Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ættir að setjast niður með fjöl-
skyldunni og fara í gegn um málin. Einbeittu
þér að viðskiptum, ekki að því að eignast vini.
Væntingar annarra er ekki þín skylda.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft ekki að vera með móral yfir því
að þér hafi tekist betur upp en samstarfs-
mönnum þínum. Leggðu áherslu á að um-
gangast aðeins jákvætt fólk.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Í dag væri ráð að afmarka verksvið
handa einhverjum eða fyrir ótilgreint verk-
efni. Hættu svo að kvarta og finndu leið til að
létta byrðarnar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Eitthvað yndislegt og ánægjulegt
gæti gerst milli þín og maka þíns eða þín og
bláókunnugrar manneskju. Næst þegar þér
fallast hendur, skaltu líta á það sem ögrun.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Varðandi ótilgreint atvik í sambandi fell-
ur allt í ljúfa löð innan tíðar. Hlustaðu vand-
lega á það sem sagt er og reyndu að draga
lærdóm af því.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hafðu ekki áhyggjur ef þú nennir ekki
að vera framsækinn og uppfinningasamur.
Gakktu ótrauður til verks við nýtt verkefni,
þótt þér sýnist ýmsir hjallar á veginum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gerðu þér ekki hugmyndir um menn eða
málefni fyrr en þú hefur kynnt þér allar að-
stæður. Mundu að það er ekki til neins að
hafa betur í rökræðum ef það kostar vinslit.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það opnar þér ýmislegt nýtt
hversu auðvelt þú átt með að skilja aðstæður
annarra. Mundu að góð heilsa er öllu öðru
dýrmætari.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Kröfur heima fyrir koma hugs-
anlega í veg fyrir að þú náir að fást almenni-
lega við verkefni úti í samfélaginu. En jafnvel
nokkurra klukkutíma hvíld getur gert krafta-
verk.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Haltu þínu striki, hvað sem tautar
og raular. Ekki gefast upp, sýndu af þér rögg
og gakktu í málin og láttu ekki hugfallast.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert nú tilbúinn til að leggja í
framkvæmdir heima fyrir en mátt búast við
að eitthvað reynist erfiðara en þú áttir von á.
Taktu smá frí frá hversdagsleikanum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það getur verið erfitt að útskýra málin
fyrir öðrum þegar þeir eru ekki inni í fræð-
unum. Mundu þó að allt veltur á því hvernig
þú setur mál þitt fram.
Vilhjálmur Þ. Gíslason skrifarskýringar við Alþingis-
rímurnar í útgáfu Menningarsjóðs.
Þar dregur hann fram bréf Matt-
híasar Jochumssonar, þar sem hann
sækir um nægilegan skáldastyrk til
þess að hann geti látið af prestskap,
enda hálfsjötugur orðinn, – „en
neyðist ég enn sem fyrr og til hins
síðasta að skipta kröftum mínum
við annir og áhyggjur, með vaxandi
elli, þá yrði ei kyn þótt kveðskap-
urinn endaði á hjárómi fyrir mér
sem fleirum, því einungis frjálsir
svanir syngja fegurst fyrir dauð-
ann“. Skoðanir voru skiptar. Jón
Jónsson í Múla sagði ekki koma til
greina að veita svo „einhæfu
skáldi“ skáldalaun, þ.e. að Matthías
væri eingöngu sálmaskáld. Klem-
ens Jónsson sagði á hinn bóginn, að
Matthíasi færi fram með aldrinum
og að Grettisljóð væru eitt það
besta sem til væri eftir hann. Matt-
hías fékk styrkinn og lausn frá
prestsembætti:
Matthías vor á vængjum þöndum
vatt sér snjall að hrúgunni.
Gullið kreisti í heljarhöndum
Haraldur inn ebreski.
Botninn lýtur að því, að Haraldur
Níelsson fékk fjárveitingu til að
stunda hebreskunám vegna nýrrar
Biblíuþýðingar.
Þegar Matthías hafði hætt prest-
skap sótti hann um styrk til safn-
aðarfundar en var synjað. Skömmu
áður hafði hann bannað Magnúsi
syni sínum að spræna niður brekk-
una fyrir neðan Sigurhæðir:
Þegar ég heyrði þinglokin
þá hljóp í mig gikkurinn;
sagði ég við Manga minn:
„Mígðu nú yfir söfnuðinn.“
Benedikt Sveinssyni eldra er svo
lýst: „eldinum, skaphörkunni,
þrjózkunni, hinu suðræna svipmóti
og þeirri mælsku, sem hefur ekki
átt sinn líka á Alþingi Íslendinga“.
