Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Side 8
Meðlimir Sigur Rósar voru hæstánægðir með Nardwuar grínista. Hljómsveitin Sigur Rós hitti kan- adíska grínistan Nardwuar þegar hún túraði um Kanada á dögunum. Nardwuar er þekktur í sínu heima- landi fyrir grín og glens, eins konar Sveppi Kanada. Grínistinn er einnig þekktur fyrir að mæta vel und- irbúinn í viðtöl, þrátt fyrir grínið, og spurði hljómsveitina mikið um Ís- land. Meðal annars spurði hann um Rúnar Júlíusson og svaraði Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, að hann væri svalasti Íslendingur sem uppi hefði verið. Þá vildi Nardwuar einnig fá að vita eitthvað um Bubba Morthens, reðursafnið, sjónvarps- lausu fimmtudagana og hvort þeir hefðu alist upp með Duran Duran eða Wham. Meðal annars tísti Phar- ell Williams, sem gaf út lagið Get lucky með Daft Punk, um viðtalið: „Þegar tveir frumkvöðlar koma saman má hnoða í góðan graut.“ Viðtalið má finna á youtube.com Grín og glens 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 Arnari Eggert Thoroddsen, tónlistargúrú og fyrrverandi blaðamanni Morgunblaðsins, er umhugsunarefni hve Ísland er lítið en hann býr í Ed- inborg í Skotlandi og er í stuttu stoppi á Íslandi. Hann skrifar á fésbókina sína: „Held ég hafi hitt ca. 40% bransans á ca. þremur dögum á fjögurra ferkílómetra bletti í kringum miðborgina síðan ég kom hingað í sumarfrí fyrir helgi. Fyrstur var President Bongo, hitti hann í Vesturbæjarlauginni og var þá búinn að vera á landinu í nokkra tíma. Daníel Ágúst og Magga Stína komu í kjölfarið. Svo kom liðið á færibandi víðsvegar um miðborgina … Snorri Helga- son veifaði til mín út um glugga á bílnum sínum, Gunni Tynes var á Tryggvagötunni; JFM, JÖR, Benni Reynis, Benzínbræður, Guð- mundur Óskar og fleiri á Kexinu, Ari Magg heilsaði mér á Tryggva- götunni sömuleiðis, Hlynur Aðils í góðu grilli á Snaps, Urður Há- konar sömuleiðis ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. Og er það er bara hið besta mál! Sé ykkur restina á næstu dögum … maður var orð- inn ónæmur fyrir þessu greinilega en þessi „veruleiki“ verður mjög skýr þegar maður kemur aftur eftir margra mánaða fjarvistir til lands elds og ísa …“ Koma Ryan Goslings til Ís- lands vakti þónokkra athygli. Þannig var mikið lækað við fréttir um hvar hann væri og hvar hann hefði sést. Við eina slíka frétt þar sem sást mynd af Gosling með konu skrifar Marta María Jónasdóttir: „Með hvaða konu er Gosling? Ert þetta þú, Katrín Jakobsdóttir?“ Hildur Dungal skrifar síðan háðslega við eina fréttina: „En við erum annars ekkert starstruck! Voða gott fyrir þessar stjörnur að fá að vera í friði á Íslandi:)“ AF NETINU Ein þekktasta sýning allra tíma, harmleikur Shakespeares um Ham- let, verður sett upp sem barnasýn- ing í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Sigurður Þór Óskarsson fer með hlutverk hins hefnigjarna krónprins Hamlets og leikur Krist- ín Þóra Haraldsdóttir hina skraut- legu Ófelíu en Kristín Þóra og Sig- urður Þór eru systkinabörn. Mögulega gæti það orðið svolítið fyndið enda áttu Hamlet og Ófelía í nokkurskonar ástarsambandi. Það fær þó lítið á þau enda öllu vön í leiklistinni. „Ég býst nú ekki við að það verði grófar ástarsenur, bæði vegna þess að þetta er sýning fyrir börn og svo erum við frændsystk- ini,“ segir Sigurður Þór en Kristín Þóra hlær og segir: „Ég hafði nú ekki einu sinni hugsað út í það. Nei, nei, við förum bara í karakt- er.“ Þau hlakka þó bæði til að tak- ast á við hlutverkin í sameiningu. „Ég get ekki beðið, mér finnst þetta dásamlegt,“ segir Kristín Þóra. Sigurður Þór segir að sýn- ingin verði sett í nútímabúning eða öllu heldur færð yfir á mannamál. „Ég hef farið á Shakespeare- sýningar sjálfur og á mjög erfitt með að skilja textann. Ég hef meira að segja lært þetta í skóla en á samt erfitt með það, svo ég geri ekki þær kröfur að 10 ára börn geti farið á Shakespeare-sýningu og skilið hana. Börnin munu þó skilja þessa sýningu,“ segir hann. Aðspurð hvort mikið sé um leik- listarblóð í fjölskyldunni svarar Kristín Þóra að í stórfjölskyldunni séu Laddi stórleikari og Þóra Kar- ítas Árnadóttir leikkona skyld þeim. „Annars eru þetta eintómir læknar,“ segir hún. Morgunblaðið/Golli Ástarsenur ólíklegar SYSTKINABÖRN LEIKA ELSKENDUR Í BARNAÚTGÁFU AF HAMLET Í BORGARLEIKHÚSINU. Systkinabörnin Sigurður Þór og Kristín Þóra fara með hlutverk Hamlet og Ófelíu. Vettvangur „Þetta kom svolítið á óvart þannig að það er bara ennþá verið að ræða þetta allt saman en jú, maður er kominn með hring,“ segir fyr- irsætan, leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir sem trúlofaðist á dögunum unnusta sínum, Harry Koppel. „Næst á dagskrá er að finna dag- setningu en það veltur svolítið á því hvar við veljum að gifta okkur,“ bæt- ir Halla við. „Harry er frá Kólumbíu en alinn upp að miklu leyti í Bret- landi og við búum í London þannig að það þarf að huga að ýmsu.“ Til að bæta enn frekar við fjölþjóðleika trúlofunarinnar bar Harry bónorðið upp í Tyrklandi. „Það var í Istanbúl við ána Bosphorus, sem sagt á milli Evrópu og Asíu, sem sagt mjög róm- antískt allt saman,“ segir Halla. Trúlofunin hefur án efa verið mik- ið gleðiefni fyrir foreldra og tengda- foreldra Höllu en í viðtali sem birtist við hana í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins í upphafi árs nefndi Halla að þau næðu öll sérlega vel saman. Halla Vilhjálms trúlofuð Halla og Harry trúlofuðust í Istanbúl. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.