Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 Svipmynd F ólk á einhverfurófi skynj- ar umhverfið öðruvísi og taugakerfi þeirra vinnur á annan hátt en hjá flestum,“ segir Jar- þrúður Þórhallsdóttir, sjúkraþjálf- ari og fötlunarfræðingur og höf- undur bókarinnar Önnur skynjun - ólík veröld. Bókin er byggð á eigin rannsókn sem hún gerði í fötl- unarfræði við Háskóla Íslands. Í bókinni fer Jarþrúður óhefð- bundnar leiðir þar sem hún tekur viðtal við átta einstaklinga á ein- hverfurófi og gefur það lesanda góða innsýn í líf fólks sem hefur fengið þá greiningu. Tilgangur bókarinnar er að blanda saman fræðunum við mannlegu hliðina, þar sem lesandi fær nákvæma lýs- ingu á viðbrögðum og upplifun þessara átta einstaklinga. „Fyrst og fremst er ég að þessu til að fá betri og dýpri skilning á því að vera á einhverfurófi. Þegar skilningurinn verður meiri, fækkar hindrununum og lífið verður miklu auðveldara og þau fá betur notið sín og sinna hæfileika. Hindr- anirnar felast nefnilega ekki síst í skilningsleysi fólks almennt,“ segir Jarþrúður. „Það er erfitt fyrir okkur að setja okkur í spor þeirra, eins og það er erfitt fyrir þau að setja sig í spor okkar.“ Skynja umhverfið öðruvísi Fólk á einhverfurófi er mismikið einhverft og afar ólíkir ein- staklingar en grunnurinn er sá að skynúrvinnsla þess er önnur en al- mennt gerist. Sumir verða ofur- næmir fyrir til dæmis hljóði, lykt og snertingu en aðrir geta átt erf- itt með að borða einhvern tiltekinn mat eða jafnvel klæðast ákveðnum fötum. Einn viðmælandi í bókinni sagði frá því að hann þurfti stund- um að laga skyrtuna sína ef hún læddist upp úr buxunum annars myndi það pirra hann í skapinu. Það kom oft fyrir að hann þurfti að renna niður buxnaklaufinni og gyrða niður um sig til að koma skyrtunni vel fyrir en þetta gat átt sér stað hvar sem var, svo sem í matvöruverslunum. Háttalagið gat komið honum í vandræði enda ekki algengt að fólk gyrði niður um sig í matvörubúðum. Hann lærði þó fljótlega að það væri ekki leyfilegt að gera þetta á almannafæri, en aðeins ef um „neyðartilfelli“ væri að ræða. Jarþrúður segir að það sé grundvallaratriði að skilja hvernig fólk á einhverfurófi skynjar hlutina og telur að þegar skilningur sé í höfn kominn geti það breytt allri tilveru þeirra. Fólk á einhverfurófi bregst oft öðruvísi við en flestir aðrir og upp- lifa þau áreiti úr umhverfinu á annan hátt. Þeirra viðbrögð eru öðruvísi í augum annarra en alveg eðlileg út frá þeirra eigin upplifun. „Við myndum bregðast eins við ef við upplifðum það sama og þau. Í þessu felst grunnmunurinn, sem mér finnst þurfa að útskýra betur. Við erum eins og sjálfvirk tölva, síum það frá sem við ætlum ekki að nota, nánast án þess að hugsa en hjá þeim er sían ekki eins sjálf- virk og öflug. Það er svo margt sem truflar þau í umhverfinu og ekki nóg með það heldur veldur það þeim oft gífurlegum sársauka.“ Þessi næma skynjun er útskýrð nánar í bókinni með því að fá upp- lifun einstaklinganna sjálfra: „Já, hávær og hvellandi hljóð. Til að byrja með var ég hræddur við hárþurrkuna hennar móður minnar sem er reyndar alveg rosa- lega hávær. Ég var hræddur við [hjólsögina hans pabba] alveg þar til ég var 12 ára, út af hljóðinu. Þetta var alveg allt í lagi þegar ég var með heyrnartól,“ sagði einn viðmælandinn. Skólinn á að vera fyrir alla Öll höfum við rétt á að sækja skóla enda er skólinn mikilvægur og mikilvægur tími í lífi barna, bæði námslega og sérstaklega fé- lagslega. „Skólakerfið eins og það er í dag er ekki fyrir alla, en það á að vera fyrir alla,“ segir Jarþrúður og nefnir í því samhengi