Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 20

Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is STUTTAR FRÉTTIR ● BM Vallá tapaði 126 milljónum á árinu 2012. Árið áður nam tapið 139 milljónum króna og segir í fréttatilkynn- ingu að batinn sé lítill milli ára. „Afkoma félagsins undanfarin tvö ár endurspeglar þá deyfð sem verið hefur á byggingarmarkaðnum og litlar fjár- festingar hjá opinberum aðilum,“ segir í tilkynningunni. Eigið fé félagsins var jákvætt um 434 milljónir um síðustu áramót og er eig- infjárhlutfallið 25%. BM Vallá er í eigu BMV Holding ehf. sem er í eigu innlendra og erlendra fjárfesta. BM Vallá tapar áfram ● Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sótt- ist eftir starfi framkvæmdastjóra Land- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) samkvæmt heimildum Viðskiptablaðs- ins. Ari sótti ekki formlega um starfið heldur höfðu menn sem eru honum handgengnir samband við stjórnar- menn í LÍÚ og lýstu yfir áhuga hans á því, segir í frétt á vef blaðsins.Ari var aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra frá 1995 til 1999. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Friðrik J. Arngrímsson, hefur gegnt starfinu í þrettán og hálft ár. Ari Edwald sóttist eftir stjórastöðu hjá LÍÚ Mikil breyting til hins betra hefur orðið á væntingum stjórnenda til aðstæðna í atvinnulífinu á næst- unni. Nú væntir helmingur stjórn- enda þess að þær batni á næstu sex mánuðum en einungis 6% að þær versni. Þetta er ein af nið- urstöðum könnunar Capacent á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja landsins, sem gerð var í síðasta mánuði fyrir Samtök at- vinnulífsins og Seðlabankann. Í sambærilegri könnun í mars síð- astliðnum taldi aðeins rúmur fjórð- ungur stjórnenda að aðstæður yrðu betri eftir sex mánuði, segir í frétt SA. Bjartsýni ríkir í öllum atvinnu- greinum og munur milli þeirra lít- ill. Bjartsýnastir eru stjórnendur í byggingariðnaði og fjármálastarf- semi, þá í sjávarútvegi og verslun, síðan í ferða- og flutningaþjónustu og loks í iðnaði. Stjórnendur á höf- uðborgarsvæðinu eru heldur bjart- sýnni en á landsbyggðinni. Stjórnendur eru bjartsýnni  Byggingamenn er bjartsýnastir Vísitala efnahagslífsins Heimild: Könnun fyrir SA og SÍ. 200 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Sept. ´02 Maí ´13 Vísitala = 200.Allir telja aðstæður góðar. Vísitalan = 100. Jafnmargir telja aðstæður séu góðar og slæmar. Telur þú að aðstæður í efnahagslífinu séu almennt góðar, slæmar eða hvorki góðar né slæmar? Ef þú hugsar sex mánuði fram í tímann, telur þú að aðstæður í efnahagslífinu muni almennt verða betri, óbreyttar eða verri en þær eru nú? Hörður Ægisson hordur@mbl.is Innlend hlutabréf nema nú 9,3% af hreinni eign íslensku lífeyrissjóð- anna til greiðslu lífeyris. Það er svipað hlutfall og skömmu fyrir fall fjármálakerfisins haustið 2008 en um helmingi minna en þegar hluta- bréfavísitölur voru í hæstu hæðum um mitt ár 2007. Fram kemur í morgunkorni Greiningar Íslandsbanka að lífeyr- issjóðir hafi í apríl átt 228 milljarða króna í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum. Um er að ræða skráð hlutabréf í Kauphöll Íslands, óskráð hlutabréf og bréf í ýmsum framtakssjóðum. Ekki er einhlítt hversu mikið líf- eyrissjóðir telja æskilegt að eiga af innlendum hlutabréfum en algengt er að hlutföllin séu á bilinu 5-20%. Að mati greinenda Íslandsbanka mun endurfjárfestingaþörf lífeyris- sjóða vera árlega um 135 milljarðar króna á næstu árum. Mjög misjafnt er á milli lífeyrissjóða hversu mikið vægi innlendra hlutabréfa