Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 Ferðalög og flakk EITTHVAÐ FYRIR ALLA Öðruvísi dagur í New York ÍSLENDINGAR HAFA LÖNGUM VERIÐ DUGLEGIR AÐ HEIMSÆKJA NEW YORK-BORG, ENDA STEMNINGIN ÞAR ENGRI LÍK. BORGIN BÝÐUR UPP Á ENDALAUSA MÖGULEIKA OG ENG- UM ÞARF AÐ LEIÐAST ÞAR. HELSTA VANDAMÁLIÐ ER AÐ VELJA OG HAFNA. SUMIR LÁTA SÉR NÆGJA AÐ SKOÐA HELSTU FERÐAMANNASTAÐI EINS OG EMPIRE STATE, GROUND ZERO, FRELSISSTYTTUNA OG CENTRAL PARK. EN MARGT FLEIRA ER FORVITNILEGT AÐ GERA OG SJÁ Í ÞESSARI BORG SEM ALDREI SEFUR. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ef finna á frið fyrir ys og þys stórborgarinnar er gott að hvíla lúin bein í Central Park. Gott er að byrja daginn á rólegum göngutúr á Háulínu (High Line). Geng- ið er eftir gömlum lestarteinum sem liggja hátt yfir götunum, en lestir hættu að ganga þar árið 1980. Þegar rífa átti teinana árið 1999 tóku nokkrir um- hverfissinnar sig til og breyttu tein- unum í garð, en mikill gróður er á gönguleiðinni. Þessi skemmtilegi garð- ur liggur frá Gansevoort-götu í Meat- packing District til West 34. strætis milli 10. og 11. Breiðgötu. Þarna gefst fólki kostur á að skoða borgina á nýjan hátt og anda að sér ilminum frá gróðr- inum í leiðinni. GARÐUR YFIR GÖTUNUM Fyrir næturhrafna er nóg úrval af börum og klúbbum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Flaming Saddles, kántríbar fyrir samkynhneigða og vini þeirra, var valinn besti hinsegin bar í New York árið 2012 af New York Magazine. Þar er mikið stuð, en barþjónar eiga það til að henda sér upp á barborð og dansa línudans fyrir gestina. Fyrir þá sem kjósa rólegt og afslappað andrúmsloft má mæla með Please Don’t Tell, í East Village, en gengið er inn í gegnum gamlan símaklefa. Þar er vel hægt að ræða saman yfir glasi af góðu víni eða kokteil. Og ef hungrið fer að sverfa að eftir langt kvöld má fá pantaðan mat þangað frá staðnum við hliðina á, sem selur eðalpylsur sem þykja þær bestu í bænum og kall- ast The New Yorker. BORGIN SEM ALDREI SEFUR Útsýnisflug yfir borgina er stórkostleg veisla fyrir augað, og ekki laust við að maður fái smáfiðring í magann þegar svifið er yfir skýjakljúfana. Fyrirtækið New York Helicopter býður upp á þyrluflug, en hægt er að velja 15, 19 eða 25 mínútna ferð og borgar maður fyrir herlegheitin frá 170 upp í 295 dolara. Einnig geta hinir efnameiri spar- að sér leigubílaferð á milli flugvalla, en fyrir tæpa 900 dollara færðu skutl í þyrlu. Annar frábær kostur er að sjá borg- ina úr Staten Island-ferjunni, sem siglir milli Manhattan og Staten Island. Ferðin tekur 25 mínútur og er ókeypis en er einstaklega skemmtileg leið til að sjá háhýsin á Manhattan, frelsisstyttuna og Ellis Island frá sjó. HAF EÐA HIMINN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.