Morgunblaðið - 14.06.2013, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.06.2013, Qupperneq 35
okkar en auk þess fjárfestum við mikið í auglýsingum sem áttu eftir að skila sér. Við vorum með fjöl- breyttar skoðunarferðir á sjó og landi, héldum úti sjö hópferða- bifreiðum þegar mest var. Þá lét ég smíða skemmtibátinn PH Víking sem tók 50 manns í sæti, sigldi um- hverfis eyjarnar og sótti og skilaði ferðamönnum til Þorlákshafnar.“ Páll hætti í ferðamennskunni árið 2006 en fyrirtækið sem hann stofn- aði er enn í fullum gangi. Páll setti upp pósthús úti í Surts- ey 23.6. 1965 vegna útgáfu Surts- eyjarfrímerkjanna og stimplaði þar 4.500 tölusett fyrsta dags umslög. Hann gekk fyrstur manna á land í Syrtlingi og Jólni, smáeyjum sem mynduðust í nágrenni Surtseyjar. Páll hlaut heiðursmerki Slysa- varnafélags Íslands fyrir að bjarga tveimur drengjum frá drukknun í Vestmannaeyjahöfn 1.11. 1952, en áður hafði hann bjargað einum dreng frá drukknum. Hann var kos- inn ferðafrömuður ársins af tímarit- inu Farvís 1990 og veittur Frétta- pýramídinn fyrir framlag sitt til ferðamála í Eyjum, af vikublaðinu Fréttum. Hann var sæmdur silfur- skildi íþróttafélagsins Þórs árið 1988 fyrir áratuga störf við Þjóð- hátíðina í Eyjum. Þá fékk hann heiðursskjöld og orðu Sjó- mannadagsráðs Vestmannaeyja 11.6. 2006 fyrir framlag sitt til mannúðar- og menningarmála í Vestmannaeyjum. Fjölskylda Páll kvæntist 9.5. 1953 Evu Bryn- dísi Karlsdóttur, f. 12.5. 1935, d. 28.4. 1987, hótelstjóra. Hún var dóttir Karls Kristjánssonar, verk- stjóra í Hafnarfirði, og Stefaníu M. Jónsdóttur húsfreyju. Börn Páls og Evu eru Guð- mundur, f. 20.6. 1954, bifvélavirki í Eyjum, kvæntur Sigurbjörgu Vil- hjálmsdóttur og eiga þau eina dótt- ur; Ástþór Rafn, f. 26.10. 1956, raf- virki í Reykjavík, kvæntur Brynhildi Brynjúlfsdóttur og eign- uðust þau þrjá syni; Páll, f. 25.2. 1966, húsasmiður í Reykjavík, kvæntur Önnu Eiríksdóttur og eiga þau tvö börn; Karl, f. 28.3. 1968, flugvirki í Reykjavík, kvæntur Öldu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjá syni. Dóttir Páls og Ingu Lilju Sigurð- ardóttur er Thelma Dögg, f. 14.6. 1994, háskólanemi. Sambýliskona Páls er Wandee Kudpho, f. 1960, starfsmaður við Vinnslustöðina í Eyjum. Systkini Páls eru Stefán, f. 16.5. 1929, d. 30.4. 2000, ökukennari í Eyjum; Sigtryggur, f. 5.10. 1930, d. 16.9. 2012, forstjóri í Reykjavík; Guðmundur, f. 12.5. 1932, d. 15.5. 1953, útvarpsvirki í Eyjum; Helgi, f. 31.10. 1938, d. 28.8. 1960, nemi; Guðrún, f. 16.2. 1943, versl- unarmaður í Reykjavík; Arnþór, f. 5.4. 1952, fyrrv. formaður Öryrkja- bandalagsins, búsettur á Seltjarnar- nesi; Gísli, f. 5.4. 1952, útgefandi og tónlistarmaður í Reykjavík. Foreldrar Páls voru Helgi Bene- diktsson, f. 3.12. 1899, d. 8.4. 1971, útgerðarmaður og kaupmaður í Vestmannaeyjum, og k.h., Guðrún Stefánsdóttir, f. 30.6. 