er í safni þeirra um þessar mundir. Hins vegar er ljóst að sumir sjóðir þurfa að auka verulega við hlutabréfa- eign sína til að ná markmiðum árs- ins. Það verður ekki gert nema með frekari kaupum á hlutabréfum, gengishækkun hlutabréfa í Kaup- höll eða nýskráningum fyrirtækja á markað. Eiga mest í Icelandair Vaxandi umsvif lífeyrissjóða á innlendum hlutabréfamarkaði hafa vitaskuld haldist í hendur við fjölg- un nýskráninga í Kauphöll Íslands. Söluandvirði þeirra fimm félaga sem hafa skráð sig á markað frá árslokum 2011 nemur rétt yfir 40 milljörðum króna. Lífeyrissjóðir eiga hlutfallslega mest af hlutabréfum í Icelandair – og skiptir þá ekki máli hvort litið er til hlutfallslegrar eignar eða mark- aðsvirðis félagsins. Sjóðirnir eiga að sama skapi minnst í VÍS. Greining Íslandsbanka bendir á að lífeyrissjóðir eigi nú að minnsta kosti um 31% af hlutabréfum sem eru skráð á aðallista Kauphallar- innar. Samkvæmt gögnum frá Kauphöllinni yfir tuttugu stærstu eigendur skráðra félaga eiga sjóð- irnir um 124 milljarða króna í slík- um félögum í eigin nafni. Hins veg- ar má fastlega gera ráð fyrir að hlutdeild þeirra sé í raun talsvert meiri. Hutdeild þeirra nær vænt- anlega ekki í öllum tilfellum upp í hluta stærstu eigenda auk þess sem lífeyrissjóðir eiga eitthvað af skráðum hlutabréfum í gegnum ýmsa sjóði. Hlutabréf ekki yfirverðlögð Greinendur Íslandsbanka benda ennfremur á að lífeyrissjóðir hafa verið atkvæðamiklir eigendur í framtakssjóðum á borð við Fram- takssjóð Íslands og SÍA, sjóði á vegum sjóðsstýringafyrirtækisins Stefnis. Líklegt er að eitthvað af þeim félögum sem eru í eigu slíkra framtakssjóða verði skráð á mark- að í náinni framtíð. Sumir hafa haldið því fram að mikill eftirspurnarþrýstingur líf- eyrissjóða í innlend hlutabréf sé til þess fallinn að skekkja verðmynd- un á markaði og ýta undir eignaból- ur. Sérfræðingar á markaði sem Morgunblaðið hefur rætt við telja þó að þrátt fyrir að gengi margra hlutabréfa á markaði hafi hækkað umtalsvert á síðustu misserum þá sé slíkt ekki endilega til marks um bólueinkenni. Miklar verðhækkanir á hlutabréfamörkuðum einskorð- aðst ekki við Ísland. Að sama skapi sýna greiningar á verðlagningu ís- lenskra félaga að þau eru að mestu í takti við sambærileg félög á er- lendum mörkuðum. Lífeyrissjóðir eiga þriðjung allra skráðra hlutabréfa  Innlend hlutabréf lífeyrissjóða eru 9,3% af hreinni eign til útgreiðslu lífeyris Sókn í hlutabréf » Lífeyrissjóðir áttu í apríl um 228 milljarða króna í hluta- bréfum og hlutabréfasjóðum. » Innlend hlutabréfaeign þeirra nemur nú um 9,3% af hreinni eign til útgreiðslu líf- eyris. Það er sambærilegt hlut- fall og skömmu fyrir fall bank- anna haustið 2008. » Sjóðirnir eiga að minnsta um þriðjung allra hlutabréfa sem eru skráð á aðallista Kauphallar Íslands. Lífeyrissjóðir umfangsmiklir á markaði Innlend hlutabréfaeign Hlutfallsleg eign í skráðum félögum Heimild: Greining Íslandsbanka. Vodafone VÍS TM Reginn Marel Icelandair Össur Hagar Eimskip 0% 20% 40% 60% 80% 100% 12,9% 36,1% 45,2% 27,8% 27,1% 47,3% 24,9% 36,9% 28,0% 350 300 250 200 150 100 50 0 Jan. ´07 Júl. ´12 25% 20% 15% 10% 5% 0% Innlendir hlbr. sjóðir Innlend hlbr. Hlutdeild í hreinni eign Lífeyrissjóðirnir Aðrir                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.-/ +00.,/ ++0.+1 ,+.2/2 ,-.0,3 +0.2/3 +4-.45 +.,1+0 +04.+2 +3-.-2 +,-.42 +00.1+ ++0./, ,+./+1 ,-.001 +0./+ +4-.1/ +.,1// +04.35 +3-.25 ,+3./0-1 +,-.34 +05.+1 ++0.01 ,+./0 ,-.520 +0./32 +4+.++ +.,15, +02.,2 +3-.52 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.