Morgunblaðið - 14.06.2013, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
RíkisstjórnÍslandshefur nú
tilkynnt Evrópu-
sambandinu form-
lega að hún hygg-
ist ekki halda áfram viðræðum
um aðild Íslands að samband-
inu. Þetta er mikilvægt skref
út úr aðlögunarferlinu.
Athygli vakti á blaðamanna-
fundi þeirra Gunnars Braga
Sveinssonar utanríkisráð-
herra og Stefans Füle stækk-
unarstjóra í gær að sá síðar-
nefndi er hissa á hve langt
Ísland hefur gengið í þá átt að
innleiða reglur Evrópusam-
bandsins og í því efni þegar
gengið lengra en ýmis ríki sem
eiga aðild að sambandinu.
Þessi orð Füle sýna vel hve
brýnt er að hætta aðlögunar-
viðræðunum. Þau sýna jafn-
framt að þörf er á að fara yfir
þá aðlögun sem hefur átt sér
stað í aðlögunarferlinu með
það fyrir augum að stíga skref
til baka þar sem breytingar
hafa verið gerðar í þágu aðlög-
unarinnar.
Vitað er að ráðherrar fyrri
ríkisstjórnar sögðu ósatt þeg-
ar þeir héldu því fram að engin
aðlögun hefði átt sér stað, eins
og til að mynda má sjá við lest-
ur ársskýrslna stofnana rík-
isins sem unnu dyggilega að
aðlöguninni sam-
kvæmt fyrir-
mælum fyrri ríkis-
stjórnar. Þetta er
meðal þess sem
ástæða er til að
skoða nú þegar ríkisstjórnin
hyggst leggja mat á stöðu alls
málsins.
Á fyrrnefndum blaða-
mannafundi sagði Füle að
mikilvægt væri að ríkisstjórn
Íslands ætlaði sér ekki ótak-
markaðan tíma í að endurmeta
viðræðurnar og sjálfsagt er að
verða við þeim tilmælum.
Engum er greiði gerður með
því að draga þetta endurmat á
langinn og engin ástæða til
þar sem málið er í megin-
atriðum einfalt.
Íslendingar og ríkisstjórn
Íslands vilja ekki að landið
gerist aðili að ESB. Þar með
er umsóknarferlinu sjálfhætt,
enda verður hugur að fylgja
máli þegar sótt er um aðild.
Umsókn Íslands um aðild að
ESB var ekki byggð á heil-
indum. Þvert á móti voru
óheilindin alger af hálfu Ís-
lands og á því ber fyrri ríkis-
stjórn fulla ábyrgð. Nú þarf
Ísland sem allra fyrst að setja
punktinn fyrir aftan þessa
ljótu sögu til að geta á ný átt
heilbrigð og heiðarleg sam-
skipti við Evrópusambandið.
Evrópusambandið
vill að Ísland taki af
skarið fyrr en síðar}
Takmarkaður tími
Það er í tískunúna að tala
um samræðu-
stjórnmál, lausna-
miðaða menn og
konur og fordæma
að tekist sé mynd-
arlega á um mál-
efni, þó með orðunum einum
sé. Fyrstu dagar sumarþings
benda þó til að ný stjórnar-
andstaða sé strax komin í
kunnuglegar stellingar. En
þó eru undantekningar frá
því, eins og sýndi sig í um-
ræðum um vanda bænda
vegna kals og harðinda. Sig-
urður Ingi Jóhannsson, land-
búnaðarráðherra, sagði við
umræður um þau mál: „Menn
standa þétt saman, sama úr
hvaða flokki eða hvaðan af
landinu þeir koma þegar nátt-
úran veldur landsmönnum
tjóni.“
Hann sagði að kaltjónið
væri mikið, og kostnaður við
endurræktun gæti numið um
520 milljónum króna: „Bænd-
ur eru harðduglegt fólk og
vanir að kljást við erfið verk-
efni.“ Hét hann bændum
stuðningi ríkisstjórnarinnar.
Kristján L. Möller, þing-
maður Samfylk-
ingar, vill senda
bændum skýr
skilaboð þess efn-
is að komið verði
til móts við þá.
Haraldur Bene-
diktsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins
sem áður var í forystu fyrir
Bændasamtökunum, sagði:
„Við eigum bjargráðasjóð
sem er 100 ára að stofni til,
sem á að mæta harðindum.
100 árum síðar eiga grunn-
gildi sjóðsins ennþá við.“
Haraldur lagði einnig til að
gerðar yrðu breytingar á lög-
um um sjóðinn til að tryggja
að hann geti brugðist við þeg-
ar þarf. Koma þyrfti afkomu
sjóðsins í fastari horf til
lengri tíma og eiga þannig
örugga tryggingavernd.
