Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Valskórsins heldur vortónleika sína í
Háteigskirkju í kvöld kl. 20, en kór-
inn fagnar á þessu ári tuttugu ára af-
mæli sínu. Einsöngvarar á tónleik-
unum eru Guðrún Gunnarsdóttir og
Marta Kristín Friðriksdóttir. Undir-
leikari á píanó er Jónas Þórir og
stjórnandi Bára Grímsdóttir.
Samkvæmt upplýsingum frá
kórnum fór hann nýlega í ferðalag til
Belfast og hélt þar tónleika í Skai-
nos-tónleikasalnum ásamt hljóm-
sveitinni Raven Micks. „Tónleikar
þessir tengjast 90 ára afmæli stuðn-
ingsmannafélags Glentoran F.C. en
Valur lék einmitt gegn Glentoran
1977 og góð tengsl hafa haldist á
milli félaganna,“ segir m.a. í tilkynn-
ingu.
Miðasala er við innganginn og hjá
kórfélögum. Eftir tónleikana býður
kórinn tónleikagestum til kaffihlað-
borðs í hátíðarsal Knattspyrnu-
félagsins Vals á Hlíðarenda.
Ljósmynd/Þorsteinn Ólafsson
Vortónleikar Valskórsins
Iron Man 3, eða Járnmaðurinn 3,
var tekjuhæst kvikmynda hér á
landi yfir helgina, sú sem skilaði
mestu í miðasölukassa kvikmynda-
húsanna. Kvikmyndin The Place
Beyond the Pines fylgir á hæla
henni en hún var frumsýnd föstu-
daginn sl. Hrollvekjan Evil Dead er í
þriðja sæti en hún er sú fjórða í Evil
Dead-hrollvekjusyrpunni sem hófst
með kvikmynd Sams Raimis, The
Evil Dead, frá árinu 1981. The
Croods nýtur enn vinsælda sex vik-
um eftir frumsýningu og er í fjórða
sæti.
Bíóaðsókn helgarinnar
Bíólistinn 3.-5. maí 2013
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Iron Man 3
The Place Beyond the Pines
Evil Dead
Croods
Oblivion
Olympus Has Fallen
The Call
Latibær bíóupplifun
Scary Movie 5
Ófeigur gengur aftur
1
Ný
Ný
2
3
6
4
5
7
8
2
1
1
6
4
3
2
2
3
6
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Járnmaðurinn vinsæll
Járnaður Robert Downey jr. í hlut-
verki Tonys Stark í Iron Man 3.
Uppfærsla Leikfélags Ólafsfjarðar
og Leikfélags Siglufjarðar á Stöng-
inni inn eftir Guðmund Ólafsson í
leikstjórn höfundar hefur verið valin
Athyglisverðasta áhugaleiksýning
leikársins 2012-2013 að mati dóm-
nefndar Þjóðleikhússins. Tilkynnt
var um valið á aðalfundi Bandalags
íslenskra leikfélaga sem fram fór um
nýliðna helgi.
Þetta er í tuttugasta sinn sem
Þjóðleikhúsið velur Athyglisverð-
ustu áhugaleiksýningu leikársins.
Að þessu sinni sóttu alls sautján
leikfélög af landinu öllu um að koma
til greina við valið, með jafn margar
sýningar. Þess má geta að í ár var
sótt um með ellefu íslensk leikrit og
þar af voru sex frumsamin. Af þeim
tuttugu sýningum sem í gegnum tíð-
ina hafa verið valdar Athyglisverð-
asta áhugaleiksýning leikársins hafa
alls fimmtán sýningar verið íslensk
verk, en mikill meirihluti þeirra hef-
ur verið frumsamin leikrit.
Í umsögn dómnefndar um Stöng-
ina inn segir m.a.: „Leikfélag Ólafs-
fjarðar og Leikfélag Siglufjarðar
sameinuðu krafta sína í uppsetning-
unni á þessu skemmtilega nýja ís-
lenska verki eftir Guðmund Ólafsson
með frábærum árangri. Það er
greinilega mikill kraftur í hinum
sameinuðu leikfélögum, sem láta sig
ekki muna um að brjótast í gegnum
skaflana í Héðinsfirði til að skapa
skemmtilega og fjöruga leiklist sem
hefur hitt rækilega í mark í
heimahéraði.
Leikritið vísar í forngríska gam-
anleikinn Lýsiströtu þar sem kon-
urnar reyna að fá karlana til að láta
af stríðsrekstri með því að setja þá í
kynlífsbann, en hér eru það kon-
urnar í litlu bæjarfélagi sem freista
þess að fá karlana til að sýna sér
meiri athygli, og hætta að horfa á
fótbolta í tíma og ótíma, með kyn-
svelti. Hugmyndin virkar þrælvel og
er vel heppnað og gamansamt inn-
legg í umræðuna um samskipti
kynjanna.
Verkið hentar leikhópnum vel,
leikgleðin er mikil og leikararnir ná
að móta bráðskemmtilegar persón-
ur. Skýr framsögn, góð tilfinning
fyrir tímasetningum og ákveðin
hlýja gagnvart persónunum og við-
fangsefninu skilar bráðfyndinni og
skemmtilegri leiksýningu.“
Í dómnefnd sátu Tinna Gunn-
laugsdóttir þjóðleikhússtjóri, Mel-
korka Tekla Ólafsdóttir, leiklist-
arráðunautur Þjóðleikhússins, og
leikararnir Edda Arnljótsdóttir og
Ævar Þór Benediktsson. Stöngin
inn verður sýnd á Stóra sviði Þjóð-
leikhússins sunnudagskvöld um
miðjan júní. silja@mbl.is
Athyglisverðasta áhuga-
leiksýningin valin í 20. sinn
Stöngin inn eft-
ir Guðmund Ólafs-
son þótti bera af
Boltinn „Verkið hentar leikhópnum vel, leikgleðin er mikil og leikararnir
ná að móta bráðskemmtilegar persónur,“ segir m.a. í umsögn dómnefndar.
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
Komdu
í bíó!
Þú finnur upplýsingar um
sýningartíma okkar og miðasölu á
www.emiði.is og www.miði.is
14
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
MISSIÐ EKKI AF FYNDNUSTU
OG BESTU MYNDINNI Í SERÍUNNI
EIN FLOTTASTA
SPENNUMYND ÁRSINS!
Stór og yfirdrifinn
teiknimyndahasar af betri gerðinni.
T.V. - Bíóvefurinn
HHH
VJV
Svarthöfði
KEMUR FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS
ROBERT DOWNEY JR.
BEN KINGSLEY
GWYNETH PALTROW
GUY PEARCE
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR
-Empire
-Hollywood
Reporter
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:40
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
- T.K.
kvikmyndir.is
H.V.A
-Fréttablaðið
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
L
12
12
12
IRON MAN 3 3D Sýnd kl. 5:20 -8 -10:10 -10:40 (P)
LATIBÆR - BÍÓUPPLIFUN Sýnd kl. 6
OBLIVION Sýnd kl. 5:30 - 8
SCARY MOVIE 5 Sýnd kl. 10:30
G.I. JOE 2 3D Sýnd kl. 8
Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi