Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 30

Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 Afi minn, Kristján Davíðsson, fæddist í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi árið 1920, þriggja ára flutti hann að Þver- felli í Lundarreykjadal. Þetta var löng leið þar sem fólkið gekk ýmist eða fór ríðandi og kýrnar voru reknar alla leiðina. Fólkið var ferjað yfir Hvítá og kýrnar látnar synda yfir ána. Á Þverfelli ólst hann upp með fjór- um systkinum sínum og einni uppeldissystur og foreldrum. Í vetur heimsótti ég hann nokkrum sinnum á dvalarheim- ilið, skráði nokkur atriði úr ævi- ferli hans sem ég notaði í náms- verkefni. Afi byrjaði ungur að vinna, 16 ára fór hann sem kaupamaður að Hóli í Lundarreykjadal og var þar í þrjú sumur. Eftir það fór hann í skóla á Hvanneyri þar sem hann lærði að verða bóndi. Honum fannst þessi þrjú ár á Hvanneyri alveg yndisleg. Hann var ekki sáttur með einkunnina sem hann fékk fyrir dugnað og honum fannst hann eiga skilið að fá 10 en hann fékk aðeins 8 fyrir dugnað. En þess má geta að afi þótti dugnaðarforkur til vinnu. Það voru nokkrar stúlkur þarna sem hann og nokkrir vinir hans buðu á böll og þær þvoðu og gerðu við fötin af þeim og sokkana. „Það var nú mjög gott að hafa þær,“ sagði afi . Þegar hann var orðinn um 20 ára fór hann að Oddsstöðum og átti að vera kaupamaður þar, hann hitti þar stúlku sem hét Ástríður. „Við vorum nú eitthvað búin að vera að kíkja hvort á annað,“ sagði afi . „Þetta var nú upphaf- ið að því að ég fór aldrei frá Oddsstöðum aftur.“ Hann fór að búa með ömmu og hann bjó á Oddsstöðum í rúm 60 ár. Fyrst bjó hann á Oddsstöðum með for- eldrum ömmu, en síðan sótti hann um styrk til þess að byggja Oddsstaði II og það gekk. Hann fór í þær fram- kvæmdir og byrjaði að grafa með skóflu því það voru engin önnur tæki til. Húsið er stein- steypt og einangrað með vikri úr fjallinu Grábrók sem hann og Ragnar á Oddsstöðum hand- mokuðu á vörubíl og fluttu heim. „Mér fannst ég geta allt þegar ég var yngri,“ sagði afi. Hann var hissa á því að húsið stæði enn. Á Oddsstöðum II byggði hann upp býli og þar var hann Kristján Davíðsson ✝ Kristján Dav-íðsson fæddist í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi 24. júlí 1920. Hann lést á Dvalarheimil- inu Brákarhlíð í Borgarnesi 26. apr- íl 2013. Útför Kristjáns fór fram frá Lund- arkirkju í Lundar- reykjadal 4. maí 2013. með fjárbú og kúabú sem var mest með 250 ær og 12-14 kýr. Einn- ig var hann alltaf með hesta og var mikill hestamaður. Afi hringdi á hverjum degi og við gátum spjallað um daginn og veginn, hann sagði mér margar sögur og gaf mér heilræði. Hann spurði mig oft þegar hann hringdi hvort ég ætlaði ekki að fara í kór því hann hafði svo gaman af söng. Ég kann vel að meta það að hafa kynnst honum vel á hans síðustu árum og hann mun ávallt vera mér ofarlega í huga. Hann sagði mér oft hvað það væri gaman að vera ungur og að ég ætti að njóta þess á meðan ég gæti. Blessuð sé minning þín, afi minn. Davíð Guðmundsson. Á kveðjustund afa í sveitinni koma upp í hugann frásagnir hans um eitt og annað. Ein þeirra sagði frá því er Jóhannes bóndi á Hóli í Lundarreykjadal kom að máli við Davíð bónda að Þverfelli og falaðist eftir yngri syninum í vinnu. Sonurinn var þá sextán ára og fór glaður í bragði í vinnu að Hóli. Vinnu- maðurinn varð síðar afi minn og hann sagði mér frá þessu með glampa í