Morgunblaðið - 14.06.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.06.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 ✝ Ellen Bjarna-dóttir fæddist í Aðalstræti 16, Reykjavík 23. sept- ember 1919. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 3. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Helga Enea Ander- sen, f. 23.7. 1894, d. 18.4. 1986 og Bjarni Þorgeir Magnússon, f. 10.8. 1891, d. 7.3. 1933. Systkini Ell- enar eru Agnar, f. 2.3. 1921, Hallfríður, f. 20.4. 1922 og Jak- ob, f. 29.12. 1926, d. 15.1. 1989. Ellen giftist 8.7. 1944 eftirlif- andi eiginmanni sínum, Guð- mundi Sigurjónssyni, f. 16.8. 1920, f.v. aðalbókara Lands- banka Íslands. Foreldrar hans voru hjónin Rannveig Vídalín Guðmundsdóttir, f. 15.12. 1897, fjögur börn og sex barnabörn. Ellen og Guðmundur áttu sumarbústaðinn Birkilaut í Vatnsendalandi, þar sem fjöl- skyldan undi sér öll sumur í mörg ár. Einnig var skíðaíþrótt- in þeim mjög hjartfólgin. Á efri árum ferðuðust þau mjög mikið og þau stunduðu mikið félags- störf innan Oddfellow-regl- unnar og höfðu gaman af. Þau bjuggu í 11 ár á Langholtsvegi 43, þar sem Guðmundur var úti- bússtjóri Landsbankans. Þaðan fluttu þau á Nökkvavog 30, þar sem þau bjuggu til áramóta 1989 þegar þau fluttu í Nausta- hlein 22 í Garðabæ. Síðastliðið ár hefur Ellen búið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Aðaláhugamál Ell- enar var að mála. Hún var að mestu sjálflærð og eru ótal verk til eftir hana, bæði innanlands og út um allan heim. Einnig voru haldnar nokkrar sýningar á verkum hennar. Útför Ellenar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 14. júní, 2013 og hefst athöfnin kl. 13. d. 22.3. 1985 og Sigurjón Sigurðs- son, f. 20.6. 1891, d. 20.6. 1971. Systkini Guðmundar eru Sigurður, f. 23.2. 1922, d. 3.6. 1977, Kjartan, f. í maí 1924, d. 1924, Sig- ríður, f. 11.7. 1925, d. 28.7. 2009, Katr- ín, f. 3.6. 1927 og Kjartan, f. 7.4. 1929, d. 21.4. 2001. Ellen og Guðmundur (Lella og Mummi) eignuðust þrjár dætur. Þær eru: Rannveig, f. 24.10. 1945, gift Símoni Ægi Gunnarssyni, f. 26.3. 1941. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. Helga, f. 27.3. 1948, gift Jóni Guðmundssyni, f. 1.2. 1951. Þau eiga fjögur börn og sex barnabörn. Alma, f. 14.12. 1951, gift Birni Jóhanni Björnssyni, f. 8.5. 1950. Þau eiga Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Með þessum orðum vil ég kveðja þig, elsku mamma mín, og þakka þér fyrir öll yndislegu árin sem við höfum átt saman. Betri móður er ekki hægt að hugsa sér. Alla tíð með þínum listamannaaugum sást þú feg- urðina í öllu í kringum þig og sást ekkert nema það góða í fólki. Þín verður mikið saknað. Guð blessi þig. Þín dóttir, Alma. Tengdamóðir mín elskuleg hefur kvatt þetta jarðlíf að sinni. Notaleg kveðja, „halló boy“, frá henni heyrist ekki meir. Fyrir rúmlega 40 árum, er ég fyrst fór að gera hosur mínar grænar fyrir konu minni og venja komur mínar í Nökkva- voginn varð ekki hjá því komist að laðast einnig að glaðlegum og skemmtilegum konum, sem bjuggu þar einnig. Lella tengdamóðir mín verðandi og móðir hennar Helga Andersen höfðu frá ýmsu að segja og var margur molasopinn drukkinn þó komið væri langt fram á kvöld. Minningarnar ylja og ég er nokkuð viss um að þær hafa nú tekið upp þráðinn frá því í den og ég mun blanda mér í þá umræðu þó síðar verði. Lella var einstaklega glaðleg kona og alltaf stutt í brosið hjá henni, hvers manns hugljúfi og lifði fyrir Mumma sinn, börnin sín, barnabörnin og barna- barnabörnin. Fjölskylduna setti hún ætíð í fyrsta sæti. Við