Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 6

Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? IÐNAÐARRYKSUGUR Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Ryk/blautsuga Drive ZD10- 50L 1000W, 50 lítrar 28.900,- Ryk/blautsuga Drive ZD98A- 2B 2000W, 70 lítrar 43.900,- Drive Bískúrsryksugan 1200W, 20 lítrar 7.490,- Arges HKV-100GS15 1000W, 15 lítrar 23.900,- Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Samkvæmt tölum frá ASÍ hefur verðlag ekki lækkað nema að litlu leyti undanfarna mánuði. Á sama tíma hafa margir birgjar tilkynnt um verðlækkun á vörum sínum vegna gengisstyrkingu krónunnar. Frá 2. janúar hefur gengi íslensku krónunnar styrkst um 8,9% gagn- vart dollar og 10,1% gagnvart evru. Í fréttatilkynningu frá Ríkiskaupum kemur fram að heildsalarnir Ás- björn Ólafsson ehf. og Ekran ehf. hafi fyrir vikið lækkað verð á mat- vörum. Kemur þar fram að Ásbjörn Ólafsson hafi lækkað verð um 5%. Þá lækkaði Nathan & Olsen verð um 3,5-6% í apríl. Eins hefur Ölgerðin tvívegis lækkað verð á árinu. Gengisþróun hefur áhrif á 40% Samkvæmt vef Hagstofunnar hef- ur matvöruverð lækkað um 2,5% frá desember en dagvara hækkað um 2,9% á sama tíma. Að sögn forráða- manna þriggja stórra matvöruversl- ana er innflutt matvara um 30% af- heildarmatvörumagni verslana. Finnur Árna- son, forstjóri Haga, seg- ir að gengisþróun hafi áhrif á fleira en verð inn- fluttra vara. Innlendur iðn- aður, eins og kex-, sælgætis- og brauðframleiðendur séu um 25% af matarkörfunni. „Hráefni í innlenda framleiðslu er að stórum hluta innflutt, sem og umbúðir,“ segir Finnur. Hann bendir á að fleira hafi áhrif eins Íslensku skipunum á kolmunna- miðum 80-100 mílum suður af Færeyjum hefur fækkað síðustu daga. Mörg þeirra eru búin með kvóta sína nema það sem þau nýta til að eiga sem meðafla á makríl- og síldveiðum í sumar. Kolmunna- stofninn hefur náð sér á strik á ný og er talið líklegt að hann gangi í einhverjum mæli inn í íslenska lögsögu í sumar. Í hlut íslenskra skipa koma rúmlega 100 þúsund tonn í ár. Vel hefur veiðst af kolmunna síðustu daga, talsvert líf verið á miðunum og veður gott eftir óstöðugt veður lengst af vertíð- inni. Framundan er nokkurra vikna hlé hjá uppsjávarskipunum þangað til byrjað verður á makríl og síld. Einhver þeirra byrja væntanlega í kringum sjó- mannadag, 2. júní, en önnur ekki fyrr en langt verður liðið á júní- mánuð. Ingunn AK kom til Vopna- fjarðar í gærmorgun með um tvö þúsund tonn af kolmunna sem fengust á veiðisvæðinu sunnan Færeyja um helgina. Á heimasíðu HB Granda kemur fram að með þessum farmi er heildar- kolmunnaafli skipa fyrirtækisins á vertíðinni, sem stóð í einn mánuð, orðinn rúmlega 21.000 tonn og eftirstöðvar úthlutaðs árskvóta um 1.100 tonn. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar kemur fram að í verksmiðjunni á Seyðisfirði hefur verið tekið á móti um 9.500 tonnum og í Nes- kaupstað hafði í gær verið landað 11.600 tonnum til mjöl- og lýs- isvinnslu. Að auki hefur um 2.750 tonnum af frystum kolmunna ver- ið landað í frystigeymslur Síldar- vinnslunnar. aij@mbl.is Líf á kolmunna- slóð og kvótinn langt kominn  Hlé hjá uppsjávarskipum eftir kol- munna fram að makríl- og síldveiðum Ljósmynd/Börkur Kjartansson Við Færeyjar Vilhelm Þorsteinsson var meðal skipa á miðunum í gær. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Komum á göngudeildir geðsviðs Landspítala fækk- aði um 20,3% frá fyrra ári fyrstu þrjá mánuði árs- ins. Þá fækkaði viðtölum og meðferðum á geðdeild- um fyrir fullorðna um 30,8% á sama tímabili. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum Landspítala í marsmánuði en Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs, segir tölurnar ekki til marks um að eftirspurn eftir þjónustunni hafi minnkað. Þvert á móti megi m.a. rekja þær til breyttrar forgangsröðunar vegna fjárskorts. „Við höfum þurft að draga úr mönnun sálfræð- inga á göngudeildinni og ástæðan fyrir því er sú að við höfum eflt þjónustu við veikustu einstaklingana án þess að fá meira fé. Það gerum við með for- gangsröðun en þeir veikustu eru eðli málsins sam- kvæmt ekki á göngudeild. En það er vandamál samt því þeir sem eru ekki mjög veikir í dag geta orðið það á morgun ef þeim er ekki sinnt.