Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Færri lokanir á LSH í sumar
19% af legurýmum lokað þegar mest er Svipað fyrirkomulag á geðsviðinu
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Sumarlokanir á Landspítalanum
verða hlutfallslega minni í ár en í
fyrra. Að því er segir í sumaráætlun
sem framkvæmdastjórn spítalans
samþykkti í gær munu lokanir nema
19% af virkum legurýmum þegar
mest er. Einnig segir að helsta breyt-
ingin frá síðasta sumri sé að færri
rýmum verði lokað á lyflækninga-
sviði, í ár verður mest 41 rúmi lokað á
lyflækningadeild en þegar mest var í
fyrra var 56 rúmum lokað.
Á geðsviði spítalans verða lokanir
með svipuðu sniði og undanfarin ár að
sögn Páls Matthíassonar, fram-
kvæmdastjóra geðsviðs. „Við reynum
að dreifa lokunum en auðvitað verður
að tryggja að bráðveikt fólk fái fulla
þjónustu,“ ítrekar Páll.
Ekki sparnaður
Einni af fjórum móttökugeðdeild-
um spítalans verður lokað í níu vikur
en starfsemi hinna þriggja verður
með óbreyttum hætti. Páll segir að
ástæða sumarlokana sé ekki sparn-
aður. Lokanir komi til af því að þörfin
á þessum árstíma sé minni. Þá bætir
Páll við að nauðsynlegt sé að ráðast í
endurbætur og nauðsynlegt viðhald
innan deilda sem ekki sé hægt að
sinna á meðan deildirnar séu opnar.
Páll telur að lokanir komi ekki
frekar niður á einum hópi sjúklinga
en öðrum. „Ef einhverri þjónustu er
hætt þá tekur önnur við á móti, þann-
ig verður ekki rof á þjónustu,“ segir
Páll og tekur dagdeild átröskunar
sem dæmi en hún er lokuð í 11 vikur í
sumar. Hinsvegar verður göngudeild
átröskunar opin í allt sumar. Páll seg-
ir að vel hafi tekist til með sumarloka-
nir undanfarin ár og ekki hafi komið
til vandræða á geðsviðinu í kjölfar
lokana. » 6
Morgunblaðið/Ómar
Landspítali Sumarlokanir eru hlut-
fallslega minni í ár en í fyrra.
Umboðsmaður T-lista Dögunar í Suðvesturkjördæmi gerir
fjölda athugasemda við framkvæmd alþingiskosninganna.
Lagði hann fram skýrslu um það á fundi landskjörstjórnar
í gær. Landskjörstjórn bókaði að í skýrslu T-listans komi
fram mikilsverðar ábendingar sem komið verði á framfæri
við rétta aðila.
Baldvin Björgvinsson, umboðsmaður T-lista, gerir al-
varlegar athugasemdir við að gegnsæ tjöld voru fyrir kjör-
klefum á tveimur kjörstöðum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Telur hann að auðvelt hafi verið að sjá hvað kjósandi var að
kjósa. Hann gerir athugasemdir við fleiri atriði, meðal ann-
ars bann við notkun farsíma á nokkrum kjörstöðum. Bald-
vin segir að hvaða kjósandi sem er geti kært framkvæmd
kosninganna og telur að tilefni séu næg.
Á fundi landskjörstjórnar þar sem úthlutun þingsæta
var kynnt lét Baldvin bóka kæru um úthlutun þingsæta á
þeim forsendum að hún feli í sér misjafnt vægi atkvæða og
brjóti í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Lands-
kjörstjórn mun senda kæruna til innanríkisráðuneytis en
það er endanlega Alþingis að úrskurða. helgi@mbl.is
Gegnsæ tjöld fyrir klefum
Umboðsmaður Dögunar í Suðvesturkjördæmi gerir at-
hugasemdir við framkvæmd alþingiskosninganna
Morgunblaðið/Kristinn
Athugasemdir Baldvin Björgvinsson, umboðsmaður
Dögunar, færir fram athugasemdir sínar.
