Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Hjartahlýja,
hjálpsemi og glað-
lyndi einkenndi
Ingó vin minn. Þess
vegna var ætíð svo gott og gam-
an að vera í návist hans. Hann
var aldrei að flækja hluti og ekk-
ert var fjær honum en að mikla
fyrir sér vandamál. Hann laðaði
fram gleði, áhyggjuleysi og hlát-
ur, því Ingó hló mikið og á þann
hátt að ekki var annað hægt en
að taka undir. Í návist hans var
ómögulegt annað en að fyllast
lífsgleði því sorg og sút áttu ekki
við gleðigjafann Ingó. Í erfiðum
veikindum sýndi hann einstakt
æðruleysi, sem kom okkur sem
umgengumst hann ekki á óvart.
Við höfðum alltaf vitað að hann
var lítið gefinn fyrir sjálfsvor-
kunn.
Þessi hjartahlýi og góði dreng-
ur átti skilið svo miklu lengra líf.
Við sem vorum svo lánsöm að
kynnast honum munum ekki
gleyma honum. Hann var ein-
faldlega einstakur.
Kolbrún Bergþórsdóttir.
Leiðir okkar Ingólfs lágu sam-
an þegar við vorum sex ára gaml-
ir, en þá var ég nýfluttur í Breið-
holtið. Við bjuggum hlið við hlið í
fjölbýlishúsi í Seljahverfi og
mæður okkar störfuðu saman
sem kennarar við Breiðholts-
skóla.
Kvöld nokkurt eftir að ég var
nýfluttur hitti ég Ingó þar sem
hann var ásamt fleirum að sigla á
flekum í vatnsfylltum húsgrunni,
en flekarnir voru gerðir úr móta-
timbri og frauðplasti. Þarna lék-
um við okkur saman í fyrsta sinn,
en þær áttu eftir að verða marg-
ar stundirnar sem við eyddum
saman og leiktækin ýmisleg.
Leikfangabílar, aksjónkallar,
Sinclair Spectrum, skellinöðrur
og spíttbáturinn Solla. Hann
keypti Ingó fyrir bætur sem
hann fékk eftir mótorhjólaslys og
á honum þeystum við um
Faxaflóann, rétt tvítugir að aldri.
Það þótti okkur stórt skref upp á
við frá flekanum.
Það var ekki alltaf svona mikill
hasar í því sem við tókum okkur
fyrir hendur. Fram að unglings-
aldri vorum við reglulegir gestir í
bókabílnum og kepptumst við að
fá að láni sem flestar bækur. Það
var hörð keppni en Ingó hafði
betur að því leyti að hann las
flestar bækurnar. Við hlustuðum
líka mikið saman á tónlist, pönk
og nýbylgju, en Ingó hafði góðan
aðgang að hljómplötum í gegnum
Árna Daníel bróður sinn.
Ingó átti bæði rafmagnsgítar
og hljómborð og var snemma á
unglingsárum kominn í hljóm-
sveit með strákum úr Fella-
hverfi. Dalli og rythmadrengirn-
ir, Límbandið, Sérsveitin og
Q4U; með þessum hljómsveitum
og fleirum lék hann, en ég fékk
að fylgjast með á æfingum og
leiddist það ekki.
Ingó var mikill dýravinur.
Hann átti kött og kanínu, hest
sem hét Gulli og síðast tíkina
Betu. Hann hefði ábyggilega orð-
ið góður bóndi og komst næst því
þegar hann hann hafði í flimt-
ingum við nágranna sem kvartaði
undan dýraeigninni að hann
hygðist fá sér rollur á svalirnar.
