Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Svarið við spurningu dagsins
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
tilbúnar í pottinn heima
Fiskisúpur í Fylgifiskum
Verð 1.790 kr/ltr
Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.
Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska
eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
Hvað þarftu mikið?
Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann
Vorið 1963 voru fyrstu ferming-
arbörnin fermd í Kópavogskirkju
af sr. Gunnari Árnasyni. Um var að
ræða fjölmennan hóp úr Kópavogi
og einnig úr Bústaðahverfinu. Sr.
Gunnar þjónaði báðum sóknum.
Á uppstigningardegi 9. maí nk.
klukkan 11:00 verður guðsþjónusta
í Kópavogskirkju og eru þau, sem
fermdust vorið 1963 í kirkjunni,
hvött sérstaklega til að koma í til-
efni að 50 ár eru liðin frá fermingu
þeirra. Nokkur úr þessum hópnum
munu taka þátt í helgihaldinu og sr.
Sigurður Arnarson sóknarprestur
mun prédika og þjóna fyrir altari.
Félagar úr Kór Kópavogskirkju
syngja undir stjórn Lenku Mátéová,
kantors kirkjunnar. Á eftir verður
tekin ljósmynd af fermingar-
hópnum 1963 og boðið upp á kaffi
og konfekt í kapellunni í safn-
aðarheimilinu Borgum. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
Hittast á 50 ára
fermingarafmæli
Morgunblaðið/Arnaldur
Skráning hófst í gær í Háskóla
unga fólksins sem haldinn verður
dagana 10.-14. júní í Háskóla Ís-
lands. Hátt í fimmtíu námskeið eru
í boði að þessu sinni.
Háskóli unga fólksins hefur verið
starfræktur við Háskóla Íslands
undanfarin níu ár. Hann er ætlaður
ungmennum á aldrinum 12-16 ára (í
6.-10. bekk) og hefur frá upphafi
verið árviss sumarboði við Háskóla
Íslands þar sem unga kynslóðin
sækir námskeið í fjölbreyttum
greinum háskólans.
Kennsla er í höndum fræðimanna
og framhaldsnema við Háskóla Ís-
lands. Nánar á http://ung.hi.is/
námskeið og skráning er á heima-
síðunni www.ung.hi.is.
Skráning hafin í Há-
skóla unga fólksins
Síðasta Hrafnaþing vormisseris
verður haldið miðvikudaginn 8.
maí, kl. 15:15. Þá mun Guðríður
Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands, flytja erindi sitt „Sveppir í
Heimaey og Surtsey sumarið 2010“.
Nánari upplýsingar um erindið er
að finna á vef Náttúrufræðistofn-
unar Íslands, www.ni.is. Hrafna-
þing er haldið í húsakynnum Nátt-
úrufræðistofnunar á Urriðaholts-
stræti 6-8 í Garðabæ, í Krumma-
sölum á 3. hæð.
Svepparannsóknir í
Heimaey og Surtsey
STUTT
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Ætli það sé ekki fokið í flest skjól
þegar frásögn af fundum endurskoð-
anda, lögfræðings og forstjóra Delo-
itte, lögfræðinga Exista og lögmanns
og meðeiganda Logos er gjörólík eft-
ir því hver er spurður. Fundirnir voru
þrír og haldnir 4. og 5. desember
2008. Þeir vörðuðu allir sama málefni,
nefnilega hlutafjáraukningu Exista.
Og það var ekki fyrst í gærdag fyrir
dómi sem misræmi myndaðist heldur
var það einnig í skýrslutökum yfir
sama fólki hjá sérstökum saksókn-
ara. Er skrítið að maður velti fyrir
sér hver hafi verið að blekkja hvern?
Aðalmeðferð í máli sérstaks sak-
sóknara gegn Lýði Guðmundssyni,
fyrrverandi stjórnarformanni Exista,
og Bjarnfreði Ólafssyni, lögmanni og
meðeiganda Logos, hófst fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Báðir eru ákærðir fyrir brot á hluta-
félagalögum en ákæran á hendur
Lýði er töluvert alvarlegri. Og ef mið-
að er við þær skýrslur sem gefnar
voru í gær verður að teljast nokkuð
sérstakt að Bjarnfreður sé yfirleitt
ákærður. En sú skoðun kann að
breytast, enda fer síðari dagur aðal-
meðferðar fram í dag.
Til að gera langa sögu stutta þá er í
ákæru greint frá því að Lýður hafi
þynnt út hlutafé Exista þannig að
hann og Ágúst bróðir hans héldu
stjórn félagsins þrátt fyrir að Nýi
Kaupþing banki gjaldfelldi lán eign-
arhaldsfélags þeirra, sem var í van-
skilum, og tók yfir eina veðið, stóran
hlut í Exista. Hluturinn var á milli 40-
50% fyrir hlutafjáraukninguna en um
10% eftir hana.
Lögbrotið sjálft felst í því að hafa
greitt minna en nafnverð fyrir nýtt
hlutafé í Exista. Nafnvirði hlutanna
var 50 milljarðar, en aðeins var lagð-
ur fram einn milljarður króna fyrir
hlutina. Þetta í sjálfu sér er skýrt
brot á 1. mgr. 16. greinar laga um
hlutafélög þar sem segir að greiðsla
hlutar megi ekki nema minna en
nafnvirði. Ákvæðið var einmitt sett til
að koma í veg fyrir óeðlilega rýrnun
hlutafjárins og vernda bæði hluthafa
félagsins og kröfuhafa.