augum, glampa sem sagði meira en nokkur orð. Frá Hóli sést nefnilega vel yfir að Oddsstöðum þar sem amma bjó með foreldrum sínum og systr- um. Mér finnst eins og að afi og amma hafi bundist hvort öðru um þetta leyti en haldið því fyrir sig enda afi sjö árum yngri en amma. Afi lauk sínu búfræði- námi og svo leiddi ýmislegt til þess að þau hófu búskap að Oddsstöðum. Ef ekki hefði kom- ið til smíði brúar yfir Grímsá á móts við Oddsstaði hefðu afi og amma ef til vill sest að í Reykja- vík, afi sá fyrir sér að hann hefði kannski orðið sölumaður í borg- inni. Ég þakkaði fyrir að raunin varð önnur þegar ég heyrði þessa frásögn. Að eiga ömmu og afa í sveit- inni hefur haft áhrif á líf mitt og jafnvel á lífsgildi og viðhorf án þess að ég geri mér fullkomlega grein fyrir því. Í sveitinni kynntist ég ýmsum verkum enda var alltaf nóg að gera, gaman að sjá árangur vinnunnar og upplifa gleði yfir kláruðu verki. Húrrahróp afa þegar búið var að taka upp allar kartöflurn- ar eitt árið er mér skemmtileg minning og eins augnablikið þegar við hvíldum okkur í smá- stund á slættinum og afi sagði þetta orð hægt og rólega: sum- arfrí. Afi tók vel eftir umhverf- inu og las í það, gróandin í ákveðinni dæld í hlíðinni sagði honum til um hvenær óhætt væri að hleypa fénu þangað. Hann opnaði augu mín fyrir því að áttirnar hafa áhrif á vindinn og beindi sjónum mínum að fuglunum, ár eftir ár kom mar- íuerlan í fjárhúsin og tjaldurinn spígsporaði í garðinum. Afi og amma tóku þátt í gleði og raunum samferðafólks síns í Lundarreykjadal og nærsveit- um, amma tók á móti börnum og oft var haft samband við afa þegar andlát bar að. Þau voru samrýnd, verkaskiptingin skýr á milli þeirra og allt í föstum skorðum á þeim tíma sem ég var hjá þeim. Afi fylgdi áfram klukkunni eftir dag ömmu, hver matmálstími átti sína stund hvort sem maginn þurfti þess með eða ekki. Við settumst þá niður í eldhúsinu sem afi sagði það fallegasta í heimi með gluggum í suður og austur og þá kom oft frásögn um liðna tíð og samferðafólk sem mér fannst gaman að heyra. Söngur, ljóð og kvæði léttu afa stundirnar, skerptu minnið og glöddu á allan hátt. Síðustu árin á Oddsstöðum átti hann það til að aka um á Land Rovernum einungis til að hlusta á tónlist í bílgræjunum. Góðri heilsu og háum aldri þakkaði hann söngn- um, líkamlegri vinnu sinni og heita vatninu í Brautartungu en glaðvær lund og jákvæðni sem prýddi hann afa minn hefur einnig haft sitt að segja. Á kveðjustund þakka ég starfsfólki Brákarhlíðar fyrir umönnun afa hin síðari ár og öll- um þeim sem heimsóttu hann og glöddu. Blessuð sé minning afa míns í sveitinni. Auður Sigurðardóttir. Ég kveð nú með söknuði góð- an vin minn, uppalanda og sterka fyrirmynd, Kristján Dav- íðsson, bónda á Oddsstöðum í Lundarreykjadal. Ég var í sveit hjá þeim yndislegu hjónum Kristjáni og Ástríði Sigurðar- dóttur í 10 sumur árin 1956- 1965. Þetta voru ár mikilla breytinga í sveitinni en fyrstu árin voru kýr handmjólkaðar og hestarakstrarvél beitt við hey- skapinn. Kristján var hinsvegar mikill áhugamaður um tækni- nýjungar; eignaðist bæði einn fyrsta jeppann og traktorinn í héraðinu þannig að fljótlega var búskapurinn allur vélvæddur. Oddsstaðir voru tvíbýli en á hin- um bænum bjuggu þau yndis- legu hjón systir Ástu hún Hanna og Ragnar Olgeirsson. Þær yndislegu og hláturmildu systur Ásta og Hanna eru nú báðar látnar. Mikill vinskapur og fjör ríkti á