Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013
HEIMURINN
BANDARÍKIN
YARNELL kvi-Nítján slö
Prescottliðsmenn frá bænum
létust í baráttu við ógareldask ,
gnuðusem ó
mYabænu
í Arizo
slökkv
hafa e
3
AUSTU
VÍN Flugv
Bólivíu, um
ar íVín veg
arinn Edw o
Svo reynd
unum harðlega m
nú að loka sendiráði
Bólivíu. Nýjar uppljós
um að Bandaríkjamen
um Evrópusamband
NÝJA ætlun umy
ðurgreiddan mat tini uta indversku
óðarinnar til að berjast gegn vanþj ringu. Þetta
ar gert með tilskipun til aðv
þurfa ekki að fara í gegnum
þingið. Sonia Gandhi, leiðt
Congress-flokksins, sem e ð
völd, þrýsti á um aðge
ur segjaGagnrýnend
ah lansé á fjárlag
s hagvatímum lít
R-AFRÍKA
SARBORG meðanÁ N
haldinn á
H.ðal afkomenda
efndi elsta dótturs
m til leiðar að jar
ðsevoru grafnar u
delar
agt
Frá því að Egyptaland hætti að
vera konungsríki 1952 hefur
herinn gegnt lykilhlutverki,
þótt hann hafi yfirleitt verið
bak við tjöldin. Þar til Moha-
med Morsi, sem er verkfræð-
ingur, var kjörinn höfðu allir
forsetar landsins komið úr
hernum, Mohammed Naguib,
Gamal Abdel Nasser, Anwar
Sadat og Hosni Mubarak.
Herinn var við völd frá því
að Mubarak hrökklaðist frá í
febrúar 2011 þar til Morsi var
kjörinn 16 mánuðum síðar.
Nú er sagt að herinn vilji ekki
endurtaka mistökin frá þeim
tíma, en ljóst er að yfirmaður
hersins, Abdel Fattah al-Sisi,
ræður för þótt dóm-
arinn Adly Mansour
hafi verið gerður
að forseta.
Egypski herinn steypti á mið-vikudag Mohamed Morsi,forseta og leiðtoga Bræðra-
lags múslíma, af stóli og stakk hon-
um í stofufangelsi og gaf út hand-
tökuskipanir til höfuðs 300
forustumönnum í flokki forsetans
fyrrverandi.
Abdul-Fattah al-Sisi, yfirmaður
Æðsta ráðs heraflans og varnar-
málaráðherra, setti Morsi úr-
slitakosti á mánudag. Æðsta ráðið
tók völdin í landinu eftir að Hosni
Mubarak var velt úr sessi og er nú
komið aftur til valda. Þegar kosn-
ingarnar fóru fram fyrir rúmu ári
og Morsi var kosinn forseti með
51% atkvæða beindist reiði almenn-
ings gegn hernum. Enn sjást merki
um vígorð gegn hernum á Tahrir-
torgi þar sem milljónir manna ærð-
ust af fögnuði þegar spurðist að
hann hefði sett Morsi í stofufangelsi
í vikunni.
Viðskiptaveldi hersins
Herinn er valdamesta stofnun
landsins og reynir að rækta þá
ímynd að hann sé verndari Egypta-
lands. En hann ræður einnig yfir
umfangsmesta viðskiptaveldi lands-
ins. Í fréttaskýringu í dagblaðinu
The Los Angeles Times frá því í
fyrra kemur fram að ekkert er
hernum óviðkomandi. Hann stundar
viðskipti með ólífuolíu, áburð, sjón-
vörp, fartölvur, sígarettur, ölkeldu-
vatn, kjúklinga, brauð og nærföt.
Ekki eru til nákvæmar upplýs-
ingar um umsvif hersins, en talið er
að þau nemi allt frá 10 til 40% af
egypska hagkerfinu. Valdhafar
landsins hafa áratugum saman verið
nátengdir hernum. Viðskiptaveldi
hans hefur vaxið og dafnað á þeim
tíma og forréttindi fest í sessi. Her-
inn veitir mörg þúsund manns
vinnu. Þar við bætast umsvif hers-
ins í hergagnaiðnaði.
