Morgunblaðið - 14.06.2013, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.06.2013, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 25 gönguleiðir á Snæfellsnesi salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Fjölbreyt tar göngulei ðir við allra hæfi Ný bók í þessum vinsæla bókaflokki Eftir Reyni Ingibjartsson Kort með fjölda örnefna, fylgir hverjum gönguhring, ásamt leiðarlýsingu og myndum af því sem fyrir augu ber. Snæfellsnes er meðal vinsælustu ferðamannastaða. Hér vísar Reynir okkur veginn að nokkrum fegurstu náttúruperlunum. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Við erum að vinna að efni ánýja plötu akkúrat núna.Við erum búin að vera mik-ið í stúdíói upp á síðkastið og hún á að koma út í október. Ann- ars virðist það vera eitthvað svo staðl- að svar hjá hljómsveitum þegar þær mæta í viðtal, að þær séu að vinna að nýju efni. Það segir kannski ekkert,“ segir Halldór. Sveitin gerði nýlega samning við enska útgáfufyrirtækið Wall of Sound, sem meðal annars hef- ur sveitir á borð við Royksöpp og The Human League á sínum snærum, og heldur brátt í tónleikaferðalag til Bretlands. Frumkvöðullinn Mark Jones er maðurinn á bak við fyrir- tækið en samkvæmt Kristjáni er kappinn mikil goðsögn sem gjarnan klæðist bleiku frá toppi til táar. „Við hittum hann fyrst á Great Escape í Brighton. Við kynntumst honum síðan betur á Airwaves núna síðast. Hann sá okkur spila á litlu og stóru sviði og vildi endilega fá okkur til liðs við sig,“ skýtur Stefán að. Írafellsmóri og krumminn Meðlimir Sykurs sammælast um að samningurinn eigi sinn þátt í kom- andi tónleikaferðalagi þó svo að margt annað spili einnig inn í. „Við gáfum út Mesópótamíu, sem kom út árið 2011, í smækkaðri mynd hjá Wall of Sound um daginn. Aðaltilgangurinn með þessari tón- leikaferð er að fylgja þeirri plötu eft- ir,“ bætir Kristján við. „Við erum að fara að spila gam- alt efni í bland við nýrra,“ segir Agnes aðspurð út í það hvað verði uppi á teningnum í komandi tónleika- ferðalagi. „Við verðum þarna í um tvær vikur og spilum á átta tónleikum. Þetta er allt byggt í kringum tvær há- tíðir sem eru frekar stórar, Secret Garden Party og Kendal Calling,“ segir Stefán. Sveitin mun meðal ann- ars stíga á stokk á aðalsviðinu á síðar- nefndu hátíðinni og spila þar undir berum himni í ljósaskiptunum. „Ég held að þessar hátíðir verði mjög skemmtilegar, sérstaklega það að spila undir berum himni í góðu veðri. Ég hef aldrei gert það áður,“ segir Agnes. „Það er líka skemmtilegt með Secret Garden Party, sem margir telja vera eina skemmtilegustu hátíð Englands, að það er alltaf ákveðið þema á hverju ári og fólk virðist taka því fremur alvarlega. Í ár er það hjátrú,“ segir Stefán. Sposkur á svip kveðst Kristján ætla að klæða sig upp Kvartettinn Sykur leggur land undir fót Sykur gerði nýlega samning við útgáfufyrirtækið Wall of Sound og mun brátt halda í tónleikaferðalag til Bretlands. Blaðamaður settist niður með Agnesi Björt Andradóttur, Halldóri Eldjárn, Kristjáni Eldjárn og Stefáni Finnbogasyni. Morgunblaðið/Eva Björk Kostulegur Kristján fór á kostum á tónleikum Sykurs á Bar 11 nýlega. Fyrirtækið Spy academy sérhæfir sig í allskonar óhefðbundnu hópefli þar sem njósnir, fíkniefnamál og hryðju- verk eru í fyrirrúmi. Um er að ræða tilbúnar aðstæður þar sem