Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Eyvindur Alfreð Clausen fædd-ist í Reykjavík 7.5. 1918, son-ur Arreboe Clausen, bif-
reiðastjóra í Reykjavík, og
Steinunnar Eyvindsdóttur. Hálf-
bræður Alfreðs, samfeðra, voru
íþróttakempurnar og tvíburabræð-
urnir Örn Clausen hrl., faðir Jóhönnu
Vigdísar, leikkonu og söngkonu, og
Haukur Clausen tannlæknir. Arre-
boe Clausen var bróðir Óskars rithöf-
undar og Axels Clausen kaupmanns,
afa Andra heitins Clausen, leikara og
sálfræðings, og Michaels Clausen
barnalæknis.
Alfreð ólst að mestu upp hjá ömmu
sinni, Maríu Jónsdóttur.
Fyrri kona Alfreðs var Kristín Jó-
hanna Engilbertsdóttir og eignuðust
þau fjóra syni. Seinni kona hans var
Hulda Stefánsdóttir og eignuðust
þau eina dóttur. Þá átti Alfreð dóttur
frá því fyrir hjónaband og aðra milli
kvenna.
Alfreð stundaði nám í húsamálum,
lauk sveinsprófi í þeirri grein frá Iðn-
skólanum í Reykjavík 1961 og varð
málarameistari 1965.
Alfreð hóf ungur að syngja með
danshljómsveitum í Reykjavík, m.a.
Hljómsveit Björns R. Einarssonar.
Hann hafði mjúka og seiðandi barí-
tónrödd og varð helsti íslenski dæg-
urlagasöngvarinn sem söng inn á
hljómplötur hér á landi á sjötta ára-
tugnum, fyrst fyrir HSH Hljóm-
plötur og síðar fyrir Íslenska tóna á
vegum Tage Ammendrup. Mörg
þeirra dægurlaga sem Alfreð söng
inn á plötur, oft við undirleik snillinga
á borð við Carl Billich, Josef Felz-
mann, Jan Morávek og Aage Lor-
ange, áttu eftir að verða klassískar
dægurlagaperlur.
Á meðal laga sem Alfreð gerði
feiknavinsæl má nefna Kveðjustund,
Æskuminningu, Þórð sjóara, Gling
gló, Luktar-Gvend, Harpan hljómar;
Manstu gamla daga, Þín hvíta mynd,
Hvar ertu vina, Lindin hvíslar, Í
faðmi dalsins, Ágústnótt, Brúnaljósin
brúnu sem var titillag kvikmyndar-
innar Moulin Rouge, og Ömmubæn.
Alfreð hætti á hátindi frægðar
sinnar en þá var farið að styttast í
Bítlana og Bob Dylan.
Alfreð lést 26.11. 1981.
Merkir Íslendingar
Alfreð
Clausen
90 ára
Gunnar Jónsson
Stella Guðmundsdóttir
85 ára
Guðbjörg Kristjónsdóttir
Líney Sigurjónsdóttir
Sigmundur Guðmundsson
Þorkell Jónsson
80 ára
Guðríður Tómasdóttir
Hafsteinn Steinsson
Kjartan Georgsson
75 ára
Elísabet Jónsdóttir
Sophia H. Ósvaldsdóttir
Unnur Bergsveinsdóttir
70 ára
Guðmundur Einarsson
Ingibjörg Hafdís
Lórenzdóttir
Kristján Guðbjartsson
Ólafur Bergmann
Óskarsson
Sigrún Sigurðardóttir
Sverrir Jörgensson
Viktor Albert Guðlaugsson
Þórhallur Sigtryggsson
60 ára
Björn Árnason
Guðjón Kristleifsson
Guðrún K. Aðalsteinsdóttir
Hannes Jónsson
Helga María Guðjónsdóttir
Hulda Friðgeirsdóttir
Kristín Gunnarsdóttir
Markús Þór Jensen Atlason
Sigurður Þorsteinsson
Stefán Rögnvaldsson
Zbigniew Kowalik
Þórhallur Jón Gestsson
50 ára
Almar Eiríksson
Anna Kristín Árnadóttir
Guðlaug Ingvarsdóttir
Guðný Sigríður
Gunnarsdóttir
Guðrún Helga Skúladóttir
Hilmar Kristjánsson
Lyngmo
Hólmfríður Guðjónsdóttir
Inga Hildur Þórðardóttir
Jolanta Stanislawa
Walewska
Jón Páll Baldursson
Kristín Jónsdóttir
Lucyna Dybka
Olga Björk Ómarsdóttir
Ragnheiður H.
