Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 28

Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 „Þeir áttu aldrei séns í okkur“ sagði Júlli þegar hann minntist fimleikaæfinganna sem hann og Siggi bróðir okkar fóru á í ÍR-hús- inu á Landakotstúni ungir drengir úr Skólastræti. Þarna voru strákar sem höfðu verið saman og æft lengi. Júlli var fimur og snöggur og djarfur í framgöngu. Hann vildi prófa nýja hluti en hinir voru með forskot í lærðum skylduæfingum með tækjum sem frændurnir höfðu ekki snert á. Við frændsystkin ólumst upp í barnahópi þriggja systra í tveimur húsum í Skólastræti auk þess sem amma okkar bjó í öðru húsinu og tveir móðurbræður ráku verslanir á strætishorninu. Í húsunum í kring voru fleiri fyrirtæki rekin á þessum tíma sem lituðu umhverfi okkar í uppvextinum. Hæst bar þar smíðaverkstæði í bakhúsi á lóðinni, ásamt með ljósmyndastof- unni. Júlla frænda var margt til lista lagt, hann var góður sögumaður, gat verið hæðinn, spaugsamur, hnyttinn, fljótur að átta sig á að- stæðum og koma auga á hvað skipti máli. Hann var frábær kokk- ur og höfðingi heim að sækja. Ör- læti hans átti sér engin takmörk. Júlli gerði ótrúlega margt úr litlu og innréttaði heilt stúdíó í kjallara- geymslu. Hann var smekkmaður fram í fingurgóma og trendsetter. Svo var hann bráðvel gefinn og Júlíus Agnarsson ✝ JúlíusAgnarsson upptökustjóri fæddist í Reykja- vík 22. febrúar 1953. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 26. apríl 2013. Útför Júlíusar fór fram frá Dómkirkjunni 3. maí 2013. Meira: mbl.is/minningar frændrækinn. Hann var flinkur fagmaður og óhræddur að fara eigin leiðir. Við systkinin þökk- um Júlla frænda sam- fylgdina og öll skemmtilegheitin gegnum tíðina. Birna, Sigurður, Guðný, Hans og Guð- rún Jónsbörn. Júlíus bróðir stjúpu minnar var snillingur á mörgum sviðum og átti mikið eftir að gefa. Þær eru marg- ar sögurnar af Júlla. Hann var krónískur prakkari og þjóðsagna- persóna. Við hittumst í fyrsta sinn í sunnudagsmat í Skólastræti 1 árið 1964. Þar var stöðug samkeppni um sniðugheit og frásagnarlist. Þó Júlli væri ekki gamall þá, gaf hann ekkert eftir. Frásagnarlistin var alltaf eitt af höfuðeinkennum Júlla. Hann var viðkvæmur og brothætt- ur, en með frásagnarlistinni byggði hann í kringum sig skel. Þeir sem komust inn í skelina fundu þar lýsandi perlu. Það lýsti af þeirri perlu gegnum glufur. Oft var bjarminn skær og ofur bjartur en stundum varð myrkrið áþreif- anlegt. Eftir Júlíus liggur mikill fjársjóður af hágæða handverki og listsköpun. Blessuð sé minning hans. Ásgeir R. Helgason. Í dag kveðjum við okkar elsku- lega frænda, vin og samferða- mann, Júlíus Agnarsson. Fjöl- skyldur okkar voru alla tíð bundnar sterkum og nánum ættar- og vináttuböndum. Við þær að- stæður uxum við úr grasi, ýmist í sama húsi eða hlið við hlið í Skóla- stætinu. Uppeldið var frjálslegt og bernskan áhyggjulaus, eins og okkar kynslóð þekkir. Júlíus var leiðtoginn í hópnum, enda einstaklega uppátækjasam- ur og hugmyndaríkur leikfélagi. Hann var engum öðrum líkur, skemmtilegur, hugaður og ævin- týraþráin var rík. Miðbærinn var leiksviðið: það var prílað í Torfunni, hjólað og hlaupið í Strætinu, boltum kastað og sparkað, kofar byggðir í port- um með efnivið frá smíðaverk- stæðinu Nýmörk. Menntó, „Olíó“, Biskupstúnið og Arnarhóll voru innan landamæra okkar. Alls staðar var Júlli og allir