Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 28
*Matur og drykkir Vinir gera sér dagamun og gæða sér á dýrindishumri í lakkríssósu og sötra kampavín »32
É
g hef einhvern veginn verið svo lánsöm að maturinn
sem ég hef valið að elda hefur svolítið hitt í mark,“
segir Sigrún í samtali við Sunnudagsblaðið. Hróður
matseldar hennar hafði borist blaðamanni til eyrna
og varð hún fúslega við beiðni hans um uppskrift þegar eftir
því var leitað.
„Ég hef alla tíð haft áhuga á matargerð og heilsu og finnst
fyrst og fremst óskaplega gaman að elda og það sérstaklega
úr fersku og góðu hráefni,“ segir Sigrún og bætir við að
hennar bestu stundir séu oftar en ekki með matreiðslubækur
og blöð í hönd fyrir svefninn.
Eldaði á hálendinu
Þetta er í fyrsta sinn sem Sigrún stýrir eldhúsi á stórum
vinnustað en áður hefur hún m.a. stýrt heilsuvöruverslunum
og séð um matseld fyrir ferðamenn á hálendinu. Síðasta
sumar sá hún m.a. um matseld á veitingastað fyrir ferða-
menn á Möðrudal, þar sem hún lagði áherslu á að elda afurð-
ir beint frá nálægum býlum og nýta það sem fékkst ferskt í
nágrenninu, svo sem silung, lamb og fjallagrös.
Á núverandi vinnustað leggur hún hins vegar upp úr að
elda holla og ferska rétti, m.a. mikið til úr lífrænu hráefni,
auk þess sem hún leitast við að nota íslenskar afurðir á borð
við salöt, grænmeti og spírur. „Ég hef verið að skoða mat og
stúdera í hátt í 25 ár. Líka hvað hann gerir fyrir okkur en
við eigum að reyna að borða eins lifandi fæðu og við getum
og elda hana sem minnst. Þannig fær maður besta næringu
og orku,“ segir Sigrún. Hefur henni tekist að skapa notalega
stemningu í mötuneytinu, þar sem ferskleiki og hollusta eru í
fyrirrúmi. „Ég legg út frá að allt sé eldað frá grunni, að
þetta sé lífrænt og bara fersk og heilbrigð fæða,“ segir hún.
Slakandi skrúbbar
Það er ekki hægt að sleppa Sigrúnu án þess að forvitnast að-
eins um annað áhugamál hennar. „Ég hef svona verið að
leika mér að því að búa til líkamsskrúbba úr salti heima, sem
ég hef ýmist gefið eða selt. Ég nota bæði Himalaja- og Ep-
som-salt og blanda við kókos- og ilmkjarnaolíur alls konar,“
segir hún. Hafa skrúbbarnir hennar mælst vel fyrir enda
henta þeir vel, þeir eru bæði slakandi fyrir vöðva og næring-
arríkir fyrir húð. Hún blandar líka skrúbb úr lífrænum, ís-
lenskum þara frá Reykhólum, ásamt íslensku sjávarsalti, sem
þykir einstaklega góður fyrir þreytta, auma vöðva.
„Ég hef rosalega gaman af þessu öllu, að stúdera heilsuna
og bara finna jákvæða og lifandi orku í sér, þ.e. finna kraft-
inn sinn,“ segir Sigrún að lokum.
Morgunblaðið/Rósa Braga
AF HÁLENDINU Í HEILSURÉTTI
Hollustan í fyrirrúmi
YFIR TUTTUGU ÁR ERU FRÁ ÞVÍ SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR FÓR AÐ LESA SÉR TIL UM HEILSU OG
HOLLUSTU LÍKAMA OG SÁLAR. AUK ÞESS AÐ ELDA GÓMSÆTT HEILSUFÆÐI FYRIR STARFSFÓLK
WOW AIR, LEIKUR HÚN SÉR M.A. AÐ ÞVÍ AÐ BLANDA LÍKAMSSKRÚBBA ÚR ÞARA OG SÖLTUM.
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
Matgæðingurinn Sigrún Magnúsdóttir eldar holla og góða rétti.
Fyrir 4-6
1 dl góð ólífuolía
2 hvítlauksrif
½ tsk. kummín
2 msk. tamarin/sojasósa
safi úr ½-1 appelsínu
1 msk. hunang
2 msk. fersk söxuð steinselja
salt og pipar eftir smekk
Setjið allt hráefnið í skál og blandið vel saman.
Setjið kjúklinginn út í (ég nota úrbeinuð kjúk-
lingalæri) og geymið í kæli yfir nótt. Bakið síð-
an við 180°C í 30 mínútur.
APPELSÍNU-CHILISÓSA
1 ferskt chili – saxað smátt
6 hvítlauksrif
½ rauð paprika
1 tsk salt
1 dl hvítvínsedik
½ tsk. kummín
½ tsk. chiliduft
safi úr ½-1 appelsínu
2 dl góð ólífuolía
2 msk. gott hunang
Setjið allt nema olíuna í matvinnsluvél og
maukið vel saman. Bætið síðan olíunni við
smátt og smátt og látið vélina ganga hægt á
meðan, þar til tilbúið.
Berið sósuna fram með kjúklingnum, ásamt
kúskúsi. Gott er að klippa/saxa smávegis
ferska steinselju og kóríander út í.
Marineraður
kjúklingur með
appelsínu-chilisósu