1908, d. 13.8. 2009, verslunarkona. Úr frændgarði Páls Helgasonar Björn Tyrfingsson f. b. á Bryggjum Guðríður Sigurðardóttir húsfr. á Bryggjum Jón Ólafsson b. í Búð í Þykkvabæ Guðfinna Eggertsdóttir frá Hákoti Kristján Kristjánsson b. á Snæringsstöðum Jón Kristjánsson b. á Höskuldsstöðum Páll Helgason Helgi Benediktsson kaupm. og útg.m. í Vestm.eyjum Guðrún Stefánsdóttir verslunarm. og húsm. Margrét Jónsdóttir Stefán Björnsson útgerðarm. í Skuld í Eyjum Jóhanna Jónsdóttir Benedikt Kristjánsson oddviti á Þverá Guðjón Jónsson Guðmundur Guðjónsson söngvari og starfsm. RÚV- Sjónvarps Jónas Kristjánss. alþm.og læknir Jónas Kristjánss. fyrrv. ritstjóri DV Kristján Jónass. læknir í Rvík. Sigurður Nordal prófessor Jóhannes Nordal seðlabankastjóri Ólöf Nordal alþingism. Guðrún Nordal forstöðum. Stofnunar Árna Magnúss. Jóhannes Nordal íshússtj. í Rvík. Steinunn Guðmundsdóttir húsfr. á Snæringsstöðum Ljósmyndari/Sigurgeir Túristafaðirinn Páll Helgason. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Árni Björnsson læknir fæddistí Reykjavík 14.6. 1923. For-eldrar hans voru Björn Árnason stýrimaður og Kristín Jensdóttir verkakona. Björn var sonur Árna Björnssonar, b. í Víði- nesi og í Móum á Kjalarnesi, og Sig- ríðar Jónsdóttur húsfreyju. Kristín var dóttir Jens Guðnasonar, b. í Árnagerði í Fljótshlíðarhreppi, og Sigrúnar Sigurðardóttur húsfreyju. Árni lauk stúdentsprófi frá MR 1943 og kandídatsprófi í lækn- isfræði frá HÍ 1951. Eftir fram- haldsnám og störf í Svíþjóð hlaut hann sérfræðiviðurkenningu í al- mennum skurðlækningum árið 1959 og síðar í lýtalækningum, fyrstur Íslendinga, með lýtalækningar sem sérgrein. Árni starfaði á Landspítalanum, Centrallasarettet í Södertälje og á St. Göransjúkrahúsinu í Stokkhólmi og á lýtalækningadeildum í Skot- landi og Uppsölum. Hann var yfir- læknir á Landspítalanum 1978-94 er hann lét af störfum. Þá var hann ráðgefandi sérfræðingur í lýtalækn- ingum, m.a. við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, á vegum Save the Children Fund á Princess Tsahai Hospital í Addis Ababa í Eþíópíu. Árni kenndi við Hjúkrunarskóla Íslands, var lektor við tannlækna- deild HÍ og lektor í lýtalækningum við læknadeild HÍ. Árni sinnti fjölda trúnaðarstarfa í ýmsum félögum og samtökum lækna, var m.a. formaður Félags læknanema, formaður Læknafélagsins Eirar, Læknafélags Reykjavíkur, formaður Félags lýta- lækna og forseti norræna lýta- læknafélagsins, formaður öldunga- deildar Læknafélags Íslands og formaður Hollvinafélags lækna- deildar HÍ. Hann sat í læknaráði Landspítalans og var formaður þess um skeið. Hann sat auk þessa í fjölda nefnda á vegum lækna- samtakanna og heilbrigðisyfirvalda og skrifaði fjölmargar greinar um læknisfræði í innlend og erlend læknisfræðitímarit. Eiginkona Árna var Guðný Theo- dórsdóttir Bjarnar sem lést 2006. Þau eignuðust sex börn. Árni lést 24.10. 