Morgunblaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 127. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Borga ekkert og búa frítt 2. Stolið þrisvar sinnum á dag 3. Giftist Jakobi Frímanni í gullkjól 4. Rannsakað sem fjársvikamál »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Teiknarinn Hugleikur Dagsson er meðal þeirra sem eiga efni í fyrsta tímariti danska gríntvíeykisins Wulff- morgenthaler sem kom út fyrir skömmu. Grínmyndir Hugleiks fylla fimm síður í blaðinu og eru ekki fyrir viðkvæmar sálir frekar en fyrri dag- inn. Skopskyn Wulffmorgenthalers er ekki síður svart og geta áhugasamir kynnt sér það á vefnum wumo.com. Morgunblaðið/Eggert Hugleikur í tímariti Wulffmorgenthaler  Brasilísk- íslenska söng- konan Jussanam da Silva mun vinna með lög Jóns Múla Árna- sonar í lista- mannabúðunum Air Vallauris í S- Frakklandi, 8. júlí til 14. ágúst nk. Lögin mun hún svo flytja á dagskrá búðanna með frönsk- um tónlistarmönnum og einnig í djassklúbbnum BSPOT í Nice. Jussanam vinnur með lög Jóns Múla  Hópur tónskálda, leikara, myndlist- armanna og listnema undirbýr nú yf- irlitssýningu á gjörningum Magnúsar Pálssonar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýningin, Lúðurhljómur í skókassa, verður til fyrir augum áhorfenda í fyrstu viku Listahátíðar í Reykjavík sem hefst 17. maí og verða á henni fimm gjörningar Magnúsar endurfluttir og einn frumfluttur. Lands- kunnir leikarar taka þátt í sýningunni, m.a. Arnar Jónsson. Þekktir leikarar í verkum Magnúsar Á miðvikudag Norðaustan 5-13 m/s, hvassast við SA-ströndina. Bjartviðri á SV- og V-landi og hiti 5 til 10 stig að deginum. Á fimmtudag (uppstigningardagur) Norðaustan og austan 3- 10 m/s og rigning eða súld. Hiti 1 til 6 stig. Bjart að mestu V-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða súld með köflum um allt S- og A-vert landið, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 2 til 10 stig að deginum. VEÐUR Tvær kunnar kempur og fyrr- verandi landsliðsmenn, Brynj- ar Björn Gunnarsson og Veig- ar Páll Gunnarsson, sneru aftur í efstu deild á Íslandi þegar KR og Stjarnan mætt- ust í fyrstu umferð á hrörleg- um KR-vellinum í gærkvöldi. Þó gamanið hafi verið styttra hjá Brynjari Birni hjá KR kom hann út sem sigurvegari því hann skoraði fyrra markið í 2:1-sigri Vesturbæjarliðsins. »4 Brynjar kom heim sem sigurvegari FH-ingar gerðu það sem til þurfti þegar liðið lagði Keflvíkinga 2:1 í Kaplakrika í gær. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Miðjumoð á velli sem hefði þurft viku í viðbót til að jafna sig sem er lengra en leikmenn fá fram að næsta leik. Atli Viðar Björnsson og Björn Daníel Sverrisson voru mennirnir sem gerðu útslagið fyrir FH í leiknum. »3 FH-ingar gerðu það sem til þurfti gegn Keflavík Magnús Gylfason, þjálfari Vals, er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Manchester United. Sýndi hann sínum mönnum myndband með Paul Scholes fyrir fyrsta leik liðsins í Pepsi-deildinni á móti Fylki í Árbænum í gærkvöldi. Hauk- ur Páll Sigurðsson meðtók myndbandið sem kennslumyndband en ekki stemn- ingsmyndband, og skoraði sigurmark leiksins að hætti Pauls Scholes. »2 Haukur Páll tók Scholes sér til fyrirmyndar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég bauð öllum stelpum að hjóla með mér, bæði þeim sem ég þekki og þekkti ekki. Ég hvatti þær til að mæta og sagði að það væri alveg í góðu lagi að draga fram ferming- arhjólið jafnvel þótt það væri orðið 40 ára gamalt,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir sem stóð fyrir Stelpusamhjóli Arnarins á sunnu- daginn. Þar komu saman rúmlega 120 konur á öllum aldri og hjóluðu vítt og breitt um Reykjavík. „Við fengum toppveður og þetta var alveg hreint magnað. Ég var mjög bjartsýn á góða þátttöku. Mig langaði í þennan fjölda og það rætt- ist,“ segir María Ögn sem stefnir á að Stelpusamhjól verði að árlegum viðburði. Stelpurnar gátu valið um að hjóla tvær vegalengdir, lengri og styttri. Allar gátu því fundið hjólaleið við hæfi. En margar drógu víst fram hjólið sitt í fyrsta skipti í langan tíma og voru mjög ánægðar, að sögn Maríu Agnar. Eftir tveggja tíma hjólatúr kom hópurinn aftur saman hjá Erninum og gæddi sér á veit- ingum í boði Yndisauka. Ögrandi sport „Þetta er útisport og það er ögr- andi að vera í því á Íslandi, þar sem allra veðra er von. Það er mikill hraði í hjólreiðum og andrenalínið er mikið, auk þess þarf dass af þori sem ég hef gaman af,“ segir María Ögn, spurð hvað heilli við hjólreiðar. „Þetta er liður í því að virkja og fjölga konum í hjólasportinu. Ég er vongóð um að það eigi eftir að takast eftir þessa þátttöku,“ segir María Ögn og bendir á að keppni í hjólreið- um hafi hingað til verið mikið karla- sport en til standi að breyta því. Hún sjálf er á kafi í sportinu og keppir jafnt í götu- og fjallahjólreið- um. Hún var meðal annars kosin hjólreiðakona ársins 2012. Næsta mót á erlendri grundu er keppni í götuhjólreiðum í Danmörku. Konur í hjólreiðum eru nýr hópur, og segir María Ögn að markvisst sé unnið að því að bæta úrvalið í fatnaði og hjólabúnaði sem henti konum. Hjólastígarnir til fyrirmyndar „Það eru alltaf fleiri og fleiri sem hjóla inn í veturinn. Það má segja að átakið „Hjólað í vinnuna“ eigi stóran þátt í því að hjólreiðar hafa aukist,“ segir María Ögn. Þá segir hún að stígakerfið á höfuðborgarsvæðinu hafi batnað mikið. Hún greinir já- kvæðara viðhorf til hjólreiða sem samgöngumáta. „Bílaumferðin á götunum tekur mikið tillit til hjól- reiðafólksins,“ segir María Ögn. Stelpusamhjól sló í gegn  120 konur hjól- uðu vítt og breitt um Reykjavík Ljósmynd/Elli Cassata Stelpusamhjól Arnarins Rúmlega 120 konur á öllum aldri komu saman og hjóluðu vítt og breitt um Reykjavíkurborg sl. sunnudag í blíðskaparveðri. Ljósmynd/Elli Cassata Hjólagarpur María Ögn Guðmunds- dóttir hvatti stelpurnar áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.