Við fylgdumst að í gegnum líf-
ið, fyrst í Ölduselsskóla, þá Selja-
skóla og síðan Fjölbraut í Breið-
holti. Rof varð á þegar Ingó flutti
tímabundið til Danmerkur með
foreldrum sínum, en síðar þegar
hann flutti aftur út til Kaup-
mannahafnar bjó ég með honum
hluta úr vetri. Það var um
Ingólfur Júlíusson
✝ Ingólfur Júlíus-son fæddist á
Akureyri 4. maí
1970. Hann lést í
Reykjavík 22. apríl
2013.
Útför Ingólfs fór
fram 4. maí 2013.
páskana þar úti
1996 sem Ingó sagð-
ist þurfa að skreppa
með lest og ferju til
Osló að heimsækja
Monicu sem hann
hafði kynnst á Ís-
landi nokkru áður.
Við snerum aftur
til Íslands og þang-
að kom Monica. Þau
giftu sig og eignuð-
ust tvær yndislegar
stelpur, Hrafnhildi og Söru. Um
þetta leyti var ljósmyndaáhuginn
farinn að kvikna hjá Ingó og
hann var duglegur að koma sér
áfram á þeim vettvangi. Í fyrstu
var hann kvöld og nætur að elt-
ast við löggu- og sjúkrabíla og
sama eljan bjó í honum áratug
síðar þegar hann tók verðlauna-
myndir í eldgosum á Suðurlandi.
Það er sárt að missa sinn besta
vin og ég sakna strax þessa góða
drengs, húmorsins hans og vin-
arþelsins. En ég veit líka að hann
á eftir að lifa áfram á sinn hátt
því menn eins og hann deyja ekki
og gleymast. Monicu, Hrafnhildi
og Söru votta ég innilega samúð
mína, sem og foreldrum Ingólfs,
systkinum hans og fjölskyldum
þeirra.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Guðmundur Ögmundsson.
Kaupmannahöfn um miðjan tí-
unda áratuginn. Eins og svo oft
áður sit ég einn við vinnu, þegar
ég heyri umgang. Nú, þar kemur
skúringakonan, hugsa ég með
mér. Það stendur heima – en
samt ekki. Í dyragættinni birtist
ungur maður, snöggklipptur,
þybbinn, hæglátur, vingjarnleg-
ur og hæverskur. Líklega hefur
það verið háttvísi þessa unga
manns, sem kom í veg fyrir að við
kynntumst almennilega á vinnu-
staðnum, því hann lagði sig í líma
við að raska ekki vinnufriði snill-
ingsins!
Þegar fram liðu stundir leiddu
þó frekari kynni mig í allan sann-
leika um, hvaða mann þessi öð-
lingur hafði að geyma. Ekki
spillti fyrir, að seinna kom í ljós
að við áttum sameiginlegan
áhugann á víkingamenningu og
ásatrú. Mér er afar minnisstætt,
þegar við Ingó hittumst í fyrsta
sinn utan Danmerkur, í verzlun í
Kringlunni. Hann lét sér ekki
nægja sitt venjulega faðmlag,
heldur hoppaði hann og skoppaði
í kringum mig af kæti. Þá var
hann á efsta stigi skapkvarðans.
Neðsta stig var eins konar yf-
irveguð ró með snert af gleði.
Síðast hittumst við félagarnir
á öldurhúsi um miðja nótt. Nokk-
uð var af kappanum dregið, enda
sjúkdómurinn í algleymingi.
Fölskvalaus var samt gleðin, sem
hann lét í ljós yfir þessum
óvænta hittingi, en að öðru leyti
var hann venju fremur alvarleg-
ur í bragði. Við ræddum um út-
förina og ýmis álitamál í því sam-
bandi. Því miður átti eftir að
koma á daginn, að þá átti hann
aðeins rúman sólarhring eftir í
Miðgarði.
Eðla vin! Þú hefur markað
djúpstæð spor í líf þeirra fjöl-
mörgu, sem hafa verið svo lán-
samir að kynnast þér. Við hitt-
umst þegar þar að kemur í
Ásgarði og tökum upp þráðinn
aftur.
Óttar Ottósson.
