Morgunblaðið - 14.06.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 14.06.2013, Síða 12
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Kona, sem lét fjarlægja PIP-síli- konpúða úr brjóstum sínum og hef- ur glímt við margvíslegan heilsu- brest sem rakinn er til púðanna, segir enga eftirfylgni vera af hálfu heilbrigðisyfirvalda með málinu. Landlæknir segir eftirlit á ábyrgð lýtalækna og þeirra kvenna sem eru með púð- ana. Jens Kjartans- son, yfirlæknir lýtalækninga- deildar Landspít- alans, og einn þeirra lækna sem notuðu PIP-púð- ana, segir að kon- um með slíka púða sé ráðlagt að láta fjarlægja þá vegna hættu á því að þeir rofni. Skelin sem umlykur sílikongelið í púðanum sé líklegri til að rifna en á öðrum tegundum púða. „En læknar lýtalækningadeildar LSH hafa ekki orðið varir við önnur heilsufars- vandamál tengd sílikonpúðum en staðbundin vegna rofs,“ segir Jens. Hann segir ekki ástæðu til sérstaks eftirlits með konum sem bera eða hafa borið þessa púða, sílikonið í þeim sé ekki skaðlegt heilsu. Málið á forræði Landspítalans Geir Gunnlaugsson landlæknir segir eftirlit með þessum tilteknu brjóstapúðum á ábyrgð lýtalækna sem settu þá inn og kvennanna sem eru með slíka púða. Allar konurnar séu vel upplýstar um þessa púða og hugsanlegar aukaverkanir þeirra. Hvað varðar eftirlit í þeim tilvikum þar sem sílikon hefur farið út í nær- liggjandi vefi og eitla segir Geir að það sé á ábyrgð lækna viðkomandi kvenna að fylgjast með þeim og bregðast við eftir því sem við á í hverju tilviki fyrir sig. Hann segir að Svíar hafi nýlega ákveðið að ráðleggja konum með PIP-púða að fjarlægja þá. „Aðgerð- in í Svíþjóð er á ábyrgð og kostnað þess læknis sem setti púðana í kon- una. Því er ekki annað hægt að segja en að brugðist hafi verið vel við þessum vanda hér á landi og gengið lengra í að aðstoða konurnar en í nágrannalöndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við.“ Sílikonið drap líkamsvefi „Ég átti erfitt með gang, erfitt með andardrátt og var með útbrot um allan líkamann. Þessi einkenni hurfu þegar púðarnir voru fjarlægð- ir,“ segir Anna Lóa Aradóttir sem lét fjarlægja sprungna PIP-púða úr brjóstum sínum í byrjun síðasta árs. Hún fann þó áfram fyrir ýmsum kvillum sem hún telur að rekja megi til púðanna og sílikons sem úr þeim lak. „Ég var áfram veik með verki og hita. En læknar fundu ekki or- sökina.“ Anna Lóa sendi púðana í rann- sókn til kanadísks sérfræðings í brjóstapúðum, dr. Blais. Niðurstaða hans var að 80 gr af olíukenndu síli- konefni hefðu lekið út í vefina í lík- ama hennar, en í hvorum púða voru 285 gr af efninu. „Brjóstvöðvarnir voru illa farnir og mikill vefjadauði hafði átt sér stað. Að auki höfðu púðarnir ekki verið sótthreinsaðir. Þá hafði sílikonið lekið í gegnum brjóstvöðvann og inn að beini.“ Anna Lóa segist ítrekað hafa reynt að fá læknisaðstoð eftir að þessi niðurstaða lá fyrir, án árang- urs, og segir lækna skorta sérþekk- ingu á þessu sviði. Hún leitaði meðal annars til lýtalæknis, annars en þess sem setti púðana í hana, en hann var ekki tilbúinn til að leggja mat á ástand hennar. Að lokum fór hún til læknis í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum á eigin kostnað. Ómskoðun þar leiddi í ljós að sílikon var í 18 eitlum hennar, aðallega í brjóstkassa, holhönd og hálsi. Sýkt- ur og bólginn örvefur hafði myndast vegna þessa og var fjarlægður. „Ég er loksins laus við verkina og hitann. Nú verður ekki gert meira, nema eitlarnir fari að stækka óeðlilega mikið,“ segir Anna Lóa. Algjörlega á okkar ábyrgð Hún er í samskiptum við nokkrar þeirra kvenna sem voru með PIP- púða og létu fjarlægja þá. Hún segir heilsufar þeirra afar misjafnt, það fari að miklu leyti eftir því hversu lengi þær voru með púðana. „En það er ekkert eftirlit, enginn fylgist með okkur, enginn hefur samband við okkur. Í rauninni er þetta al- gjörlega á okkar ábyrgð.