“ Páll segir fækkun viðtalstíma og meðferða einn- ig stafa af því að unnið hafi verið að því að þjálfa sálfræðinga utan spítalans, s.s. hjá heilsugæslunni, til að halda hópanámskeið og í kjölfarið hafi verið dregið úr námskeiðahaldi á spítalanum. Þá bendir hann á að páskar komi upp á mars í ár en í apríl í fyrra, sem skýri að einhverju leyti minni aðsókn. Í starfsemisupplýsingunum kemur einnig fram að fæðingum á Landspítalanum hafi fjölgað um 7% milli ára fyrstu þrjá mánuði ársins og að dagdeild- arkomum á kvenna- og barnasviði fjölgaði um 14,3%. Þá fjölgaði bráðakomum á kvennadeildir um 25,6% milli ára frá byrjun árs og fram til marsloka. Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs, segir enga einhlíta skýr- ingu á fjölgun fæðinga né koma á bráðamóttöku og segir ómögulegt að draga ályktanir út frá tölum fyrir svo stutt tímabil. Hann bendir hins vegar á að vegna mikils álags á spítalanum hafi allar deildir tekið við sjúklingum sem hefðu við venjulegar aðstæður endað annars staðar og það útskýri að hluta fjölgun lega og legudaga. Forgangsraða í þjónustunni  Komum á göngudeildir geðsviðs fækkaði um 20,3% fyrstu þrjá mánuði ársins Samkvæmt athugun ASÍ hækkaði verð á vörukörfu ekkert í verslunum Víðis frá því í september 2012 fram í apríl og aðeins um 1% hjá Nettó. Á sama tímabili hækkaði vörukarfan um 12% í Krónunni og Iceland. Þegar verðbreytingar fyrir seinustu þrjár mælingar eru skoðaðar má sjá að hækkun hjá flestum verslunum er á bilinu 3-12%. Frá mælingunni í september 2012 hefur vörukarfan hækkað mest um 12% hjá Krónunni og Iceland. Hjá Hagkaupum hækkaði hún um 10%, hjá Tíu-ellefu um 8%, Bónus um 6% og Sam- kaupum-Úrvali um 5%. Hjá Nóatúni og Samkaupum- Strax hækkaði vörukarfan um 3% og 1% hjá Nettó. Á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 3% samkvæmt vef Hagstofunnar. Þar af hefur hlutur matvöru hækkað um 4,3%. 12% verðhækkun ENGAR VERÐHÆKKANIR HJÁ MATVÖRUVERSLUNINNI VÍÐI og fóðurkostnaður við framleiðslu landbúnaðarvara sem eru að hans sögn 40-50% matarkörfunnar. Ný- lega hafa t.a.m. fóðurframleiðend- urnir Kjarnafóður og Bústólpi til- kynnt verðlækkanir. Því má gera ráð fyrir því að gengisþróun hafi víð- tækari áhrif á verðlag en magn inn- fluttrar matvöru segir til um. Lítill hluti skilað sér í verðlag Að sögn Ólaf Darra Andrasonar, deildarstjóra hjá hagdeild ASÍ, ræð- ur gengisþróun um 40% af mat- vælaverði. „Aðeins lítill hluti af styrkingunni hefur verið að skila sér í lækkuðu vöruverði og öll rök eru fyrir því að matvara gæti lækkað umtalsvert í verði á komandi vikum,“ segir Ólafur Darri. Skattheimta á sykur hófst 1. mars. Sykurskatturinn felur í sér hækkanir vörugjalda á matvæli sem innihalda ákveðið magn sykurs eða sætuefna en stjórnvöld áætla með þessu að auka tekjur í ríkissjóð um 800 milljónir kr. Skattheimtan bygg- ir á 210 króna vörugjaldi á hvert kíló af sykri. Finnur telur hana hafa áhrif til verðhækkana. „Það er vert að minnast á þá hækkun sem verður af þessum skatti. Þetta hefur áhrif á sælgætis- og gosframleiðslu sem og mjólkurvörur sem hafa hækkað lítil- lega með tilkomu skattsins,“ segir Finnur. Ólafur Darri segir sykur- skattinn ekki útskýra tregðu við verðlækkanir. „Hann útskýrir ekki nema brotabrot af verðlagsþróun,“ segir Ólafur Darri. Morgunblaðið/Sverrir Matvara Gengisstyrking krónunnar hefur ekki skilað sér að fullu í lækkað verðlag að mati ASÍ. Lítil verðlækkun þrátt fyrir gengisstyrkingu  Birgjar lækka verð  Svigrúm til lækkana að mati ASÍ 3.609 komur í viðtöl og meðferðir hjá sál- fræðingum á geðdeildum fyrir full- orðna voru skráðar fyrstu þrjá mán- uði ársins en þær voru 5.214 á sama tímabili í fyrra. 19,3% fjölgun var á komum í viðtöl og með- ferðir á barna- og unglingageðdeild- um milli ára á fyrsta ársfjórðungi. ‹ JANÚAR-MARS › »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.