Ég sá Ingólf fyrst þegar hann
kom til okkar Önnu Guðrúnar í
Kaupmannahöfn vorið 1983, 13
ára snáði, rauðhærður og snögg-
klipptur með tvírætt bros á vör
því hann sá lífið í skoplegra ljósi
en flestir aðrir. Hann var lestr-
arhestur og ég lánaði honum
Stríð og frið eftir Tolstoy sem
hann las af kappi. Þegar ég
spurði út í bókina sagði hann:
„Þetta er um karla í loðkápum
sem keyra um allt á sleða.“ Þeg-
ar við sátum yfir bjór og harð-
fiski föstudaginn áður en hann dó
tók sig upp tvíræða brosið og
hann sagðist aldrei hafa lokið
henni. „Gaman að lesa um
Napóleonsstríðin en þetta var
svo langdregið að ég nennti ekki
að klára.“
Árin liðu athafnasöm. Ingólfur
keypti torfærumótorhjól og
geymdi í herbergi sínu veturinn
sem hann bjó í Kaupmannahöfn
með foreldrum sínum. Honum
varð hált á mótorhjóladellunni
því hann átti lengi í bakmeiðslum
eftir árekstur. Líklega varð það
til þess að hann flosnaði úr skóla,
því hann átti erfitt með að sitja í
tímum og einbeita sér. Honum
þótti miður að hafa ekki lokið
námi en hæfileikarnir voru of
fjölþættir til að rúmast á skóla-
bekk.
Í sögu eftir Þorstein frá
Hamri segir: „Ef fótum þínum
eru lagðir þröngir reitir í götu,
þéttir og flóknir, gættu þess að
gánga ekki samkvæmt því, held-
ur taka þá í stökkum; … og
stökkva yfir sem flesta, helzt út-
úr götunni og útí mýri án þess að
horfa á þá, því annars festa þeir
augu manns við sig, villa þau og
blinda, og verður þá um seinan
að stökkva.“
Ingólfur stökk út úr öllum
þröngum reitum. Hann skrifaði
góða smásögu í tímarit innan við
tvítugt en rithöfundarferlinum
lauk þar. Hann eignaðist hest,
bát og byssu, safnaði hermanna-
hjálmum og var ofurfróður um
hernaðarsögu. Hann átti ótal bíla
og var lagtækur í viðgerðum sem
hann hafði lært af Ingólfi móð-
urbróður sínum.
Einhver kynni að segja að líf
Ingólfs hafi einkennst af óstöð-
ugri og margbrostinni athygli en
því fer fjarri. Hann menntaði sig
með sínum hætti. Það var erfitt
að fikra sig inn á atvinnumark-
aðinn en með tímanum fóru hæfi-
leikar hans að þroskast og
blómstra. Með vaxandi reynslu
og sjálfstrausti lék flest í höndum
hans. Hann vann sig frá lagtæk-
um umbrotsmanni upp í þúsund-
þjalasmið á fjölmiðlum og snilld-
arljósmyndara.
Sumarið 1992 fékk Ingólfur að
nota íbúðina okkar meðan við
vorum erlendis, svo hann hefði
frið með norskri au pair-stelpu
sem hann hafði kynnst. Hún varð
lífsförunautur hans og þau Mo-
nica giftust vorið 2001 að sið
ásatrúar. Stelpurnar fæddust og
tóku brátt þátt í ferðum útum all-
ar trissur, upp á hálendið og að
mynda eldgos. Þótt Ingólfur væri
meiri önnum kafinn en nokkur
annar var hann natinn faðir. Og
allir nutu hjálpsemi hans, hlýju
og lífsgleði.
Ég sakna þess að mæta Ingólfi
á hlaupum í JL-húsinu og
skiptast á snöggum skýrslum um
hvernig gangi, sakna spjall-
stunda yfir bjór og óvæntra
heimsókna fjölskyldunnar.
