Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Side 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Side 51
7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 aði ég minningargrein og fékk sam- þykki aðstandanda áður en ég sendi hana í Moggann. Presturinn notaði töluvert úr henni í minning- arorðunum og kirkjugestir grétu úr hlátri – sem var í stíl við hann.“ Ásmundi hefur ávallt líkað vel við allt fólk, að eigin sögn. „Mér finnst eins og ég sé alinn upp í ákveðnu hispursleysi. Jafnvel í gamla daga þótt margir kynjakvist- ir og skrýtnir fýrar væru í kringum okkur voru þeir bara hluti af sam- félaginu. Eins þeir sem við köllum fatlaða í dag en voru kallaðir aum- ingjar í gamla daga; þeir voru bara hluti af daglegu lífi, ekki síður en rónarnir.“ Ásmundur segir mikilvægt að rifja upp lífið í Eyjum frá því fyrir gos. Nauðsynlegt sé að halda sög- unni vel til haga, segir hann, og nefnir raunar fleira. Til dæmis hafi ekki verið rannsakað hvað áhrif gosið hafði á fólk, sem hefði verið nauðsynlegt. „Það voru margir sem tóku þetta á hnefanum; áfallahjálp þekktist ekki. Það var auðvitað mikið áfall að missa æskustöðv- arnar undir hraun. Ég var sjö ára þegar við fluttum í Austurbæinn, 1963, og hafði búið þar í 10 ár þeg- ar fór að gjósa; átti þar mín æsku- og unglingsár. En hugsaðu þér hvernig það hefur verið fyrir fólk að missa nýtt hús; á þessum tíma fór það eftir því hvort vertíð var góð, hvort hægt var að múra eða glerja. Það gat tekið mörg ár að klára húsið. Í dag kaupir fólk hús, fær lyklana afhenta og allt er klárt.“ Hann gleðst mjög yfir því hve veglega er haldið upp á goslokin árlega. „Margir sem upplifðu gosið eru farnir og þeim fer að fækka verulega á næstu áratugum sem muna verulega eftir þessum tíma. Mér finnst vel gert hjá Vest- mannaeyingum að halda upp á gos- lokin. Þau hafa alltaf verið einhvers konar minning og eru orðin menn- ingarhátíð á síðari árum. Mjög margir Vestmannaeyingar halda upp á þau í staðinn fyrir að fara á Þjóðhátíð. Það er gaman að minn- ast þessara tímamóta og einhvern veginn getur maður, þrátt fyrir allt, hugsað um þetta sem hlýju. Allir voru góðir við okkur, vel var tekið á móti okkur og þrátt fyrir alla erfiðleikana dó enginn. Börn fæddust í bátum við bryggjuna. Æðruleysi fólks var mikið; ég man að langafi minn, pabbi mömmu, Einars í Betel og þeirra systkina, varð níræður daginn sem byrjaði að gjósa. Hann hélt auðvitað að lætin væru í tilefni dagsins og harðneitaði að fara til Reykjavíkur! Það var búið að baka allar tert- urnar og átti að verða rosalega af- mælisveisla.“ Dagurinn fyrir gos, 22. janúar 1973, er Ásmundi í fersku minni. „Ég tók nefnilega bílprófið um morguninn, í vitlausu veðri. Á þess- um árum þurfti alltaf að sækja skírteinið daginn eftir, en ég fór niður til bæjarfógeta rétt fyrir lok- un, klukkan þrjú, og þá var það tilbúið. Það var eins gott, eftir á að hyggja, því ég hefði trúlega lent í bölvuðu basli annars. Mitt öku- skírteini var því örugglega það síð- asta sem gefið var út í Eyjum fyrir gos. En ég keyrði reyndar ekkert fyrr en á fastalandinu; það var svo leiðinlegt veður um kvöldið að ég fór ekkert út!“ Gosið klippti gjörsamlega á lífið, segir Ásmundur Friðriksson. „Ég fór í Skógaskóla, síðan í Reykholt og týndi félögunum. Þá var ekki verið að hringja og margir vissu ekkert um hvert aðrir fóru. Marga hitti ég ekki fyrr en löngu seinna og er enn að hitta fólk sem ég hef ekki séð síðan fyrir gos.“ Morgunblaðið/Eggert Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson sendi frá sér bókina Ási grási í Grænuhlíð í tilefni 40 ára afmælis gos- loka í Eyjum. Bókina prýða teikningar eftir hann sjálfan. Viðar Einarsson Togga er ein- hver skemmtilegasti vinnufélagi minn um ævina og eru þeir nú margir skemmtilegir sem ég hef unnið með. Viðar Togga er þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi og ekki hægt að ljúga neinu upp á hann. Viðar hefur alltaf tekið þátt í öllu sprelli um sjálfan sig og aðra og styrkleiki hans felst í eigin húmor og því að hann tekur sjálfan sig ekki hátíðlegar en aðra menn. Þá hefur hann ekki síst gaman af sögunum um sjálfan sig, sönnum sem lognum. „Veistu hvað besta lag allra tíma heitir?“ spurði Viðar einu sinni Árna Johnsen. „Þetta áttu að vita, Árni, þú ert tónlist- armaður. Árni, er það ekki, ertu ekki tónlistarmaður, Árni? Það byrjar á joð, Árni. – Joð, veistu ekki hvaða lag þetta er, joð,“ spurði Viðar mörgum sinnum en Árni skildi hvorki upp né niður hvað þá að hann væri með svar- ið. „Árni, ég trúi þessu ekki. Það er auðvitað Yesterday, Árni!“ Viðar Einarsson Togga. ÞAÐ BYRJAR Á JOÐ Einar frændi í Betel var einn af þeim sem nutu þess að hjóla í vinnuna á nýmalbikaðri götunni. Hann kom á hjólinu niður litlu götuna á milli Heiðarbrúnar og Hjalla, þar sem hann beygði nið- ur aflíðandi langa Vestmanna- brautina niður að Bárustíg. Þetta var draumi líkast. Frændinn sleppti höndunum af stýrinu, setti hendurnar út með hliðunum, myndaði kross- markið, hallaði sér aftur og lok- aði augunum. Þá sögðum við peyjarnir að hann væri að tala við Guð. Einu sinni, þegar Einar var á leið í vinnu eftir hádeg- ismat, þá sáum við hvar hann kom niður hjá Hjalla með kross- markið og hálflukt augun, örugg- lega á spjalli við almættið. Niðri við Björk við Vestmannabraut var Stefán Árnason yfirlög- regluþjónn á gangi. Við peyjarnir vissum að það var bannað að sleppa stýrinu, hvað þá að loka augunum og rosalegt að lenda í yfirlöggunni við þær aðstæður. Stebbi pól kallaði til Einars með sinni sterku og sérstöku rödd: „Einar, það er bannað að sleppa stýrinu!“ Einar frændi hélt sínu striki og svaraði að bragði: „Stefán, Guð stýrir fyrir mig.“ Stebbi pól kallaði þá mjög ákveðið til baka: „Einar, þá veistu að það er bannað að reiða.“ Einar Gíslason í Betel. „GUÐ STÝRIR FYRIR MIG“ DREYMIR ÞIG UM ALVÖRU SUMAR? Þeir sem safna Vildarpunktum Icelandair fá fjórfalda punkta þegar þeir versla hjá Olís og ÓB, dagana 5.–7. júlí. Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 600 Vildarpunkta. Vinur við veginn Til að safna Vildarpunktum Icelandair með Olís-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair korti, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Einnig er hægt að safna punktum með Sagakorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi Olís eru á olis.is/vidskiptakort/vildarkerfi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.