Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 16
*Í borginni sem aldrei sefur er margt að sjá og skoða á tveimur jafnfljótum, úr lofti eða ferju »18Ferðalög og flakk Líkt og margar aðrar þjóðir á norðurhveli halda Svíar upp á sumarsólstöður. Hér í landi heitir hátíðin Midsommar og ég held mér sé óhætt að segja að sé að jólunum undanskildum helsti hátíðisdagur Svía. Mun hátíðlegri en þjóðhátíðardag- urinn 6. júní og hjá mörgum hátíðlegri en páskarnir. Nær all- ir Svíar eiga sér einhverja midsommar-hefð sem í langflestum tilvikum felur í sér að koma saman með góðum vinum, njóta góðs matar og dansa í kringum hina svokölluðu maístöng (midsomm- arstöng) sem í raun er ekkert annað en stórt frjósemistákn (enda var Maía gyðja frjósemi í grískri goðafræði). Okkar hefð er sú að fara að Hammarskog, sem er gamall herragarður utan við Uppsali, og í ár var enginn afsláttur veittur á því. Veðrið var stórkostlegt, 25 stiga hiti og glampandi sól, og sænska sveitin skartaði sínu fegursta. Kveðja, G. Sverrir Þór „Midsommar“ Sverrir Þór og Dana sóla sig í Svíþjóð. PÓSTKORT F RÁ STOKKHÓ LMI Í Svíþjóð eru mikil hátíð- arhöld í kringum sumar- sólstöður og dansað í kringum maístöng. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur fór til Nuuk á Grænlandi ádögunum og segir það hafa verið ótrúlega sterka upplifun. „Égvar send fyrir hönd Háskólans á Akureyri til að taka þátt ífundum um samstarf háskóla á vestnorræna svæðinu, það er í Norður-Noregi, í Færeyjum, á Íslandi og á Grænlandi. Þetta snýst um að búa til þverfaglegt meistaranám þar sem fólk getur gert út frá eigin heimaháskóla en er skylt að fara eitt misseri til annars háskóla á þessu svæði. Norðurlandaráð styrkir samstarfið sem byggt er á greiningu OECD um hvernig þessi lönd geti styrkt sig sem sameiginlegt efnahags- svæði með nánari tengslum sín í milli. Fundirnir fóru fram í nýju háskólabyggingunni í Nuuk, sem er ein fal- legasta nýbygging háskóla sem ég hef komið í. Hryllingsbyggingarnar sem Danir komu upp á sínum tíma í Nuuk eru í hrópandi andstöðu við þær fallegu og áhugaverðu byggingar sem Grænlendingar hafa verið að reisa í höfuðborg sinni undanfarin ár. Það er sóknarandi ríkjandi í Nuuk og sókn eftir öllu því sem aðrar sjálf- stæðar þjóðir hafa. Okkur gafst færi á siglingu á Godthåb-firðinum sem varaði í nokkrar klukkustundir og sérstaða Grænlands slær mann alltaf jafnsterkt. Þessi hrikalegu fjöll sem rísa þverhnípt upp úr sjónum. Glerhart og gamalt berg í þeim. Ef þetta líkist einhverju á Íslandi þá væru það Vestfirðir, en þetta er bara eitthvað svo miklu stærra. Manni finnst fjöllin vera mann- ýg, það setur að manni ugg að horfa á þau og skilur ekki að það getið verið byggð svæði nokkurs staðar nærri. Mér finnst alltaf einstaklega lærdómsríkt að fara til Grænlands og eig- inlega nauðsynlegt fyrir alla Íslendinga því þangað kominn skilur maður fyrst hvaða hluta heimsins við tilheyrum. Við göngum mörg með eins konar skynvillu um að Ísland sé næsti bær við Stokkhólm eða Bret- landseyjar hvað varðar loftslag, gróðurfar og umhverfi en sannleikurinn er að Ísland er norðurhjari eins og Grænland. Það breytir alltaf ein- hverju í hugsunarhætti manns þegar maður kemur hingað. Mér finnst menningu inúíta og Grænlands alltaf takast að sprengja huga minn og sjálfgefnar staðreyndir og upplifunin meira ögrandi og framandi en jafn- vel önnur heimsálfa eins og Afríka eða Mið-Austurlönd. Sjálfsagt er það grunnhyggið, en maður fær þetta samt á tilfinninguna þegar maður er þarna,“ segir Kristrún. STERK UPPLIFUN Í NUUK Á GRÆNLANDI Heimsókn sem breytir GRÆNLAND ER EINS OG FALINN GIMSTEINN FYRIR ÍS- LENDINGUM. LANDIÐ ER OF NÁLÆGT TIL AÐ ÍSLEND- INGAR HEIMSÆKI ÞETTA MAGNAÐA LAND. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.