Farðu vel, góði mágur og vinur,
takk fyrir allt og allt. Við fjöl-
skyldan vottum Monicu, Hrafn-
hildi, Söru og tíkinni Betu okkar
innilegustu samúð.
Viðar Hreinsson.
Það er stórt skarð fyrir skildi
hér í ReykjavíkurAkademíunni
nú þegar Ingólfur Júlíusson ljós-
myndari er horfinn úr okkar röð-
um svo allt of, allt of snemma.
Sennilega hafa sum okkar ekki
vitað alveg hvaðan á sig stóð
veðrið þegar hann kom fyrst,
með allt þetta hár og allt þetta
skegg, allar þessar græjur og tól
og tæki og dálítið hávaðasaman
hlátur. Það leið þó ekki langur
tími þar til Ingólfur var orðinn
órjúfanlegur hluti af akademíu-
samfélaginu, bæði hafði hann
sterk fjölskyldutengsl hér inn, en
ekki var síður um vert að allir
hér innan dyra sem kynntust
honum fóru strax að halda óskap-
lega upp á hann. Þegar hann kom
töltandi inn ganginn, stundum
einn, stundum með fallegu dætr-
unum sínum, stundum með tíkina
Betu á hælunum, þá kviknuðu
bros í öllum skrifstofum, alls
staðar heyrðust glaðlegar kveðj-
ur, og svo glumdu gjarnan dill-
andi hlátrasköll Ingólfs í kjölfar-
ið.
Ingólfur var alltaf glaður,
smitaði alla af þessari gleði og
ákafanum sem hann lagði í allt
sem hann gerði, alltaf jákvæður,
ótrúlega örlátur á hrós og við-
urkenningu en jafnframt mikill
grínari og stríðnispúki af ástríðu.
En Ingólfur var ekki bara
gleðigjafi, hann var gríðarlega
flinkur fagmaður, hvort heldur
var sem ljósmyndari eða um-
brotsmaður. Alltaf þegar eitt-
hvað fréttnæmt umfram daglegt
þras var um að vera var Ingólfur
eins og þeytispjald út um víðan
völl, hvort sem var á nótt eða
degi og fréttamyndir hans mátti
gjarnan þekkja úr í blöðum því
þær geisluðu beinlínis af ákefð
þess sem tók þær. Fyrir fáeinum
árum hélt hann ljósmyndasýn-
ingu hér innan vébanda Reykja-
víkurAkademíunnar á myndum
sem hann tók af gosinu í Eyja-
fjallajökli. Þessar myndir voru
stórbrotnar, fagrar og þrungnar
lífi; þær færðu náttúruna og
hamfarir hennar alla leið inn í sál
manns.
Þegar fréttir bárust af þeim
veikindum sem dundu á honum
og nú hafa dregið hann til dauða
á örskömmum tíma var sem
dimmdi yfir í húsakynnum okkar
hér. En hvað gerðist þá? Jú, Ing-
ólfur kom öðru hvoru í húsvitjun,
búinn að missa hár og skegg, orð-
inn grannur og með slöngur
dinglandi út úr hálsinum, – en
hláturinn var samur við sig,
kímnin, uppátækin, lífsgleðin.
Hann sem var veikur huggaði og
gladdi okkur hin með bjartsýni
sinni, vongleði og uppörvun.
Við hér í ReykjavíkurAka-
demíunni sendum eiginkonu
hans og dætrum, systkinum og
foreldrum og öðrum nákomnum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur við fráfall hans og vonum að
minningin um góðan dreng lini
söknuð og sorg.
Fyrir hönd vina og samstarfs-
fólks í ReykjavíkurAkademíunni,
Davíð Ólafsson, Sólveig
Ólafsdóttir og Ingunn
Ásdísardóttir.
