Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 25

Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is Bílalakk Blöndum alla bílaliti og setjum á spreybrúsa Bjóðum uppá heildarlausnir í bílamálun frá DuPont og getum blandað liti fyrir allar gerðir farartækja Sjávarútvegur, stór- iðja og ferðaþjónusta eru veigamestu út- flutningsgreinar Ís- lendinga. Íslenskur sjávarútvegur er einn sá arðbærasti og hag- kvæmasti í heimi. Víð- ast hvar í nágranna- löndum okkar nýtur sjávarútvegur sér- staks ríkisstuðnings, með sama hætti og landbúnaður, á meðan hann er sér- staklega skattlagður umfram aðrar atvinnugreinar hérlendis. Ferða- þjónustan er að mestu leyti sjálfs- prottin á heilbrigðum markaðs- forsendum, þótt ríkið styrki markaðsstarf erlendis lítillega. Hvernig er staðið að stóriðjuuppbyggingu? Vindar markaðshyggjunnar blása því miður ekki með sama þrótti um stóriðjuna. Í fyrsta lagi sér hið op- inbera stóriðjunni fyrir ódýrri orku. Raforkuver eru byggð með lánum sem skattgreiðendur ábyrgj- ast í gegnum ríkissjóð og sveit- arfélög. Þetta felur raunverulegan fjármagnskostnað, því að ef illa fer er hægt að borga af lánunum með því að hækka skatta á borgarana. Þessi lági fjármagnskostnaður skil- ar sér svo í lægra orkuverði til stóriðjunnar. Með öðrum orðum eru skattgreiðendur settir að veði til að niðurgreiða orku til stóriðj- unnar. Í öðru lagi nýtur stóriðja sér- stakrar skattafyrirgreiðslu. Fyr- irtækin þurfa jafnan ekki að greiða jafnháan tekjuskatt og fast- eignagjöld og þeim er jafnframt lofað að skattarnir þeirra fari ekki yfir tiltekin mörk. Í þriðja lagi krefst stóriðjan þess að ríki og sveitarfélög leggi í ýmsan kostnað til að þjónusta stóriðjuna, svo sem vegaframkvæmdir, með ærnum til- kostnaði. Svo að allt þetta geti gerst þurfa ýmsir stjórnmála- og embættismenn að koma að málinu. Á endanum eru það þeir sem ákveða hvar starf- semin á að vera stað- sett og hversu um- fangsmikil hún á að vera. Þetta fyr- irkomulag í atvinnu- uppbyggingu hljómar kunnuglega og er nær samblandi af áætl- unarbúskap og kjör- dæmapoti en markaðs- búskap. Markaðshyggja nærtækari Það er ekki bara almenningur sem tapar og tekur áhættu vegna þessarar uppbyggingar. Hver ný stóriðja er svo stór inn í okkar litla hagkerfi að allt atvinnulífið og öll þjóðin þarf að búa við hærra vaxta- stig en ella meðan á uppbygging- unni stendur vegna þensluáhrifa þeirra. Hærra vaxtastig gerir öllum öðrum atvinnugreinum erfiðara að fjárfesta, m.ö.o. að skapa ný at- vinnutækifæri. Ruðningsáhrifin á aðra og hugsanlega arðbærari fjár- festingu eru gríðarleg. Stuðningsmenn stóriðju benda gjarnan á að atvinna sé grundvöllur velferðar og spyrja hvað annað menn vilji gera til að byggja upp atvinnu. Þá er því stundum svarað til að menn vilji eitthvað annað sem kallar þá gjarnan á hlátrasköll frá stóriðjusinnum. En staðreyndin er sú að þetta eitthvað annað er alls ekki galið. Vísar það ekki einfald- lega til þess að það sé ekki stjórn- málanna að finna þetta eitthvað annað – að skapa störf? Hefur reynslan ekki kennt okkur að það sé hagkvæmast að eftirláta mark- aðnum að leysa úr því hvaða at- vinnutækifæri sé best að byggja upp? Látum vinstrimenn um stóriðjustefnu Landsvirkjun áformar fjárfest- ingar fyrir 400 milljarða á næstu 10 árum og fyrir um 180 