(Jónas frá Hriflu):
Hátt var ennið, hvatleg brá,
harka í andlitsdráttum;
gustur kaldur gaus um þá
úr geysimörgum áttum.
Þar hafa örlög ramma rún
rist, er fáir skilja;
atalt skein und augnabrún
eldur þrjósku og vilja.
Þung var röddin, römm og snjöll
rétt sem ofsaveður,
eða hrynji hæstu fjöll
heljar-skriðum meður.
Eftir fall Benedikts koma falleg
eftirmæli:
Það er gott að falla að fold
fyrir ættjörð sína;
látins yfir lágri mold
ljúfar stjörnur skína
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af séra Matthíasi og Benedikt eldra
Í klípu
RÍKISSTJÓRNIN BEITIR SÉR LOKSINS
FYRIR ÖRUGGU DRYKKJARVATNI.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EF ÉG LEGÐI Í VANA
MINN AÐ GEFA ÞJÓRFÉ MUNDIR ÞÚ
ÖRUGGLEGA EKKI FÁ NEITT.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... sápukúlur á
sólskinsdegi.
STANS, EÐA ÉG SPRAUTA!
LOKAÐ S
LÖGREGLAN • LOKAÐ SVÆÐI • LÖGREGLAN •
LÍSA FÆR HJARTA
MITT TIL AÐ SLÁ.
ÉG SVITNA OG SKELF Í
HNJÁNUM ÞEGAR ÉG SÉ HANA.
ÉG HELD AÐ
ÞETTA SÉ ÁST!
EÐA
MALARÍA.
„ÓVÆNT
HURÐATJÓN?
HEFURÐU KYNNT ÞÉR
HEIMILISTRYGGINGU
BÓNUS-TRYGGINGA?“
HLJÓMAR EINS
OG EINHVER SÉ
AÐ BANKA!
ÉG FER TIL
DYRA.
Þungarokkarar deyja eins og aðrirmenn. Á það vorum við
áþreifanlega minnt í liðinni viku þeg-
ar Jeff Hanneman, gítarleikari og
stofnandi Flóaþrassbandsins Slayer,
féll í valinn, langt fyrir aldur fram.
Af þessu tilefni fór Víkverji að
leiða að því hugann að hægt væri að
setja á laggirnar ansi þétt málm-
band þarna fyrir handan. Ef menn
eru ekki þegar búnir að því.
Jeff Hanneman gengur að sjálf-
sögðu beint inn í það ágæta band.
Hinn gítarleikarinn er heldur ekki af
verri endanum, Dimebag Darrell,
sem gerði garðinn frægan með grúv-
goðunum Pantera. Bassinn er frá-
tekinn fyrir Cliff Burton úr Metal-
lica og hver er betur til þess fallinn
að ljá þessu englabandi rödd en
sjálfur Ronnie James Dio?
Víkverja datt fyrst í hug að koma
John Bonham úr Led Zeppelin fyrir
við trommusettið en fékk ábendingu
um það á fundi í Hinu íslenzka
málmvísindafélagi að mögulega væri
Clive Burr, fyrsti trymbill Iron
Maiden, betur til þessa verkefnis
fallinn. Meiri málmur væri í honum.
Annar fundarmaður vildi þó alls ekki
sleppa Bonham og sá ekkert því til
fyrirstöðu að hafa þá báða.
x x x
Fyrst menn voru byrjaðir að hugsaút fyrir rammann þótti Víkverja
upplagt að bæta þriðja gítarleikar-
anum við, Randy Rhoads, sem fræg-
astur er fyrir samstarf sitt við Ozzy
Osbourne. Talandi um Ozzy, þá er
það ef til vill stærsta fréttin í þessu
öllu saman að hann hafi lifað alla
þessa menn!
Vel að merkja. Í þessu sjö manna
bandi dró ólifnaður aðeins einn til
dauða, John Bonham, sem drakk sig
í hel árið 1980. Banamein Jeffs
Hannemans var lifrarbilun í kjölfar
svæsins húðsjúkdóms sem hann ku
hafa nælt í eftir kóngulóarbit. Dime-
bag Darrell var myrtur á sviði árið
2004 og Cliff Burton lést í rútuslysi
árið 1986. Ronnie James Dio lést af
völdum krabbameins árið 2010 og
Clive Burr sálaðist fyrr á þessu ári
eftir langa glímu við MS-sjúkdóm-
inn. Randy Rhoads fórst í flugslysi
árið 1982.
Á hvaða bylgjulengd ætli maður
nái leik þessa bands? víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er hlutdeild mín, segir sál
mín, þess vegna vona ég á hann.
(Harmljóðin 3:24)
Sannir heimilisvinir
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
ryksugur
Fyrsta flokks frá FÖNIX...