Hún er undurfalleg, myndin
sem einhver tók af ungu pari á
fyrsta stefnumótinu. Þau eru um
tvítugt, brosa örlítið feimnislega,
svo glöð að hafa fundið hvort
annað. Ingólfur Júlíusson var
gæfumaður og á myndinni er
greinlegt að hann veit að í Mo-
nicu Haug hefur hann fundið
stúlkuna sína, konuna sem stóð
með honum í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur og gerði honum
kleift að lifa lífi ævintýramanns-
ins. Hann var líka mikill fjöl-
skyldumaður og dætrum þeirra,
Hrafnhildi Sif og Söru Lilju, var
hann kærleiksríkur faðir og góð-
ur félagi.
Við Árni Daníel höfðum varla
þekkst nema örfáar klukku-
stundir þegar hann sannfærði
mig um að Ingólfur bróðir hans
væri besti og skemmtilegasti
bróðir sem nokkur gæti átt. Fá-
einum dögum síðar hitti ég Ing-
ólf fyrst og fékk að heyra
skemmtisögur hans af uppátækj-
um og ævintýrum þeirra bræðra,
og ótal frásagnir af fólkinu
þeirra, ástríkri og samheldinni
fjölskyldu. Hann var ekkert að
gaufa við langa formála heldur
fór beint í það sem var fyndnast
og skemmtilegast. Og Árni hafði
engu logið, vinátta þeirra bræðr-
anna var sannarlega einstök.
Ingólfur var kátur maður, hlý-
legur og góður, og það var gaman
að vera í návist hans.
Hann var flinkur í svo ótal
mörgu en bestur var hann í því
að njóta lífsins og þess sem það
hafði að bjóða. Hann þvældist um
allan heim í vinnu og sér til
skemmtunar. Allt í einu var hann
kominn til Kína, Rússlands,
Bandaríkjanna, Grænlands eða á
einhverja víkingahátíðina; sneri
stundum heim með tóma vasa en
alltaf digran sjóð af ævintýrasög-
um og nýjum vinum.
Ingólfur var örlátur á tíma
sinn og vináttu, velviljaður og
greiðvikinn, kunni bæði að gleðj-
ast og gleðja aðra. Faðmurinn
var alltaf opinn og á ljósmyndum
heldur hann yfirleitt utan um
þann sem næst honum stendur:
brosandi, hlæjandi, glaður. Þann-
ig er myndin af Ingólfi, þannig
munum við eftir honum.
Ingólfur lifir í dætrum þeirra
Monicu, elsku Hrafnhildi og
Söru, og í hjörtum okkar allra
sem vorum svo lánsöm að kynn-
ast honum.
Ég kveð elskulegan mág minn
með aðdáun og þakklæti fyrir allt
sem hann var.
Birna Gunnarsdóttir.
Elsku Ingó. Ég er varla búin
að átta mig á því að þú sért far-
inn. Það er einhvern veginn svo
fáránlega óréttlátt og glórulaust,
að það getur varla verið. Að mað-
urinn sem lifði lífinu af svo mikilli
ánægju og ákafa skuli ekki hafa
fengið fleiri daga til að njóta. Og
að veröldin fái ekki í fleiri daga
notið þín.
Ég var reið og sorgmædd að
heyra af veikindum þínum, og
finn til með fjölskyldu þinni og
vinum eftir andlát þitt. Ég sakna
þess að hafa ekki átt fleiri stund-
ir með þér síðustu mánuðina, en
ylja mér við öll gömlu ævintýrin
okkar.
Ég gæti farið með svo margar
sögur af þér, allt frá því að þú
tókst mig undir þinn væng á DV
fyrir fimmtán árum. Ég man
hvað þú varst spenntur þegar
Monica flutti aftur til Íslands, og
montinn þegar stelpurnar fædd-
ust. Hvað þú áttir gott með að
láta öllum líða vel í kringum þig
og hvernig þú varst varla farinn á
fætur einn daginn áður en þú
varst farinn að plana ævintýri
þess næsta. Ég held að þú hafir
viljað nýta dagana þína til fulls,
og ég held að enginn geti þrætt
fyrir að þér hafi tekist það betur
en flestum.