hjónin ferðuðumst víða með tengdó á árum áður og var þá glatt á hjalla. Ökuferð frá Lúxemborg um Þýskaland, Austurríki og Sviss, yfir til Ítal- íu er mjög ofarlega í minning- unni. Einnig eru minnisstæðar allnokkrar sólarferðir, sem við hjónin fórum með tengdó til Flórída og Kanarí, þar sem þær mæðgur sleiktu sólina og nutu lífsins á meðan við tengdapabbi lékum okkur í golfi. Lella dýrk- aði sólina, landslagið, birtuna á himninum, skýin og litadýrðina, sem fyrir augu bar. Hún hafði augu myndlistamanns og mikla unun af því að mála myndir og skapa og forma hluti. Með henn- ar augum get ég nú horft á augnablikin í lífi hennar í þeim fjölmörgu verkum, sem hún skildi eftir sig handa okkur til að gleðjast yfir. Blessuð sé minning Lellu tengdamóður minnar og Guð gefi þér styrk, Mummi minn. Jón Guðmundsson (Nonni). Á silfurbrúðkaupsdegi Ellen- ar ömmu birtist allt í einu prest- ur, ég var lögð í fang hennar og skírð í höfuðið á henni. Ég var gjöf til hennar en hún var miklu stærri gjöf til mín. Hún studdi mig alltaf og hvatti og fyrir það er ég henni ævinlega þakklát. Hún og afi fóru með okkur í fjallgöngur, kenndu okkur á skíði, buðu okkur í bankabú- staðinn… við áttum margar hamingjustundir saman. Börnin mín gerðu ömmu að langömmu og þau áttu hana að í nærri 20 ár. Það var þeim dýr- mætt. Þegar ég svo kynntist mínum manni – þá eignaðist hann líka ömmu. Við áttum frábærar stundir með ömmu og ég þakka fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá mér á stærstu gleðistundum í mínu lífi. Takk, elsku amma, fyrir að hafa átt þig að. Elsku afi, mamma, pabbi, systurnar og fjölskyldur – megi Guð blessa okkur öll og styrkja. Ellen. Elsku Ellen amma mín er dá- in. Farin hinum megin – horfin mér um stund. Komin í faðm ástvina sem kvatt hafa þennan heim og líður nú betur. Því trúi ég og sagði henni sjálfri fyrir ekki svo löngu. Mig vantar orð nú þegar ég sest niður til að skrifa, langar þó til að skrifa svo margt. Minn- ingarnar streyma fram – minn- ingar um yndislega hjartahlýja og hláturmilda ömmu. Opinn faðm, læraskelli og pönnukökur. Minningar um frábæra lang- ömmu sem ég er svo þakklát fyrir að Guðjón minn náði að kynnast svo vel. „Þú hefur gert mig ódauðlega“ sagði amma mín níræð, í undrun og þakklæti þegar ég færði henni bókina „Amma mín listamaðurinn“ fyr- ir fáeinum árum. Bókin var gjöf mín til hennar, til ömmu sem gaf mér svo margt. Hennar verður sárt saknað. Elsku afi minn, guð gefi þér styrk til að halda áfram og njóta stundanna með dætrum þínum, tengdasonum, barnabörnum og barnabarnabörnum þar til að amma mun taka á móti þér hin- um megin. Fram að því erum við hér og lífið heldur áfram. Lifum heil og förum vel með okkur. Hildur. Elsku amma. Ég er ánægð að hafa fengið tíma til að kveðja þig, að geta kysst þig og knúsað í hinsta sinn. Um daginn sagðist þú ætla að strjúka af sjúkrahúsinu, þó þú lægir í rúminu þínu á Hrafn- istu. Þú sagðist ætla heim, elsku amma, nú ertu farin heim. Heim til mömmu þinnar og pabba og þeirra sem þín þar biðu. Þú ert umvafin birtu og enn meiri kær- leik. Þú ert aftur orðin létt á fæti og dansar eins og Baby í uppáhalds myndinni þinni, Dirty Dancing. Þú ert aftur far- in að mála og málar nú lands- lagið fyrir handan. Þú ert frjáls, frjáls eins og fuglinn sem flögr- ar um háloftin. Vertu ávallt vel- komin, elsku amma mín, ég sakna þín. Með pensil í mund, næstum fram á síðustu stund. Úti í bílskúr þú málaðir heiminn. Með brosinu bjarta, þú lýstir upp geiminn, amma þú átt alltaf stað í mínu hjarta. Góðar stundir við áttum saman. Hjá