Morgunblaðið - 14.06.2013, Síða 17

Morgunblaðið - 14.06.2013, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 MYNDARLEGUR www.landrover.is NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 VERÐ FRÁ 10.990.000 KR. Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 8,3 l/100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 12-16 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 9 9 0 *M ið að vi ð up pg ef na r vi ðm ið un ar tö lu r fr am le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri . Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnvöld munu koma að stuðningi við bændur sem orðið hafa fyrir þungum búsifjum vegna kals í tún- um í vor. Sigurður Ingi Jóhanns- son, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, sagði þó í umræðum á Alþingi í gær að óhugsandi væri að ríkissjóður gæti bætt allt það tjón sem bændur hafa orðið fyrir vegna ótíðarinnar í vetur og vor. Stórfellt tjón hefur orðið á túnum 269 bæja á landinu vegna kals í túnum og á þeim eru 5.200 hekt- arar skemmdir. Kostnaður við end- urræktun túnanna er að lágmarki 520 milljónir kr. Kemur þetta fram í yfirliti Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra greindi frá í gær í umræðum um vanda bænda sem Haraldur Benediktsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, efndi til. Ræktunarmenning bætt Tekið saman eftir héruðum er mesta tjónið í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem 100 bændur hafa orðið fyr- ir stórfelldu tjóni og alls 1900 ha skemmdir. Á Austurlandi eru 1.300 hektarar skemmdir hjá 60 bændum. Haraldur Benediktsson sagði að slík áföll hefðu ekki orðið í áratugi. Taka þyrfti vandann alvarlega og hvatti ráðherra til að lýsa því yfir með skýrum hætti að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir því að vanda bænda yrði mætt. Fleiri þingmenn tóku undir það og var meðal annars vitnað til aðstoðar ríkisins við bændur í kjölfar eldgosa og óveðurs. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði að ríkisstjórnin myndi koma að málum en við það yrði að taka mið af þeirri stöðu sem ríkissjóður stæði frammi fyrir. Sagði hann óhugsandi að bæta allt tjónið og rifjaði upp að stundum áraði vel í landbúnaði og stundum illa og bændur væru vanir að fást við verkefni af þessu tagi. Ráðherra sagði einnig að aðgerð- ir sem gripið verður til verði að fela í sér sem mestan heildarávinning. Nefndi hann hvata til endurrækt- unar sem myndi nýtast bændum vegna árferðisins og um leið bæta ræktunarmenninguna til framtíðar. Óhugsandi að stjórnvöld bæti allt tjón bænda  Kostnaður við endurrækt túna 520 milljónir Ráðunautar á ferð » Ráðunautar Ráðgjafar- miðstöðvar landbúnaðarins hafa heimsótt flesta bændur sem þess hafa óskað og veitt þeim ráðgjöf um viðbrögð vegna kals í túnum. » Kalsvæðið nær allt frá Ísa- fjarðardjúpi, um Norðurland og austur á Fljótsdalshérað. Skemmdir vegna kals Heimild: rml.is Ísafj.djúp og Strandir 8 80 Húnavatnssýslur 3 30 Skagafjörður 33 500 Eyjafjörður 38 900 S-Þingeyjarsýsla 100 1.900 N-Þingeyjarsýsla 27 500 Austurland 60 1.300 Samtals 269 5210 Býli með stórfellt tjón Skemmdir hektarar „Vegurinn er þokkalegur. Hann hef- ur þornað vel nema hvað það eru enn deigir blettir á milli þurru kafl- anna,“ segir Guðmundur Guð- brandsson, vegaverkstjóri á Sel- fossi, sem stjórnað hefur lagfæringum og heflun Kjalvegar norður fyrir Hveravelli. Vegurinn hefur nú verið opnaður og er það á svipuðum tíma og í fyrra. Snjór var með minna móti á Kili í vetur en vegna kulda var klaki lengi að fara úr jörðu og því hefur aur- bleyta verið til vandræða í vor. Eins og venjulega hefur þurft að gera við veginn og hefla vegna þess að runnið hefur úr honum eða myndast djúp hjólför. Vegagerðar- menn á Selfossi hefluðu norður fyrir Seyðisá. Þar tekur við uppbyggður vegur niður að Blönduvirkjun og er eftir að hefla þann kafla. Enn er akstur í Kerlingarfjöll tak- markaður við fjórhjóladrifsbíla en unnið er að viðgerð þar og vonast Guðmundur til að hægt verði að opna fyrir almenna umferð þangað í dag. Áður hefur komið fram að unnið er að lagfæringum á veginum frá Hrauneyjum í Landmannalaugar og vonast til að hægt verði að opna hann í dag. Dómadalsleið verður áfram lokuð. Vegagerðarmenn á Kili hafa mætt fjölda ferðamanna sem ekki hafa virt lokanir vegarins og hafa sumir lent í vandræðum. Guð- mundur sagði lítið hægt að gera við því, fólkið veifaði kortum og þættist ekkert sjá eða skilja. Undanfarin fimm ár hefur Kjal- vegur verið opnaður á bilinu frá 5. til 22. júní. Meðaltalið að sunnan- verðu er 12. júní þannig að opnunin er nálægt meðalári og nánast sama dag og í fyrra. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Á Kili Fært er inn að Hveravöllum og umsjónarmaðurinn mættur á staðinn. Enn eru blautir kaflar á Kjalvegi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.