Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 8

Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Vinstrivaktin telur að ESB-umræðan sé komin í nýjan fasa með nýrri ríkisstjórn:    Nú er farið aðtala um að fylgjast með fram- vindunni í ESB, nokkuð sem lengst af síðasta kjör- tímabils (nema rétt undir lokin) var illa séð.    Það er hins vegar mjög brýntog merkilegt verkefni, hvort sem fólk vill standa utan ESB, eins og þorri íslensku þjóðar- innar, eða ganga í ESB eins og flestir í ört smækkandi Samfylk- ingu og stök sál í öðrum flokkum.    Þróunin innan ESB varðar okk-ur Íslendinga eins og aðra í samfélagi þjóðanna og eins og þróun annars staðar á jarðkringl- unni kemur okkur við. Í fyrsta lagi vegna þess að okkur er ekki sama um hag samborgaranna, al- veg sama hvaða stjórnarfar þeir búa við. Og einnig vegna þess að hugmyndafræði í stjórnmálum er eilíf barátta á milli mismunandi sjónarmiða. Vinstra fólk er al- mennt gagnrýnið á það að köld kapítalísk sjónarmið ráði ferðinni.    Greinilegt er að mikill munurer á þeim skilaboðum sem koma frá ESB-kerfiskörlum og frá fólkinu í ESB-löndunum, eink- um þeim sem búa við kúgun og harðræði vegna kaldranalegra að- gerða sem stjórnvöldum er gert að grípa til. Við heyrðum fyrir nokkrum dögum Francois Hollande Frakk- landsforseta lýsa því yfir að kreppunni innan ESB væri lokið og á sama tíma voru grísk stjórn- völd að reyna að loka ríkisútvarp- inu til að reyna að ná ríkisút- gjöldum inn fyrir rammann sem ESB/AGS hafa skammtað þeim.“ Breytt viðhorf STAKSTEINAR Kr. 2.160 Kr. 2.090 ENDALAUS SKÆRI Kr. 5.450 Kr. 7.380 Verð frá kr. 5.335 - 9.100 8“ - 10“ Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Kr. 4.205 Kr. 3.310 skæri í úrvali Hárskæri Veður víða um heim 13.6., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 14 heiðskírt Akureyri 15 skýjað Nuuk 1 þoka Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 18 heiðskírt London 13 skýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 22 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 22 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 12 súld New York 14 skýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:58 23:59 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:13 23:43 Fleiri konur leita sér áfengismeð- ferðar hjá SÁÁ nú en fyrir nokkr- um árum. Það þarf þó ekki endi- lega að þýða að áfengisneysla kvenna hafi aukist, heldur hafa breytt viðhorf í samfélaginu orðið til þess að konur eru óragari við að fara í meðferð en áður. Konur voru um 30% þeirra sem leituðu meðferðar hjá SÁÁ í fyrra og ung- um konum í meðferð hefur fjölgað. Á milli 1.600 og 1.800 fá meðferð hjá SÁÁ á ári hverju. „Sem betur fer eru fordómar á undanhaldi, en það eru þó ennþá meiri fordómar gagnvart þeim konum sem fara í áfengismeðferð en körlum,“ segir Hörður Oddfríð- arson, dagskrárstjóri SÁÁ. „Þetta tengist kannski því að konur bera oft meiri ábyrgð á heimilinu en karlar. Það þykir meira mál ef kona bregst börnunum sínum vegna drykkju en ef karl gerir það.“ Komast ekki í meðferð Hörður þekkir dæmi þess að konur í áfengisvanda segist ekki geta komið í meðferð vegna barnanna. „Ég hef aftur á móti aldrei upplifað það að karl segist ekki geta komið í meðferð vegna þess að hann þurfi að sjá um börn- in sín.“ Hörður segir lítinn mun á drykkjuvenjum karla og kvenna, en konur fari þó frekar í felur með drykkju sína og ljúgi til um hana. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn- ir á Vogi, segir að svokölluð dag- drykkja, þegar fólk neytir tals- verðs magns áfengis fimm sinnum eða oftar í viku, hafi færst í vöxt meðal kvenna. „Áður voru þetta aðallega karlar komnir yfir miðjan aldur, en núna sjáum við þetta líka hjá konum. Þetta er oft tengt miklum breytingum í lífi fólks, ást- vinamissi eða breytingum á vinnu.“ Þórarinn segir aldursdreifingu þeirra kvenna sem koma í meðferð hjá SÁÁ jafnari en hjá körlunum. „Þeir eru mikið að koma á milli tvítugs og þrítugs, þar er topp- urinn hjá þeim. En konurnar koma á öllum aldri.“ annalilja@mbl.is Konum fjölgar í áfengismeðferð Morgunblaðið/Billi Áfengi Konum í meðferð hjá SÁÁ, sér í lagi ungum konum, hefur fjölgað talsvert undanfarin ár. Enn eru karlar þó 70% þeirra sem fara í meðferð.  Dagdrykkja og drukkið í laumi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.