Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Stórfelldur þjófnaður úr verslun
IKEA var kærður til lögreglu sem
fjársvikamál og er málið rannsakað
sem slíkt, samkvæmt upplýsingum
lögreglu. Málið var kært til lög-
reglu í febrúar sl.
Brotin fólust einkum í því að
strikamerki af ódýrum vörum voru
sett yfir dýrari áður en þær voru
keyptar. Vörunum var síðan skilað
á réttu verði fyrir inneignarnótur
sem voru notaðar til að kaupa
vörur eða þeim breytt í gjafabréf
sem hægt var að koma í verð. Talið
er að brotin nái sex ár aftur í tím-
ann.
Þórarinn Ævarsson, fram-
kvæmdastjóri IKEA, sagði í samtali
í gær að grunur hefði fyrst vaknað
um að ekki væri allt með felldu í
nóvember 2011 þegar skil á vörum
stemmdu ekki við sölu á sömu
vörum. Meðal annars hefði fólk
skilað vörum sem ekki höfðu selst
neitt. „Það er kveikjan að þessu og
þó að þetta liggi mjög ljóst fyrir í
dag þá var það alls ekki svo í byrj-
un. Þetta er bara eins og púsluspil
þar sem maður sér ekki heildar-
myndina fyrr en maður er búinn að
klára það,“ sagði Þórarinn.
Sá sem braut oftast af sér með
þessum hætti gerði það 43 sinnum.
Dæmi eru um að það hafi gerst
þrisvar á sama deginum.
Skilareglur hafa enn ekki verið
þrengdar og vill IKEA helst komast
hjá því, að sögn Þórarins.
IKEA kær-
ir stórfelld-
an þjófnað
Rannsakað sem
fjársvikamál
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Húsgögn Úr verslun IKEA.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Snjallsímar hafa tekið yfir íslenskan
farsímamarkað en um 75% seldra far-
síma í aprílmánuði voru af gerð svo-
nefndra snjallsíma. Því til viðbótar
voru 20% af símum með 3G tengingu
en aðeins 5% seldra farsíma voru með
enga aukavirkni. Fjórir af fimm sölu-
hæstu farsímunum hjá Símanum í
apríl voru snjallsímar, þar af voru
þrír sem kostuðu meira en 60.000
krónur.
Á þessu ári hefur söluhæsta sím-
tækið hjá Símanum verið iPhone 5 frá
Apple-fyrirtækinu en um 15% þeirra
sem keyptu sér síma í apríl fengu sér
slíkan síma. Næstvinsælastur í apr-
ílmánuði var Samsung Galaxy SII
sem 11% fengu sér. Af fimm sölu-
hæstu símtækjunum voru fjórir
snjallsímar og er verðið á þeim allt
frá um 20.000 krónum og upp í um
170.000 krónur fyrir dýrustu gerðina
af iPhone 5 með 64Gb. Vinsælasti far-
síminn í apríl sem ekki taldist til
snjallsíma var Nokia C2-01 en hann
kostar um 15.000 krónur hér á landi.
Þurftu að bæta við gagnamagni
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir,
upplýsingafulltrúi Símans, segir að
yfirtaka snjallsíma á farsímamarkaði
sjáist vel í því hvernig símafyrirtækin
hafi komið til móts við snjallsíma-
eigendur með því að bæta við gagna-
magni í helstu áskriftarleiðirnar.
Vinsældir snjallsímanna sjást einn-
ig í aukinni aðsókn á svonefnd snjall-
símanámskeið þar sem notendum er
kennt á tækin. „Góð þátttaka er á
námskeiðum Símans. Fyrir tveimur
árum náðum við vart einum inn á
snjallsímanámskeið. Nú er fjöldinn
yfirleitt um 15-20 á hverju,“ segir
Gunnhildur og bætir við að nám-
skeiðsgestirnir séu á öllum aldri.
„Það eru ekki aðeins eldri við-
skiptavinir eins og margir halda. Við
sjáum að fólk kemur og vill kunna
betur á tækin sín.Við erum að sjá það
betur og betur að fólk vill vera tengt
hvar sem það stendur. Ástæðan er
einföld: Það er gaman að vera snjall-
símaeigandi.“
Snjallsímar með drjúgan meirihluta
Morgunblaðið/Golli
Farsími Snjallsímar eru vinsælir.
75% af seldum farsímum eru snjall-
símar Vinsæl snjallsímanámskeið
Rúmlega sextugur karlmaður var í
Héraðsdómi Reykjaness í gær
dæmdur til að greiða rúmar 700 þús-
und kr. í sekt fyrir tollalagabrot en
hann hafði ekki gert tollgæslu grein
fyrir armbandsúri sem metið er á
tæpar 2,8 milljónir kr. við komuna til
landsins. Um var að ræða Hublot-
armbandsúr og þarf maðurinn einn-
ig að sæta upptöku úrsins. Maðurinn
játaði greiðlega sök og samþykkti
kröfuna um upptöku úrsins.
Greiði hann ekki sektina innan
fjögurra vikna þarf hann að sitja í
fangelsi í 45 daga.
Tekinn með
2,8 milljóna úr