Fyrir rúmum áratug hófst valda-
barátta í efnahagslífinu milli hersins
og Gamals Mubaraks, sonar forset-
ans fyrrverandi, og bandamanna
hans, sem nýttu sér einkavæðingu
og aukið markaðsfrelsi.
Í fréttaskýringunni í The Los
Angeles Times segir að herforingj-
arnir hafi litið á umsvif Gamals
Mubaraks sem ógn við þjóðaröryggi
og um leið við hagsmuni þeirra þar
sem hann sóttist eftir að taka
yfir fyrirtæki í ríkiseigu.
„Herinn styður ekki Gam-
al og deyi Mubarak í
embætti mun herinn hrifsa
völd frekar en að leyfa Gam-
al að taka við af föður
sínum,“ var haft
eftir egypskum
sérfræðingi í
bandarískum sendiráðspósti frá
2008.
Þegar Mubarak féll kárnaði gam-
anið hjá Gamal og félögum hans,
sem ýmist fara huldu höfði eða sitja
í fangelsi vegna spillingar. Svigrúm
hersins rýmkaðist hins vegar á ný
þegar þessari hindrun hafði verið
rutt úr vegi.
Efnahagur í rúst
Óbilgirni Morsis átti stóran þátt í
falli hans. Hann sigraði með naum-
um meirihluta, en hefur ekki sýnt
neinn vilja til málamiðlana, hvorki
við smíði nýrrar stjórnarskrár í
anda íslams né í öðrum efnum.
Skelfilegt efnahagsástandið bætti
gráu ofan á svart. Brauð, bensín og
gas hækka stöðugt í verði þrátt fyr-
ir ríflegar niðurgreiðslur. Hrun hef-
ur orðið í ferðaþjónustu. Egypska
pundið hefur verið í frjálsu falli.
Iðulega verður rafmagnslaust vegna
þess að stjórnin hefur ekki peninga
til að flytja inn orkugjafa.
Erfitt er að átta sig á atvinnu-
leysinu vegna umfangs neðanjarð-
arhagkerfisins, en samkvæmt op-
inberum tölum er það 12%. Hins
vegar lifir helmingur Egypta undir
fátæktarmörkum, sem miðast við
tvo Bandaríkjadollara á dag. Fólks-
fjölgun er talsverð í landinu, en
störfum fjölgar ekki að sama skapi.
Hagkerfi landsins þyrfti að stækka
um átta af hundraði á ári til að
skapa næg störf til að hafa undan
fólksfjölguninni, en stækkaði aðeins
um þrjá af hundraði í fyrra.
Þegar Morsi komst til valda sendi
hann þáverandi yfirmann Æðsta
ráðs hersins, herforingjann Hussein
Tantawi, sem verið hafði einn helsti
bandamaður Mubaraks, á eftirlaun.
Var þá haft á orði að þar hefði
Morsi sýnt hernum að hann væri sá,
sem valdið hefði. Morsi skipaði Sisi
eftirmann Tantawis. Nú hefur Sisi
sýnt Morsi, fyrsta lýðræðislega
kjörna forseta Egyptalands, að vald-
ið lá alltaf hjá hernum.
Egypski
herinn sýnir
enn vald sitt
EGYPSKI HERINN HEFUR TEKIÐ VÖLDIN Á NÝ Í EGYPTA-
LANDI. Á SEX ÁRATUGUM HEFUR HERINN KOMIÐ SÉR
RÆKILEGA FYRIR Í EGYPSKU SAMFÉLAGI OG TRYGGT SÉR
ÍTÖK, SEM HANN HYGGST EKKI LÁTA AF HENDI.
Abdel Fattah
al-Sisi.
Í LYKILHLUTVERKI
Þegar mótmælin stóðu sem hæst gegn Mohamed Morsi á Tahrir-torgi í Kaíró birtust þyrlur hersins með egypska
fána í eftirdragi. Ári áður beindist reiði almennings gegn hernum, en nú skipaði hann sér í lið með almenningi.
AFP
*Með einhverjum undraverðum hætti hafa Egyptar gleymtítrekuðum mannréttindabrotum, sem herinn hefur framið ínafni „stöðugleika“ og „framleiðni“.
Thoraia Abou Bakr, dálkahöfundur blaðsins Daily News Egypt, sem kemur út á ensku.
Alþjóðamál
KARL BLÖNDAL
kbl@mbl.is