Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 * „Matthildur og Jennsa eru einhverskonar stemnings-stjórnendur. Hvað sem þær gera vilja allir vera með.“ Alda Lóa Leifsdóttir.ÞjóðmálBÖRKUR GUNNARSSON borkur@mbl.is Á næstu dögum mun hjálparfélagið Sól í Tógó í samvinnu við Hjallastefnuna í Laufásborg byrja að safna heimilisvinum fyrir varn- arlaus börn í Tógó, í Vestur- Afríku. Verkefnismarkmið Sól í Tógó eru tvö. Annars vegar að byggja heimili fyrir munaðarlaus börn í Glidji þar sem þau geta notið skjóls, umhyggju og mennt- unar. Hins vegar að starfsmenn heimilisins hljóti starfsþjálfun og þekkingaruppbyggingu í aðferðum Hjallastefnunnar á Laufásborg, sem og innleiðingu og framkvæmd stefnunnar í Tógó. Samskiptin milli landanna hafa leitt til þess að ofbeldi gagnvart börnum hefur verið aflagt í skólanum í Tógó en þar í landi þykir ekki óeðlilegt að slá til óþekkra krakka. Mikil fátækt í Tógó Samtökin Sól í Tógó urðu til árið 2008 eftir að Alda Lóa Leifsdóttir fór til landsins ásamt eiginmanni sínum til að ættleiða barn. Í framhaldi af því kom hún á tengslum milli Victo sem rekur heimili fyrir 80 varnarlaus börn og leikskólans í Laufásborg. Síðan þá hafa samskiptin dafnað og er svo komið að samtökin standa nú að byggingu á nýju heimili fyrir börnin og fóstrurnar og halda uppi mörgum barnanna. Fátækt er mikil í Tógó og land- ið er að ganga í gegnum miklar umbreytingar þar sem fólk flykk- ist úr sveitum til borgar. Ekki ósvipað þeim umbreytingum sem Ísland gekk í gegnum þegar það breyttist úr einu fátækasta landi Evrópu í eitt það ríkasta. Kraftmiklu systurnar Matthildur og Jensína Her- mannsdætur hafa stýrt Hjalla- stefnuskólanum Laufásborg síðan 2006. Þessar systur fluttu til borgarinnar utan af landi ungar að árum og hafa nú í tvígang far- ið til Tógó til að kynna sér að- stæður þar á barnaheimili fyrir varnarlaus börn í Glidji sem sam- félagið á Laufásborg, kennarar, foreldrar og börn styrkja og styðja við með ýmsum hætti. „Fá- tæktin er svo mikil þarna að þetta minnti mig á lýsingar af Ís- landi fyrr á tímum í bókinni Fá- tækt fólk eftir Tryggva Em- ilsson,“ segir Matthildur. Af barnaheimilinu í Tógó hafa tvær starfsstúlkur komið til að læra nýjar aðferðir við uppeldi barna á Laufásborg. Við erum búin að vera að sá fræjum í gegnum árin varðandi jákvæðar uppeldisaðferðir. Kenna hvernig hægt er að setja börn- unum mörk án þess að beita harðræði í orði og æði. Hvernig við tölum við börnin og þess hátt- ar. Barnaheimilið á að vera skjól og þar er virðing borin fyrir börn- um og öllum á að líða vel. Hjallastefnan er frábært áhald sem getur bætt líðan barna og fullorðinna hvar sem er í heim- inum, það er okkar trú. Stefna okkar í Tógó er að aðstoða fyrst við að koma upp heimilinu þannig að það sé pláss fyrir börnin og það sé matur fyrir þau, þannig að þau lifi af. Svo er það mennta- stefnan. Fyrst að bjarga lífi barnanna og síðan að mennta þau fyrir framtíðina. Börnin búa núna í bráðabirgða- húsnæði á þremur stöðum en bygging nýs húsnæðis er byrjuð. Við fengum styrk frá þróunarsam- vinnustofnun til að aðstoða við bygginguna og erum nú að safna fyrir því sem upp á vantar.