Morgunblaðið - 14.06.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 14.06.2013, Síða 2
Lómagnúpur Le ira Brú yfir Leirur Núpsstaður Ný brú Loftmyndir ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Gangurinn í framkvæmdum er góður og um- ferð verður vænt- anlega hleypt á nýja brú snemma í ágúst,“ segir Sveinn Þórðarson vegaverkstjóri. Hann fer fyrir öðrum af tveimur brúarvinnuflokkum Vegagerðarinn- ar, sem þessar vikurnar byggir nýja brú yfir svonefndar Leirur við Lómagnúp. Vatnið finnur sér farveg Núverandi brú á Leirum, sem nokkru ofar heitir Aurá, var byggð fyrir um fjörutíu árum og er barn síns tíma. Er einbreið, en hjá Vega- gerðinni hefur verið lögð sérstök áhersla á að fækka slíkum mann- virkjum t.d. á hringveginum, með tilliti til slysahættu. Brúin nýja, sem verður skammt austan við þá gömlu er tólf metra löng og tíu metra breið. „Vatnið finnur sér alltaf farveg. Því þarf ekki að reisa sérstaka varnargarða vegna þessa eða fara í mikla jarðvinnu,“ segir Sveinn sem fer fyrir níu manna vinnuflokki. Kjarni hans eru þrælvanir smiðir sem starfað hafa saman í áraraðir og brúað mörg vatnsföllin. Þúsund bílar á dag Á síðastliðnum árum hafa verið ýmist breikkaðar eða byggðar tví- breiðar brýr yfir þrjár ár á Síðu og í Fljótshverfi. Leirubrúin er sú fjórða í röðinni og er kostnaður við fram- kvæmdirnar áætlaður rúmar 50 millj. kr. Brýr á þessum slóðum – og eins þær sem eru á söndunum miklu svo sem Skeiðarárbrúin mikla – voru byggðar upp úr 1970, það er í tengslum við opnun hringvegarins þjóðhátíðarárið 1974. „Umferðin hefur aukist mikið og þær brýr sem eru með timburgólfi þola tæplega þúsund bíla á dag. Því er kominn tími á endurbætur og við- hald,“ segir Sveinn sem stýrt hefur vinnuflokknum, sem gerður er út frá Vík í Mýrdal, síðastliðin fjórtán ár. Framkvæmdir Leirur falla fram skammt vestan við Lómagnúp, sem setur sterkan svip á umhverfið. Brúa við Lómagnúp  Tvíbreið brú og slysagildru útrýmt  Fimmtíu milljóna framkvæmd  Endurbóta þörf á brúnum á söndunum Sveinn Þórðarson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Leggjarbrjótur með Ferðafélagi Íslands 17. júní Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. Brottför: Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Gengin forn þjóðleið frá Svartagili í Þingvallasveit, inn eftir Öxarárdal, yfir Leggjarbrjót og niður að Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði. 5-6 klst. Verð: 4.000 / 6.000 Innifalið: Rúta og fararstjórn. Sjá nánar um ferðina á www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Bæjarstjórn Fjallabyggðar birti í gærkvöld stjórnsýsluúttekt sem Haraldur L. Haraldsson hagfræð- ingur vann fyrir sveitarfélagið. Bæj- arstjórn hafði deginum áður sam- þykkt á bæjarstjórnarfundi tillögur sem unnar voru upp úr skýrslunni en skýrslan var fyrst birt opinberlega í heild sinni þegar skýrsluhöfundur kynnti innihald hennar á opnum íbúafundi í Ólafsfirði síðdegis. Í skýrslunni er farið ítarlega yfir stöðu sveitarfélagsins og loks birtar tillögur að hagræðingu í rekstri til þess að hægt sé að standa undir nýj- um framkvæmdum og jafnvel lækk- un skatta. Til viðmiðunar notaðist skýrsluhöfundur við gögn frá sveit- arfélaginu og tölur frá sambæri- legum sveitarfélögum að stærð er varðar íbúafjölda. Skuldastaðan góð Í skýrslunni kemur fram að skuldastaða sveitarfélagsins sé góð og alveg innan þeirra marka sem ný sveitarstjórnarlög heimila. Tekjur sveitarfélagsins eru nokkuð góðar en athygli vekur að Fjallabyggð hefur á undanförnum árum verið með næst- um helmingi lægri fasteignaskatt á hvern íbúa heldur en sveitarfélögin