Öll umræðan í þinginu um
þetta mál var á jákvæðum
nótum og góð samstaða ríkti
um að grípa þyrfti til skjótra
aðgerða. Þeir bændur sem
orðið hafa fyrir mestu tjóni
ættu því að geta andað létt-
ara, því væntanlega má
treysta því að framantöldum
orðum fylgi athafnir.
Samstaða virðist
vera á Alþingi um að
koma til móts við
bændur vegna
harðindatjóns}
Góð samstaða
A
ldrei fyrr hafa orðið jafn mikil um-
skipti á skipan Alþingis og nú á
síðustu sex árum,“ sagði Einar K.
Guðfinnsson, forseti Alþingis, er
hann ávarpaði Alþingi við setn-
ingu þess í síðustu viku. Hann sagði að sterk
krafa hefði verið um breytingar og þess mætti
sjá merki í úrslitum kosninganna, en 27 nýir
þingmenn eru nú á Alþingi.
Víst er að margir voru orðnir dauðþreyttir á
því stóryrta orðaskaki, skætingi og yfirlæti
sem hefur einkennt vinnubrögð og málflutning
allt of margra þingmanna á undanförnum miss-
erum. Svo svæsin hafa köpuryrðin verið á köfl-
um að grípa hefur þurft fyrir eyru ungra og
óharðnaðra barna þegar sent hefur verið út af
Alþingi í sjónvarpsfréttunum svo þau verði
ekki fyrir slæmum áhrifum og taki ekki upp
orðbragðið..
Vinnubrögð í líkingu við það sem gaf á að líta við Aust-
urvöll á síðasta þingi geta tæpast talist til eftirbreytni og
ólíklegt að starfsfólk á einhverjum öðrum vinnustað kæm-
ist upp með að starfa á þennan hátt. Að komast ekki að
niðurstöðu um eitt eða neitt, heldur verja hverjum dýr-
mætum vinnudeginum á fætur öðrum í rugl og rifrildi.
Væri ekki búið að reka það fólk fyrir löngu?
En þetta var á síðasta þingi. Nú er nýtt þing með nýju
fólki og þó ýmsar reglur gildi um starfsemi Alþingis, þá
hljóta vinnubrögðin og starfsandinn að mótast talsvert af
þeim sem þangað veljast til starfa á hverjum tíma. Fram-
ganga leiðtoga nýrrar ríkisstjórnar gefur von-
ir um að samstarf þvert á flokka verði meira
og betra nú en áður og viðbrögð stjórnarand-
stöðunnar við slíkum umleitunum hafa verið
jákvæð.
„Við eigum möguleika á að verða besta þing
sögunnar,“ sagði Óttarr Proppé, einn nýlið-
anna á þingi. „Eitt er víst, það verður ekki af-
staða himintunglanna eða duttlungar guðanna
sem hafa allt um það að segja. Það er þingið
sjálft sem ávinnur sér einkunn með störfum
sínum,“ sagði Óttarr og sagðist bjartsýnn í
upphafi þings.
Óttarr sagði síðan sögu af umrenningi sem
hann hitti í almenningsgarði Bandaríkjunum.
Hann gaukaði að honum smámynt og kvaddi
maðurinn hann þá með þeim orðum að íkorn-
inn dansaði á trjátoppunum, ekki bjarndýrið.
„Það hefur oft betri áhrif að sýna mýkt og sveigjanleika en
að ryðjast áfram með krafti og með látum,“ sagði þing-
maðurinn. Hann sagði að við fyrstu sýn virtist íkorninn
hlaupa stefnulaust fram og til baka eins og vitstola ein-
feldningur. „En íkorninn hefur skýr markmið, hann er að
safna forða fyrir veturinn og öll hans taugaveiklislega iðja
þjónar því markmiði,“ sagði Óttarr og hvatti þingheim til
að taka sér íkornann með sinni iðjusemi og útsjónarsemi
sér til fyrirmyndar, fremur en þunglamalegt valdabrölt
bjarnarins. Vonandi bregðast sem flestir þingmenn já-
kvætt við þessari frómu beiðni. Við hin, sem ekki erum á
þingi, ættum kannski að gera það líka. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Fleiri íkorna á Alþingi!
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
FerðaþjónustufyrirtækiðViking Tours hyggst hefjasiglingar milli Eyja ogLandeyjahafnar seinna í
sumar. Í Morgunblaðinu í gær kom
fram að siglingar hæfust þegar búið
væri að breyta skipinu Ísafold fyrir
úthafssiglingar en gert er ráð fyrir
að þeim breytingum verði lokið nú í
sumar.