“ Nokkrar konur, sem fengu PIP- sílikonpúða í brjóst sín, stefndu Jens Kjartanssyni lýtalækni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í nóvem- ber síðastliðnum. Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir. Spurð að því hvort hún taki þátt í málsókninni segir Anna Lóa svo ekki vera. Er málinu lokið af þinni hálfu? „Nei. Ég er að skoða mína réttarstöðu.“ Ýmsir lausir endar í PIP-málinu  Læknir segir ekki ástæðu til sérstaks eftirlits með konum sem bera eða hafa borið PIP-púðana  Kona sem lét fjarlægja PIP-brjóstapúða segir heilbrigðisyfirvöld sýna málinu sinnuleysi Eftir aðgerð Sýktur örvefur myndaðist er sílikon lak úr púðum Önnu Lóu, hann var fjarlægður í Bandaríkjunum. Anna Lóa Aradóttir 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Íslensk stjórnvöld tóku þá ákvörðun í byrjun árs 2012 að bjóða öllum konum með PIP-brjóstapúða ómskoðun á brjóstum. Þær konur sem þess ósk- uðu gátu síðan farið á lýtalækningadeild Landspít- alans til að láta fjarlægja púðana sér að kostn- aðarlausu, án þess þó að fá nýja púða. Margar þáðu þetta boð en margar fóru einnig beint til eigin lýtalæknis til að fá aðgerðina framkvæmda og fá nýja púða. „Við hjá Embætti landlæknis höf- um því engar upplýsingar um hversu margar ís- lenskar konur í dag ganga með PIP-brjóstapúða. Persónuvernd hafnaði ósk landlæknis um aðgang að gögnum um að- gerðir vegna brjóstafyllinga og embættið hefur því ekki fengið neinar upplýsingar frá lýtalæknum um aðgerðir með innsetningu á PIP- brjóstapúðum eða hverjar fóru í þær fyrir utan þær aðgerðir sem nú hafa verið framkvæmdar á Landspítalanum,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Fær ekki upplýsingar LANDLÆKNIR HEFUR EKKI SÝN YFIR STÖÐU MÁLA VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND Skoðið úrvalið á bata.is Vertu vinur á 20% afsláttur af öllum barnaskóm um helgina 7.990,- 6.392,- 7.590,- 6.072,- 5.490,- 4.392,- 5.490,- 4.392,- 4.990,- 3.992,- 7.990,- 6.392,- 2.390,- 1.912,- 6.990,- 5.592,- Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu í gær að uppsögn hjúkrunar- fræðings hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefði verið ólögmæt. Var stofnunin dæmd til að greiða hjúkrunarfræðingnum 2,8 milljónir króna í skaða og miskabætur en hér- aðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað stofnunina af bótakröfunni. Hjúkrunarfræðingurinn, sem er kona, var ráðin til starfa hjá stofn- uninni stuttu eftir að hún gekk frá samningi við Norðurál hf. um starfs- mannaheilsuvernd. Þegar Norðurál sagði upp samn- ingnum var hjúkrunarfræðingnum sagt upp störfum á þeim forsendum að hún hefði verið ráðin til að sinna því verkefni og að ekki væri laus staða fyrir hjúkrunarfræðing hjá stofnuninni. Hjúkrunarfræðingurinn mót- mælti því að hún hefði verið ráðin eingöngu til þessara starfa. Féllst Hæstiréttur á þær röksemdir og bendir m.a. á, að í auglýsingu um starfið hafi þess ekki verið getið að það væri fyrirfram ætlað fyrir þjón- ustu við tiltekinn viðsemjanda heil- brigðisstofnunarinnar. Dæmdi rétt- urinn heilbrigðisstofnunina til að greiða konunni 2,4 milljónir í skaða- bætur eða sem svaraði fimm mán- aðarlaunum. Konan taldi einnig, að uppsögnin hefði verið sérlega meiðandi og út á við hefði litið svo út, að hún hefði gerst sek um alvarlegt athæfi sem réttlætti fyrirvaralausan brottrekst- ur úr starfi. Hæstiréttur tók einnig undir þetta og segir, að framganga heilbrigðisstofnunarinnar við að slíta ráðningu konunnar hafi verið til þess fallin að vera meiðandi fyrir hana. Var heilbrigðisstofnunin því dæmd til að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Dæmdar bætur fyrir uppsögn  Uppsögnin talin ólögmæt og aðferðin meiðandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.