En þó svo verði að teljast þarna
nokkuð víst að lögbrot hafi verið
framið er ekki þar með sagt að málið
sé svo einfalt. Í ákæru segir nefnilega
að Lýður hafi „vísvitandi“ brotið
gegn nefndu ákvæði. Verjandi hans
gerði nokkuð mikið úr því í dag að
hann hefði vart getað gert það vísvit-
andi. Lýður sjálfur tók mjög skýrt
fram að hann væri ekki löglærður
maður. Fengnir hefðu verið sérfræð-
ingar til að sjá um þessi mál öll;
skjalagerð og tilkynningar og allan
frágang.
Sú sérfræðiaðstoð sem þar er vitn-
að til er frá Deloitte og Logos. Frá
Deloitte þurfti að fá sérfræðiskýrslu,
en það er lögbundið, sem staðfesti
hlutafjáraukninguna og frá Logos lög-
fræðilegt álit. Snemma var hins vegar
ljóst og kemur það skýrt fram í gögn-
um að Logos ætlaði ekki að gefa lög-
fræðilegt álit. Var það vegna mikilla
efasemda um að hlutafjáraukningin
stæðist lög. Þrátt fyrir þær efasemdir
þá sá Logos um ýmsa skjalagerð
áfram.
Mönnum ber svo ekki saman um
hvernig Deloitte tók á málinu. Starfs-
menn og forstjóri Deloitte segjast hafa
gert fulltrúum Exista það afar skýrt að
engin slík skýrsla yrði gerð enda ekki
hægt að staðfesta hlutafjáraukningu
sem brjóti í bága við lög. Starfsmenn
Exista og Bjarnfreður segja hins veg-
ar ekkert slíkt hafa komið fram heldur
hafi Deloitte ætlað að gera skýrslu en
hafa hana rúmt orðaða. Þar yrði reynt
á aðra túlkun á 16. gr. hlutafélagalaga
og svo skyldu menn bara sjá til hvort
þetta kæmist í gegn.
Skýrsla var send frá Deloitte, á lög-
fræðinga Exista og Bjarnfreð. Skýrsl-
an var í viðhengi tölvubréfs og í meg-
inmáli þess segir: „Hér er
sérfræðiskýrslan undirrituð.“
Bjarnfreður sendir í kjölfarið til-
kynningu til fyrirtækjaskráningar um
hlutafjárhækkunina og sendir skýrsl-
una með í viðhengi. Fyrirtækjaskrán-
ing tekur þetta gott og gilt og skráir
hlutafjáraukninguna.
Endurskoðandi og forstjóri Deloitte
sögðu fyrir dómi að engum hefði átt að
detta í hug að senda þessa skýrslu til
fyrirtækjaskráningar. Hún hefði verið
fyrir stjórn Exista. Lögmenn hjá Lo-
gos tóku undir með Bjarnfreði og
sögðu þetta hefðbundin vinnubrögð
hjá endurskoðendum ef senda ætti til-
kynningu um hlutafjáraukningu.
Skýrslan hafi enda litið út eins og sér-
fræðiskýrsla um hlutafjáraukningu.
Og já, Lýður. Hann sagði stjórn Ex-
ista hafa séð um allt þetta. Hann hafi
ekki komið þarna nálægt enda að
kaupa hlutaféð í hlutafjáraukningunni
í gegnum félag sitt og Ágústs bróður
síns, BBR. Þeir hafi aðeins verið kaup-
endur og forstjórar Exista í umboði
stjórnar hafi séð um söluna.
Hver var að blekkja hvern?
Þó svo sakamál sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni virðist einfalt
á yfirborðinu, vandast málin þegar endurskoðendur og lögmenn tala í kross við aðalmeðferð málsins
Morgunblaðið/Rósa Braga
Bekkurinn Gestur Jónsson, verjandi Lýðs, Lýður Guðmundsson, Almar Möller, aðstoðarmaður Gests, Þorsteinn
Einarsson, verjandi Bjarnfreðs, Bjarnfreður Ólafsson og fyrir aftan þá situr aðstoðarmaður Þorsteins Einarssonar.
„Í samræmi við samþykkt hlut-
hafafundar Exista frá 30. október
ákvað stjórn félagsins að auka
hlutafé í félaginu um 50 milljarða
hluta í skiptum fyrir 1 milljarð
hluta í Kvakki ehf. Þessi viðskipti
fela í sér að eigendur Kvakks ehf.,
Ágúst og Lýður [Guðmundssynir],
leggja Exista til 1,0 milljarð króna í
reiðufé.“ Þessi texti er úr tilkynn-
ingu frá Exista 8. desember 2008
og birtist á mbl.is sama dag.
Sérstakur saksóknari ákærði
Lýð 19. september 2012 fyrir að
hafa þann 8. desember 2008 sem
stjórnarmaður einkahlutafélagsins
BBR brotið vísvitandi gegn ákvæð-
um hlutafélagalaga um greiðslu
hlutafjár með því að greiða Exista
minna en nafnverð fyrir 50 millj-
arða nýrra hluta sem BBR keypti
sama dag og greiddi fyrir með 1
milljarði hluta í Kvakki sem metnir
voru á 1 milljarð króna.
Lögbrot fyrir opnum tjöldum?
LÍKINDI MEÐ TILKYNNINGU EXISTA OG ÁKÆRUNNI