fjölmennum heim- ilum á Oddsstöðum, ekki síst á sumrin þegar við bættust krakkar sem höfðu verið sendir í sveitina. Enginn var svikinn af því að bjóðast sumardvöl hjá fólkinu á Oddsstöðum enda voru bústörfin fjölbreytt; bæði búið með kindur og kýr auk þess sem mikið var af mjög góðum hest- um á báðum bæjunum. Kristján var yndislegur maður sem sjald- an skipti skapi og reyndist öll- um sem til hans leituðu mjög vel. Fljótt var brugðist við ef bændur á nágrannabæjum þörfnuðust aðstoðar. Kristján var harðduglegur og snyrti- menni og þrátt fyrir miklar ann- ir við bústörfin virtist hann allt- af hafa tíma til að sinna garðrækt og umhirðu við bæinn af alúð. Hann valdist til trún- aðarstarfa og kom þannig eng- inn annar til greina sem fjall- kóngur við leitir en ljúfa hreystimennið og tenórsöngvar- inn frá Oddsstöðum. Kristján var refaskytta sveitarinnar og er mér minnisstætt það eina skipti sem hann bauð mér að koma með sér fram á heiði í ís- köldu og hráslagalegu rigning- arveðri til að vitja grenja. Mér til gremju fékk þó einn albesti vinur minn í sveitinni, fjárhund- urinn hann Bríó, ekki að fara með. Á leiðinni frameftir tókum við Kristján vafalaust lagið sam- an en hann var mjög góður söngmaður og hafði yndi af ís- lenskum sönglögum. Eftir næt- urdvöl þar sem ekki náðist full- ur árangur við grenið þurftum við Kristján að ríða tveggja tíma reið heim að Oddsstöðum til mjalta. Þegar heim var komið sagði hann mér að fara að sofa og sagðist ætla að vekja mig þegar hann hefði lokið bústörf- um en síðan yrði haldið aftur að greninu. Þegar hann hugðist halda aftur að greninu án þess að hafa unnt sér hvíldar tókst honum ekki að vekja mig enda var ég úrvinda en sjálfur reið hann upp á heiði í kalsarigningu. Hann var ekki kúrekinn sem reið inn í sólarlagið heldur ís- lenski bóndinn sem af eigin reynslu og markaður af reynslu margra kynslóða reið á gæð- ingnum Frosta á vit þeirra verk- efna sem honum hafði verið trú- að fyrir. Þannig var Kristján; hafði óbilandi þrek og krafðist alltaf mikils af sjálfum sér en hlífði samferðamönnum sínum. Flosi Ólafsson, sem lengi var í sveit á Oddsstöðum, sá Kristján í vestrahetjunni sem Clint Eastwood túlkaði og sú er einn- ig mín upplifun. Kær kveðja til barna Krist- jáns og Ástu; Sigrúnar og Sig- urðar og fjölskyldna þeirra. Gunnar Bjarnason. Á sjötta áratug síðustu aldar var algengt að börn og ungling- ar væru send í sveit á sumrin. Þetta átti eflaust rætur í því að margir áttu afa og ömmu í sveit- inni, eða önnur skyldmenni, sem vantaði vinnufúsar hendur við sumarstörfin. Í mínu tilviki fékk ég að fara til fóks sem var mér ótengt með öllu en sem frænka mín í Borgarnesi þekkti að góðu einu. Og þannig atvikaðist það að einn góðan veðurdag, 17. júní 1953, var ég mættur í sveitina og hitti væntanlega sumarfor- eldra fyrsta sinni. Þetta voru Ásta og Kristján á Oddsstöðum. Ég var þá níu ára. Hjá þeim átti ég svo eftir að dveljast næstu fimm sumur, venjulega kominn um sauðburðinn og hélt aftur til Reykjavíkur eftir réttir. Á Oddsstöðum var mikið um að vera. Við vorum mörg, krakkarnir frá Reykjavík, Akra- nesi og Vestmannaeyjum, sem þarna dvöldumst, okkur til ómældrar ánægju og þroska. Allir höfðu nóg að gera. Á hverj- um degi var vinnu deilt niður og sjálfsagt þótti að krakkarnir tækju þátt í störfunum eins og fullorðnir. Eflaust hafa einhverj- ar nútíma Evrópureglugerðir um barnavinnu verið