afa og þér, ávallt var gaman. Þegar haldið var heim frá afa og þér, ég vinkaði þér og þú vinkaðir mér. Nú kveðjumst við í hinsta sinn, elsku amma mín, og hér er mitt síðasta vink til þín. Kær kveðja, Helga Enea. Það er sárt að kveðja þig, elsku amma mín, og erfitt til þess að hugsa að hafa þig ekki með okkur áfram. Ég er mjög þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum saman og allt það sem þú hefur kennt mér af þinni góðmennsku og hlýhug. Þau eru svo sönn orðin sem Davíð bróðir sagði einu sinni þegar hann var lítill strákur „amma, þú ert svona ekta amma“. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, elsku amma, og Guð veri með þér. Þín Erna. Ellen Bjarnadóttir ✝ Jóna Maríafæddist á Bakka í Ölfusi 21. apríl 1926. Hún lést 4. júní 2013. Jóna María var dóttir Hannesar Guðmundssonar bónda, f. 23.11. 1885, d. 10.12. 1958 og Valgerðar Magnúsdóttur konu hans, f. 2.9. 1897, d. 4.11. 1954. Systkini Jónu Maríu: Magnús, Guðrún Lovísa, Engilbert, Guðmundur og Valgeir eru öll látin, en eft- irlifandi er uppeldissystir Ásta Valdemarsdóttir. Jóna María giftist 27.10. 1945 Helga Jóhannssyni bónda, f. 27.2. 1918, d. 12.5. 2002. Helgi var sonur hjónanna Jó- hanns Sigurðssonar bónda á Núpum og konu hans Jóhönnu Ara Sigurðssyni viðskipta- stjóra hjá Advania. Hanna María á tvö börn með fyrri manni sínum Lúther Guð- mundssyni og Ari á þrjú börn með fyrri konu sinni Rut Jóns- dóttur. Jóna María ólst upp á Bakka en þau Helgi bjuggu í Hvera- gerði árin 1945-1950 eða þar til að þau fluttu að Núpum og bjuggu þar til ársins 1983. Þá brugðu þau búi og fluttu aftur í Hveragerði að Bröttuhlíð 6. Þar bjuggu þau þangað til Helgi lést en Jóna María bjó þar áfram til ársins 2007 en flutti þá á Dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Jóna María stundaði nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísa- firði árið 1944-1945. Hún var húsfreyja alla tíð en hafði unun af söng, tón- og leiklist og sungu þau hjónin í Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandar- sókna í tugi ára. Auk þess lék Jóna María með Ungmenna- félagi Ölfusinga um nokkra hríð. Jóna María verður jarð- sungin frá Hveragerðiskirkju í dag, 14. júní 2013, kl. 15. Margrétar Magn- úsdóttur hús- freyju. Börn Jónu Maríu og Helga eru: Jóhann Val- geir f. 1.4. 1947, fyrrv. lögreglu- maður á Selfossi, kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur sjúkra- liða, þau eiga fjög- ur börn og 13 barnabörn; Sigur- veig, f. 26.11. 1950, kennari í Hveragerði, gift Gísla Rúnari Sveinssyni svæðisstjóra hjá Vinnueftirlitinu, þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn; Gerður, f. 28.11. 1951, kennari í Kópavogi, búsett í Reykjavík, gift Jóni Inga Skúlasyni Öfjörð, rafveituvirkja hjá Landsneti, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn; Hanna María, f. 2.3. 1968, kennari í Mosfellsbæ, gift Nú minnist ég ömmu minnar sem mér þótti afar vænt um. Hún var stórbrotin kona með mikinn persónuleika, hrafn- svart hár og fallegt bros með djúpa spékoppa í vöngum. Ég bjó hjá henni og afa í sveitinni fyrstu tvö árin mín vegna ungs aldurs foreldra minna og amma tók ekki annað í mál en að mamma lyki námi á meðan pabbi vann fyrir litlu fjölskyldunni. Hún var þá sjálf með frænku mína, Hönnu Maríu, rúmlega eins árs og get ég ímyndað mér að það hafi ekki alltaf verið auðvelt, önnur grét allar nætur og hin vaknaði eldsnemma. Eft- ir að ég var flutt í bæinn kom ég í sveitina öll sumur og alltaf þegar færi gafst. Amma var afar snyrtileg bæði um útlit sitt og heimili og voru allir reknir