Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Margverðlaunuð
frönsk gæðagler
• Gler og umgjörð frá 16.900 kr.
plast með glampavörn
• Margskipt gleraugu frá 39.900 kr.
umgjörð og gler.
• Verðlaunaglampavörn frá NEVA MAX,
150% harðari, sleipari og þægilegri í
þrifum 8.000 kr.
Öll verð miðast við plast-gler
SJÓNARHÓLL
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi
Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is
Við höfum lækkað gleraugnaverðið
Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Lausnir á skuldamálum heimilanna
voru veigamikil stefnumál hjá bæði
Framsóknarflokknum og Sjálf-
stæðisflokknum í kosningabarátt-
unni fyrir nýafstaðnar alþing-
iskosningar. Leiða má líkur að því
að það hvaða lausnir verði fyrir val-
inu og hvernig þær verða fram-
kvæmdar sé eitt af helstu samn-
ingsmálum í
stjórnarmyndunarviðræðum á milli
sjálfstæðis- og framsóknarmanna
sem nú standa yfir.
Báðir hlynntir skattaafslætti
Þegar skoðuð eru stefnumál
flokkanna í skuldamálum heim-
ilanna sést fljótt að þar er margt
keimlíkt. Þannig eru t.d. báðir
flokkarnir með hugmyndir um að
veita þeim sem greiða af húsnæð-
islánum skattaafslátt til að greiða
höfuðstól láns síns. Sjálfstæð-
isflokkurinn áætlar að með hug-
myndum sínum um skattaafslátt og
skattfrjálsan séreignarsparnað sé
hægt að lækka höfuðstól meðal-
íbúðaláns um 20% á næstu árum.
Þá eru flokkarnir báðir sammála
um að setja þurfi svokölluð lyklalög
sem gera skuldurum kleift að af-
sala fasteign sinni til lánveitenda
án þess þó að til gjaldþrots komi að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Framsóknarflokkurinn vill jafn-
framt endurskoða húsnæðiskerfi
landsins, auka fjölbreytni í búsetu-
formi og tryggja að fólk hafi raun-
verulegt val í húsnæðismálum.
Hyggst flokkurinn líta til fyrir-
mynda á hinum Norðurlöndunum
við þessa endurskoðun.
Svipaða hugmynd má finna í
landsfundarályktun Sjálfstæðis-
flokksins en þar segir: „Endur-
skipuleggja þarf íbúðalánakerfið
með það fyrir augum að tryggja
fólki val. Markmiðið er að veita
sambærileg lán og hjá nágranna-
þjóðum okkar með sanngjörnum
vöxtum til langs tíma, án verð-
tryggingar.“
Báðir flokkarnir vilja draga úr
vægi verðtryggingarinnar á hús-
næðislánamarkaði en hafa þó ólíkar
hugmyndir um hvernig það skuli
gert. Framsóknarflokkurinn leggur
til afnám verðtryggingar á
neytendalánum en Sjálfstæð-
isflokkurinn vill hinsvegar ganga
skemur og í stað þess tryggja að
lántakendur eigi kost á sambæri-
legum óverðtryggðum lánum líkt
og tíðkast hjá nágrannaþjóðum
okkar.
Skuldaniðurfellingin skilur að
Að sögn Stefaníu Óskarsdóttur
stjórnmálafræðings eru hugmyndir
Framsóknarflokksins um almenna
skuldaniðurfellingu á verð-
tryggðum lánum það helsta sem
skilur að flokkana tvo. Hún bendir
á að ýmsir sjálfstæðismenn, þ.á m.
Brynjar Níelsson og Vilhjálmur
Bjarnason, hafi lýst yfir efasemd-
um um fyrrnefndar hugmyndir
Framsóknarflokksins.
Þá segir hún Illuga Gunnarsson,
oddvita Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi norður, hafa
verið fyrstan til að renna saman
hugmyndum flokkanna. „Síðan tal-
aði Illugi um að fengist afsláttur
gagnvart kröfuhöfunum þá væri
hægt að nota það seinna meðal
annars í þessum tilgangi,“ segir
Stefanía og bætir við: „Auðvitað
verður Bjarni Benediktsson að
tryggja að hann hafi meirihluta í
þingflokknum og stofnunum flokks-
ins fyrir stjórnarmyndun.“
Stefanía telur einnig að efasemd-
ir ýmissa sjálfstæðismanna um
skuldaniðurfellingarhugmyndir
Framsóknarflokksins fari í taug-
arnar á mörgum Framsókn-
armönnum. „En mögulega gæti
Framsóknarflokkurinn sagt: „Við
skulum byrja á þessari leið Sjálf-
stæðisflokksins með skattaafslátt-
inn og svo sjáum við til með hvern-
ig þessu verður úthlutað þegar
peningurinn verður kominn í hús,““
segir Stefanía.
Margt svipað í lausnum flokkanna
Hugmyndir framsóknar- og sjálfstæðismanna í skuldamálum heimilanna eru að mörgu leyti líkar
Stjórnmálafræðingur segir efasemdir sumra sjálfstæðismanna fara í taugarnar á Framsókn
Skuldamál heimilanna
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn
Vill veita þeim sem greiða af
húsnæðislánum skattaafslátt
sem verður notaður til að
greiða niður höfuðstól lánsins.
Ætlunin er að lækka höfuðstól
meðal-íbúðaláns um 20%
á næstu árummeð skatta-
afslætti og skattfrjálsum
séreignasparnaði.
Þá vill flokkurinn afnema stimp-
ilgjöld og tryggja að lántakend-
ur eigi kost á sambærilegum
óverðtryggðum lánum og
tíðkast hjá nágrannaþjóðunum.
Vill nýta það svigrúm sem skap-
ast við uppgjör föllnu bankanna
til að leiðrétta stökkbreytt
verðtryggð húsnæðislán.
Þá vill flokkurinn afnema
verðtrygginguna og veita þeim
sem greiða af húsnæðislánum
skattaafslátt sem notaður
verður til að að greiða niður
höfuðstól lánsins.
Jafnframt vill flokkurinn auka
neytendavernd á lánamarkaði
m.a. með auknu eftirliti.
„Þeir sögðu reyndar alltaf að
þeir ætluðu að setja málið í
nefnd og finna út úr því hvernig
hægt væri að afnema verð-
trygginguna til framtíðar,“ segir
Stefanía Óskarsdóttir, aðspurð
hvort hugmyndir Framsóknar-
flokksins um afnám verðtrygg-
ingarinnar skilji flokkana að og
bætir við: „Það var málamiðl-
unartillaga á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins um að setja
málið í nefnd og finna út úr því
hvernig þetta yrði ekki almenna
reglan. Þetta er mjög svipað.“
Hún bendir þó á að tekist hafi
verið á um þetta mál á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins.
Þannig hafi verið samþykkt í
sérstakri málefnanefnd, sem
fjallaði meðal annars um þetta
mál, ályktun um að afnema ætti
verðtrygginguna. Hinsvegar
hafi Bjarni Benediktsson, for-
maður flokksins, lýst því yfir
fyrir fundinn að verðtryggingin
þjónaði sínu hlutverki og á
fundinum hafi málamiðl-
unartillaga hans verið sam-
þykkt.
„Þetta er
mjög svipað“
VERÐTRYGGINGIN