vildu vera þar sem hann var. Starfsemi fjölskyldufyrirtækis- ins, Hans Petersen, var fléttað ná- ið í líf og leiki okkar. Þar kviknaði snemma áhugi Júlla á ljósmynda- og Super8-kvikmyndatöku. Það þótti sérstakt hversu ötull og snjall myndasmiður Júlíus var; myndasafnið hans er ómetanlegur fjársjóður í dag. Á unglingsárum hafði Kana- sjónvarpið mikil áhrif á hann og svo komu Bítlarnir. Hann leit strax á þá sem persónulega vini sína, enda átti hann eftir að kynn- ast Ringo! Please, please me var spiluð upp til agna – nú vissi hann að popptónlistarsviðið yrði hans vettvangur. Aðrir munu eflaust gera þeim kafla betri skil. Við þökkum góðum dreng sam- fylgdina á lífsbrautinni til síðasta dags – strengurinn milli okkar slitnaði aldrei. Við þökkum allar ánægjustundirnar og ógleyman- legu sögurnar sem við munum varðveita í hjarta okkar. Sonum hans, Eiríki, Agnari og Birni, vottum við innilega samúð okkar, einnig systkinum hans og ástvinum öllum. Áslaug, Margrét, Pétur og Jens Ormslev. Það er sárt að kveðja kæran vin. Við kveðjum sérvitring, sér- fræðing, gleðiljón, leikstjóra, hljóðmeistara og heimspeking götunnar. Við kveðjum með þökk, fyrir allt og allt. Júlli skrifaði sína eigin sögu og endursagði hana á sinn einstaka hátt. Minning hans lifir í eyrum barnanna, í munnmæl- um næturinnar, í sonum hans og öllum sem hann tengdist og þekkti. Mér var hann vinur og læri- meistari, sagnamaður og eilífðar- strákur á skjön við næstum allt. Hann var einmana félagsvera, stækur húmanisti og baktjalda- listamaður sem kenndi mér svo margt um lífið og mennina. Ég mun ætíð sakna hans. Kristrún Heiða Hauksdóttir. Ég hitti Júlla oft að undanförnu og þakka mínum sæla fyrir það, á þessari stundu. Ég þakka líka kær- lega fyrir að fá að kynnast þessum yndislega manni, hlusta á hann, spjalla við hann, vinna fyrir hann. Maður gerði það ekki bara fyrir peninginn, heldur líka til að njóta samvista við karakterinn. Júlli léði tilverunni nefnilega aðra vídd. Því Studio Eitt var heimur út af fyrir sig og þar ríktu lögmál Júlla Agn- ars sem voru einhvern veginn öðruvísi en í heiminum fyrir utan. Hann var Dubmaster Íslands, mikils metinn hæfileikamaður á sínu sviði, hljóðvinnslu á tónlist og kvikmyndum, þ.á m. öllum stærstu teiknimyndunum, sem við þekkj- um svo vel. Hann var 6. Bítillinn, fyndinn með afbrigðum, hæfileika- ríkur og einstakur á alla lund. Júlli skipar veglegan sess í poppsögu Íslands, eins og allar ljósmyndirn- ar sem hann birti í óðaönn á Fés- bókinni að undanförnu bera glöggt vitni um. Hann sagði manni óborg- anlegar sögur úr fortíðinni, sem seint munu gleymast, margar ekki prenthæfar. Júlli tók ekki þátt í þrasinu í samfélaginu, en var samt með flest á hreinu. Nema kannski að fara vel með sjálfan sig, því mið- ur. Hann hélt tryggð við sína, var örlátur, drengur góður. Ég hitti Júlla síðast daginn áður en hann yfirgaf bygginguna. Ég á leið heim úr vinnu, hann á leið að leita náðar hjá þeim kóngi, sem lagði hann endanlega að velli. Þau reyndust oft erfið tímabilin milli vinnutarna hjá Júlla, milli Disney og Dream- works. Við áttum gott spjall eins og alltaf þegar við hittumst. Nú ætlaði hann að taka sig á, gera eitt- hvað í sínum málum. Og ég trúði honum og ítrekaði vináttu mína og stuðning, sem hann átti vísan, sem og hjá svo mörgum sem þótti vænt um hann. Ég faðmaði vin minn innilega, þarna fyrir utan