Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
FUNDURINN
ÆTTARMÓTIÐ
NÁMSKEIÐIÐ
RÁÐSTEFNUR
Reykjalundi - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Með viðskiptum við okkur stuðlar þú
að atvinnu fyrir alla
BARMMERKI
Við öll tækifæri
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is
Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á
Legur og drifbúnaður
Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is
„Hugmyndin er sú að nýta húsið
betur undir fjölbreyttari starfsemi,“
segir Gunnar Axel Axelsson, for-
maður bæjarráðs Hafnarfjarðar,
um þá ákvörðun ráðsins að fram-
lengja ekki samningi Kvikmynda-
safns Íslands um umsjón Bæjarbíós
í Hafnarfirði. Ákvörðunin var tekin
á fundi ráðsins í síðustu viku, en með
henni tók bæjarráð undir bókun
menningar- og ferðamálanefndar
bæjarins.
Bæjarráðið fól bæjarstjóra að
undirbúa samning við Gaflaraleik-
húsið um umsjón og rekstur Bæjar-
bíós, auk samnings við Leikfélag
Hafnarfjarðar og Kvikmyndasafns
Íslands um afnot af húsinu til
sýningarhalds.
Glæða húsið meira lífi
Kvikmyndasafn Íslands hefur nú
umsjón með húsnæði Bæjarbíós,
sem stendur við Strandgötuna í
Hafnarfirði.
Að sögn Gunnars hefur starfsemi
Kvikmyndasafnsins verið eina starf-
semin í húsnæði Bæjarbíós undan-
farinn áratug og hafa að jafnaði ver-
ið ein til tvær sýningar í húsinu á
viku yfir vetrartímann.
„Þær tilraunir sem hafa verið
gerðar til að reyna að glæða húsið
meira lífi í samstarfi við safnið hafa
ekki tekist,“ segir Gunnar. „Þess
vegna var þessi ákvörðun tekin, að
fela öðrum aðila umsjón hússins og
snúa þannig hlutverkunum á
einhvern hátt við.“
Gunnar bendir einnig á nauðsyn-
legar endurbætur á húsinu, sem
byggt var árið 1946. Með þessari
breytingu, þar sem gert er ráð fyrir
betri nýtingu á húsinu, megi frekar
réttlæta kostnaðinn vegna
viðgerðanna.
Í dag ber Hafnarfjarðarbær
kostnað af leiguhúsnæði sem ekki er
í eigu bæjarins vegna Gaflaraleik-
hússins. „Með þessum breytingum
erum við að reyna að nýta þá fjár-
muni í að styðja við uppbyggingu á
þessu menningarhúsnæði [Bæjar-
bíói] sem við eigum sjálf og hefur
ekki verið nægilega vel nýtt í
gegnum árin,“ segir Gunnar.
Þá nefnir Gunnar einnig að leigu-
samningur Hafnarfjarðarbæjar
vegna Gaflaraleikhússins rennur út í
lok árs, ásamt samningi mennta- og
menningarmálaráðuneytisins um
notkun Bæjarbíós. Því hafi verið
tímabært að huga að lausn á húsnæð-
ismálum fyrir þessa starfsemi.
Að sögn Gunnars eru viðræður
þegar hafnar um það hvernig best sé
að huga málum þannig að Kvik-
myndasafnið geti haft viðverandi að-
stöðu til sýningarhalds og Bæjarbíó
geti verið lífleg menningarstarfsemi.
„Það er vandasamt að samræma
margþætta menningarstarfsemi í
einu húsi, en ég veit að það er hægt,“
segir Gunnar.
Leikhús og bíó fari ekki saman
Áður en málið var tekið fyrir í bæj-
arráði í síðustu viku sendi Erlendur
Sveinsson, settur forstöðumaður
Kvikmyndasafns Íslands, ráðinu bréf
þar sem hann lýsti yfir óánægju með
bókun menningar- og ferðamála-
nefndar bæjarins. Erlendur sagði við
Morgunblaðið að hann vildi ekki tjá
sig frekar um málið fyrr en að fundi
loknum með fulltrúum Hafnarfjarð-
arbæjar í þessari viku en vísaði í
bréfið sem hann sendi bæjarráði.
Í bréfinu segir Erlendur meðal
annars að leikhúsrekstur fari ekki
saman með annars konar starfsemi
enda fylgi starfsemi leikhúss eðlilegt
rask og umstang.
„Verði leikhúsi falinn rekstur
Bæjarbíós, verður þessum sýningum
hætt,“ segir Erlendur og vísar þar til
sýninga Kvikmyndasafns Íslands í
húsinu. „Mun safnið þá eðli málsins
samkvæmt í kjölfarið taka niður
sýningaraðstöðu sína.“
Nýta þarf húsnæði
Bæjarbíós betur
Gaflaraleikhúsið tekur við rekstri og umsjón Bæjarbíós
Óánægja innan Kvikmyndasafns Íslands
Morgunblaðið/RAX
Þörf á betri nýtingu Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur falið bæjarstjóra að
undirbúa samning við Gaflaraleikhúsið um rekstur og umsjón Bæjarbíós.
„Gonokokkar, sem valda kynsjúk-
dómnum lekanda, voru lengi vel
næmir fyrir penisillínlyfjum en hafa
verið að öðlast ónæmi fyrir því, eins
og margar aðrar bakteríur. Þetta
hefur ekki verið áhyggjuefni á Vest-
urlöndum enn sem komið er en ef
slíkir sýklar fara að greinast í ríkari
mæli er það áhyggjuefni,“ segir Þór-
ólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna
hjá landlæknisembættinu.
Í Japan hafa greinst gonokokka-
afbrigði sem eru ónæm fyrir þekkt-
um sýklalyfjum. Fyrsta tilvikið
greindist fyrir tveimur árum í jap-
anskri vændiskonu. Þessi baktería
hefur ekki greinst í fólki utan Jap-
ans, að sögn bresku Sky-fréttastof-
unnar, og ekki er vitað um dauðsföll
af hennar völdum.
Þórólfur ítrekar að oft komi upp
stofnar af ákveðnum bakteríum sem
eru ónæmir en ekkert meira verður
úr þeim. Tilfellið í Japan gæti verið
eitt slíkra.
Nota sýklalyf skynsamlega
Hann bendir á að allar gerðir af
bakteríum hafa sýnt tilburði til að
sýna ónæmi. Á þessum grunni séu
læknar alltaf hvattir til að nota
sýklalyf skynsamlega en sýklalyfja-
gjöf tengist aukinni útbreiðslu
ónæmra baktería, segir Þórólfur.
Lekandi er kynsjúkdómur sem
smitast við kynmök og veldur m.a.
einkennum á kynfærum og í þvagrás
og getur valdið ófrjósemi hjá konum.
Lekandi greinist hér á landi í mun
minna mæli en kynsjúkdómurinn
klamydía. Árið 2011 greindust yfir
2.000 manns með klamydíu. Sama ár
greindust 32 einstaklingar með lek-
anda. Fjöldi þeirra sem greinast með
klamydíu hér á landi er mikill miðað
við í önnur lönd. „Ástæðan fyrir því
getur verið margþætt, það getur t.d.
verið að við tökum fleiri sýni en í öðr-
um löndum,“ segir Þórólfur.
thorunn@mbl.is
Áhyggjuefni ef út-
breiðsla eykst
Þekkt sýklalyf
vinna ekki á nýju
bakteríuafbrigði
Morgunblaðið/Sverrir
Sýklalyf Aukin sýklalyfjagjöf teng-
ist útbreiðslu ónæmra baktería.