að flokkurinn hafi haldið virkilega fjöl- mennan og velheppnaðan fund í Garðabæ síðastliðinn laugardag og að jafnframt hafi kosningaskrifstofur haldið áfram að opna um liðna helgi. Verri staða en fólk er vant Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og fundarstjóri fund- arins, lýsti því yfir við upphaf fund- arins í Fjölbrautarskólanum í Garða- bæ, síðastliðinn laugardag, að hans yrði minnst fyrir að frá og með hon- um fór fylgi Sjálfstæðisflokksins að aukast. Í ræðu sinni á fundinum benti Bjarni meðal annars á að staða Sjálf- stæðisflokksins væri verri en flokks- menn ættu að venjast. Sagði hann ýmsar ástæður fyrir því, vék að and- stæðingum flokksins og sagðist telja að sumir ættu eftir að fara í lyfjapróf. Benti hann auk þess á að þegar hann íhugaði stöðu sína hefði hann leitað í grunninn og til þess hvers vegna hann bauð sig upphaflega fram til formanns flokksins. Bjarni sagðist hafa gert það því hann vildi vinna fyr- ir þjóðina og gera henni gagn. Ber fullt traust til Bjarna „Ég hefði aldrei boðið mig fram í embætti varaformanns nema að ég treysti formanni Sjálfstæðisflokksins. Mér þætti líka vænt um það ef sá stuðningur og það traust væri ekki dregið í efa,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, á fundinum. Þá sagð- ist hún hafa skilning á því að fjöl- miðlar sýndu forystumálum í Sjálfstæðisflokknum áhuga og spyrðu forystumenn flokksins spurn- inga í þá veru, slíkt mætti þó ekki verða til þess að menn færu að efast um stuðning hvors við annan. Jafnframt skoraði Hanna Birna á sjálfstæðismenn að standa saman og snúa sér að því sameiginlega verkefni að sigra í komandi kosningum. „Stóra verkefnið er að almenningur í þessu landi geti vaknað eftir hálfan mánuð og sagt: „Ég veit hvað bíður mín“,“ sagði Hanna Birna. Morgunblaðið/Golli Fundur í Garðabæ Fjölmennt var á fundi sjálfstæðismanna í Fjölbrautaskólanum Garðabæ. Fundarstjóri taldi að um 700-900 manns hefðu verið viðstödd fundinn. Fundarmenn mættu yfirlýsingu Bjarna með miklu lófataki. Fékk mikla hvatningu  Bjarni: „Góð helgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn“  Hanna Birna hvetur sjálfstæðismenn til að standa saman Morgunblaðið/Golli Forystumenn Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir heilsa upp á sjálfstæðismenn á fundi flokksins í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ég hef nú sagt á einhverjum fund- um að við eigum að vera opnir fyrir vinstra samstarfi en um leið eigum við ekki að útiloka eitt eða neitt,“ seg- ir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður út í ummæli sem hann lét falla á kosn- ingafundi á Grenivík á dögunum þess efnis að Framsóknarflokkurinn ætti að vera opinn fyrir samstarfi á vinstri vængnum. „Ég held að það sé ein- stakt tækifæri til þess að mynda miðju- og velferðarstjórn.“ Halda öllu opnu Höskuldur bendir á að það sem skipti öllu máli sé að Framsóknar- flokkurinn starfi með fólki sem er reiðubúið til að stíga þau skref sem flokkurinn hefur lagt áherslu á í kosningabaráttu sinni. „En hvort sem það er til vinstri, á miðjunni eða til hægri, það verður bara að koma í ljós eftir kosningar,“ bætir Höskuldur við. Aðspurður hvort þetta sé ein- ungis hans afstaða eða opinber af- staða flokksins segir Höskuldur þetta vera sína afstöðu. „Afstaða formanns- ins hefur verið, og ég styð það, að halda öllu opnu og vilja ræða við þá sem treysta sér í verkefnin fram- undan,“ segir Höskuldur. Opinn fyrir vinstra samstarfi  Vill að Framsókn útiloki ekki neitt Morgunblaðið/G.Rúnar Þingmaður Höskuldur Þór Þór- hallsson þingmaður Framsóknar. Hjálmar Jón Torfa- son, gullsmiður, lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. apríl síðastliðinn, 89 ára að aldri. Hjálmar fæddist á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu 29. janúar árið 1924, son- ur Torfa Hjálm- arssonar, bónda, og Kolfinnu Magn- úsardóttur. Hann stundaði nám við Laugaskóla og lagði alla tíð stund á íþróttir, var skíðakóngur Þingeyinga og keppti á landsmóti í frjálsum íþróttum þar sem stökk og spjótkast voru hans aðalgreinar. Árið 1954 fluttist Hjálmar ásamt eiginkonu sinni, Unni Péturs- dóttur, (látin 2010), til Reykjavíkur þar sem hann vann hjá Lands- miðjunni. Fljótlega eftir það fór hann á samning hjá Óskari Gíslasyni gullsmið og lauk þar námi árið 1958. Tveimur árum síðar stofnaði hann Gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi 28 en síð- ar flutti hann versl- unina að Laugavegi 71 þar sem þau hjónin ráku verslunina, sem enn er í eigu fjölskyldunnar, fram á háan aldur. Börn Hjálmars og Unnar eru Pétur Tryggvi Hjálm- arsson, Hjálmar Hjálmarsson, Torfi Rafn Hjálmarsson og Kol- finna Hjálmarsdóttir. skulih@mbl.is Hjálmar Jón Torfason Andlát Alls höfðu 2.460 manns kosið í gær utankjörfundar á öllu landinu og í þeim sendiráðum sem færa utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í tölvu. Hjá sýslumanninum í Reykjavík hafa 786 manns kosið síðan utankjörfundaratkvæða- greiðslan hófst þann 2. mars síð- astliðinn. Sambærileg tala fyrir síðustu alþingiskosningar er 689 manns. Í dag færist utankjörfund- aratkvæðagreiðslan yfir í Laug- ardalshöllina og verður því opið, frá og með deginum í dag, alla daga frá klukkan 10:00 til 22:00. Í samtali í gær sagði Bergþóra Sig- mundsdóttir hjá sýslumanninum í Reykjavík að hún reiknaði með því að kosningaþátttakan ykist verulega í dag þegar kosningin færist yfir í Laugardalshöllina. Í alþingiskosningunum 2009 kusu 13.120 manns utankjörfundar hjá sýslumanninum í Reykjavík en þar af kusu rúmlega sjö þúsund manns síðustu fjóra dagana fyrir kjördag. skulih@mbl.is Kosið utankjörfundar í Laugardalshöllinni  Um 2400 manns á öllu landinu hafa kosið utankjörfundar og í sendiráðum Laugardalshöllin Opið verður frá 10:00 til 22:00 alla daga til kjördags.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.