2004. Merkir Íslendingar Árni Björnsson 95 ára Aðalbjörg Bjarnadóttir 90 ára Valgerður Guðnadóttir 85 ára Þorsteinn Sigurðsson 80 ára Guðlaug Jóna Sigurðardóttir Guðlaug Sæmundsdóttir Gunnar Kristinn Gunnarsson Hugborg Friðgeirsdóttir 75 ára Ásdís Marteinsdóttir Björn Björnsson Bragi Árnason Erna Þorsteinsdóttir Heba Árnadóttir Theriault Jóhann Jakobsson Ólafur Steinn Sigurðsson 70 ára Ásrún Snædal Ásta Vigdís Böðvarsdóttir Guðrún María S Skúladóttir Málfríður Steinsdóttir Þorgeir Ísfeld Jónsson Þórdís Einarsdóttir Þórður Ólafur Guðmundsson 60 ára Birna Jóna Sigmundsdóttir Friðrik Harðarson Gunnar Elías Gunnarsson Helga Magnea Harðardóttir Jón Tryggvi Helgason Ólafur Theódór Skúlason Ómar Sævar Árnason Sveinbjörg Pálsdóttir 50 ára Aiping Zhang Áslaug Einarsdóttir Dzintars Jurkevics Fadh Falur Jabali Gerður Ríkharðsdóttir Guðrún Halldórsdóttir Hongling Hu Ingi Valtýsson Jóhanna María Agnarsdóttir Kjartan Ólafsson Ragnheiður Jónsdóttir Sigrún Þórsteinsdóttir Sigþór Hólm Þórarinsson Soffía Guðný Jónsdóttir Sófus Þór Jóhannsson Unnsteinn Birgisson 40 ára Berglind Rut Hilmarsdóttir Einar Þór Einarsson Hallvarður Einar Logason Ingibjörg Jóhannsdóttir Ingþór Hrafnkelsson Marjan Erdoglija Páll Arnar Steinarsson Ragna Kristín Ragnarsdóttir Reynir Þór Reynisson Sigríður Björnsdóttir Sigríður Rósa Kristinsdóttir Steinunn Kr. Zophoníasdóttir Svanhvít Antonsdóttir Michelsen 30 ára Anne Eileen Walsh Elin Margareta B Moqvist Elías Þór Grönvold Kristmar Páll Sigurðsson Michael Bragi Whalley Orachon Suasungnoen Óskar Þór Jónsson Steinn Eldjárn Sigurðarson Særún Dögg Sveinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Helgi ólst upp á Sauðárkróki, er þar bú- settur og starfrækir Drangeyjarferðir með föður sínum. Maki: Hrafnhildur Guðna- dóttir, f. 1985, hársnyrtir. Sonur: Guðni Bent Helgason, f. 6.2. 2012. Foreldrar: Rannveig Lilja Helgadóttir, f. 1960, nuddari, og Viggó Jóns- son, f. 1960, rafvélavirki og starfar við ferða- þjónustu. Helgi Rafn Viggósson 30 ára Eva ólst upp í Reykjavík og er þar bú- sett, lauk prófi á frum- greinasviði við HR, stund- ar nú nám í viðskiptafræði við HA og starfar hjá Borgun hf. Börn: Emilía Sara, f. 2005, og Elvar Ingi, f. 2010. Foreldrar: Magnús Rún- arsson, f. 1961, húsasmið- ur í Reykjavík, og Sigrún Ólafsdóttir, f. 1964, skóla- liði í Noregi. Eva Dís Sigrúnardóttir 30 ára Hafdís lauk stúd- entsprófi, hjúkrunarfræði- prófi frá HÍ og er hjúkr- unarfræðingur á Eir. Maki: Veigar Arthúr Sig- urðsson, f. 1982, flutn- ingabílstjóri. Dætur: Emilía Röfn, f. 2005, og Kolbrún Rut, f. 2007. Foreldrar: Stefán Þor- steinsson, f. 1963, prent- ari, og Sigríður Steinunn Björgvinsdóttir, f. 1963, kaupmaður. Hafdís Jóna Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.