Grettis- gat, þar sem hann hafði oft átt góð- ar stundir. Þetta reyndist okkar síðasta stefnumót og nú er Júlli In The Sky With Diamonds. Ég votta fjölkyldu hans mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Júl- íusar Agnarssonar. Ég sakna hans. Stefán Jónsson. Okkar fyrstu kynni urðu við tökur á kvikmyndinni Með allt á hreinu, en Júlíus var hljóðmaður Stuðmanna. Um hæfni hans á þeim vettvangi lék enginn vafi, enda hafði hann áralanga reynslu að baki, hafði reyndar sjálfur verið í hljómsveitum, m.a. í tvíeykinu Andrews. Hins vegar hafði hann ekkert reynt fyrir sér í leiklist, svo að það kom svolítið á óvart þegar hann bauðst til að vera með atriði í hæfileikakeppni, en það var eitt af mörgu hjákátlegu sem mönnum datt í hug að gera í þeirri mynd. Júlíus setti hins vegar tvö skilyrði, sem leikstjóranum þóttu í strang- ara lagi: í fyrsta lagi yrði engin æf- ing, í öðru lagi yrði atriðið einungis flutt einu sinni. „Hvernig á ég þá að vita hvernig skotið á að vera?“ spurði ég. „Settu vélina bara á þrí- fót úti í sal,“ sagði hann. „Verð- urðu mikið á hreyfingu? Á þetta að vera víð mynd eða þröng?“ spurði ég. Svarið var fremur óljóst, og því fékk tökumaðurinn þau fyrirmæli að stilla vélinni upp úti í salnum miðjum og beina henni í flennivíð- um vinkli upp á sviðið. Síðan sté hljóðmaðurinn fram undan hliðartjaldinu, íklæddur indverskri hippamussu, með síða, rauða hárkollu, og sýndi töfra- brögð, fullkomlega fáránleg, en af- skaplega fyndin. Þetta var upphaf- ið að afskiptum Júlíusar Agnarssonar af leiklist, en sá ferill varð lengri og farsælli en hann sjálfan óraði fyrir. Hann lék í lang- fyndasta atriðinu í Hvítum máv- um, var drykkfellda löggan sem skreið undir embættisbílinn á ferð til að fá sér snabba. Hann kom fram í áramótaskaupi, lék þar m.a. á móti Gísla Halldórssyni og Rúrik Haraldssyni. Seinna var hann í bráðfyndnum auglýsingum fyrir Svein bakara, en þær munu hafa aukið sölu um allan helming á brauði og kökum frá Beini svak- ara, afsakið, Sveini bakara. Þegar hér var komið sögu hafði Júlíus opnað eigið hljóðver þar sem hann sá einkum um talsetn- ingar á teiknimyndum. Í upphafi vann hann með ýmsum leikstjór- um, en tók það hlutverk smám saman yfir, þannig að á endanum var engin þörf fyrir okkur leik- stjórana. Gott dæmi um það er Toy Story eitt, tvö og þrjú. Ég leik- stýrði þeirri fyrstu, en fékk síðan bara að þýða tvö og þrjú, Júlíus sá um leikstjórnina þar. Aldrei bar á öðru en að leikurum þætti gott að vinna undir stjórn Júlíusar. Leið- beiningar hans voru tæpitungu- lausar, en jafnframt hvetjandi, og árangurinn eftir því. Í mörg ár var Júlíus þannig einn afkastamesti leikstjóri landsins, án þess að nokkurn tíma væri vakin á því at- hygli. Fyrir nokkrum árum kom út bók með gamansögum Tómasar M. Tómasasonar bassaleikara úr tónlistarlífinu. Í þeim flestum var Júlíus aðalpersónan. Og nú, þegar hlutverki Júlíusar er lokið í lífinu, munum við eftir litríkum persónu- leika með einstaka kímnigáfu, sem átti þó til að súrna við ótæpilega rauðvínsdrykkju. Við munum eftir næmum tilfinningamanni, sem alltaf skilaði góðu verki, hvað sem tautaði og raulaði. Best man ég þó eftir vininum Júlíusi, en hann lagði mikið upp úr vináttunni og var ófeiminn við að auðsýna hana. Hans verður sárt saknað í miðborg Reykjavíkur. Ágúst Guðmundsson. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt ykkur sem foreldra, þennan styrk sem þið hafið veitt mér í lífinu, sem ég finn og nýt góðs af í dag. Hugrekki fyrir hvern dag í þessum erfiðu veik- indum sem sýndi hversu sam- rýnd þið, elsku pabbi og mamma, voruð og eruð. Alltaf jafn gott að koma heim í Kjarrmóann í hlýjuna til ykkar. Kærleikur og kraftur sem ein- kenndi ykkur og var alltaf til staðar fyrir okkur öll. Við verð- um alltaf sameinuð í anda og hjarta. Guð blessi ykkur elsk- urnar. Kærleikans faðir, allri hugsun ofar, auðmjúk vér krjúpum og þig biðjum heitt: Gef þessum börnum ást, sem aldrei svíkur, ást sem í hjörtum tveimur slær sem eitt. Guðmar Pétursson og Elsa Ágústsdóttir ✝ GuðmarPétursson fæddist í Reykjavík 24. október 1941. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suður- nesja 26. apríl 2013. Elsa Ágústs- dóttir fæddist á Siglufirði 21. desember 1939. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 26. apríl 2013. Útför Guðmars og Elsu fór fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 3. maí 2013. Kærleikans faðir, ver þeim tákn og vissa vonar í trú, sem reist á bjargi er, veittu þeim styrk og þolgæði í þrautum, þrek því að mæta, sem að höndum ber. Veit þeim þá gleði’, er geislum lýsir harma, gef þeim þann frið, sem kyrrir æviél; gef þeim að rísi’ í ástum endurbornum eilífðarmorgunn fagur bak við hel. (Guerney. Þýð. Lárus H. Blöndal) Ykkar Sigrún. Hæ afi. Jæja nú ertu farinn í stóru ævintýraferðina með ömmu og svo þegar við verðum gömul munum við hittast aftur. En mundu, að við elskum þig sama hvað gerist. Aldrei gleyma tímunum sem við áttum saman. Við gefum þér stóran koss og stórt knús. Hæ amma. Við söknum þín og elskum þig og munum alltaf gera, sama hvað gerist. Þú ert besta amma sem við höfum nokkurn tíma kynnst og haltu áfram í þinni ævintýraferð með afa. Aldrei gleyma skemmtilegu tímunum sem við áttum saman og við elskum þig alltaf. Við gef- um þér stóran koss og stórt knús. Svala og Tómas Óli. Skrefin eru þung þegar við kveðjum elskulegan bróður og mágkonu, Bóa og Elsu, sem kvöddu okkur hinn 26. apríl síð- astliðinn. Enn er höggvið í okkar litlu fjölskyldu, en Bói er sá fjórði af okkur fimm systkinum sem kveður, eftir langvarandi erfið veikindi. Sorgin er sár en við höfum ljúfar minningar til að ylja okkur. Minningar um sam- heldin hjón sem stóðu þétt sam- an hvað sem á bjátaði. Sam- heldni þeirra minnir okkur sem eftir stöndum á að halda vel hvert utan um annað í erfiðleik- unum og lífinu öllu. Minningar um Bóa bróður frá því að við vorum krakkar í Mel- gerðinu eru margar og svo óend- anlega dýrmætar. Við vorum samhent systkini og Bói stóri bróðir einstaklega hlýr og góður við okkur litlu systur sínar. Þó að samverustundir okkar systk- inanna væru ekki alltaf margar var sambandið alltaf gott. Bói og Elsa sýndu sonum okkar og fjöl- skyldum þeirra alltaf mikinn áhuga og hlýju. Elsku Gústa, Sidda og fjöl- skyldur, missir ykkar er mikill. Við Jón og fjölskylda okkar sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góð- an Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Komin er kveðjustundin, klökknar og bljúg er lundin. Friður þér falli í skaut farvel á friðarbraut. Englar ljóssins þig leiði lýsi og veginn þinn greiði þá héðan þú hverfur á braut. (G.H.) Ykkar systir og mágkona, Guðríður (Lilla). Góðir vinir eru fallnir frá, Guðmar Pétursson, Bói, og Elsa Ágústsdóttir. Leiðir okkar Bóa lágu