Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 40

Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 40
AF DROTTNINGUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ekki verður annað sagt engamla proggmálmbandiðQueensrÿche frá Bellvue í Washington-ríki geri sig breitt á þessu vori. Tvær plötur með glænýju efni koma út undir hennar merkjum með aðeins tveggja mánaða millibili, Frequency Unknown kom í lok apríl og seint í þessum mánuði er von á skífu sem bera mun nafn sveit- arinnar. Þetta sætir sannarlega tíð- indum en þegar betur er að gáð er þetta alls ekki sama hljómsveitin, all- tént ekki sömu mennirnir. Forsagan er sú að á liðnu ári, á þrítugsafmæli sveitarinnar, reis ágreiningur milli söngvarans Geoffs Tates annars vegar og hinna þriggja upprunalegu meðlimanna, Michaels Wiltons gítarleikara, Eddies Jack- sons bassaleikara og Scotts Rocken- fields trymbils hins vegar. Ástæðan var sú að þremenningarnir ákváðu að reka á einu bretti framkvæmda- stjóra bandsins og formann aðdá- endaklúbbsins án þess að ráðfæra sig við Tate. Var sá gjörningur eitur í beinum söngvarans, ekki síst í ljósi þess að um eiginkonu hans og stjúp- dóttur var að ræða. Þótti þremenn- ingunum víst framkvæmdastjórinn, Susan Tate, vera farin að hugsa Hver er drottn- ingin í ríkinu? AFP Óvissa Queensrÿche-útgáfa Michaels Wiltons, Eddies Jacksons og Scotts Rockenfields. Halda þeir nafninu? meira um hagsmuni spúsa síns en heildarinnar. Var henni meðal ann- ars borið peningamisferli á brýn. Næst þegar bandið kom saman, fyrir tónleika í São Paulo í Brasilíu í apríl á síðasta ári, bar Geoff Tate þetta upp á félaga sína. Fljótt hitnaði í kolunum og Tate er sagður hafa kollvarpað trommusettinu og ráðist á bæði Rockenfield og Wilton. Laug- að þá að endingu í munnvatni. Geng- ið var á milli. Þrátt fyrir þessa öm- urlegu stemningu fóru tónleikarnir fram en aldrei þessu vant fengu ör- yggisverðir ströng fyrirmæli um að fylgjast betur með sviðinu en saln- um. Engan sakaði. Queensrÿche hafði skuldbundið sig til að halda tvenna tónleika að auki á téðri tónleikaferð og við það var staðið. Eftir það skildu leiðir. Menn gátu ekki hugsað sér að vinna lengur saman og í byrjun júní 2012 var Geoff Tate rekinn úr bandinu.    Glöggir málmvísindamenn veitaþví ugglaust athygli að rás at- burða er alls ekki ólík því sem átti sér stað þegar meistari Max Cava- lera sagði skilið við Sepultura 1997. Fáeinum dögum eftir brottvikn- inguna höfðuðu Geoff og Susan Tate mál á hendur sínum gömlu félögum á þeim grunni að uppsögn hans hefði verið ólögmæt. Þá fóru þau fram á að Wilton, Rockenfield og Jackson yrði framvegis bannað að nota nafnið Queensrÿche. Hæstiréttur í Wash- ingtonríki frestaði málinu á þeirri forsendu að það væri flókið og máls- aðilar þyrftu rýmri tíma til að safna gögnum. Var þeim gefinn ríflegur frestur en málið verður næst á dag- skrá dómstólsins 18. nóvember næstkomandi. Þangað til er báðum aðilum frjálst að nota nafnið Queensrÿche. Menn létu ekki segja sér það tvisvar. Wilton, Rockenfield, Jack- son og gítarleikarinn Parker Lund- gren, sem gekk í bandið 2009, lögðu snöru fyrir söngvarann Todd La Torre sem áður var í Crimson Glory og hófu að semja efni fyrir nýja plötu. Tate beið heldur ekki boðanna, safnaði um sig gömlum kempum úr málmheimum. Þeirra frægastir eru trymbillinn Simon Wright, sem kunnastur er fyrir veru sína í AC/DC og Dio, og bassafanturinn Rudy Sarzo sem um tíma var í Whites- nake. Alltént. Senn verða báðar Queensrÿche-plöturnar komnar í búðir og samanburður óhjá- kvæmilegur. Ég læt ykkur, lesendur góðir, eftir að fella dóminn en geri síður ráð fyrir því að þessar skífur standist öndvegisverki Queensrÿche, málmóperunni Operation:- Mindcrime, snúning en þess er nú minnst víða um heim að aldarfjórð- ungur er liðinn frá útgáfu þess. Þeir þreytast seint á glæpunum, drottningarmenn. » Tate er sagðurhafa kollvarpað trommusettinu og ráðist á bæði Rockenfield og Wilton. Laugað þá að endingu í munnvatni. Grjótharður Geoff Tate söngvari. 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Bókin 1984 eftir George Orwell nýtur mikilla vinsælda í dag en hún hefur rokið upp vinsældalista helstu net- verslana heims. Á Amazon hefur sala á bókinni aukist um 7.000% á einum sól- arhring og skýrist það eflaust af frétt- um um öflun persónuupplýsingar í Bandaríkjunum. Orwell skrifaði bók- ina árið 1948 en hún var gefin út 1949 og fjallar um einstakling sem starfar í sannleiksráðuneyti alræðisríkis. Ef- laust sjá margir tengingu milli mögu- leika stjórnvalda í dag til gagnaöflunar og skáldsögu Orwells. Bókin er, eins og mörg frjálslynd samtök hafa bent á, ekki handbók um vandaða stjórnsýslu. Hátt í 7.000 prósent aukning á sölu bókarinnar 1984 á einum sólarhring 10 7 EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS! VINSÆLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA! New York Daily News Missið ekki af þessari stórkostlegu teiknimynd frá höfundum Ice Age FRÁBÆR GAMANMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! SUMARSMELLURINN Í ÁR! -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L 12 12 THE INTERNSHIP Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30 AFTER EARTH Sýnd kl. 8 THE HANGOVER PART 3 Sýnd kl. 8 - 10:10 EPIC 2D Sýnd kl. 5 EPIC 3D Sýnd kl. 5 FAST AND FURIOUS 6 Sýnd kl. 10:10 „Toppar alla forvera sína í stærð, brjálæði og hraða.” - T.V., Bíóvefurinn HHH H.K. -Monitor Komdu í bíó! Þú finnur upplýsingar um sýningartíma okkar og miðasölu á www.emiði.is og www.miði.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.