Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 22

Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Bifreiðaskoðun ÞEGAR ÞÚ KEMUR MEÐ BÍLINN Í SKOÐUN VIÐ GEFUM FEGRAÐU LANDIÐ MEÐ FRUMHERJA VIÐ GEFUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR SEM KOMA MEÐ BÍLINN Í SKOÐUN Í JÚNÍ ALLT AÐ ÞRJÁR BIRKIPLÖNTUR TIL AÐ TAKA MEÐ SÉR HEIM OG GRÓÐURSETJA. JÚNÍ SKOÐUN ARMÁN 6 6000ÓKEYPIS TRÉMEÐAN BIRGÐIRENDAST GRÆNN JÚNÍ REYKJAVÍK Hesthálsi 6-8, 110 Reykjavík Grandi, Hólmaslóð 2, 104 Rvk. Sund, Klettagörðum 11, 104 Rvk. Skeifan, Grensásvegi 7, 108 Rvk. Grafarvogur, Gylfaflöt 19, 112 Rvk. KÓPAVOGUR Dalvegi 22, 200 Kópavogur GARÐABÆR Litlatúni 1, 210 Garðabær HAFNARFJÖRÐUR Dalshrauni 5, 220 Hafnarfjörður AKUREYRI Frostagötu 3a, 603 Akureyri HÆGT ER AÐ FÁ GEFINS TRÉ Á EFTIRFARANDI STÖÐUM HJÁ FRUMHERJA Þúsundir manna söfnuðust saman við byggingar gríska ríkisútvarpsins, ERT, í Aþenu og Þessalóníku í gær til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnar Grikklands um að leggja útvarpið niður í sparnaðarskyni. Verkalýðs- samtök efndu til sólarhrings verkfalls í gær til að mót- mæla ákvörðuninni. Nær 2.700 starfsmönnum útvarps- ins var sagt upp störfum fyrr í vikunni en þeir héldu áfram útsendingum á netinu undir merkjum ERT. AFP Lokun gríska ríkisútvarpsins mótmælt Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 93.000 manns, þeirra á meðal yfir 6.500 börn, hafa beðið bana í borgarastríðinu í Sýr- landi frá því að átökin hófust fyrir tæpum 27 mánuðum, að því er fram kemur í skýrslu sem Sameinuðu þjóð- irnar birtu í gær. Navi Pillay, mannréttinda- fulltrúi samtakanna, sagði þegar hún kynnti skýrsluna að mannfallið kynni að vera miklu meira. Á meðal þeirra sem hafa látið lífið eru að minnsta kosti 6.560 börn, þar af minnst 1.729 börn undir tíu ára aldri. Rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna bendir til þess að nær 27.000 manns hafi beð- ið bana í stríðinu frá því í desember. Mannfallið í Sýrlandi hefur stór- aukist á einu ári. Að meðaltali hafa yf- ir 5.000 manns látið lífið á mánuði frá því í júlí á síðasta ári, en sumarið 2011 féllu um þúsund manns á mánuði, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni er skýrt frá dæmum um að „börn hafi verið pyntuð og tek- in af lífi og heilu fjölskyldurnar, með- al annars kornabörn, hafi verið myrt- ar,“ sagði Pillay. „Það ásamt skelfilega miklu mannfalli er hræði- legur vitnisburður um hversu grimmilegt stríðið er orðið,“ sagði hún. Daginn áður birtu Sameinuðu þjóðirnar aðra skýrslu þar sem fram kemur að stjórnarherinn og upp- reisnarmenn í Sýrlandi hafa notað börn sem skildi til að verjast árásum eða neytt þau til sjálfsmorðsárása með sprengjum. Sýrlenskir hermenn eru einnig sakaðir um að hafa pyntað börn sem grunuð eru um að tengjast uppreisnarmönnum. AFP Börn í stríði Vopnaður piltur sem berst með uppreisnarmönnum. Minnst 93.000 fallnir  Yfir 6.500 börn hafa látið lífið í stríðinu í Sýrlandi að sögn SÞ Sænsk stjórnvöld stefna að því að banna með öllu kyn- mök manna við dýr en hingað til hefur slíkt aðeins verið ólöglegt hafi verið hægt að sýna fram á dýrið hafi verið beitt harðneskju. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir sænska þingið fljótlega. Eskil Erlandsson, ráðherra málefna landsbyggðar- innar, segir í yfirlýsingu að ríkisstjórnin ætli að herða lög er varða kynmök manna við dýr svo skýrt verði að slíkt sé með öllu bannað. Hingað til hafa slík mök aðeins verið bönnuð ef hægt hefur verið að sanna að dýrið hafi þjáðst. Frá og með 1. janúar á næsta ári verða öll kynmök manna við dýr bönnuð og brjóti menn gegn því verður hægt að sekta þá og/eða dæma í allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt frumvarpinu. Talsmaður sænskra dýralækna fagnar frumvarpinu. „Það er mjög mikil- vægt að samfélagið sendi skýr skilaboð um að óviðunandi sé að nota dýr í þessum tilgangi.“ SVÍÞJÓÐ Kynmök við dýr verði bönnuð með öllu Fertugur karlmaður hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi skemmt málverk af Elísabetu Bretadrottningu í Westminster Abbey í Lundúnum. Hermt er að öryggisverðir í kirkjunni hafi stöðv- að manninn eftir að hann hafi úðað málningu á málverk af drottning- unni eftir listamanninn Ralph Heim- ans. Hann lauk málverkinu á síðasta ári og það hefur verið til sýnis í til- efni af því að 60 ár eru liðin frá því að Elísabet var krýnd drottning í Westminster Abbey. Maðurinn er fé- lagi í breskum samtökum sem berj- ast fyrir réttindum feðra. BRETLAND Skemmdi málverk af drottningu AFP Skemmt Málverk Ralphs Heimans af Elísabetu II. Bretadrottningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.