vinahóp- ar, fjölskydur, vinnufélagar eða aðrar einingar koma saman og keppa að því að leysa ýmsar krísur. Fyrirtækið ferðast með hópana vítt og breitt um landið, eftir því hvaða verkefni er óskað eftir, og ráðgátan sem sett er á svið fyrir hópinn leyst. Í einni slíkri ferð, sem ber nafnið Handsamaðu hryðjuverkamennina, þurfa við- skiptavinir að leysa það erfiða verk- efni að handtaka hryðjuverkamenn sem komið hafa upp bækistöðvum á Þingvöllum. Til þess þarf hópurinn meðal annars að kafa í Silfru svo eitt- hvað sé nefnt. Nánar má lesa um fyr- irtækið og það sem það hefur upp á að bjóða á heimasíðunni spy- academy.net. Vefsíðan www.spy-academy.net Morgunblaðið/ÞÖK Hópefli Hver veit nema bækistöðvar hryðjuverkamannanna séu í Almannagjá. Hryðjuverkamenn á Þingvöllum Þó svo að borðbolti hafi mögulega ekki náð jafn miklum vinsældum hér á landi og í mörgum nágrannaþjóðum okkar, þá hefur sportinu vaxið fiskur um hrygg upp á síðkastið. Sögu leiks- ins, sem er gjarnan kenndur við svo- kallaða kráarleiki, má rekja aftur til loka 19. aldar í Bretlandi. Að jafnaði eru það tveir eða fjórir leikmenn sem spila hverju sinni og oft mikið kapp lagt í leikinn. Bar 11 mun bjóða upp á borðboltakeppnir alla miðvikudaga í sumar þar sem veglegum vinningum er heitið fyrir sigurvegarana. Mótin munu hefjast klukkan 21 en skráning fer fram klukkutíma áður. Endilega... ... spilið borð- bolta í sumar AFP Mót Vinsældir borðbolta aukast. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við sem vorum með Hjartagarðinn í fyrra vorum fengin upp í Breiðholt til að efla samfélagið þar og fá fólk til að taka þátt í að betrumbæta um- hverfi sitt. Breiðholtið hefur lengi haft slæmt orð á sér sem fátækra- hverfi, sem er eiginlega bara ekki rétt. Þetta er fjölskylduvænt og fal- legt hverfi, það þarf bara að gefa því smá ást,“ segir Tanya Pollock, einn forsprakka Fellagarðshópsins sem mun á næstunni auðga mannlíf Efra-Breiðholts. Borgin átti frumkvæðið „Við verðum með allskonar starfsemi í hverfinu í sumar. Eitt af því er að vera mánaðarlega með hverfisdaga, svokallað Fellafest. Þessa helgi ætlum við að vera á staðnum að taka til, borða pylsur, hlusta á lifandi tónlist og vera með smá sýningu inni í Eddufelli 2 þar sem við erum til húsa. Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í því að gera fallegt í kringum sig. Við verð- um með hugmyndakassa og lita- bókablöð fyrir krakka og aðra til að teikna inn á svæðið hvað þau vilja sjá hérna,“ segir Tanya en veislan hefst klukkan 12. „Það hefur verið mikill áhugi fyrir því að betrumbæta Breiðholtið hjá borgarstjóra og fleirum. Þegar samningurinn við okkur um Hjarta- garðinn rann út, þá vildi Reykjavík- urborg nýta krafta okkar áfram á öðrum stað. Einar Örn Benediktsson kom til mín og vildi endilega fá okk- ur upp í Breiðholt. Við erum búin að vera í samráði við hverfisstjórann hérna, Miðberg, skólana og fyrir- tækin hérna í kring og hér eru allir á einu um að bæta hverfið,“ segir hún en hópurinn er staðsettur í Fella- görðum við hlið Fellaskóla. „Mikið af þeim krökkum sem við höfum verið að sjá í Hjartagarð- inum eru einmitt Breiðholtsbúar og Hjartagarðshópurinn flyst í Fellahverfið Betrumbæta Breiðholt Morgunblaðið/Styrmir Kári Fellin Hverfið fær ást og athygli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.