brotnar, t.d. hverjir óku bílum eða trak- torum eða voru við heyskap svo lengi sem veður hélst þurrt og koma þurfti heyi í hlöðu. Og stundum sofnuðu margir þreytt- ir en óskaplega var þetta skemmtilegt líf. Og svo voru það Ásta og Kristján. Á hverju vori tóku þau á móti okkur krökkunum opnum örmum og við vorum komin á okkar annað heimili. Þau kenndu okkur til verka í sveit- inni og treystu okkur, og við reyndum eftir bestu getu að rísa undir ábyrgðinni. Við urðum að standa á eigin fótum og fátt er meira þroskandi. Og alltaf voru Ásta og Kristján á næstu grös- um tilbúin að leiðbeina og að- stoða. Sveitalífið kenndi manni sitt- hvað um lífið og tilveruna sem ekki var svo auðvelt að upplifa í borginni. Og þessi reynsla hefur verið mér dýrmætt veganesti á lífsgöngunni. Sumrin á Odds- stöðum skildu eftir sig virðingu fyrir bændamenningunni og náttúrunni. Og nú er Kristján farinn til austursins eilífa eftir langa og farsæla ævi. Hann er væntan- lega búinn að finna Ástu sína á ný og það hafa verið fagnaðar- fundir og að sjálfsögðu lagið tekið. Hann var einstaklega glaðsinna og hlýr maður og frá honum geislaði góðmennskan. Kristján á Oddsstöðum var öð- lingur. Ég kveð þennan höfðingja í djúpri virðingu og með þakklæti fyrir að gera sveitalífið svo eft- irminnilegan og góðan hluta af mínu lífi. Valur Valsson. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og sonur, HELGI S. GUÐMUNDSSON, Boðaþingi 10, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 30. apríl, verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 8. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Sigrún Sjöfn Helgadóttir, Anna María Helgadóttir, Benedikt Hálfdanarson, Eva Rakel Helgadóttir, Höskuldur Ólafsson, Guðmundur Anton Helgason, Helga Valdís Árnadóttir, Sesselja Sigurðardóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, FABIO TAGLIAVIA, Palermo, Ítalíu, lézt þriðjudaginn 30. apríl. Svava Magnúsdóttir Tagliavia og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN TÓMAS INGJALDSSON fv. aðalbókari Seðlabanka Íslands, Sæviðarsundi 60, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 27. apríl, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 8. maí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í síma 543 1000 eða Krabbameins- félag Íslands. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Hálfdán S. Helgason, Ingi Gunnar Jóhannsson, Kristín G. Hákonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir, EYJÓLFUR GUÐNI BJÖRGVINSSON viðskiptafræðingur, Kringlunni 81, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. maí kl. 15.00. Elsa Rúna Antonsdóttir, Anton Björgvin Eyjólfsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, afi, sonur, bróðir og frændi, SIGURGEIR BALDURSSON, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 2. maí. Útför fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 15. maí kl. 13.00. Baldur Sigurgeirsson, Megumi Nishida, Sylvía Sigurgeirsdóttir, Rúnar Örn Eiríksson, Kristrún Sigurgeirsdóttir, Jón Konráðsson, Særún Sai Baldursdóttir Nishida, Baldur Sigurgeirsson, Hrönn Jóhannesdóttir, Arndís Baldursdóttir, Sólborg Baldursdóttir, Dagbjört Bára Baxter, Davíð Jónsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON fyrrverandi skólameistari, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni sunnudagsins 5. maí. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.