Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 1

Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. M A Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  105. tölublað  101. árgangur  HLEYPUR UM 1.500 KÍLÓMETRA Á EINU SKÓPARI BENZ- SÝNING Í KR- SKÁLANUM DANSKT TÓNLISTAR- LÍF STENDUR MEÐ BLÓMA BÍLAR SPOT-TÓNLISTARHÁTÍÐIN 38ÖRVAR OFURHLAUPARI 10 Allt er á kafi í snjó víða til sveita á Norðurlandi, skepnur á fóðrum og ekki útlit fyrir að hægt verði setja lambær út á næstunni. Óttast er að kal verði mikið í túnum sums staðar, einkum og sér í lagi á svæðinu aust- an Akureyrar en vonast er til að ástandið sé betra vestar. Veturinn hefur víða verið bænd- um erfiður. Eftirminnilegt óveður gekk yfir Norðausturland í sept- ember svo fé fennti og margt drapst. Þar er enn mikill snjór og mikill klaki hefur komið í ljós í Fnjóskadal, Bárðardal og á svæðunum þar aust- ur af. Ekki var heldur sumar- eða vorlegt um að litast í Fljótum í gær eða í Skíðadal í Eyjafirði. Sauðburð- ur er víða hafinn, t.d. á Brúnastöðum í Fljótum, þar sem 800 kindur eru á fóðrum. Von er á 1.700 lömbum þar á bæ og tæplega 100 þegar komin í heiminn. Kristinn Jóhannesson, einn sona hjónanna á bænum, sýndi blaðamanni myndarlegan skafl við útihúsin í gær. skapti@mbl.is Enn er víða fannfergi til sveita norðanlands  Fé verið á fóðrum síðan í októberlok Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fram varð í gærkvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik með því að sigra Hauka í fjórða úrslitaleik lið- anna. Þar með er Fram meistari, bæði í karla- og kvennaflokki, eftir sigra í úrslitaleikjum í Safamýri tvo daga í röð. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1970 sem Fram sigrar tvöfalt á Íslandsmótinu í handknattleik. Leikurinn í gærkvöld var jafnframt kveðjuleikur þriggja lykilmanna Framliðsins sem ætla að leggja handboltaskóna á hilluna og þjálfarinn, Einar Jónsson, er á leiðinni af landi brott. » Íþróttir Morgunblaðið/Eva Björk Fram er tvöfaldur meistari Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Það hefur orðið töluverð styrking á krónunni og það má búast við því að innflutningsverð muni lækka á næstu dögum og við erum farin að sjá vísbendingar um það nú þegar,“ segir Almar Guðmunds- son, framkvæmda- stjóri Félags at- vinnurekenda. Innan raða félags- ins eru mörg inn- flutningsfyrirtæki sem m.a. flytja inn dag- og matvöru. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur verðlag lítið lækkað þrátt fyrir að krón- an hafi styrkst um 10,1% gagnvart evru og 8,9% gagn- vart dollar frá árs- byrjun. Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hjá hagdeild ASÍ, segir að innistæða sé fyrir mun meiri verðlækkunum á mat- og dagvöru en þegar hefur orðið. Frá engri hækkun til 12% hækkunar Skv. athugun ASÍ hækkuðu matvöruversl- anirnar Krónan og Iceland verð um 12% á síð- ustu átta mánuðum. Á sama tíma hækkaði verð í Víði ekki neitt. Talið er að gengi krónu hafi áhrif á um 40% allrar innfluttrar dag- og matvöru og að undanförnu hafa nokkrir inn- flutningsaðilar tilkynnt verðlækkanir. Þrátt fyrir að verð hafi hækkað í Krónunni skv. at- hugun ASÍ segir Eysteinn Helgason, for- stjóri Kaupáss, eiganda Krónunar, að geng- isbreytingar skili sér í verðlagið. „Verð hefur lækkað og breyst, en ofan í þetta kom syk- urskatturinn. Þá hafa orðið nokkrar tilkynn- ingar um verðbreytingar erlendis frá. Bæði til lækkunar og hækkunar. Þetta fer eftir vörutegundum og birgjum,“ segir hann. Verð- lækkan- ir í nánd  Gengisstyrking ekki skilað sér í verðlagið Verðlag » Birgjar hafa margir lækkað verð á vörum eft- ir umtalsverða styrkingu krón- unnar. » ASÍ segir gengisstyrkingu ekki skila sér í verðlagið. Heimir Snær Guðmundsson Egill Ólafsson Fyrstu dagar formlegra stjórnar- myndunarviðræðna hafa farið í að ræða mál sem þokkalegur sam- hljómur er um að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ganginn í viðræðunum ágætan. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali í gær að breytingar á skattkerfinu hefðu verið meðal umræðuefna síð- ustu tvo daga, en Bjarni sagði flokk- inn leggja áherslu á einföldun skatt- kerfisisins og lækkun skattprósentu. Sigmundur sagði að þeir Bjarni væru sammála um einföldun skatt- kerfisins. „Auðvitað er þetta flókið og það hefur farið tími í að skoða þær breytingar sem hafa verið gerð- ar á undanförnum árum, menn velta fyrir sér hvort einhverjar þeirra hafi verið gerðar til góðs eða hvort æski- legt sé að breyta einhverju til baka og þá að hversu miklu leyti,“ segir Sigmundur. Aðspurður segir Sigmundur að skiptingu ráðuneyta hafi ekki borið á góma hingað til. Bjarni Benedikts- son sagði í gær að hugsanlegt væri að menn myndu sjá til lands í við- ræðunum öðruhvorumegin við helgina. Sigmundur sagði erfitt að áætla tímaramma í því sambandi, hann geri ráð fyrir að horfa frekar fram í næstu viku. »16 Sammála um einföldun skattkerfis  Segja ágætan gang í viðræðunum Ljósmynd/Svanhildur Hólm Stjórnarmyndun Fundarstaður for- mannanna er við Þingvallavatn.  Íslensk fjár- festing, sem er í jafnri eigu Arn- ars Þórissonar og Þóris Kjart- anssonar, kom með 465 milljónir í gegnum fjár- festingarleið Seðlabankans í mánuðinum. Arnar segir að fyrirtækið sé að byggja upp hótel- starfsemi hér á landi. Fjármunirnir hafi runnið í þá uppbyggingu. Ís- lensk fjárfesting á Domus Guest- house og Reykjavík Residence Hót- el sem eru í miðbænum. »18 Hálfur milljarður í hóteluppbyggingu Hótel á Hverfisgötu 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.