Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Síða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Síða 23
7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 M ikil aukning hefur verið seinustu ár í hópi þeirra sem kjósa að nota reiðhjól sem sinn helsta samgöngumáta, að sögn Alberts Jakobssonar, formanns Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Hópur þeirra sem æfir hjól- reiðar reglulega sem íþrótt hefur einnig farið stækkandi en Albert segir það vera lítið mál fyrir hinn „venjulega“ hjólreiða- mann að stíga skrefið til fulls og byrja að æfa. „Flestir hjólreiðaklúbbar eru með svo- kallaðar opnar æfingar þar sem þú getur mætt og prófað að hjóla. Við hjá Hjólreiða- félagi Reykjavíkur erum með slíkar æfingar tvisvar í vikur og þangað eru allir vel- komnir. Ég held að það sé sniðugast fyrir þá sem eru í þessum hugleið- ingum að leita uppi hjól- reiðafélög sem stunda þessa íþrótt og setja sig í samband við þau,“ segir Albert. Auðveldara að æfa í hóp Albert telur alla aldurshópa eiga erindi í hjólreiðar. „Fólk sem hefur verð að stunda aðrar íþróttir eða hreyfingu á borð við hlaup eða skíði og hjólar í vinnuna upp- götvar oft hversu gaman það er að æfa þetta. Það sér að það er auðveldara að taka æfingar í hóp. Sá yngsti sem æfir hjá okkur er sjö ára og sá elsti er á sjötugs- aldri. Svo er ég með einn sem er 58 ára og keppir reglulega í íþróttinni. Hann er örugglega einn af tíu bestu hjólreiðamönn- um landsins,“ segir Albert. 170 manns á æfingu Kostir hjólreiða eru ótvíræðir, fyrir heils- una, budduna og umhverfið. Albert segir áhugavert hversu mikil aukning hefur orðið í hjólreiðum hjá ald- urshópnum 30-50 ára. „Fólk áttar sig á því að þetta fer mjög vel með líkamann. Þú færð t.a.m. ekki álagsmeiðsli og þó svo að þú sért í yfirþyngd þá skemmir það ekkert fyrir þér. Þegar þú byrjar þá geturðu komið þér í hörkuform og þér líður miklu betur,“ segir Albert og bætir við að mikill félagsskapur fylgi íþróttinni. „Einu sinni í mánuði hittast t.d. öll hjólreiðafélögin á höfuðborgarsvæðinu og við hjólum saman. Ég man að við vorum um fimmtán talsins að hittast fyrir nokkrum árum en metið okkar í dag er 170 manns. Það er alveg sama hvernig veðrið er, það er alltaf góð mæting, hvort sem það er rigning, snjór, slydda eða sól,“ segir Albert. Morgunblaðið/Styrmir Kári HJÓLREIÐAKLÚBBAR OG ÆFINGAR Auðvelt að stíga skrefið til fulls Albert segir gott fyrir þann sem vill byrja að stunda hjólreiðar af kappi að byrja á að taka ákvörð- un um hve oft í viku skal æft. Hins vegar segir hann litlu máli skipta hvernig hjólið lítur út eða hvaða tegund það er. Ástand hjólsins skiptir meira máli. Þar er átt við að öryggisatriði á borð við gíra og bremsur séu yfirfarin og í lagi. „Ef hjólið er í lagi þá geturðu byrjað að æfa. Ég get tekið dæmi um mann sem tók þátt í reiðhjólakeppni um daginn og lenti í öðru sæti. Hann var á ósköp venjulegu hjóli og var ekki útbúinn neinum sérstökum bún- aði. Hins vegar sérðu fljótlega eftir að þú byrjar að það er þægilegra að æfa íþróttina ef þú kemur þér upp ákveðnum bún- aði. Þá er ég að tala um hjólaskó, hjólabuxur, regnfatnað, vesti og annað í þeim dúr. Svo kaupa flestir sér gott hjól þegar þeir byrja að æfa af krafti,“ segir Al- bert. Aðalmálið sé þó að leggja af stað. HVAÐ ÞARF TIL? Keppnishjól óþarft SÍFELLT FLEIRI NOTA REIÐHJÓL OG FYRIR HINN ALMENNA HJÓLREIÐAMANN SEM VILL PRÓFA SIG ÁFRAM Í ÍÞRÓTTINNI ER HÆGT AÐ MÆTA Á OPNAR ÆFINGAR HJÓLREIÐAFÉLAGA. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Albert Jakobsson Áhugi landsmanna á hjólreiðum hefur farið vaxandi seinustu ár.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.