sem borið var saman við. Þetta kem- ur til vegna þess að fasteignamatið er lágt samanborið við hin sveitar- félögin. Einnig kemur fram í skýrslunni að í kjölfar sameiningar sveitarfélag- anna sem mynduðu Fjallabyggð árið 2006 hafi stöðugildum fjölgað fram til ársins 2009 en síðan fækkað aftur, og eru þau nú nánast jafnmörg og árið 2006. Ekki hafi því náðst bein hagræðing hvað varðar fjölda stöðu- gilda við sameininguna. Meðal þess sem lagt er til að gert verði, er að bæjarskrifstofur Fjalla- byggðar verði sameinaðar á einn stað í Ráðhúsinu á Siglufirði. Áfram verði þó móttaka í Ólafsvík. Samstaða um tillögurnar Þorbjörn Sigurðsson, varaforseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar segir þverpólitíska sátt hafa myndast um að hrinda í megindráttum í fram- kvæmd þeim tillögum sem fram komu í úttektinni. Bæjarstjórn hafi samþykkt einróma tillögurnar sem unnar voru upp úr skýrslunni og eru þær því á ábyrgð allrar bæjarstjórn- arinnar. Þorbjörn segir úttektina mjög gagnlega. „Við erum að taka í gegn reksturinn á bænum aðallega, meðal annars verður sviðum fækkað úr fimm niður í þrjú auk þess sem nefndum verður breytt svolítið. Síð- an verða launamál samræmd í sveit- arfélaginu. Gjöld munu ekki breyt- ast með beinum hætti, en það gætu orðið litlar breytingar á einstaka þáttum,“ segir hann. Ekkert kom sérstaklega á óvart Hann segir að ef árangur náist, þá eigi íbúar að njóta góðs af því. „Ef sá árangur næst sem stefnt er að með öllum þessum aðgerðum, þá mun það koma íbúum til góða, beint eða óbeint.“ Þorbjörn segir ekkert hafi komið sérstaklega á óvart í skýrsl- unni. „Það var í raun bara gott að fá utanaðkomandi aðila til þess að líta óháð yfir sviðið. Við vorum sammála um eitthvað, og ósammála um annað, en samstaða ríkti um að leggja þess- ar tillögur til grundvallar.“ Fjallabyggð hagræðir í rekstri  Stjórnsýsluúttekt á rekstri sveitarfélagsins kynnt í gær  Lagt til að bæjarskrifstofur verði sameinaðar á einn stað á Siglufirði  Stöðugildi í dag nánast jafnmörg og við sameiningu 2006 Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kynning Haraldur kynnir niðurstöður skýrslunnar á íbúafundi í gær. Björgunarsveitir sem leitað hafa að manninum sem féll í Hjaltadalsá hafa í samráði við lög- reglu ákveðið að gera hlé á leitinni þar til á laugardag. Undanfarna daga hefur verið leit- að meðfram árbakkanum og í fjörum við ósinn. Á laugardaginn mun leitin hefjast aftur, en undirbúningur umfangsmeiri leitaraðgerða er þegar hafinn. Vonast er til að hægt verði að setja leitarmannskap út í ána, en hingað til hef- ur straumur í ánni gert leitarfólki erfitt fyrir. Norðanáttin hefur torveldað leitarmann- skapnum leit í sjónum fyrir utan ósinn, þar sem henni fylgir nokkur alda. Leit að manninum hætt þar til á laugardag Morgunblaðið/Björn Jóhann Jakob Svavar Sigurðsson vann sér sæti í landsliði Íslands fyrir Heimsleika íslenska hestsins sem fram fara í Berlín í ágúst. Hann fer þangað með Al frá Lundum 2. Úr- tökumótið er liður í Gullmóti sem fram fer þessa dagana á félagssvæði Fáks í Víðidal. Þrír knapar til viðbótar unnu sér rétt til að fara til Berlínar. Viðar Ingólfsson á Hrannari frá Skyggni fer sem efsti maður í fjórgangi. Arnar Bjarki Sigurðsson á Arnari frá Blesastöðum 1A vann sæti ungmenna í fimmgangi og Arna Ýr Guðnadóttir á Þrótti frá Fróni í fjórgangi. Í dag ráðast úrslit í keppni um landsliðssæti í tölti og fleiri greinum. Úrtökunni lýkur í kvöld. Landsliðs- mennirnir keppa síðan á Gullmótinu á sunnudag. Jakob Svavar og Viðar unnu landsliðssæti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.