ánægju sína með þætti Lóu Pindar Aldísar- dóttur, Tossarnir, sem sýndir voru á Stöð 2 nú fyrir skömmu. Skóla- kerfið er þannig uppbyggt að það nær ekki yfir allan hóp barna, sem er gríðarlega fjölbreyttur eins og raun ber vitni. Þá er algengt að börn á ein- hverfurófi verði fyrir miklu einelti á skólaárum sínum og jafnvel af hálfu kennara. Einn viðmælandi í bókinni lýsti slíku einelti svo: „Ég átti það til að leiðrétta kennarann og það fór rosalega fyr- ir brjóstið á þeim kennara og … ég fékk oft þagnarpunktinn. Mér var bent á að þegja í kennslutíma, ég átti ekki að segja neitt. Aðrir fengu að spreyta sig … en ég fékk aldrei að tjá mig af því það væri alltaf rétt hjá mér hvort eð væri … Ég hef alltaf verið þannig að ef ég veit að eitthvað er réttara en það sem er í gangi þá á ég rosa- lega erfitt með að sitja á mér … Og ég fékk aldrei útrás fyrir tjáningarþörfina á því tímabili og það fór rosalega í mig líka.“ Börn á einhverfurófi vilja hafa rólegheit, enda þurfa þau að vinna og hugsa meðvitað og einbeita sér að hlutum sem við hin þurfum lítið að hafa fyrir. „Þau eru mun leng- ur að skynja og vinna úr umhverf- inu heldur en við hin,“ segir Jar- þrúður. „Eitt sem þau til dæmis þola ekki er þegar margir eru í sama rými. Þau ná ekki að halda uppi samræðum þar sem margir eru að ræða saman, því það renn- ur allt saman og þau ná ekki sam- henginu.“ Í sumum skólum hefur tíðkast að sameina tvær skólastofur í eina og hafa þá tvo bekki saman í stóru rými með tvo kennara. „Sem betur fer þá held ég að hafi dregið úr þessari þróun og víða er verið að gera góða hluti hvað varðar að koma til móts við þarfir einhverfra barna. Því miður er það þó ekki alls staðar svo, og enn vantar mik- ið upp á grunnskilninginn á ein- hverfu í mörgum skólum og að- stæður verða stundum þannig að börn hrökklast úr skólanum sín- um.“ Erfitt fyrir foreldra Það er oft erfitt fyrir foreldra að skilja börnin sín sem ekki hafa fengið greiningu. Sum einhverf börn sýna oft ofsafengna hegðun og virka ofbeldishneigð. Ef einstaklingur er alltaf að upplifa ákveðið ofbeldi í daglegu lífi, hlýtur það að endurspeglast í hegðun hans. Jarþrúður tekur dæmi um þetta: „Tökum dæmi um það að standa í röð í skólanum þar sem mikið er um að vera og mikil hreyfing. Sum börn á einhverfurófi upplifa það sem árás ef einhver rekst utan í þau út af þeirri of- urnæmu skynjun sem þau hafa og bregðast jafnvel illa við. Ef þú meiðir þig færðu samkennd frá öðrum, en börn á einhverfurófi meiða sig stundum á þann hátt sem við hin kippum okkur ekki upp við og eru þá skömmuð fyrir öfgakennd viðbrögð sín. Það er sár upplifun og erfið, þar sem barninu þótti sín viðbrögð fullkomlega eðli- leg,“ segir Jarþrúður. „Þá skamm- ast foreldrar sín stundum fyrir hegðun barna sinna, því það er nú ekkert lítið sem fólk líður fyrir það að þykja lélegt í uppeldinu. En ef þessi grunnskilningur er til staðar, hvernig taugakerfið virkar, þá verður allt miklu auðveldara fyrir okkur öll.“ FÓLK Á EINHVERFURÓFI Mismunandi litróf mann- lífsins JARÞRÚÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR FJALLAR UM EINHVERFU Í BÓK SINNI ÖNNUR SKYNJUN - ÓLÍK VERÖLD SEM GEFIN VAR ÚT Á ÞESSU ÁRI. Í BÓKINNI LÝSA ÁTTA EINSTAKLING- AR Á EINHVERFURÓFI ÞEIRRI ERFIÐU RAUN AÐ TAKAST Á VIÐ EIGIN VIÐBRÖGÐ OG ANNARRA Í LÍFINU OG ÞVÍ AÐ SAMFÉLAGIÐ TAKI ÞAU Í SÁTT. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is „Börn á einhverfurófi meiða sig stundum á þann hátt sem við hin kippum okk- ur ekki upp við og eru þá skömmuð fyrir öfgakennd viðbrögð sín“. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.