“ Það er tekið við öllum börnum sem þurfa að komast inn á heim- ilið. Mörg barnanna hafa fundist yfirgefin og verið komið til heim- ilisins af lögreglu eða félagsmála- yfirvöldum. Mæður þeirra eru veikar og geta því ekki sinnt þeim, feður þeirra óþekktir, þau eru fjölskyldulaus og ekki með neitt félagslegt net. Styrkirnir við uppbyggingu skólans og starfseminnar í Tógó eru skilyrtir við það að börn séu ekki beitt of- beldi þar og að þeim sé sýnd sú virðing sem smáfólkið á skilið. Nýlega voru tvær starfsstúlkur frá heimilinu í starfs- þjálfun í hálft ár á Laufásborg. „Mömmurnar“ fengu menningarsjokk þeg- ar þær komu til landsins,“ segir Matthildur. „En allar fóstrurnar eru kallaðar mömmur af börn- unum í Tógó. Þær höfðu aldrei ferðast í flugvél, aldrei séð snjó, aldrei farið í rúllustiga og ekki svo mikið sem séð verslunarmið- stöð. Það var ekki fyrr en við fór- um í Kolaportið að þær sögðu: „vá, þetta er eins og í Tógó!““ Segir Matthildur. „Þegar það snjóaði í fyrsta sinn voru þær í losti heima hjá sér og ætluðu ekki að trúa því að við ætluðum til vinnu við þessar að- stæður. Þeim þótti óþægilegt að vera í fötum, að vera með vett- linga og vera í stígvélum, þessu eru þær ekki vanar í heimalandi sínu. En þær hafa lært mikið og komu strax í verk nýjum starfs- aðferðum á barnaheimilinu sínu. Þannig þær eru búnar að innleiða Hjallastefnuna á heimilið og finna strax mun bæði á börnunum og „mömmunum“ öllum líður betur og það er mikill metnaður fyrir því að þetta verði besta heimilið í Tógó. Það er frábært að taka þátt í hjálparstarfi þegar það ber ár- angur. Ég hvet fólk til að gerast heim- ilisvinur heimilisins í Tógó. Það kostar 10.000 krónur á mánuði að framfleyta barni þar í landi en fólk má alveg gefa minna, eins og þúsund krónur á mánuði, þetta skiptir allt máli,“ segir Matthildur. Hjallastefnan tekin upp í Tógó RÉTT EINS OG ÞAÐ ER SJÁLFSAGT AÐ BEITA EKKI BÖRN OFBELDI Í SKÓLUM HÉR Á LANDI HEFUR ÞAÐ VERIÐ SJÁLFSAGT MÁL AÐ BEITA ÓÞEKK BÖRN OFBELDI Í SKÓLUM AFRÍSKA RÍKISINS TÓGÓ. HJALLASTEFNAN ER AÐ BREYTA ÞVÍ. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Matthildur og Jensína Hermannsdætur stýra Hjallastefnunni í Laufásborg. Þær hafa lagt barnaheimili fyrir varnarlaus börn í Tógó lið og hefur afríska heimilið tekið upp Hjallastefnuna og hugmyndir hennar í uppeldi barnanna. „Það er frábært að taka þátt í hjálparstarfi þegar það ber árangur,“ segir Matthildur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Alda Lóa Leifsdóttir er einn stofnenda hjálparsamtakanna Sól í Tógó og sú sem kom á samskiptum milli barnaheim- ilisins í Tógó og Hjallastefnu- skólans Laufásborgar. „Þær systur, Matthildur og Jennsa, eru stórmerkilegar enda Lauf- ásborg einn vinsælasti leik- skóli á landinu. Þær eru ein- hverskonar stemmingsstjórnendur. Hvað sem þær gera vilja allir vera með. Þær koma fram við börn eins og fullorðna og það er aldrei neitt pláss fyrir nein leiðindi. Það er galdurinn í húsinu þeirra í Laufásborg. Þær eru svo jákvæðar og vinna alltaf í lausnum. Það er aldrei farið í vandamálið held- ur alltaf farið í lausn- ina. Ótrúlegur hæfi- leiki í þessu samfélagi sem við búum í. Gott að sjá þessa stefnu flutta út til Tógó og ganga svona vel þar,“ segir Alda Lóa Leifs- dóttir. STEMNINGS- SYSTUR Alda Lóa Leifsdóttir Staða barna í Tógó: Börn undir 18 ára aldri 2.839.000 Ungbarnadauði (yngri en 5 ára) 108/1.000 Vannæring barna (yngri en 5 ára) 26% Mæðradauði 510/100.000 Grunnskólasókn stráka 77% Grunnskólasókn stúlkna 72% Munaðarlaus börn vegna alnæmis 88.000 Lestrarkunnátta stráka 70% Lestrarkunnátta stúlkna 44% Vinnuþrælkun barna (5-14 ára) 29%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.