Guðmundsdóttir
Sigríður Jóna Guðnadóttir
Sigríður Örlygsdóttir
Valdimar Magnús Ólafsson
40 ára
Anna Sigríður
Jóhannesdóttir
António Dos Santos Morais
Auður Þórisdóttir
Barbara Björnsdóttir
Harpa Hrönn
Finnbogadóttir
Íris Björk Baldursdóttir
Kristín Þóra Jóhönnudóttir
Ólafur Hólm Theódórsson
Óskar Aðils Kemp
Rúnar Bragi Guðlaugsson
30 ára
Andrés Pétursson
Ásta Rún P. Kolbeins
Dýrleif Friðriksdóttir
Egill Örn Jónsson
Garðar Árni Sigurðsson
Ragnheiður Arnardóttir
Valdimar Kúld
Guðmundsson
Yizreel Manuel Urquijo
Torres
Til hamingju með daginn
30 ára Kristín lauk BSc.-
prófi í líffræði frá HÍ og
starfar nú á tilraunastof-
unni að Keldum.
Maki: Birgir Siemsen, f.
1979, skrifstofumaður hjá
Póstinum.
Sonur: Matthías Árni, f.
2012.
Foreldrar: Matthías
Sturluson, f. 1950,
starfsm. hjá Frjó, og Ingi-
björg Erlendsdóttir, f.
1952, starfsm. hjá Ís-
landspósti.
Kristín
Matthíasdóttir
40 ára Ólafur ólst upp á
Álftanesi, er nú búsettur í
Hafnarfirði og starfar í
skiltagerð.
Synir: Ísak Lúther Ólafs-
son, f. 1996; Adam Dagur,
f. 1999 og Gabríel Natan,
f. 2004.
Foreldrar: Ólafur Emil
Eggertsson, f. 1939, d.
2005, lengst af starfs-
maður og bílstjóri hjá
Sápugerðinni Frigg, og
Ingveldur Ingvadóttir, f.
1943, húsfreyja.
Ólafur Eggert
Ólafsson
40 ára Sigríður ólst upp
á Ísafirði, er hjúkrunar-
fræðingur frá HÍ og starf-
ar við hjúkrun við LSH og
er nú búsett á Álftanesi.
Maki: Davíð P. Davíðsson,
f. 1971, flugstjóri hjá Ice-
landair.
Synir: Tómas, f. 2000, og
Stefán, f. 2004.
Foreldrar: Urður Ólafs-
dóttir, f. 1945, starfsm.
við LSH, og Sigurður
Bjarnason, f. 1941, d.
1983, skipstjóri á Ísafirði.
Sigríður Lovísa
Sigurðardóttir
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14
MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM
SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í YFIR 1
6 ÁR
SÓLGLER-
AUGUN
FÆRÐU HJÁ
OKKUR
MEÐ EÐA ÁN
STYRKLEIKASÓLGLERAUGU
MEÐ 30%
AFSLÆTTI
78 síðan hjá ellimáladeild
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar og var þar um skeið ellimála-
flulltrúi Reykjavíkurborgar.
Afkastamikill rithöfundur
Þórir hefur samið um tvo tugi
barna- og unglingabóka sem komu út
frá því um miðjan sjöunda áratuginn
og fram að aldamótum. Hann hefur
auk þess þýtt um hundrað bækur,
einkum fyrir ung börn. Þær þýðingar
hafa verið á vegum Setbergs útgáfu.
Hann hefur skrifað og ritstýrt tíu bók-
um í ritflokknum Lífsgleði, á vegum
Hörpuútgáfunnar en þar er um að
ræða frásagnir og viðtöl við 60 aldraða
Íslendinga. Þá hefur hann samið leik-
rit fyrir útvarp og sjónvarp, skrifað
fjölda greina í blöð og tímarit um fé-
lagsmál og flutt erindi í útvarp.
Síðustu árin hefur Þórir einkum
skrifað fyrir aldraða, s.s. bækurnar:
Þegar ég eldist, Lífstíll og leiðir og
Lífsorka. Fyrir fáeinum vikum kom
svo út veglegt rit Þóris, Aldrei of seint,
en þar er 25 ára saga Félags áhuga-
fólks um íþróttir aldraðra rakin og
hugleiðingar um hreyfingar og lífsstíl
á efri árum. Þá hefur hann einnig hald-
ið tugi námskeiða um starfslok fyrir
stofnanir og fyrirtæki.