Fyrir mér er Færeyjaævintýr-
ið okkar lýsandi fyrir ævintýra-
manninn Ingó, sem ég leit upp til
og bar mikla virðingu fyrir. Þú
hafðir fengið mig til að aðstoða
við myndbandstökur á Hótel Ís-
landi þegar færeyska sveitin Týr
var að spila. Nokkrum vikum
seinna hringdirðu í mig og spurð-
ir hvort ég væri til í að koma til
Færeyja og hjálpa þér að gera
myndband með sveitinni. Ég
vildi vita hvenær það átti að ger-
ast og þú svaraðir: „Á morgun.
Ég er kominn út.“ Ég sagði já og
þú kláraðir fjármagn ferðarinnar
með því að kaupa miðann fyrir
mig. Þegar ég kom út sagðirðu
að þú værir ekki viss um hvernig
við myndum borga fyrir gisti-
heimilið, en það hlyti að reddast.
Ég sá ekki ástæðu til að efast um
það, því veröldin hafði tilhneig-
ingu til að sveigjast þér í vil.
Tveimur blaðaviðtölum og
einu sjónvarpsviðtali seinna vissu
allir í Færeyjum hver þú varst,
og allir sem höfðu hitt þig elsk-
uðu þig. Þér var vinkað úti á
götu, þér var boðið „það sama og
í gær“ á veitingastöðum og fólk
hrópaði: „Þú ert Íslendingurinn
sem er að gera myndbandið.“
Þetta hefði enginn getað nema
þú.
Eftir að hafa þurft að leita að
söngvara hljómsveitarinnar á
sjúkrahúsinu, löggustöðinni og
upplýsingamiðstöð ferðamanna
gátum við loksins klárað mynd-
bandið. Við fengum líka tækifæri
til að dansa hringdans með Fær-
eyingunum á Ólafsvöku. Þá
varstu í essinu þínu, það átti vel
við víkinginn í þér.
Síðasta kvöldið okkar úti fór-
um við niður á bryggju til að
kveðja gítarleikarann og nýbak-
aða brúði hans. Þegar bátur
þeirra sigldi af stað í brúðkaups-
veisluna kallaðir þú og spurðir
hvort hljómsveitin myndi ekki
græja reikninginn á gistiheim-
ilinu. „Jú, auðvitað,“ kölluðu
brúðhjónin til baka og síðasta
púslið small á sinn stað í þessari
ævintýralegu ferð. Eins og þú
vissir allan tímann að það myndi
gera, því þú trúðir á það góða í
fólki, og varst ófeiminn við að
sýna þá hlið á sjálfum þér.
Elsku Ingó, megi ævintýri þín
halda áfram í Valhöll. Vertu sæll,
kæri vinur.
Elín Esther Magnúsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Ingólf Júlíusson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HJALTI EINARSSON
efnaverkfræðingur,
fyrrv. framkvæmdastjóri,
Strandvegi 11,
Garðabæ,
lést á Landspítala Landakoti miðvikudaginn
1. maí.
Kveðjuathöfn fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn
8. maí kl. 15.00.
Jarðsett verður frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn
11. maí kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Hólskirkju í
Bolungarvík, reikningsnúmer 1176-18-911908, kennitala
630169-5269.
Guðrún Halldóra Jónsdóttir,
Halldór Jón Hjaltason, Guðrún Jónína Jónsdóttir,
Einar Garðar Hjaltason, Kristín Sigurðardóttir,
Gísli Jón Hjaltason, Anna Kristín Ásgeirsdóttir,
Elísabet Hjaltadóttir,
Hilmar Garðar Hjaltason, Elísabet A. Ingimundardóttir,
barnabörn og langafabörn.