Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 44
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 165. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Mesta árás sem ég hef lent í
2. Fá þeir vínbúð og jafnvel krá?
3. Hneig niður á Esjunni
4. Útgerðarmenn vonsviknir
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sárabótartónleikar hljómsveitar-
innar Ensími vegna Keflavik Music
Festival, verða í dag klukkan 17.30 í
Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Ekkert
kostar inn á tónleikana og ekkert
aldurstakmark er inn á þá.
Morgunblaðið/Þorkell
Sárabótartónleikar
Ensími verða í dag
María Manda
opnar einkasýn-
ingu sína, Milli
tveggja heima, í
Listasal Mosfells-
bæjar í dag. María
er sjálfstætt
starfandi um-
búðahönnuður og
hefur haldið sýn-
ingar í kringum umbúðir og þrívídd-
arkort, m.a. á Hönnunarmars. Nú er
hún á nýjum slóðum og sýnir málverk
sín en það hefur hún ekki gert áður.
María Manda í Lista-
sal Mosfellsbæjar
Staðfest hefur verið að þrjátíu nýj-
ar hljómsveitir og listamenn munu
koma fram á Iceland Airwaves-
hátíðinni í ár. Meðal þeirra
sem staðfest hafa komu
sína eru Midlake, Emili-
ana Torrini, FM Bel-
fast, Girls In Haw-
aii, Ólöf Arnalds,
Amiina og Mos-
es Hightower
auk annara
stórkostlegra
hljómsveita.
Emiliana Torrini og
Amiina á Airwaves
Á laugardag Norðaustlæg átt 3-8 m/s. Skýjað en þurrt að kalla
NA-lands, en annars víða bjart veður. Hiti 7 til 18 stig.
Á sunnudag Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Bjart með köfl-
um, en sums staðar þokuloft við sjóinn. Heldur svalara veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Léttir heldur til, einkum inn til landsins, en
skýjað og lítilsháttar súld við austurströndina. Hiti 7 til 18 stig.
VEÐUR
„Hann er allur að koma til.
Það er grænt gras á honum
núna og við vinnum í honum
dag og nótt, þar á meðal ég
sjálfur,“ segir Halldór Jón
Sigurðsson, þrítugur þjálf-
ari Tindastóls í 1. deild karla
um heimavöll liðsins,
Sauðárkróksvöll, sem liðið
hefur ekki enn getað spilað
á. Fyrstu tíu leikir liðsins á
tímabilinu fara fram utan
Skagafjarðar, þar á meðal
tveir heimaleikir. »3
Hillir undir heima-
leik á Sauðárkróki
Útlit er fyrir að Íslandsmeistarar
Fram í handknattleik kvenna og karla
missi leikmenn til Noregs. Sunna
Jónsdóttir er með tilboð frá Sola sem
hún hefur mikinn áhuga á að taka og
þá myndi kærasti
hennar og mark-
vörðurinn úr
karlaliðinu,
Björn Viðar
Björnsson,
einnig yfir-
gefa Safa-
mýrina. »1
Íslandsmeistarapar úr
Fram á leið til Noregs?
Bandaríkjamaðurinn Phil Mickel-
son var með forystuna á Opna
bandaríska meistaramótinu í
golfi þegar Morgunblaðið fór í
prentun í gærkvöldi. Leik hafði þá
verið frestað á mótinu vegna
hættu á eldingum. Mickelson hef-
ur fimm sinnum orðið í öðru sæti
á mótinu og spurning hvort hon-
um tekst loks að sigra. »1
Mickelson fyrstur á
Opna bandaríska
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ómþýð rödd Ungfrúar klukku, sem
hljómaði í símtólum landsmanna á
árunum 1937-1963, gleður nú eyru
gesta samgöngusafnsins í Skóga-
safni undir Eyjafjöllum. Þessi fyrsta
Ungfrú klukka Íslands getur þakkað
Thor B. Eggertssyni símvirkja-
meistara og Símanum það að hún
gengur nú í endurnýjun lífdaga.
Thor fór á eftirlaun 1. desember
2012 eftir að hafa starfað stanslaust
hjá Pósti og síma og síðar Símanum
frá því að hann hóf nám í símvirkjun
í febrúar 1964. Hann rétt missti því
af því að vinna við þessa fyrstu
Ungfrú klukku en bætti úr því eftir
að formlegu starfi lauk. Vélin var þá
búin að vera í geymslum Landsím-
ans og síðar Símans í nærri hálfa öld.
Hún var um tíma á Símaminjasafn-
inu við Suðurgötu en fór svo í við-
gerð hjá Símanum áður en hún var
flutt í Skógasafn í vor. Símaminja-
safnið var sett upp í samgöngu-
safninu í vetur.
„Ég hafði aldrei séð þessa Ungfrú
klukku fyrr en á Símaminjasafninu.
Þá langaði mig strax að koma henni
aftur í gang,“ sagði Thor. Hann hófst
handa í vetur, skipti um kol í jafn-
straumsmótornum og setti straum á
vélina, en þá stóð allt fast. Feitin
hafði stirðnað á 50 árum. Thor mýkti
allt upp með WD-40 smurefni og
smurði svo vélina með maskínuolíu.
Sex glerdiskar geyma talið
Talið er geymt á sex glerdiskum.
Einn geymir sekúndutugina, 0-
50, þrír mínúturnar þ.e. 0-19,
20-39 og 40-59. Tveir geyma
klukkustundirnar 0-11 og 12-
23. Hver diskur er settur
saman úr tveimur gler-
plötum og er filma á
milli sem geymir tákn
eins og notuð voru í
talrásum kvikmynda.
Það tók um viku
vinnu að koma vélinni aftur í gang.
Hún fór að snúast en þá kom í ljós að
það vantaði magnara svo hljóðið
heyrðist. Thor setti magnara við og
hreyfiskynjara sem ræsir hana um
leið og einhver nálgast Ungfrú
klukku á safninu. „Þetta er merkis-
gripur og gaman að hafa komið hon-
um aftur í gang,“ sagði Thor.
Elsta Ungfrú klukka gangsett
Orðin stirð eftir
50 ára hvíld en er
nú laus og liðug
Morgunblaðið/Eggert
Talvél Thor B. Eggertsson er búinn að koma fyrstu Ungfrú klukku aftur af stað. Hún var í notkun á árunum 1937 til
1963. Rödd Halldóru Briem sem las inn á plöturnar hljómar nú í eyrum gesta Skógasafns undir Eyjafjöllum.
Skipt var um rödd og búnað Ungfrúar klukku 13. júlí 1963. Þá las Sigríð-
ur Hagalín leikkona inn á segulplötur sem sögðu landsmönnum hvað
tímanum leið allt til 15. júlí 1993.
Eftir það tók við stafræn klukka sem var nákvæm upp á 1/1000 úr
sekúndu. Ingibjörg Björnsdóttir leikkona léði þessari ofurnákvæmu
klukku rödd sína.
Í næstu viku verður rödd Ingibjargar skipt út fyrir lestur Ólafs
Darra Ólafssonar, leikara, og verður hann fyrstur karla til að segja
landsmönnum hvað tímanum líður í klukkustundum, mínútum
og sekúndum.
Nú hringja að meðaltali um 5.800 manns á mánuði í síma
155 til að vita hvað klukkan er. Símtalið kostar 25,30 krónur.
Herra klukka tekur við
FJÓRAR RADDIR SÍMAKLUKKUNNAR Á 76 ÁRUM
Ólafur
Darri
Ólafsson
Skannaðu kóðann
til að heyra og sjá
Ungfrú klukku.
MUngfrú klukka »18