úr fjósagall- anum frammi í vaskahúsi. Hún kenndi mér og frænku minni að taka til, meðal annars að þurrka af með nælonsokki af betri mublunum, fannst mér þetta oft hinn mesti óþarfi og spurði ömmu hvort það væri ekki í lagi að það kæmi smá lag af ryki svo við hefðum eitthvað að þurrka af en hún vildi ná því áður en það settist. Amma dekraði við mig alla tíð á ýms- an hátt og sýndi matvendni minni og dyntum mikinn skiln- ing. Hún var myndarleg hús- móðir og bakaði bestu klein- urnar og pönnukökurnar og svo var sveitamjólkin hjá ömmu og afa sú allra besta. Hún var mjög gestrisin og var mikið í mun um að allir færu saddir og sælir frá borðum. Það var gott að leita til hennar þegar eitt- hvað bjátaði á og örlæti hennar og hjálpsemi var mikil. Ég er henni afar þakklát fyrir að gefa mér bílinn þeirra þegar afi dó, þetta er svo sannarlega bíll með sál og enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera 28 ára. Ég hef aldrei séð eins fallegt samband og ríkti milli ömmu og afa, ást, virðing, umhyggja og vinátta einkenndi samband þeirra. Þau voru hin fullkomnu hjón í mínum huga og leit ég upp til þeirra alla tíð. Minning- armynd skýtur upp þar sem þau leggja sig hvort á sínum dívaninum eftir matinn, afi að dotta með Tímann yfir andlit- inu og amma að spjalla við okk- ur Hönnu Maríu og gefa okkur hlýtt faðmlag. Ég trúi því að afi taki á móti henni og mikill fögnuður ríki í sumarlandinu. Blessuð sé minning þín, elsku amma mín. Þín alltaf mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir, fyrir allt það sem þú skildir eftir, fyrir gleðina sem þú gafst mér, fyrir stundirnar sem við áttum, fyrir viskuna sem þú kenndir, fyrir sögurnar sem þú sagðir, fyrir hláturinn sem þú deildir, fyrir strengina sem þú snertir, ég ætíð mun minnast þín. (F.D.V.) Jóna María Jónsdóttir. Jóna María Hannesdóttir ✝ Ástkær móðir, dóttir, systir, sambýliskona og dótturdóttir, INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR viðskiptafræðingur, Hryggjaseli 6, Reykjavík, sem lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi laugardaginn 8. júní, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni laugar- daginn 15. júní kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið, Langholtsvegi. Ragnar Örn Jóhannesson, Guðrún Ragnarsdóttir, Stefán Ingólfsson, Ragnar Ingi, Ingólfur, Margrét Þórunn, Stefán Gestur, Sigurpáll Marinósson, Margrét Þ. Helgadóttir. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON GUÐLAUGSSON, Dalvík, lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, laugardaginn 8. júní. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 15. júní kl. 13.30. Sigurlaug Sveinsdóttir, Guðbjörg Antonsdóttir, Elín Antonsdóttir, Skafti Hannesson, Anna Dóra Antonsdóttir, Sveinn Sveinsson, Arna Antonsdóttir, Þórólfur Antonsson, Hrönn Vilhelmsdóttir, Árdís Antonsdóttir, barnabörn, langafabörn og langalangafabarn. ✝ Ástkær maður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR DAN JOHANSEN, er látinn. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 21. júní kl. 13.00. Anna Lilja Gunnarsdóttir, Bertha Ingibjörg Johansen, Elliði Vignisson, Gyða Dan Johansen, Ari Edwald, Hallur Dan Johansen, Oddný Jóna Bárðardóttir, Agnar Gunnar Agnarsson, Atsuko Sato og barnabörn. ✝ Elskulegur mágur minn og móðurbróðir okkar, PÁLL JÓNSSON, Lyngmóum 10, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstu- daginn 14. júní klukkan 15.00. Sigurður Karl Sigurkarlsson, Sindri Karl, Þórunn og Anna Sigríður Sigurðarbörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.