fyrst saman í smáíbúðahverfinu 1952 í Melgerðinu þar sem við bjugg- um hlið við hlið í nokkur ár. Þar varð til vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Bói var þessi ábyrgi sem sagði mér sprelli- karlinum „svona gerir maður ekki“. Góð lýsing á Bóa er þegar við fórum að vinna sem pollar, ég 13 en hann 14 ára, hjá Bæjarút- gerðinni vestur á Meistaravöll- um við að breiða saltfisk til þurrkunar. Þarna unnum við í þrjá daga og svo kom að útborg- un; ég fékk 135 kr. en Bói 260 kr. Við héldum á sömu börunum allan tímann, en verkstjórinn sagði: „Þú ert 13 og þetta er bara svona, þú áttir bara að segja að þú værir 14!“ Þá sagði Bói: „Þetta er ekkert mál, við skiptum bara jafnt.“ Svona var þessi elska, alltaf sami góði drengurinn. Við vorum mjög nánir og fór- um helst ekkert nema saman. Lillý systir og Ingi mágur bjuggu hjá okkur um tíma og Ingi stríddi okkur með því að við gætum ekki farið á klósettið nema saman. Árin liðu, við vor- um forfallnir gömludansafíklar og þar hittust Elsa og Bói. Bói fór að læra vélvirkjun hjá Sigga Sveinbjörns á Skúlagötunni en ég fór til sjós. Þegar komið var í land var farið á gömlu dansana. Í þann tíð voru gömlu dansarnir sex sinnum í viku. Árin liðu og Bói og Elsa fluttu í Sandgerði. Marga sunnudagsbíltúrana var farið í Sandgerði. Elsa, þessi myndarlega húsmóðir, átti alltaf nýbakað og flott með kaffinu. Ég fór að vinna á Vellinum í vaktavinnu og þá var oft boðið upp á næturgistingu í Sand- gerði. Þá settumst við vinirnir saman og rifjuðum upp gömlu árin. Á þessum árum voru dæt- urnar Ágústa og Sidda á ung- lingsaldri en þær fóru ekki út þau kvöldin, heldur sátu heima og hlustuðu og hlógu allt kvöld- ið. Til marks um vinnubrögð Bóa og vandvirkni má geta þess, að 1976 smíðaði hann kerru aftan í bílinn minn, hún er ennþá í notk- un. Sameiginlegt áhugamál okk- ar var söngurinn, hann söng í Karlakór Keflavíkur í áratugi og átti margar góðar minningar þaðan. Það er margs að minnast og margt að þakka, en svona vini eignast maður bara einu sinni á lífsleiðinni. Elsku vinir Bói og Elsa, bestu þakkir fyrir að mega vera vinur ykkar öll þessi ár. Elsku Ágústa og Sidda, guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum en minningin um yndis- lega foreldra hjálpar ykkur í gegnum þetta. Ég gleymi ei við góðra vina skál mér gaman þótti að dvelja með þér stund og eins var gott ef angur mæddi sál að eiga tryggan vin með kærleikslund. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti) Arilíus Harðarson (Búbbi). Það fylgir því tregi og sorg að kveðja hjónakornin Elsu og Bóa, eins og Guðmar var ávallt kall- aður. Við minnumst þeirra með þakklæti fyrir ógleymanlegar stundir í gegnum árin. Það koma upp í hugann gamlar myndir af okkur saman í Kálfárdalnun þar sem gantast var með hvort „læki meira hjá Eyjólfi eða Ásmundi“ en þá voru það svilarnir að lag- færa pípulagnir og hvorugur vildi viðurkenna að það læki hjá honum. Ferðum fækkaði, norður og suður, með árunum en þá var bara hringt meira á milli til að fá fréttir af líðan og hvernig gengi með alla í fjölskyldunni. Elsu þótti vænt um þetta fallega ljóð og við kveðjum þau með því. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Við sendum Gústu og fjöl- skyldu og Siddu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þorbjörg Ágústsdóttir (Obba) og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.