Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 4

Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Gífurlegt fannfergi er víða á Norð- urlandi og hefur verið allar götur síðan í október. Hvorki var að sjá í Skíðadal í Eyjafirði né í Fljótum í gær að komið væri fram í maí og sömu sögu er að segja úr sveitunum austan Akureyrar; allt á kafi í snjó og ekki hægt að setja lömb út úr húsi. Næsta víst er að kal verður víða í túnum þegar þau koma loks undan snjó. Mokað var að Þrasastöðum, innsta bæ í Fljótum, í fyrradag en strax í gærmorgun var orðið kol- ófært. Um nóttina snjóaði á milli 30 og 40 cm. Á sunnudaginn var líka mokað frá útihúsum við Þrasastaði og frá heyrúllum, svo Jón Elvar bóndi kæmist að þeim. „Ég sé ekki einn einasta girðingarstaur. Ég geri ráð fyrir að jafnfallinn snjór hér sé að meðaltali um 180 sentimetrar,“ sagði Jón við Morgunblaðið. Sauð- burður er hálfnaður hjá honum en ekki hægt að hleypa neinni skepnu út eins og nærri má geta. Á Brúnastöðum í Fljótum eru um 800 fjár á fóðrum og von á tæplega 1.400 lömbum. Um 100 ær eru bornar en allar skepnur enn á húsi. Við útihúsin er engu líkara en steyptur hafi verið himinhár veggur og málaður hvítur – svo hár og þétt- ur er skaflinn eftir veturinn, en Siglufjarðarvegur raunar nánast auður nokkrum metrum frá, en skaflinn er gott dæmi um fann- fergið í vetur. Þorsteinn Jónsson á Helgustöð- um, örlítið innar í Fljótunum, prísar sig sælan að einungis þrjár ær eru bornar hjá honum af 400, en Þor- steinn og Guðrún Halldórsdóttir eiga von á 700 lömbum. „Það byrj- aði að snjóa í september og eftir vont hríðarskot seint í október hef- ur aldrei tekið upp. Þá komu allar skepnur á gjöf, hrossin líka, og hafa verið síðan. Engin skepna hefur verið úti fram á þennan dag.“ Þorsteinn bendir á að ástandið hafi ekki verið jafn slæmt í rúman áratug. „En 1995 var reyndar miklu, miklu meiri snjór. Þá settum við ekki kindur út fyrr en um miðj- an júní, nema rétt í kringum húsin.“ Þorsteinn er fæddur og uppalinn á Helgustöðum og tók við búskap af foreldrum sínum 1967. „Ég á ekki von á að mikill klaki sé undir snjón- um eða skemmd tún. Við sleppum yfirleitt vel hér í sveit. En auðvitað er maður aldrei öruggur.“ Þorsteinn og Guðrún segjast bjartsýn og spáð sé heldur hlýn- andi. „Það hefur alltaf komið sumar á endanum. Bara missnemma!“ seg- ir Guðrún á Helgustöðum. Sumarið kemur á endanum!  Gríðarlegur snjór í sveitum norðanlands  Mokað í fyrradag – ófært í gær  Skepnur í Fljótum voru teknar á hús í október og hafa verið á fóðrum síðan  Ekki verið svona mikill snjór síðan 1995 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gangnagerð í Skíðadal Bændur í Skíðadal í Eyjafirði hafa ekki farið varhluta af snjó. Þar eru allar skepnur á húsi sem annars staðar og ljóst að hefðbundin vorverk eins og girð- ingavinna eru ekki á næstu grösum. Óskar bóndi Gunnarsson á Dæli sýndi Morgunblaðinu í gær hvernig umhorfs er við sumarhús sem hann á á næstu jörð. Innivera Þorsteinn Jónsson á Helgustöðum í fjárhúsi sínu í gær. Allar skepnur eru enn inni. Útivera Þorsteinn á Helgustöðum mokar heimreiðina svo drossía blaðamanns kæmist í hlað. Yfir nótt Mokað við húsið í fyrradag, þetta var í gær. Tvílembd Ærin sú arna bar tveimur lömbum meðan Morgunblaðið staldraði við á Brúnastöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.