Tekjur Grindavíkurbæjar jukust
óvænt á síðasta ári þannig að
rekstrarhagnaður varð 170 millj-
ónum kr. meiri en gert var ráð fyrir
í fjárhagsáætlun ársins. Mestu
munar um að útsvarstekjur urðu
100 milljónir kr. umfram það sem
búist var við og framlag úr Jöfn-
unarsjóði hækkaði um 50 milljónir.
Ársreikningur Grindavíkurbæjar
hefur verið lagður fram til fyrri
umræðu í bæjarstjórn. Hann sýnir
230 milljóna króna afgang.
Grindavíkurbær áformar að fjár-
festa fyrir um 1.700 milljónir kr. á
næstu fjórum árum, meðal annars
með byggingu íþróttamannvirkja
og bókasafns og tónlistarskóla við
grunnskólann. Framkvæmdirnar
verða að mestu fjármagnaðar með
veltufé frá rekstri þannig að ekki
þarf að taka lán vegna þeirra.
Útsvarstekjur
jukust óvænt
Enginn frambjóðandi var nálægt því
að falla úr þingsæti eða neðar á lista
vegna útstrikana kjósenda eða end-
urröðunar. Guðlaugur Þór Þórðar-
son, sem kosinn var á þing sem
þriðji maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavíkurkjördæmi
suður, varð fyrir hlutfallslega flest-
um útstrikunum. 5,96% kjósenda
listans strikuðu hann út en 20%
hefði þurft til að færa hann neðar og
úr þingsæti.
5,66% kjósenda VG í Reykjavík
suður strikuðu út nafn Álfheiðar
Ingadóttur. Hún náði ekki kjöri og
breytingarnar raska ekki sæti henn-
ar sem varaþingmanns.
5,03% kjósenda D-listans í Suður-
kjördæmi strikuðu út nafn Ásmund-
ar Friðrikssonar sem var í þriðja
sæti á lista og náði kjöri.
738 kjósendur eða 4,73% kjósenda
Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur-
kjördæmi strikuðu út nafn for-
mannsins, Bjarna Benediktssonar.
Tvöfalt fleiri hefði þurft til að færa
hann niður um sæti.
Af öðrum frambjóðendum sem
fengu útstrikanir má nefna Jón Þór
Ólafsson, sem kosinn var á þing fyrir
Pírata í Reykjavík suður, 3,90%,
Vigdísi Hauksdóttur, þingmann
Framsóknar í sama kjördæmi,
3,86% og Elínu Hirst sem kosin var
fyrir D-lista í Suðvesturkjördæmi,
3,53%. helgi@mbl.is
Flestir
færðu Guð-
laug Þór
Útstrikanir
höfðu engin áhrif
„Maður var frjáls í þessu áður fyrr, gerði þetta eins og manni sýndist. Nú
er rétt að maður megi taka grásleppuna, ef hún snýr ekki rétt í netinu og
fiskurinn má ekki synda í netin. Það eru boð og bönn í allar áttir,“ segir
Einar Magnússon grásleppuveiðimaður sem lokið hefur vertíðinni með fé-
lögum sínum á Bæjarfellinu. Þeir gera út frá Reykjavík og tóku síðustu
netin upp í fyrradag. Birgir Guðjónsson á Bæjarfellið en Einar og Guð-
mundur Jónsson eru með honum.
Veiðitíminn var í ár styttur niður í 32 daga og netunum fækkað í 100.
Einar segir að þetta sé stuttur tími. Veiðin hafi verið þokkaleg seinni hluta
tímans, grásleppan hafi verið að koma þegar þeir þurftu að hætta. Þá hef-
ur verðið lækkað mikið frá því í fyrra. „Þetta verður miklu lélegra en í
fyrra. Það fer að verða vonlaust að standa í þessu,“ segir Einar. Hann tek-
ur raunar fram að hann sé kominn á eftirlaun og megi ekki þéna of mikið
því þá sé allt tekið af honum.
„Maður var frjáls í þessu áður fyrr“
Morgunblaðið/Árni Sæberg