Þórhildur Elín Elínardóttir,
upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar
segir að skv. sínum upplýsingum hafi
forsvarsmaður Viking Tours kynnt
Siglingastofnun áætlanir sínar og að
hann vinni að úttekt á þeim breyt-
ingum er gera þurfi á skipinu. Sigl-
ingastofnun hafi í kjölfarið gefið al-
mennt svar þess efnis að þau skip
sem sigli á þessu svæði sem og noti
umrædda höfn þurfi að uppfylla skil-
yrði um haffæri á hafsvæði B auk
þess að fullnægja ákvæðum hafn-
arreglugerðar nr. 590/2010.
Leggja mikið upp úr fræðslu
um svæðið og öryggi
Þórhildur leggur áherslu á það
að að fenginni staðfestingu þess að
ferja uppfylli áðurnefnd skilyrði sé
mjög mikil áhersla lögð á að skip-
stjórnendur sem sigli um höfnina
hafi staðgóða þekkingu á aðsigling-
unni. Auk þess leggi Siglingastofnun
mikið upp úr því að skipstjórnendur
fái kynningu hjá starfsmönnum
stofnunarinnar á aðstæðum og upp-
lýsingakerfum sem stofnunin reki
um veður og sjólag auk þess að fá
kynningu á öryggiskerfum, straum-
ratsjá og öðru.
„Að uppfylltum þeim skilyrðum
sem sett eru í lögum þá stendur Sigl-
ingastofnun ekki í vegi fyrir haf-
færi,“ segir Þórhildur en tekur fram
að það sé eiganda að sýna fram á
siglingahæfni ferju og að hún upp-
fylli öll skilyrði. „Það er líka skilyrði
að Vegagerðin og Eimskip fallist á
þetta fyrirkomulag, þetta þarf að
gerast í ákveðinni sátt,“ segir Þór-
hildur um fyrirhugaðar áætlanir Vik-
ing Tours.
Hafa velt fyrir sér hvernig
höfnin gæti nýst
Þess má geta að Eimskip sér um
rekstur Vestmannaeyjaferjunnar
Herjólfs, en fyrir rúmu ári gerði
Vegagerðin samning við Eimskip
þess efnis til tveggja ára. Aðspurð
hvort fleiri aðilar hafi sýnt áhuga á
siglingum úr og í Landeyjahöfn í
stuttri sögu hafnarinnar svarar Þór-
hildur að aðrir aðilar hafi áður velt
fyrir sér hvernig höfnin gæti nýst, en
hinsvegar hafi enginn farið í formleg
samskipti við Siglingastofnun vegna
þessa fyrr en í tilviki Viking Tours.
Ánægjuleg tíðindi
„Þetta eru ein jákvæðustu tíð-
indi sem hafa fengist af þessum mál-
um í dágóðan tíma,“ segir Elliði
Vignisson, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum um áætlanir Viking To-
urs um siglingar milli Eyja og Land-
eyjahafnar. „Við höfum haft þá trú
frá því að Landeyjahöfn var opnuð
að það ætti eftir að bætast við önnur
ferja á siglingaleiðinni og það er
ánægjulegt að sjá að það sé heima-
maður sem fari fram af svona krafti,“
segir bæjarstjórinn.
„En auðvitað þarf meira til.
Þetta er farþegaferja, afbragðs-
góð viðbót við siglingar Herjólfs
en því miður tekur þessi bátur
ekki bíla. Þannig að það standa
öll spjót á innanríkisráðuneyti
og Vegagerð að leysa málið yf-
ir vetrartímann.“ Auk þess
nefnir Elliði að tíðindin séu mjög
jákvæð í ljósi þess að Herjólfur sé
þéttbókaður yfir sumartím-
ann.
Háð samþykki Eim-
skips og Vegagerðar
Morgunblaðið/RAX
Eyjar Siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn hafa ekki gengið þrautalaust. Nú er
stefnt að því að ný og minni ferja hefji farþegasiglingar úr höfninni.
Hjá Siglingastofnun fengust þær
upplýsingar að stofnunin veitti
ekki heimild til siglinga í Land-
eyjahöfn nema þær væru í sátt
við Vegagerðina og Eimskip sem
sér um rekstur Herjólfs. Gunn-
laugur Grettisson, rekstrarstjóri
Herjólfs hjá Eimskip, vildi ekki
tjá sig um málið að sinni. Þá náð-
ist ekki í fulltrúa Vegagerðar-
innar. Elliði á ekki von á því að
Eimskip, Vegagerðin eða innan-
ríkisráðuneytið leggist gegn
bættum samgöngum. Vísar hann
m.a. til hafnarreglugerðar í því
sambandi. „Landeyjahöfn er
byggð til þess að bæta sam-
göngur við Vest-
mannaeyjar. Og það er
alveg klárt að þessi
ferja bætir samgöngur
við Vestmannaeyjar,
þannig að það kæmi
mér mjög á óvart ef
Vegagerðin færi að
standa í vegi fyrir bætt-
um samgöngum.“
Á von á sátt
um málið
BÆTTAR SAMGÖNGUR
Elliði Vignisson