milljarða árin 2021-2025. Mikilvægt er að ríkis- sjóður gangist ekki í ábyrgð fyrir þeim fyrirætlunum. Gangi áætlanir Landsvirkjunar eftir mun það þýða að skuldir fyrirtækisins munu meira en tvöfaldast. Áhætta félags- ins mun jafnframt aukast mikið þar sem hlutfall sölu til stóriðju myndi hækka úr 80% í 90%. Um 90% eggjanna yrðu öll í einni og sömu körfunni og hrun á álverði gæti þannig lagt miklar byrðar á skatt- greiðendur. Erum við virkilega bú- in að gleyma Icesave-raðklúðrinu? Þetta ætti að segja manni, sem vill kenna sig við hægristefnu eða markaðshyggju, að stóriðjustefna sé eitthvað sem hann á að láta eiga sig. Hægrimenn ættu þó svo sem ekki að hafa neitt á móti stóriðju ef hún væri byggð upp á eðlilegum markaðsforsendum. Staðreyndin er þó því miður sú að það er fyrst og fremst fræðileg hugleiðing, en ekki raunveruleg. Allri stóriðju sem byggð hefur verið upp á Íslandi, og fyrirhugað er að byggja upp, hefur verið komið á fót með ofan- greindum ríkisstuðningi. Hvernig stendur á því, í ljósi alls þess sem að ofan greinir, að það hafa verið hægrimenn sem hafa barist fyrir stóriðju en vinstrimenn gegn henni? Er þetta ekki allt sam- an einn stór misskilningur? Er ekki kominn tími til þess að við hægri- menn umpólum umræðuna og eft- irlátum vinstrimönnum að berjast fyrir stóriðju og öðrum áætl- anabúskap? Og ættu umhverf- issinnar ekki að taka upp markaðs- hyggju sem vopn í sinni baráttu? Opið bréf til hægrimanna: Hættum stóriðjustefnunni Eftir Davíð Þorláksson »Er ekki kominn tími til þess að við hægri- menn umpólum um- ræðuna og eftirlátum vinstrimönnum að berj- ast fyrir stóriðju og öðr- um áætlanabúskap? Davíð Þorláksson Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS). Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps var með aldeilis magnaða tónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á sumardaginn fyrsta. Það telst heldur óvenjulegt að karlakór byggi alla dagskrá sína á dans- og dægurlögum en sú var raunin í þetta skiptið. Kór- inn var með sér til fulltingis fimm manna hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar auk tveggja stúlkna, flautuleikara, og þeirrar þriðju sem spilaði á klarinett og saxófón. Stjórn- andi kórsins var Sveinn Árnason og undirleikari Elvar Ingi Jóhannesson. Dagskrá karlakórsins var ein- göngu lög eftir skagfirska sveiflu- kónginn Geirmund Valtýsson, en hann er eins og vitað er einn af afkastamestu dans- og dægurlaga- höfundum á Íslandi í dag og eru lög hans orðin margfræg um land allt. Kórinn söng 16 lög, öll eftir Geir- mund eins og fyrr segir, og nýjasta lagið, Haustnótt, samdi hann í jan- úar sl. við texta eftir Guðmund Val- týsson (ekkert skyldir), en það lag er virkileg skagfirsk sveifla eins og Geirmundi er einum lagið og var lag þetta endurtekið í lok tónleikanna við mikla hrifningu tónleikagesta, sem dilluðu sér og klöppuðu í takt við þetta fallega lag. Kórinn fór ágætlega með þessi heldur óvenju- legu kórlög ásamt einsöngvara, Hjálmari Guðmundssyni. Óvæntur og gleðilegur endir á sumardeginum fyrsta. Hafið þökk fyrir, karlakór Ból- staðarhlíðarhrepps. HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS framkvæmdastjóri. Lífsdans Geirmundar Valtýssonar í Hofi Eftir Hjörleif Hallgríms Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.