Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Side 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 V esturlandabúar og kjörin stjórnvöld þeirra líta á sig sem handhafa rétt- lætis og lýðræðis og það tilkall er ekki með öllu fráleitt. Lýðræðið er vissulega meginregla þeirra við val á valdamönnum og hefð er í þess- um heimshluta fyrir því, að telja aðferðina hina skástu af mörgum meingölluðum, eins og það er gjarnan orðað. Enn þá er hún unglamb Lýðræðisreglan hefur þó aðeins verið í heiðri höfð um skamma hríð, þegar horft er til sögunnar. Sé „sið- menningin“ höfð til viðmiðunar og upphaf hennar sett til hægðarauka við stofnun Rómaveldis Ceasars og Águstusar frænda hans og fæðingarár og jarðvist Krists, sem er á nálægum slóðum, hefur lýðræði í besta falli verið nýtt í um 5% af þeim tíma og aðeins á litlum hluta jarðarkringlunnar. Auðvitað má með réttu benda á einstakar lýðræðistilraunir fyrir þann upphafstíma og eins telja að lýðræði hafi gilt í rúm 200 ár og jafnvel lengur á afmörkuðum landsvæðum. En á hitt er einnig að líta að lengi vel var kosninga- réttur hins almenna vestræna lýðræðisskipulags mjög takmarkaður og bundinn ýmsum skilyrðum, svo sem um eignastöðu, kyn, háan aldur og kynþætti, svo nokkuð sé nefnt. Löngum var það því minnihluti þjóð- ar og það jafnvel lítill sem fékk að koma að lýðræðinu með virkum hætti. Og stundum var lýðræðinu bein- línis kippt úr sambandi um hríð á stórum svæðum og í miklum menningarríkjum, t.d. fram undir miðja síð- ustu öld og lengur í sumum tilvikum. Nægir þar að nefna Þýskaland, Ítalíu, Spán og Portúgal til dæmis um það ástand. Heimsstyrjöld fyrir Pólland Við lok síðustu heimsstyrjaldar fengu stormsveitir kommúnisma Stalíns að læsa krumlunum um Pól- land, Tékkóslóvakíu og Austur-Þýskaland, svo dæmi séu nefnd. Franklín Roosevelt forseti bar mesta ábyrgð á þeirri þróun, en hann taldi sig í pólitískum barnaskap hafa alveg sérstakt lag á Stalín, Joe frænda, eins og hann var kallaður manna á meðal svo góðlátlega á göngum Hvíta hússins. Og hinn mikli merkisberi baráttunnar gegn Hitler og rótgróinn bolsahatari, Winston Churchill, var ekki alsaklaus heldur, þótt Bretar væru vissulega komnir í auka- hlutverk á síðari hluta stríðsins. Heimsstyrjöldin seinni hófst vegna þess að Bretar og Frakkar höfðu lýst því yfir að löndin ábyrgðust sjálfstæði Póllands og þegar Hitler réðist inn í það land varð ekki komist hjá að lýsa yfir stríði við Þýskaland hans. Því var það ekki aðeins svartur blettur á sigrinum yfir Hitler að Pólland skyldi sérstaklega fært Stalín í sigurlaun, heldur beinlínis siðferðilegur ósigur bandamanna, þegar sjálft tilefni allrar herferðinnar er haft í huga. Sætir furðu að sjaldan eða aldrei er bent á hve sá endapunktur er úr öllum takti við upphaf hinnar miklu styrjaldar. Stundum má gera það sem er púkó Forystumenn helstu lýðræðisríkjanna hafa iðulega túlkað býsna frjálslega hvaða samskipti eru við hæfi þegar einræðisstjórnir eiga í hlut. Stundum er ófrá- víkjanlegur siðferðislegur mælikvarði sagður notaður og frá honum sé ekki hægt að víkja nema í algjörum Hver dagur á sína sögu, en sagan þarf marga daga * Þótt ekki sé ástæða til að líkjaMorsi við þann arma þrælAdolf Hitler, þá er því ekki að neita að sá fýr komst í kansl- arastól Þýskalands með einhvers konar lýðræðislegt umboð á bak við sig og fékk embættinu úthlutað með bréfi úr hendi lýðræðislega kjörins forseta landsins. Reykjavíkurbréf 05.07.13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.