Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 34

Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Jökull Máni fæddist 3. júlí kl. 21.15. Hann vó 3.765 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Að- alheiður Sigfúsdóttir og Davíð Magn- ússon. Nýir borgarar Reykjavík Tristan Logi fæddist 15. mars kl. 21.03. Hann vó 3.645 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Arna Bára Karlsdóttir og Sverrir Hannes- son. Ólafur Bergmann Óskarsson, bóndi í Víðidalstungu, fagnarsjötugsafmæli sínu í dag. „Við hjónin ætlum að bregða okkurí bíltúr að heiman. Við ætlum að skreppa til Reykjavíkur, reyndar vegna fleiri erinda, og svo skreppum við nú kannski upp í Borgarfjörð í giftingu sem dætur okkar buðu okkur til,“ segir Ólaf- ur aðspurður hvað hann hyggst gera í tilefni dagsins. Hann segist ekki eiga von á gjöfum í tilefni dagsins en bendir þó á að hann viti auðvitað ekki hverju fjölskylda hans tekur upp á í tilefni stórafmæl- isins. „Við erum nú ekkert mikið í svona gjafastemningu heldur meira fyrir að hafa það huggulegt og rólegt,“ segir Ólafur. Auk búskaparins hefur Ólafur stússað þónokkuð í ýmsum fé- lagsmálum. Hefur hann m.a. tekið virkan þátt í sveitarstjórnar- málum en hann var síðasti oddviti Þorkelshólshrepps áður en hreppurinn sameinaðist í Húnaþing vestra, jafnframt sat hann eftir sameininguna í fyrstu sveitarstjórn Húnaþings vestra. Þá var Ólaf- ur á tímabili varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og settist nokkur skipti á Alþingi. „Það var aðallega þegar Eyjólfur Konráð Jónsson var varafulltrúi Íslands á hafréttarráðstefnunum, ég tók stundum sæti hans á meðan,“ segir Ólafur og bætir við að það hafi verið gaman að fá að kynnast þessum störfum á sínum tíma. skulih@mbl.is Ólafur B. Óskarsson er 70 ára í dag Ólafur Bergmann Óskarsson Fagnar stórafmæli Ólafur Bergmann Óskarsson bóndi ásamt fjöl- skyldu sinni. Hann segist ekki eiga von á gjöfum í tilefni dagsins. Skreppur í bíltúr til höfuðborgarinnar Stella Fanney Guðmundsdóttir frá Súðavík, nú til heimilis í Norð- urbrún 1, Reykja- vík, er níræð í dag, 7. maí. Eiginmaður hennar var Björn Jónsson, hann lést 1993. Stella á 111 afkomendur. Árnað heilla 90 ára Þ órir S. Guðbergsson, kennari, félagsráðgjafi og rithöfundur, fæddist í Reykjavík 7.5. 1938 og ólst þar upp við Grettis- götuna og síðar í Vesturbænum. Þórir var í Austurbæjarskólanum og í Gagnfræðaskólanum við Hring- braut. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1958 og kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1959 og stundaði nám í Stafangri 1973-76 og lauk þar námi í félagsráðgjöf. Þórir var nokkur ár starfsmaður sumarbúða KFUM í Vatnaskógi og starfaði hjá Sambandi íslenskra Kristniboðsfélaga. Hann var kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík og skóla- stjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd á árunum 1967-70. Þórir var félagsráðgjafi hjá sál- fræðideildum skóla í Reykjavík 1976- Þórir S. Guðbergsson rithöfundur - 75 ára Stórfjölskyldan Þórir og eiginkona hans Rúna, ásamt börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum. Rithöfundur æskunn- ar og eldri borgara Valsari fyrir 60 árum Þórir, ásamt keppnisliði sínu í Val er hann var 14 ára. Þórir er fyrirliði, í efri röð fyrir miðju. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgun- blaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón MAURICE LACROIX EITT FREMSTA ÚRAMERKI Í HEIMINUM Í DAG Frá stofnun árið 1976 hafa vinsældir Maurice Lacroix aukist hraðar en nokkurs annars svissnesks úramerkis og fæst það nú hjá yfir 4.000 úrsmíðameisturum í 45 löndum. Maurice Lacroix úrin eru heimsfræg fyrir fágaða hönnun, fullkomna tækni og gæði í gegn. Maurice Lacroix fæst hjá Jóni og Óskari. PI PA R\ TB W A • SÍ A www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.