Þórir æfði og keppti í knattspyrnu
með yngri flokkum Vals og æfði og
sýndi fimleika með unglingaflokki Ár-
manns. Hann hefur setið í ýmsum
nefndum og ráðum, m.a. verið ritstjóri
Jafnvægis, tímarits Samtaka syk-
ursjúkra, og Velferðar, tímarits Sam-
taka hjartaheilla.
Fjölskylda
Þórir kvæntist 24.8. 1963, Rúnu
Gísladóttur, f. 8.9. 1940, kennara og
myndlistarmanni. Foreldrar hennar
voru Gísli B. Kristjánsson, ritstjóri
Búnaðarblaðsins Freys. og k.h., Thora
M. Kristjánsson, hjúkrunarfræðingur
og húsfreyja.
Börn Þóris og Rúnu eru Kristinn
Rúnar, f. 3.11. 1964, dósent í tölv-
unarfræði við HR og framkvæmda-
stjóri Vitvélastofnunar Íslands en
kona hans er Katrín B. Elvarsdóttir
ljósmyndari og er dóttir þeirra Elva
Qi; Hlynur Örn, f. 17.3. 1967, fyrrv.
blaðamaður og rithöfundur, búsettur í
Reykjavík og er sonur hans Hugi;
Þóra Bryndís, f. 17.4. 1971, BA í sál-
fræði og með kennararéttindanám við
framhaldsskóla og í MA-námi í mennt-
unarfræðum við Menntavísindasvið
HÍ en sonur hennar er Sindri Páll
Andrason; Hrafn Þorri, f. 19.2. 1984,
hefur stundað nám í tölvunarfræði við
HR undanfarin ár og er unnusta hans
Diljá Agnarsdóttir sem er að ljúka
námi sem leikskólakennari.
Systkini Þóris eru Guðlaug Elísa-
bet, f. 18.1. 1937, lengst af bóndi í
Fremri-Gufudal í Austur-Barða-
strandasýslu og síðan fulltrúi hjá
heimilishjálp Reykjavíkurborgar nú
búsett í Reykjavík; Jón Konráð, f. 14.9.
1940, sjúkraliði og fjölskylduráðgjafi
og fyrrv. fulltrúi hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur og Áfengisvarn-
arráði, búsettur í Reykjavík; Sævar
Berg, f. 9.7. 1948, dr. í félagsráðgjöf og
fyrrv. félagsráðgjafi hjá svæðisstjórn
Suðurlands, Félagsþjónustu Reykja-
víkurborgar og Landspítalanum, en
nú búsettur í Noregi og hefur starfað
þar hjá Radium Hospitalet í Ósló.
Foreldrar Þóris eru Guðberg J.
Konráðsson, f. 28.8. 1915, d. 4.11. 1968,
verkamaður og bílstjóri í Reykjavík og
k.h., Herdís Þ. Sigurðardóttir, f. 2.12.
1916, d. 3.9. 1992, húsfreyja.
Úr frændgarði Þóris Guðbergssonar
Þórir
Guðbergsson
Jón Arnórsson
b á Höfðaströnd í Grunnavíkurhreppi og síðar í Hnífs-
dal, af ætt Arnórs Jónssonar, prófasts í Vatnsfirði
Kristín Kristjánsdóttir
húsfr. á Höfðaströnd
Elísabet Rósinkransa Jónsdóttir
húsfr. í Dal
Sigurður Guðmundsson
b. í Dal í Unaðsdal
Herdís Þ. Sigurðardóttir
húsfr. í Rvík
Þóra Jónsdóttir
húsfr. í Dal, af Arnardalsætt
Guðmundur Þorleifsson
b. í Dal
Guðlaug Bjarnadóttir
húsfr. á Keisbakka
Jón Jóhannesson
b. á Keisbakka á Skógarströnd
Konráð Jónsson
b. á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit
Elísabet Stefánsdóttir
húsfr. á Hallbjarnareyri
Jónas Guðberg Konráðsson
verkam. og bílstj. í Rvík
Guðrún Illugadóttir
húsfr. á Garðsenda
Stefán Hjaltalín Vigfússon
b. á Garðsenda í Eyrarsveit, af ætt Jóns Hjaltalíns
sýslumanns, síðasta ábúanda á Víkurjörðinni í Reykjavík
Gamlir taktar Þórir heldur sér í
góðu formi eins og sjá má.